Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011  Úrvalslisti Kraumsverð- launanna, eða Kraums- listans, hefur verið birtur en markmið verð- launanna er að styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með sérstöku tilliti til þeirra sem yngri eru, eins og fram kemur í tilkynningu. Sex manna dóm- nefnd hefur valið úr 20 hljóm- plötur á Úrvalslistann og mun svo 20 manna dómnefnd fara yfir hann og velja úr 5 eða 6 verð- launaplötur. Hljómplöturnar 20 á Úrvalslist- anum eru eftirfarandi (flytjendur nefndir fyrst): ADHD - ADHD2, Anna Þorvalds - Rhízoma, Ben Frost og Daníel Bjarnason - Sól- aris, Dead Skeleton - Dead Ma- gick, FM Belfast - Don’t want to sleep, For a Minor Reflection - EP, Helgi Hrafn Jónsson - Big Spring, Hljómsveitin Ég - Ímynd Fíflsins, Lay Low - Brostinn Strengur, Nolo - Nology, Of Monster & men - My Head is an Animal, Ofvitarnir - Stephen Hawking/Steven Tyler, Ragga Gröndal - Astrocat Lullaby, Reykjavík! - Locust Sounds, Sam- aris - Hljóma Þú (ep), Sin Fang - Summer Echoes, Skurken - Gils- bakki, Snorri Helga - Winter Sun, Sóley - We Sink og Sólstafir - Svartir Sandar. Aðstandandi Kraumslistans er Kraumur tónlistarsjóður sem er sjálfstætt starfandi sjóður á veg- um Auroru velgerðarsjóðs. Kraumur hefur það að meg- inhlutverki að efla íslenskt tón- listarlíf, fyrst og fremst með stuðningi við unga listamenn. Úrvalslisti Kraums- verðlaunanna 2011 kynntur til sögunnar Geiturnar þrjár bbbnn Jens Ívar Jóhönnuson Albertsson. Myndir Elvar Ingi Helgason. Geitur ehf 2011. 20 blaðsíður. Geiturnar þrjár er vel- þekkt norskt ævintýri, þar sem geitafjölskyldu tekst að leika á tröll nokkurt, sem liggur í leyni undir brú og bíður færis á að hremma þær. Á bókarkápu segir að hér sé ævintýrið fært í „glæ- nýjan og alíslenskan bún- ing“ og að bókin sé ætluð til upplestrar fyrir börn tveggja ára og eldri. Hinn nýi búningur felst aðallega í breyttu orðfæri geitanna, sem nú nota orð eins og „Svakalega“ og „Ótrúlega“ og svo eru við- skipti geitapabba og tröllsins með nokkuð öðru móti en í frumútgáfunni. Að öðru leyti er hér fátt nýtt á ferð, en það er ánægjulegt að áhugi sé fyrir því að gefa gömul og velþekkt ævintýri út með breyttu sniði. Myndirnar eru skemmtilegar og hið ófrýnilega tröll mun án efa skjóta ungum lesendum skelk í bringu. Prakkarasögur bbbnn Ævar Guðmundsson. Myndir Gunnar Snæland. Bókaútgáfan Krydd í tilveruna. 2011. 26 síður. Hér segir Ævar Guðmundsson nokkrar stuttar sögur úr barnæsku sinni á Akureyri, „þegar bærinn var miklu fámennari en núna og börn voru frjáls,“ eins og seg- ir á bókarkápu. Hér er sagt frá prakkaraskap og ýmsum hremmingum sem hinn uppá- tækjasami Ævar lenti í á uppvaxtarárum og eru margar sögurnar bráðskemmtilegar. Þar er t.d. sagt frá hrútnum Hillary, síldveiðum og laumureykingum. Líklega hafa mörg börn gaman af sögunum og kannski ekki síður afar og ömmur sem muna þá tíð sem Ævar lýsir. Auður og gamla tréð bbbbm Eva Rún Þorgeirsdóttir og Stella Sigurgeirsdóttir. Salka. 2011. 35 síður. Fjölmargar metn- aðarfullar og frumlegar barnabækur koma út þessi jólin, sem hlýtur að kæta alla þá, sem láta sér annt um börn og að þeim sé boðið upp á sómasamlegt lesefni til að kætast. Ein þess- ara bóka er Auður og gamla tréð, jógabók fyrir börn. Hér segir frá Auði fimm ára, sem „getur svo margt og er alltaf að læra eitthvað nýtt“. Dag nokkurn kynnist Auður gömlu tré og í gegnum skemmtilegt samtal þeirra eru nokkrar jóga- stöður sýndar og kenndar. Þessi hugmynd gengur alveg fullkomnlega upp, en auk þess að hafa að geyma skemmtilega sögu, er bókin líka tilvalin æfing í jóga, bæði fyrir börn og fullorðna. Myndir Stellu Sigurgeirsdóttur spila vel saman við textann, þær eru lifandi og litríkar eins og barnabókamyndum ber, en algerlega lausar við allan ofhlaðinn „krútt- skap“ eins og stundum vill brenna við í barna- bókum. Íslensku húsdýrin og Trölli bbbmn Bergljót Arnalds. Teikningar Jón Hámundur Marinósson. JPV. 2011. 