Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011 ✝ Guðrún Mar-teinsson O’Leary fæddist í Boston í Banda- ríkjunum 14. sept- ember 1924. Hún lést á Droplaug- arstöðum 29. nóv- ember 2011. Guðrún var einkadóttir hjónanna Ólafíu Hákonardóttur húsmóður, frá Dísarstöðum í Flóa, sem lést 1974 og Guð- mundar Marteinssonar fyrr- verandi rafmagnseftirlitsstjóra ríkisins. Guðmundur var fædd- ur í Reykjavík en ólst upp að Miðfelli í Hrunamannahreppi, hann lést 1979. Dóttir Guðrúnar er Katrín Guðmundsdóttir verk- efnastjóri hjá Sjúkratrygg- ingum Íslands, f. 17. október 1951. Eiginmaður Katrínar er Guðni Oddsson rafeindavirki hjá Símanum. Börn Katrínar og Guðna eru tvö, Guðmundur og Eva Hrönn. Guðmundur er tölvunarfræðingur, f. 10. júní 1969. Eiginkona hans er Alma María Rögnvaldsdóttir hjúkr- unarfræðingur. Eiga þau tvö börn, Martein 13 ára og Katr- ínu sem er á 9. ári. Eva Hrönn er grafískur hönnuður, f. 6. Árið 1955 giftist hún eig- inmanni sínum, Joseph W. O’Leary og bjuggu þau nokkur ár í Oswego í New York fylki en síðar í Tucson í Arizona. Joe lést árið 1966 en þá flutti Guðrún aftur heim til Íslands. Guðrún fór til Bretlands til framhaldsnáms og stundaði framhaldsnám í hjúkrun 1967- 1968, 1972 og á árunum 1974- 1975. Hún stundaði svo fram- haldsnám við Nýja hjúkr- unarskólann 1977-1978. Guð- rún starfaði víða, sem hjúkrunarframkvæmdastjóri á Borgarspítalanum, hjúkr- unarfræðingur á Landakoti, kennari við Hjúkrunarskóla Ís- lands, Nýja hjúkrunarskólann og námsbraut í hjúkrun við Háskóla Íslands. Guðrún tók síðan við starfi hjúkrunarfor- stjóra Landakotsspítala árið 1978 og gegndi því starfi í 12 ár. Guðrún var mikill frum- kvöðull í uppbyggingu hjúkr- unar og hjúkrunarkennslu á Íslandi og var árið 2004 kjörin heiðursfélagi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Upp frá því fór heilsu Guðrúnar að hraka þar sem hún þjáðist af Alzheimer. Guðrún bjó í 25 ár á Meistaravöllum 15 en síðustu árin í Foldabæ á sambýli fyrir heilabilaða og svo á Droplaug- arstöðum þar sem hún bjó þar til hún lést. Útför Guðrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 8. des- ember 2011, og hefst athöfnin kl. 13. júní 1976, eig- inmaður hennar er Þór Vilhelm Jón- atansson, tölv- unarfræðingur. Guðrún ólst upp í Bandaríkjunum til 10 ára aldurs þar sem fjöl- skyldan dvaldi í nokkrum helstu borgum í aust- anverðum Banda- ríkjunum við nám og störf. Vorið 1935 tók fjölskyldan sig upp og flutti til Íslands. Eftir heimkomuna bjuggu þau fyrst um sinn í Hákonarhúsi, fjöl- skylduhúsinu að Brekkustíg 14 í Reykjavík en haustið 1936 festu foreldrar Guð- rúnar kaup á húsi við Skerja- fjörð og nefndu þau húsið Kjörlund. Húsið hefur verið heimili fjölskyldunnar æ síð- an. Guðrún gekk í Kvennaskól- ann, fór þaðan til Svíþjóðar í hússtjórnarskóla og hóf síðan nám í hjúkrun eftir það og út- skrifaðist úr Hjúkrunarskóla Íslands árið 1952. Foreldrar Guðrúnar ættleiddu Katrínu og gengu henni í foreldra stað en Guðrún fór í framhaldsnám til Bandaríkjanna árið 1952 strax að loknu hjúkrunarnámi. Það var mér mikið áfall að fá símtal 29. nóvember sl. um að amma Gunný væri fallin frá. Maður er aldrei búinn undir slíkar fréttir, alveg sama hvort dauðinn er nálæg- ur eða ekki. Amma mín var búin að vera með Alzheimer í þó nokkur ár. Hún var þó heilsuhraust og jákvæð eins lengi og hægt var að vonast til en undir það