Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011 Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Súluklettur 1, fnr. 232-2442, 232-2443, Borgarnesi, þingl. eig. þb. Íslenska leigufélagið ehf., gerðarbeiðandi Íslenska leigufélagið ehf., þriðjudaginn 13. desember 2011 kl. 10:00. Súluklettur 2, fnr. 232-2444, 232-2445, Borgarnesi, þingl. eig. þb. Íslenska leigufélagið ehf., gerðarbeiðandi Íslenska leigufélagið ehf., þriðjudaginn 13. desember 2011 kl. 10:05. Sýslumaðurinn í Borgarnesi, 7. desember 2011. Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Ásendi 19, 203-5689, Reykjavík, þingl. eig. Sumarliði Árnason, gerðar- beiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf., mánudaginn 12. desember 2011 kl. 13:30. Bakkagerði 1, 203-4855, Reykjavík, þingl. eig. Flökt ehf., gerðar- beiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf., mánudaginn 12. desember 2011 kl. 14:00. Baldursgata 32, 200-7689, Reykjavík, þingl. eig. Baldursgata ehf., gerðarbeiðendur BYR hf. og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., mánudaginn 12. desember 2011 kl. 10:30. Baldursgata 34, 200-7690, Reykjavík, þingl. eig. Baldursgata ehf., gerðarbeiðendur BYR hf. og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., mánudaginn 12. desember 2011 kl. 11:00. Faxafen 12, 202-3360, Reykjavík, þingl. eig. Hlíðasmári 6 ehf., gerðarbeiðendur Glitnir banki hf. og Húsfélagið Faxafeni 12, mánudaginn 12. desember 2011 kl. 15:00. Faxafen 12, 202-3361, Reykjavík, þingl. eig. Hlíðasmári 6 ehf., gerðarbeiðendur Glitnir banki hf. og Húsfélagið Faxafeni 12, mánudaginn 12. desember 2011 kl. 15:15. Glaðheimar 12, 202-1803, 32% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Þorsteinn Þórsteinsson, gerðarbeiðandi SagaZ ehf., mánudaginn 12. desember 2011 kl. 14:30. Laugavegur 163, 222-5391, Reykjavík, þingl. eig. Irena Guðrún Kojic, gerðarbeiðandi Húsfélagið Laugavegi 163, mánudaginn 12. desember 2011 kl. 11:30. Leifsgata 4b, 200-8778, Reykjavík, þingl. eig. Úr einu í annað ehf., gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf., mánudaginn 12. desember 2011 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 7. desember 2011. Raðauglýsingar Þegar ég var í öðrum bekk var ég yfir mig ástfangin af strák sem hét Sigurjón. En ástin er, eins og við vitum flest, ekki alltaf endur- goldin. Þannig var það nú í þessu tilfelli. Hann Sigurjón hvorki sá mig né heyrði. Oddur, stjúpfaðir minn, tók eft- ir þessu fyrsta hjartabroti mínu og samdi vísu sem hljómaði svona Elín sæta eðal pæja elskar hana, Sigurjón en Elín elskar annan gæja er hún ekki mikið flón? Þetta gerði hann Oddur oft fyr- ir mig. Hann tók vonlausa stöðu, skaut henni upp í hugarheiminn, skrifaði hana upp á nýtt og færði mér á silfurfati. Það hefur verið mér fyrirmynd alla tíð síðan. Oddur var ekki fljótfær maður og átti það til að koma með at- hugasemdir varðandi umræður sem áttu sér stað dögunum eða vikunum áður. En þegar Oddur tjáði sig þá hlustaði maður, því það sem hann sagði var vel ígrundað og alltaf frá sjónarhorni réttsýn- innar því Oddur var heiðarlegur maður. Oddur kom inn í líf mitt þegar ég var sex ára gömul og það var alltaf mjög skýrt okkar á milli að Oddur Björnsson ✝ Oddur Björns-son fæddist í Ásum í Skaft- ártungu 25. októ- ber 1932. