Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Leiðtoga-fundurEvrópu- sambandsins var haldinn í frönsku forsetahöllinni fyr- ir fáeinum dögum. Leiðtogafundurinn heppnaðist vel og fór ágætlega fram. Tveir af leiðtogunum 27 voru mættir og það er til marks um ein- drægnina á fundinum að þeir tóku ekki eftir því að allir litlu leiðtogarnir voru hvergi sjáan- legir. En ákveðið hefur verið að halda fund fyrir þá „til heima- brúks,“ eins og Steingrímur J. kallar svoleiðis. Þá var það til hagræðis að niðurstöður þess „leiðtogafundar“ sem fram fer eftir fáeina daga voru ákveðnar, prófarkalesnar og færðar til bókar þarna í París. Ef afgangsstærðin mætir á aukafundinn til að vera með á myndinni mun hún verða þakk- lát og undirleit og minna á þá ljúfu stund þegar dvergarnir 7 horfðu upp á Mjallhvít skammta þeim í skálina. Það styrkir málið mjög að nú man ekki nokkur maður hver fer með formennskuna í ESB, en eins og utanríkisráðuneytið okkar hefur svo oft bent á skiptir formennskan miklu máli vegna þess hve valdreif- ingin og lýðræðið er þar mikið. Það sýnir vel hve formennskan leikur í höndunum á því ríki sem nú fer með formennskuna, að enginn maður skuli koma því fyrir sig hvaða ríki það er. Smáríkjadeild Háskólans, sem er engin smáræðis deild, hlýtur af þessu gefna tilefni að minna á að Ísland muni hafa rosaleg áhrif innan ESB eftir að landið hefur skoðað í pakk- ann sinn. Dæmið frá París sannar þetta beinlínis. Þá hafði Ísland nákvæmlega sömu áhrif og sambandsríkin 25 sem voru ekki mætt, af því að þau voru ekki boðuð. Fyrst Ísland hafði jafn- mikil áhrif núna, þótt landið sé því miður enn þá utan ESB, og hin ríkin 25, þá geta menn rétt ímyndað sér ógnaráhrifin sem það hefði eftir inngönguna. Þá hefði það verið nefnt með ríkj- unum 25 sem voru ekki boðuð, sem hefðu þá verið orðin 26, sem allir sjá að hefði styrkt stöðu þeirra allra. Það veikir stöðu Íslands mjög á alþjóðavettvangi að vera ekki í hópi þeirra þjóða sem er ekki boðið til svo mik- ilvægs fundar. Þótt þetta sé mikilvægt er þó hitt sem stend- ur upp úr að væri Ísland full- gildur meðlimur fengi það líka að vera með á myndinni. Það er auðvitað ekki víst að Ísland myndi standa þar upp úr skar- anum en það myndi hugs- anlega sjást. Og svo er leynivopnið. Fyrst sá mæti maður Geir Jón er að hætta í lögreglunni væri þá ekki hægt að ráða hann til að fara fyrir Íslands hönd á svona fundi og vera á myndinni? Á meðan ljósmyndarar væru að stilla sér upp myndi Geir Jón stilla sér upp við hliðina á Sar- kozy eins og hann stillti sér upp við hliðina á litlu óeirða- seggjunum á Austurvelli. Hætt er við að þá færu háhæluðu skór forsetans fyrir lítið. Á móti kæmi að hann væri vel staðsettur fyrir þá naflaskoðun sem hann sagði nýlega að brýnt væri að færi fram. Það er þó ekki alveg víst að Sarkel einræðisherra ESB fengi forystufiðringinn í mag- an þegar sú mynd kæmi úr framköllun. Ísland gæti með þessari aðferð ekki aðeins kíkt í pakkann og skoðað í skóinn, heldur beinlínis verið inni í myndinni. Hvað segja jámenn um það? Valddreifingin og lýðræðisástin bein- línis perlar af for- ystumönnum ESB í svitakófinu vegna evrunnar} Áhrifum Íslands engin takmörk sett Ríkisstjórn Ís-lands fékk ekki komið lögum um sjálft Stjórn- arráðið í gegnum Alþingi nema að samþykkja að framvegis yrði allt hljóðritað sem sagt væri á ríkisstjórn- arfundum. Nú vill ríkisstjórnin fresta gildistöku þessarar for- sendu þingsins fyrir stjórn- arráðslögunum. Mikið hefði verið gaman að hlusta á hljóð- upptöku af fundinum sem ákvað að biðja þingið um þenn- an frest. Skýringarnar sem fylgja beiðn- inni eru á hinn bóg- inn illskiljanlegar, enda skrítnar og sundurlausar. Á mannamáli þýða þær sennilega að sam- þykktin hafi verið