Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 342. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Alec Baldwin vísað úr flugvél 2. Ekki taka lán fyrir jólunum 3. Hættuástandi aflýst í Ármúla 4. Útlendingar varaðir við Kötlu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Gríðarleg aðsókn var í gær í frímiða á tvenna tónleika Mugisons í Eld- borgarsal Hörpu 22. desember og kláruðust allir á innan við tveimur klukkustundum. Var þriðju tónleik- unum þá bætt við, miðnæturtón- leikum, og ruku þeir álíka hratt út, allir farnir upp úr kl. 14. Morgunblaðið/Eggert Miðar ruku út á þrenna frítónleika  Skáldsagan Með heiminn í vasanum, eftir Margréti Örnólfs- dóttur, er tilnefnd til Barna- og ung- lingabókaverð- launa Vestnor- ræna ráðsins. Auk hennar eru tilnefndar Sagan um Kaassali eftir grænlenska höfundinn Lars-Pele Berthelsen með myndskreytingum Pia Falck Pape og Skriva í sandin eftir færeyska rithöfundinn Marjuna Sy- derbø Kjelnæs. Verðlaunin verða veitt í ágúst á næsta ári. Margrét tilnefnd til barnabókaverðlauna  Rússneski píanóleikarinn Arcadi Volodos mun halda einleikstónleika á Listahátíð í Reykjavík á næsta ári, í Eldborgarsal Hörpu, hinn 20. maí. Um Volodos segir meðal annars á vef há- tíðarinnar að hann sé ein- stakur meðal píanóleik- ara, að tækni hans og tjáning þyki óviðjafn- anleg. Frekari upp- lýsingar eru á listahatid.is. Volodos heldur tónleika á Listahátíð Á föstudag Norðan 8-18 m/s, hvassast við A-ströndina. Él N- og A-til, en annars víða bjartviðri. Frost 4 til 20 stig, kaldast inn til landsins. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 8-15, hvassast og él N- og A- lands, en annars bjartviðri að mestu. Frost 1 til 15 stig, mildast við ströndina en kaldast í innsveitum. VEÐUR Ísland sigraði Þýskaland, 26:20, í fjórða leik sínum í lokakeppni heimsmeist- aramótsins í handknattleik kvenna í Brasilíu í gærkvöld. Þjóðverjar náðu sjö marka forystu í fyrri hálfleik en ís- lenska liðið sneri því við fyr- ir hlé og skoraði svo fimm síðustu mörk leiksins. Ís- land mætir Kína í loka- umferðinni annað kvöld og nægir jafntefli til að komast í 16 liða úrslit. »2 Nægir jafntefli gegn Kínverjum Embla Grétarsdóttir er einhver sig- ursælasta knattspyrnukona landsins en hún hefur unnið 13 stóra titla á 14 árum í fremstu röð með Val og KR. Nú hefur hún hinsvegar ákveðið að leggja skóna á hilluna, aðeins 29 ára gömul, og segir að þrálát meiðsli í ökkla eigi stærstan þátt í þeirri ákvörðun sinni. »2 Þrettánfaldur meistari hættir vegna meiðsla Jón Guðni Fjóluson knatt- spyrnumaður bíður þolinmóður eft- ir tækifæri með liði Beerschot í Belgíu en hann fór þangað frá Fram í sumar og gerðist atvinnu- maður. „Ég vissi vel að það gæti tekið tíma að komast í liðið. Það hlýtur að styttast í að ég fái tæki- færi,“ segir Jón Guðni í viðtali við Morgunblaðið. »4 Jón Guðni bíður þol- inmóður eftir tækifæri ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Útlit er fyrir að undir helgi dragi verulega úr frostinu sem hefur verið á landinu í nær hálfan mánuð. Á sunnudag gerir jafnvel vægan blota, a.m.k. um sunnan- og austanvert landið, að því er fram kemur á bloggi Einars Sveinbjörns- sonar. Hins vegar gæti kólnað aftur í næstu viku. Aðfaranótt þriðjudagsins varð frostið á Nes- landatanga við Mývatn 27,3 stig. Það er dags- hitamet fyrir kulda á landinu frá a.m.k. 1949. Búist við vægum blota þegar nálgast helgina Morgunblaðið/Ómar Met hafa fallið í kuldakastinu sem staðið hefur yfir á landinu Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Aldrei hafa fleiri Íslendingar verið 100 ára eða eldri. Þeir eru nú 50 tals- ins, konurnar eru 43 og karlarnir að- eins sjö. Kemur þetta fram á vefsíð- unni Langlífi.net sem Jónas Ragn- arsson heldur úti. Þeir sem eru nú 100 ára eru tuttugu og tveir talsins, urðu þeir allir 100 ára á þessu ári og sá síðasti sem gat náð því á árinu átti afmæli 6. desember síðastliðinn. Níu einstaklingar eru 101 árs, ellefu eru 102 ára, fjórir 103 ára, einn er 104 ára og þrír 105 ára. Fyrir ári voru á lífi 40 Íslendingar sem náð höfðu hundrað ára aldri, fyrir tíu árum voru þeir 30 og fyrir 50 árum aðeins fimm. Ekki er hægt að búast við því að þetta met verði bætt fljótlega vegna þess að aðeins 14 eru enn á lífi af þeim sem fæddust árið 1912 og eru því 99 ára, en fyrir einu ári voru helmingi fleiri á þeim aldri, að sögn Jónasar. Hins vegar eru nokkrir sterkir ár- gangar sem geta náð 100 ára aldri á næstu árum, t.d. þeir sem fæddir eru 1913, 1916, 1918 og 1920. Erfitt er að segja til um hvað veld- ur þessum sveiflum í árgöngum að sögn Jónasar. Það gæti skipt máli á hvaða aldri fólk var þegar skæðar pestir gengu og sumir orðið verr úti en aðrir. Allur hópurinn sem er nú yfir 100 ára var t.d. á lífi þegar spænska veikin gekk haustið 1918. „Má líta svo á að það sé sterkasti hlutinn af þeim árgangi sem hélt lífi og hefur komist í gegnum ýmsar hremmingar,“ segir Jónas. Aldrei fleiri hundrað ára  Fimmtíu Íslendingar hundrað ára eða eldri  Sterkir árgangar að koma upp Aldursforsetar » Af þeim sem eru 100 ára eða eldri á Íslandi í dag eru 43 konur og 7 karlar. » 22 hafa orðið 100 ára á árinu 2011. » Ekki er búist við að þetta met verið slegið fljótlega því aðeins 14 eru enn á lífi af þeim sem fæddust árið 1912.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.