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 21. nóv- ember 2011. Útför Odds fór fram frá Dómkirkj- unni 30. nóvember 2011. hann væri ekki faðir minn. Ég gerði aldr- ei tilraun til að kalla hann pabba eða hann mig dóttur sína, svo tók hann upp á því að kalla mig gömlu vinkonu sína og ég hann gamlan vin. Þessi gamli vinur fyllti þó það tómarúm sem var til staðar hjá mér og sinnti mörgum skyldum gagn- vart mér í hinu daglega lífi. Sem dæmi má nefna unglings- árin þegar það var svo erfitt að koma sér fram úr á morgnana en þegar ég loksins drattaðist á lapp- ir og upp í borðstofu þá sat hann þar alltaf, minn gamli vinur, pollrólegur að lesa blöðin, tilbúinn með heitan hafra- graut handa mér, linsoðið egg og glas af nýkreistum appelsínusafa. Í innkeyrslunni var svo upphitað- ur, nýskafinn bíll, tilbúinn að skutla mér í skólann. Þegar fram liðu stundir gekk hann börnunum mínum í afastað og þau þekkja hann sem afa Odd. Tónlist var alltaf mikill þáttur af okkar heimilislífi og ekkert var bannað hvað tónlist varðaði. Ég var til að mynda með æfingahús- næði í herberginu mínu og þegar hljómsveitaræfingar áttu sér stað skalf allt húsið en þetta var aldrei vandamál, hvorki hjá mömmu né Oddi. Öll listsköpun á heimilinu var hvött áfram og alltaf staðið við bakið á manni. Það var ekki mikið horft á sjón- varp. Frekar var hlustað á tónlist, borðaður góður matur, lesið upp úr bókum, farið í leikhús og svona má lengi telja. Svo sátu þau skötuhjúin oft á kvöldin við kerta- ljós og rauðvínsglas þar sem ann- að þeirra fleygði fram fyrri parti af kvæði og hitt botnaði. Þegar ég og maðurinn minn, Rúnar, fórum til Kína 2005 hófst nýtt tímabil í okkar lífi. Í nýjum menningarheimi. Mamma og Oddur dvöldu löngum stundum í Kína með okkur. Það var yndis- legt tímabil og við áttum margar af okkar bestu stundum þar. Maður sem faðmar fólk eins Oddur gerði getur ekki annað en átt magra vini. Öllum var tekið opnum örmum. Þessi faðmlög voru sterk, hlý og svo fylgdi þeim yfirleitt stór koss á ennið og axl- arhristingur. Það er með söknuði og djúpu þakklæti sem ég kveð minn gamla vin. Þar til við sjáumst á ný í himn- anna hæðum. Elín Jónína Ólafsdóttir. Góður og einstakur vinur er horfinn af sviðinu. Oddur Björns- son, leikskáld og leikstjóri. Það er ekki auðvelt að eignast góðan og traustan vin en við hjónin vorum svo heppin að fá að kynnast Oddi og erum þakklát fyrir einstakt æv- intýr sem við áttum saman. Við kynntumst Oddi eða Oddaranum, eins og skáldið frá Bíldudal Hafliði heitinn Magnússon kallaði hann, árið 1993 á Bíldudal. Oddur var kominn til að leikstýra hjá Leik- félaginu Baldri og hinn ungi leik- ari, Elfar Logi, var settur í það að vera formaður leikfélagsins. Á svið var settur farsinn Klerkar í klípu og Oddur rúllaði þessu upp og gerði úr þessa flottu sýningu sem gekk og gekk og gekk, alveg eins og alvörufarsi. Oddur hafði aðsetur í krúttlegu húsi í fjörunni er nefnist Sæbakki. Ósjaldan fór hinn ungi leikari í heimsókn til leikstjórans að lokn- um æfingum og þá var nú heldur betur spjallað og ekkert verið að láta klukkuna trufla sig. Oddur varð strax kær og góður vinur okkar en það er nú ekki sjálfgefið hjá öllum leikstjórum en svona var Oddur, tók öllum vel sannur mannvinur. Enn jókst gleðin þegar að frumsýningu kom því þá kom eig- inkona Odds hún Beggó og þar eignuðumst við hjónin annan vin. Í raun eignuðust Bílddælingar allir frábæra og einstaka vini því Odd- ur og Beggó fíluðu sig svo vel á Sæbakkanum að þau keyptu hús- ið. Koma