33 síður. Íslensku húsdýrin eru nýjasta viðfangsefni Bergljótar Arnalds, sem hefur skrifað fjölmargar barnabækur og hlotið ýmsa viðurkenningu fyr- ir. Hér segir frá trölla- dreng nokkrum sem vill- ist og fær aðstoð frá hópi íslenskra húsdýra til að rata heim til sín. Inn í ljúfa sögu um vináttu og samvinnu er fléttað ýmsum fróðleik um íslensku húsdýrin, sem líklega er ekki vanþörf á að koma á fram- færi. Aftast eru svo ýmsar spurningar sem ættu að auka enn á gleði ungra lesenda. Rikka og töfrahringurinn í Japan bbbmn Hendrikka Waage. Myndir Inga María Brynj- arsdóttir. Salka. 2011. 40 síður. Hér segir frá ferðalang- inum Rikku, en með hjálp töfrahringsins síns hefur hún áður ferðast til Íslands og Indlands. Í þessari bók liggur leið Rikku til Japans, þar sem hún skoðar helstu einkenni landsins, ásamt vinum sínum þeim Miyu og Hiroshi. Meðal þess sem fyrir augu þeirra ber eru súmó- glíma, geishur og ýmis náttúrundur. Þetta er skemmtileg hugmynd og gengur ágætlega upp, en bókin hefði verið skemmtilegri ef fjallað hefði verið um færri staði og þeim þá gerð betri skil. Bókin er léttilega skrifuð, myndirnar fjörlegar og fallegar og Rikka á án efa eftir að vekja Japansáhuga hjá fjölmörg- um ungum lesendum. Barnabækur Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar barnabækur Stangað Myndskreyting eftir Elvar Inga Helgason úr Geitunum þremur. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Árið 2006 sendu Stebbi og Eyfi frá sér plötu með ábreiðum svo- nefndum, þ.e. „cover“-lögum, lögum eftir aðra sem þeir sungu með sínum nefjum og nú hafa þeir sent frá sér aðra slíka plötu, Fleiri notalegar ábreiður. Á umslagi plötunnar sitja félagarnir að snæðingi við kertaljós á veitingastaðnum Horninu, með rauðvín í glösum og báðir hlæjandi. Ljósmyndin sem prýðir umslagið sést hér til hliðar en hún var tekin snemma morguns og segir Eyfi kím- inn að þeir hafi klárað heila rauð- vínsflösku fyrir kl. 10. „Maður fær náttúrlega ekki svona veitingastaði lánaða nema á jaðartímum,“ segir hann. Hornið sé einn af þeirra uppá- haldsveitingastöðum og því hafi ver- ið auðsótt mál að fá staðinn lánaðan. Mikilvægt að syngja á íslensku – Myndin er í takt við titil plöt- unnar, greinilega notaleg stund? „Já, þetta er mjög notalegt,“ segir Eyfi, notalegri röddu. Hann segir svipað konsept vera á nýju plötunni og þeirri fyrri. Þeir Stebbi hafi spil- að saman í tuttugu ár, hlustað á alls konar tónlist á sínum ferðalögum og fengið þá hugmynd að snara yfir á íslensku mörgum þeirra erlendu laga sem væru í uppáhaldi hjá þeim og syngja inn á plötu, auk þess að syngja nokkur íslensk. „Það er mjög mikið atriði fyrir okkur að syngja á íslensku fyrir Íslendinga. Við höfum nú gert það í gegnum tíðina, báðir tveir,“ segir Eyfi. Þeir hafi samið fjölda lagatexta í áranna rás og þá sérstaklega Stebbi en hann samdi texta við rúman helming laganna á plötunni nýju. – Er einhver rauður þráður í laga- valinu fyrir þessa plötu? „Nei, í raun og veru ekki nema náttúrlega að þetta er ákaflega létt fyrir eyrað,“ svarar Eyfi „Eigum við ekki að segja að þetta sé svona rauð- vínsplata, hún er nokkurn veginn sjálfstætt framhald af fyrri plötunni. Við skautum af fyrri plötunni yfir í þessa með tengingum, t.d. við lagið „Góða ferð“ sem var með B.G. og Ingibjörgu, við tökum þarna annað lag með þeirri hljómsveit, „Þín innsta þrá“ sem er mikið spilað núna í útvarpinu,“ segir Eyfi. Þeir Stebbi fylgdu fyrstu ábreiðu- plötu sinni eftir með tónleikaferð um landið árið 2007 og hyggjast þeir fylgja þeirri nýju eftir með sama hætti. Þeir munu hefja tónleikahald að vori, taka sér svolítið sumarfrí og halda svo áfram að hausti. Notaleg rauðvínsplata  Nokkrar notalegar ábreiður hét fyrsta plata félaganna Stefáns Hilmarssonar og Eyjólfs Kristjánssonar og nú hafa þeir bætt við Fleiri notalegum ábreiðum Kósí Stebbi og Eyfi kunna að meta góðan mat og rauðvín. Með kræsingunum er gott að hlusta á notalegar ábreiður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.