endaleysa frá upphafi og því rétt að skoða í svo sem eitt ár hvort menn komist út úr henni. Getur ekki grínistinn Gnarr, sem þegar er á framfæri Samfylkingarinnar, tekið að sér að eyða málinu. Hann hefur í fullu tré við ófull tré og rífur þau upp með rótum. Ríkisstjórnarruglið samt við sig}Forsendan rifin upp með rótum V igdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er dugleg við að hafa hátt á þingi. Sennilega finnst henni að einmitt þannig eigi fyrirmyndar-þingmaðurinn í stjórnarandstöðu að vera. Hann eigi stöðugt að sanna að hann sé vel vakandi og geri það best með hávaðayfirlýsingum þar sem þessi og hinn stjórnarliðinn sé blammeraður. Á dögunum gagnrýndi Vigdís forseta Al- þingis fyrir ómögulega fundarstjórn og bar fyrir sig orð sem fyrrverandi þingmenn áttu að hafa sagt við hana þess efnis að fundar- stjórn forseta væri ástæða þess að oft liti út fyrir að um ringulreið væri að ræða í þinginu. Það er í sjálfu sér skiljanlegt að fyrrverandi þingmenn líti með nokkurri sjálfumgleði til gömlu góðu daganna þegar þeir voru skörulegir fulltrúar þjóðar sinnar í stofnun sem var stjórnað vasklega af for- seta Alþingis. Í huga þeirra er nú öldin önnur og þeir telja óstjórn ríkja á gamla vinnustaðnum og að forseti þingsins ráði engan veginn við djobbið. Þetta viðhorf á ekki að koma svo mjög á óvart. Það er einfaldlega alþekkt í nær hvaða atvinnugrein sem er að fyrrverandi starfsmenn telji vinnustað sínum hafa hrak- að jafnt og þétt frá þeim tíma sem þeir létu af starfi. Og Vigdís Hauksdóttir hefði átt að sjá í gegnum þetta sjálf- hverfa tal fyrrverandi þingmanna í stað þess að lepja það upp og útvarpa úr ræðustól Alþingis. Það var Siv Friðleifsdóttir, sem tók að sér að benda flokkssystur sinni að þarna hefði hún verið ansi fljót til að ana fram með skrýtna stað- hæfingu. Þar með kom Siv forseta Alþingis til varnar og var það drengilega gert. Siv benti réttilega á að þingmenn eigi til að vera orð- ljótir hver í annars garð og annarra, stundi óþarfa frammíköll og séu furðu stælóttir við forseta þingsins. Þeir sem fylgjast sæmilega með störfum þingsins hafa ítrekað séð þetta gerast og vita að Siv fer ekki með neinar ýkj- ur. Það er sjálfsagt og eðlilegt að gera þá kröfu til þingmanna, eins og allra annarra stétta, að þeir hagi sér sómsamlega í vinnu- tímanum. Þetta er reyndar sérlega brýnt þegar þingmenn eiga í hlut því myndavélin er á þeim öllum stundum í þingsalnum. Og myndavélin sýnir okkur hvað eftir annað að á þingi eru menn sem deila hástöfum við þingforseta og sýna af sér rækilegan dónaskap og hlæja svo upphátt að því sem þeim finnst vera vel heppnuð eigin fyndni. Forseti þingsins hefur haft nóg að iðja við að reyna að siða þingmenn sem eiga í basli við að sýna vinnustað sín- um og samstarfsmönnum virðingu. Það felst í starfi al- þingismanna að takast á um mál og sjálfsagt er að þeir deili og það jafnvel nokkuð harkalega, en það verða að vera takmörk fyrir því hversu langt þeir geta gengið í dónaskap. Það á að vera sjálfsagt mál að þingmenn sýni forseta þingsins virðingu. Ef þeir geta það ekki þá eiga þeir alls ekkert erindi á Alþingi. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Dónar á þingi STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is S tefnt er að því að árlegum fundi aðildarríkja lofts- lagsamnings Sameinuðu þjóðanna ljúki á morgun í Durban í Suður-Afríku. Þar er m.a. ætlunin að reyna að leggja drög að framhaldi Kýótó-bókunar- innar gegn losun koldíoxíðs. Núver- andi bókun rennur út í lok næsta árs en væntingarnar eru litlar. Fjögur mikilvæg ríki, Bandaríkin, Rússland, Japan og Kanada, höfðu þegar fyrir ráðstefnuna sagt að þau myndu ekki taka á sig skuldbindingar eftir 2012. Og Kína og Indland vísa í reynd öllum kröfum um minni losun á bug. Bandaríkin staðfestu reyndar aldr- ei Kýótó-bókunina sem skuldbindur ríkin til að minnka losun gróðurhúsa- lofttegunda niður fyrir það sem hún var árið 1990. Ríki Evrópusambands- ins hafa sett sér það markmið að minnka losunina enn meira eða um 30% og hafa tekið upp kerfi sem byggist á viðskiptum með losunar- kvóta. Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu, er í Durban og segir hann Íslendinga fylgja stefnu ESB vegna aðildarinnar að Evrópska efnahagssvæðinu. Ástæðan er ekki síst að íslensk fyrirtæki munu taka þátt í viðskiptunum með losunar- kvóta. „Öll ríki setja ákveðin skilyrði fyrir því að taka á sig frekari skuldbind- ingar,“ segir Hugi. „Upphaflega átti Kýótó að ná til meira en helmings allrar heimslosunar. En hún hefur aukist svo mikið í þróunarríkjunum að án Bandaríkjanna og hinna stóru ríkjanna sem ekki eru heldur með losa þau ríki sem vilja skuldbinda sig samanlagt ekki nema 15-16% af heimslosuninni á næsta tímabili. Það er því eðlilegt að menn vilji ekki taka á sig lagalegar skuldbindingar fyrr en það er klárt hvað önnur ríki ætla að gera.“ Vísindamenn sem samningsaðilar reiða sig á vara nú við því að hlýnun í lofthjúpnum verði enn meiri en áður var spáð, meðalhiti á jörðunni muni hækka um 3,5 stig á celsius fyrir næstu aldamót. En í ESB óttast margir að fyrirtæki í aðildarlönduum verði ekki samkeppnisfær ef þau verði að greiða hátt gjald fyrir losun en reykspúandi verksmiðjur, orkuver og samgöngutæki annars staðar sleppi. Vaxandi efnahagsvandi og atvinnu- leysi draga enn úr áhuganum á því að taka á sig „lagalega skuldbindandi kvaðir“ fremur en að láta fögur fyr- irheit duga. Nýir risar gerbreyta stöðunni Það sem hefur umbylt öllum við- miðum síðustu áratugina er geysihröð efnahagsþróun í Kína, Indflandi og fleiri ríkjum sem enn eru kölluð þró- unarlönd þótt þau sé að verða æ stöndugri. Kínverjar losa nú meira en nokkur önnur þjóð af áðurnefndum lofttegundum. Þau rök Bandaríkja- manna að merkingarlaust sé að semja án þess að Kína taki á sig hluta byrð- anna vega því þungt þótt ESB sé að sögn Huga líklegra en Bandaríkin til að koma meira til móts við þróun- arríkin. Fulltrúar margra þróunarlanda segja að auðugu iðnveldin hafi í hátt í tvær aldir dælt út koldíoxíði í gríð og erg og nú muni afleiðingarnar lenda þyngst á svæðum eins og Afríku. En fram kemur í fréttum BBC að Ind- verjar séu líka gagnrýndir hart fyrir að hafna öllum tilslökunum og tryggja þannig að engir samningar náist. Kín- verjar eru sagðir reiðubúnir, amk. út á við, að draga úr losun en setja ýmis skilyrði sem virðast vera óljós. „Ég er alveg reiðubúinn að trúa því að þeir séu sveigjanlegir. En ég er jafn reiðubúinn að trúa því að þeir séu að blekkja til þess að þeim verði ekki kennt um að viðræðurnar hafi farið út um þúfur,“ hefur BBC eftir ónafn- greindum fulltrúa í Durban. Engin þjóð vill fórna eigin hagsmunum Reuters Hiti Umhverfissinnar í Durban mómæla við fundarstað aðildarríkja Lofts- lagssamnings SÞ. Á skiltinu stendur: „Sjóðið ekki Afríku“. Áhugi bresks almennings á loftslagsmálum hefur dvínað mjög, að sögn Guardian í Bret- landi. Stuðningur við svonefnda græna skatta, sem hafa um- hverfisvernd að markmiði, er minni og efasemdir um hættuna gagnvart náttúrunni aukast. Stofnun sem fylgist með skoðanaþróun segir að árið 2000 hafi 43% aðspurðra lýst vilja til að borga miklu hærra verð fyrir vörur til að vernda umhverfið. Í fyrra var hlutfallið aðeins 26% og lægst meðal hinna efnalitlu. 37% álitu um- hverfisvána „ýkta“, hlutfallið var 24% árið 2000. Efasemdir um hættuna ALMENNINGSÁLITIÐ Mengun Kolaorkuverum fjölgar en þau losa mikið af koldíoxíði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.