þeirra hjóna í litla þorpið á Bíldudal var eins og vítamínsp- rengja í allt mann- og listalíf enda tóku nú ævintýrin að gerast. Oddur átti eftir að leikstýra oft- ar hjá Leikfélaginu Baldri. Árið 1994 setti hann á svið Karíus og Baktus með miklum bravúr. Ári síðar leikstýrði hann síðan eigin verki Jóðlíf þar sem leikarinn ungi, Elfar Logi, lék annað jóðið. Uppfærsla þessi er enn í minnum höfð á Bíldudal enda sannkallað listaverk því Beggó gerði einnig einstaka leikmynd og við hjónin vorum svo heppin að fá að taka þátt í þessu ævintýri því Billa að- stoðaði Beggó við búninga og leik- mynd. Sama ár fór hinn ungi leik- ari, loksins, í leiklistarnám og hvatning Odds var gott veganesti í þann skóla, og ekki sakaði að hafa fengið góða skólun á sviðinu hjá meistaranum. Við söknum þín, Oddur, en minnumst einstakra stunda, við vorum sannarlega lánsöm að fá að kynnast þér. Við hneigjum okkur djúpt fyrir þér að hætti leikarans. Elsku Beggó, sendum kærar og einlægar kveðjur til þín og allra aðstandenda. Marsbil, Elfar Logi og þrjár systur. Sigga frænka í Garðshorni, er farin yfir móðuna miklu. Ég man fyrst er ég kom í Garðshorn með pabba og mömmu þegar það var siður í fjölskyldunni að fara á milli heimila og taka lagið. Ég man vel eftir svona stund- um uppi á brekku hjá ömmu Helgu og afa Kristni, sem bjuggu þá hjá Gísla frænda, og heima í Hyrningi og vestur í Garðshorni. Þetta voru skemmtilegar sam- verustundir fyrir alla, yngri sem eldri. Við Anna komum oft í Garðs- horn með stelpurnar eftir að við fórum að búa. Frænka var alltaf svo glöð að fá börnin í heimsókn. Seinni árin eftir að pabbi og mamma fluttu á Hornbrekku og frænka stuttu seinna, höfum við yfirleitt heilsað upp á hana þegar við komum til pabba og mömmu. Það voru mörg skemmtileg kaffi- boðin sem við héldum inni hjá foreldrum mínum og oftast var Sigga frænka með í hópnum. Það var þröngt við litla borðið en gleðin og gamansemin yfir léttu spjalli og góðum veitingum er okkur ógleymanleg. Ég man eftir sérstökum eftirrétti sem ég kom með og gladdi þau mikið. Þau höfðu lokið við kaffið og kökurnar frá Sigurlaugu og spjallað smá stund. Þá lagði ég eftirréttinn á borðið og það varð smá þögn. Þetta voru súrsaðir sviðafætur sem þau voru fljót að gera góð skil með mikilli gleði. Það voru líka mörg eftirminni- leg afmælin sem haldin hafa ver- ið með gamla fólkinu okkar á Hornbrekku. Ég man einu sinni þegar við systkinin vorum rétt byrjuð að syngja í afmæli mömmu, „Ó, hve létt er þitt skóhljóð,“ þegar Sigga frænka kom trítlandi inn og til okkar við píanóið og brosið var ógleymanlega stórt. Sigga frænka var glaðlynd og hress kona. Hún var mjög fé- lagslynd og hafði sterkar skoð- anir á mönnum og málefnum. Það var gaman að ræða við hana um jöfnuð, bræðralag og frið í heiminum. Við þökkum Siggu frænku í Garðshorni fyrir allar ánægju- legar stundir sem við áttum með henni. Við minnumst hennar með söknuði og virðingu. Sigurlaug Anna og Gunnar Halldórsson. Sigríður (Sigga) í Garðshorni var einstök kona. Hún átti stórt og hlýtt hjarta. Það er dýrmætt að hafa verið henni samferða í 45 ár. Þegar við Bogga fluttumst til Ólafsfjarðar haustið 1966 var Magnús í Garðshorni, eiginmað- ur Sigríðar, í skólanefnd. Stuttu eftir að við komum heimsótti hann okkur. Honum var annt um skólann og hefur líklega viljað líta á nýja kennarann. Þessi heimsókn var upphafið að vináttu við Garðshornsfjölskylduna sem er okkur afar mikils virði. Það var gott að koma í Garðs- horn, gróið menningarheimili, þar sem bókmenntir og tónlist voru í öndvegi. Bæði fylgdust vel með stjórnmálum og höfðu sterk- ar skoðanir; voru vinstrisinnuð af sannfæringu og hvikuðu hvergi frá þeirri stefnu. Sigríður Kristinsdóttir ✝ Ásta SigríðurKristinsdóttir var fædd á Stóru- Þverá í Fljótum 23.12. 