Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011 Ámánudag spurði Birgir Ár-mannsson alþingismaður Stein- grím J. Sigfússon fjármálaráðherra út í það sem fjallað hefði verið um í fjölmiðlum, að efnahags- og við- skiptaráðuneytið yrði ef til vill sam- einað fjármálaráðu- neyti.    Steingrímur sagðiað „hvernig sem þessu verður fund- inn staður innan stjórnarráðsins til frambúðar á yfir- stjórn efnahagsmála að vera samræmd á einum stað“.    Í gær svaraði Jó-hanna Sigurðar- dóttir forsætisráð- herra fyrirspurn frá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, um breytingar á ráðuneytum og sagði þá að það væri algerlega ljóst að þær umræð- ur sem orðið hefðu á Alþingi og í fjölmiðlum um málið, „og getgátur þar að lútandi“, sýndu að „þingmenn og fjölmiðlar eru komnir fram úr sjálfum sér í þessu efni“. Nefndi hún sérstaklega efnahags- og viðskipta- ráðuneyti í þessu efni.    Svo bætti Jóhanna því við síðar aðefnahagsmálin væru nú þegar öll á einum stað, þannig að hún taldi þetta í raun óþarfa umræðu.    Sjónarmið forsætisráðherra ogfjármálaráðherra um fyrir- komulag efnahagsmála innan stjórn- arráðsins gætu ekki verið ólíkari. Þau virðast sammála um það eitt að þessi málaflokkur megi alls ekki heyra undir Jóhönnu Sigurðar- dóttur, en um allt annað eru þau á öndverðum meiði.    Svo halda þau því auðvitað líkafram að allt sé með felldu á stjórnarheimilinu. Jóhanna Sigurðardóttir Heimiliserjur STAKSTEINAR Steingrímur J. Sigfússon Veður víða um heim 7.12., kl. 18.00 Reykjavík -6 skýjað Bolungarvík -2 snjóél Akureyri -10 heiðskírt Kirkjubæjarkl. -9 léttskýjað Vestmannaeyjar 0 skýjað Nuuk -7 snjókoma Þórshöfn 2 skýjað Ósló -7 heiðskírt Kaupmannahöfn 2 skúrir Stokkhólmur 2 skýjað Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 7 léttskýjað Brussel 7 léttskýjað Dublin 5 léttskýjað Glasgow 2 léttskýjað London 8 heiðskírt París 8 skúrir Amsterdam 7 skýjað Hamborg 3 skúrir Berlín 5 skúrir Vín 5 skúrir Moskva 0 skýjað Algarve 15 heiðskírt Madríd 11 heiðskírt Barcelona 17 heiðskírt Mallorca 17 léttskýjað Róm 15 léttskýjað Aþena 13 skýjað Winnipeg -7 snjóél Montreal 1 alskýjað New York 10 alskýjað Chicago -1 léttskýjað Orlando 21 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 8. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:03 15:37 ÍSAFJÖRÐUR 11:44 15:06 SIGLUFJÖRÐUR 11:28 14:48 DJÚPIVOGUR 10:41 14:58 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fasteignafélagið Skálabrekka sendi sveitarstjórn Bláskógabyggð- ar á síðasta ári hugmyndir um byggingu hótels og golfvallar í landi jarð- arinnar. Ind- verskur fjárfestir sem keypt hefur sig inn í félagið segir málin í þró- un með heima- mönnum og segir of snemmt að segja til um hvað verði byggt eða hvenær. Bala Murug- han Kamallakharan sem búið hefur hér á landi frá 2005 og er íslenskur ríkisborgari eignaðist á síðasta ári meirihluta í Fasteignafélaginu Skálabrekku sem á samnefnda jörð í Þingvallasveit. Skálabrekka ligg- ur að Þingvallavatni, á milli bæj- anna Kárastaða og Heiðarbæjar. Sumarbústaðir eru við vatnið en fram kom í Morgunblaðinu í gær að uppbygging ferðaþjónustu væri fyrirhuguð á þeim hluta landsins sem er óskipulagður, það er að segja ofan vegar. Kamallakharan segir að ýmsar hugmyndir séu uppi um notkun landsins en ekkert hafi verið ákveðið. Sjö hótel í Indlandi Kamallakharan og indverskir samstarfsmenn hans reka sjö hótel í Indlandi og hann hefur einnig unnið að því að byggja upp rekstur í Bandaríkjunum. Hann vinnur með fjárfestingafélaginu Auro In- vestment Partners sem fjárfesti á síðasta ári í hátæknisprotafyrir- tækinu CLARA en það var stofnað af fjórum nemendum í Háskóla Ís- lands fyrir þremur árum. Kamal- lakharan er stjórnarformaður CARA. Drífa Kristjánsdóttir, oddviti Bláskógabyggðar, segir að Fast- eignafélagið Skálabrekka hafi á síðasta ári kynnt hugmyndir um uppbyggingu, meðal annars á hót- eli og golfvelli. Ekki hafi verið tek- in afstaða til þeirra. Drífa segir að afstaða sveitarstjórnar til upp- byggingar ferðaþjónustu á þessum stað fari algerlega eftir því hvernig byggingar um sé að ræða. Land- eigandi þurfi að leggja fram skipu- lagsuppdrátt og teikningar af fyr- irhuguðum mannvirkjum til þess að hægt sé að taka afstöðu til málsins. Svæðið ofan vegar er nú skipu- lagt sem landbúnaðarsvæði. Sveitarstjórn hefur borist ósk um að skipta jörðinni og segir Drífa að það sé mál eigenda og sveitarstjórn geri ekki athuga- semdir við það. Kynntar voru hugmyndir um hótel og golfvöll  Hugmyndir um uppbyggingu á Skála- brekku í þróun með heimamönnum Indverskur fjárfestir » Bala Murughan Kamal- lakharan fæddist á Indlandi 1973. Hann á íslenska eigin- konu og barn og hefur búið hér á landi frá 2005. » Kamallakharan var fram- kvæmdastjóri þróunar hjá Glitni banka og var fluttur til Indlands til að stýra útrás bankans þar þegar ríkið tók yfir starfsemi bankans og lokaði skrifstofunni. Bala Kamallakharan AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Magnaða moppuskaftið Dagar skúringafötunnar eru taldir Alltaf tilbúið til notkunar Gólfin þorna á augabragði Fljótlegt og þægilegt Húsasmiðjan - Pottar og prik Akureyri - Fjarðarkaup - Áfangar Keflavík - Eyjatölvur Miðstöðin Vestmannaeyjum - Skipavík Stykkishólmi - SR byggingavörur Siglufirði Rafsjá Sauðárkróki - Nesbakki Neskaupsstað - Vélaleiga Húsavíkur - Óskaþrif Hólmavík SÖLUAÐILAR: Ræstivörur ehf - Sími 567 4142 - www.raestivorur.is 00000 Frábær jólagjöf! Veiðikortið 37 vötn Eitt kort 6.000 kr. www.veidikortid.is FLEIRI VÖTN ÓBREYTTVERÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.