1913. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Hornbrekku Ólafsfirði 16.11. 2011. Útför Sigríðar var gerð frá Ólafs- fjarðarkirkju 29. nóvember 2011. Sigríður og Magnús byrjuðu búskap í Bræðra- borg, Kirkjuvegi 15, sem þau byggðu með bróður Magn- úsar, Guðjóni. Það var gott að byrja búskap í eigin hús- næði en Sigríði vantaði garð til að hugsa um. Hún hafði yndi af allri ræktun. Þegar þau keyptu Garðshorn af Sigursveini Davíð, bróður Sigríðar, fékk hún garð- inn sem hana vantaði. Hún var natin við blómaræktina svo eftir var tekið – og garðinn sinn rækt- aði hún af alúð alla tíð, bæði í eig- inlegri og óeiginlegri merkingu. Sigríður var mjög náin bróður sínum, Sigursveini Davíð, sem veiktist í æsku, lamaðist í fótum og var bundinn hjólastól sem hann fékk þó ekki fyrr en hann hafði verið lamaður í fimmtán ár. Til þess tíma þurfti að hjálpa honum að bera sig um og það kom mest í hlut Sigríðar að að- stoða bróður sinn. Það var fyrir atbeina Sigur- sveins að Sigríður fór austur að Hallormsstað í húsmæðraskóla. Þar opnaðist henni nýr heimur og skólavistin varð henni bæði til gagns og gamans og jók sjálfs- traustið. Sigrún Blöndal stýrði þá skólanum og dáði Sigríður hana mjög; sagði hana hafa kennt sér að meta Halldór Lax- ness sem síðan varð einn uppá- haldshöfundur Sigríðar. Mikil handavinnukona var Sig- ríður og ber Garðshornsheimilið þess ljósan vott. Þar innandyra er flest óbreytt frá því sem var þegar hún fluttist í Hornbrekku. Eiginmanninn missti Sigríður haustið 1980 eftir 44 ára sambúð. Eftir það bjó hún ein í Garðs- horni í átján ár en fluttist þá í Hornbrekku. Það er löng einvera en Sigríði leiddist aldrei í Garðs- horni. Hún hafði blómin, bæk- urnar, handavinnuna og tónlist- ina. Sigríður var enn vel hress þeg- ar hún fluttist í Hornbrekku og gat sinnt áhugamálum sínum sem áður. Hún las mikið, hlustaði líka á hljóðbækur og tónlist og vann í höndunum. Það var mikið frá henni tekið þegar hún gat ekki lengur gripið í handavinnu en hún hélt allgóðri sjón og gat lesið þar til í haust. Þrekið var á þrotum en hugsunin skýr. Sigríður varð fyrir því óláni oftar en einu sinni að detta svo brot hlaust af og mátti eftir þau óhöpp ekki reyna að fara fram úr rúminu ein. Að þurfa hjálp við það var þessari sjálfstæðu og stoltu konu mikið áfall en Elli kerling ber um síðir alla ofurliði. Ég kveð Sigríði í Garðshorni með virðingu og þökk og sendi Garðshornsfjölskyldunni innileg- ar samúðarkveðjur. Þórir Jónsson. Elsku Sigga frænka mín. Ég sit hér og horfi út um gluggann, fjörðurinn er eins og málverk á að líta, þakinn snjó, svo friðsælt, svo mikil kyrrð, minningarnar streyma fram, við áttum saman yndislegar stundir, frænka, bæði í Garðshorni og frammi á dvalarheimili, stundirn- ar, minningarnar verða geymdar. Ég kveð þig, elsku frænka mín, megir þú hvíla í friði. Elsku Maddi, Siggi, Öddi og fjölskyld- ur. Við Halla Björk og fjölskyld- ur sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur Guð er kærleikur og sá sem er stöð- ugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum. (I. Jóhannesarbréf.) Anna María. Við Ragnar Ei- ríksson kynntumst ungir. Við vor- um starfsmenn hjá Búnaðarsam- bandi Skagfirðinga undir styrkri stjórn Egils Bjarnasonar. Kynnin urðu að vináttu sem ekki raknaði. Ragnar stundaði nám við Land- búnaðarháskólann í Kaupmanna- höfn. Þaðan kom hann heim með menntun og eiginkonu, Hönnu sem hefur verið hans styrka stoð. Hann varð ráðunautur hjá Búnaðarsam- bandi Skagfirðinga að námi loknu. Ragnar var góður ráðunautur, fylgdist vel með og átti alltaf ráð handa bændum. Hann var hrein- skiptinn, sagði skoðanir sínar um- búðalaust svo sumum þótti um of. Svo gat hann verið fljóthuga og seinheppinn og varð stundum fyr- ir meinlausum uppákomum. Framsýnar skoðanir hans áttu ekki alltaf upp á pallborðið. Sem dæmi skal tekið að fyrir mörgum árum benti hann á vindmyllur sem raunhæfan orkukost hérlendis. Það er nú að rætast. Ragnar var að eðli athafnamað- ur og um 1980 flutti fjölskyldan frá Sauðárkróki að Gröf á Höfð- aströnd og hóf loðdýrarækt. Hún var í uppgangi á þessum árum en varð fæstum gæfuspor, ekki held- ur Ragnari og Hönnu. En Ragnar leit til fleiri átta en loðdýraræktar. Hann gerðist brautryðjandi í inn- flutningi rafgirðinga og úr hrossa- rækt hans komu gæðingar. Eftir að búskap lauk í Gröf fluttist fjölskyldan til Sauðár- króks og hann hóf störf hjá KS. Um fimmtugt veiktist Ragnar af hvítblæði og var vart hugað líf. Lífið hafði betur en dauðinn en Ragnar Eiríksson ✝ Ragnar Eiríks-son fæddist á Akureyri 22. jan- úar 1945. Hann lést 6. nóvember 2011 á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri. Útför Ragnars fór fram frá Sauð- árkrókskirkju 19. nóvember 2011. veikindin tóku frá þessum kraftmikla manni þrek og starfsgetu. Hugur- inn var þó áfram frjór og leitandi. Hann hafði áður tek- ið tölvur í þjónustu sína. Þekking hans á þeirri tækni var meiri flestra og stofnaði hann í félagi við Hrossaræktar- samband Skagfirðinga heimasíðu fyrir skagfirska hrossaræktend- ur, horse.is. Um svipað leyti þurfti undirritaður að tileinka sér tölvu- kunnáttu. Þá var oft leitað til Ragnars, sem jafnan leysti vanda hins tornæma nemanda. Frá því hann veiktist og þar til hann lést um 16 árum síðar, barðist Ragnar við stöðuga vanheilsu. Þá munaði heldur betur um lífskraft- inn, sem reiðhestarnir hans gáfu honum. Á útmánuðum tók hann þá á hús og stundaði útreiðar fram á haust eftir því sem kraftar leyfðu. Minnisstæðastur er höfðinginn og stórvekringurinn Spói, sem fékk ófáa skeiðsprettina þá daga sem best lá á þeim báðum. Margoft þuldi hann skeiðið gegnum reið- höllina Svaðastaði með eiganda sinn, gjarnan sigurspretti. Síðasta árið var Ragnari mjög erfitt og af honum dregið. Þó hann gæti ekki alltaf dulið vanlíðan sína var yfir honum reisn og sjálfstæði. Hanna gerði allt sem hún gat til að sinna honum og létta lífið. Í okkar síðasta samtali nefndi Ragnar að Hanna væri sífellt að aðgæta hvað hún gæti gert fyrir hann. Löng vinátta skilur eftir sig margar minningar, allar góðar. Stundum vorum við ekki sammála en því fylgdu ekki eftirköst að vera ósammála Ragnari. Hann erfði það ekki en hélt sínu striki. Ragn- ari Eiríkssyni fylgja úr hlaði hlýj- ar hugsanir og þakkir fyrir sam- starf og samveru. Hönnu og fjölskyldu sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Bjarni Maronsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.