síðasta þá þekkti hún mig ekki og það var sárt inn að beini. Með söknuð í hjarta hugsa ég samt til baka og gleðst yfir þeim tíma sem ég átti með ömmu. Amma Gunný var engin venjuleg amma. Hún var lit- skrúðugasta kona sem ég þekkti. Gekk í pinnahælum, glæsifötum úr blóma- og hlé- barðamynstri og var alltaf með hatt. Mér fannst hún þekkja allan heiminn. Hún var alltaf á faraldsfæti í Ameríku og Evr- ópu að hitta vini og vandamenn sem komu svo til Íslands að heimsækja hana og okkur fjöl- skylduna í leiðinni. Ég var mik- ið með ömmu þegar ég var lítil. Við þeystum á Flúðir í helg- arferðir að heimsækja ættingja og Richard Clayderman hljóm- aði á kasettu alla leiðina. Við fórum og oft saman í bíó og gæddum okkur á hamborgara á eftir. Amma studdi mikið við námið mitt, bæði fjárhagslega og andlega og hún hafði óþreyt- andi áhuga á öllu því sem var að gerast í mínu lífi. Síðustu ár- in náðum við að fara þrisvar sinnum saman til útlanda. Við fórum 2004 öll fjölskyldan til Boston á áttræðisafmæli ömmu og svo tvívegis eftir það til Te- nerife og voru það ógleyman- legar ferðir. Amma mín var án undan- tekninga jákvæðasta mann- eskja sem ég hef hitt á lífsleið- inni. Hún leiddi hjá sér leiðindi og raðaði í kringum sig skemmtilegu fólki sem minnist hennar í dag með bros á vör. Það sem ég ætla að gera til að heiðra minningu hennar er að lifa lífinu í anda hennar. Vera ófeimin og elskuleg, fræðast alla ævi og skoða heiminn og síðast en ekki síst brosa og hlæja í gegnum lífið. Fjölskylda Guðrúnar vill taka fram sérstakar kveðjur og þakkir til allra sem hafa hugsað svo vel um hana síðastliðin ár, bæði starfsfólkið í Foldabæ og eins á Droplaugarstöðum. I love you, amma mín, Eva Hrönn Guðnadóttir. Elsku amma. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til baka til allra þeirra góðu stunda sem við áttum saman. Þú varst alltaf svo jákvæð og skemmtileg. Oft rifja ég upp ferðalagið sem við fórum saman tvö þegar þú sýndir mér Ameríku. Ég 11 ára gutti og þú fórst með mig til New York, Philadelphiu, Washington DC, Chicago og á fleiri staði. Við fórum um í rút- um, lestum og flugvélum. Þetta var ógleymanleg ferð þar sem þú þekktir allt og alla og sýndir mér landið þitt. Þú komst mér á bragðið í skíðasportinu, tókst mig með í Kerlingarfjöll í skíðakennslu og Bláfjöll þess á milli. Oftar en ekki var eitthvað undir jólatrénu sem vantaði í skíðagræjurnar. Allir sem kynntust þér fundu fyrir þinni þægilegu nærveru og jákvæða viðmóti. Alveg sama hvað gekk á, þú tókst því alltaf með jákvæðni. Ég átti það til á mínum unglingsárum að gera eitthvað sem féll ekki alveg í kramið hjá foreldrunum – en ég man vel hvernig þér tókst að sjá jákvæðu hliðarnar á því. „Amma þín er ekkert smá hress“ sögðu vinir mínir eftir að þú hélst ræðu í brúðkaupinu okkar Ölmu. Það lýsir þér vel – alltaf opin, spjallandi við alla og hress. Börnin okkar höfðu allt- af gaman af því að koma til þín og fundu eins og aðrir hlýjuna sem þú sýndir þeim. Þrátt fyrir að þú hafir smátt og smátt misst málið undir það síðasta þá man ég það síðasta sem þú sagðir við okkur þegar við heimsóttum þig: „I love you“. Amma, I love you too. Guðmundur Guðnason. Hún Guðrún, vinkona mín og leiðbeinandi í lífi og starfi, er dáin. Kynni okkar hófust árið 1967, þegar við réðumst báðar til starfa sem kennarar við Hjúkrunarskóla Íslands. Ég nýkomin úr hjúkrunarnámi í Osló, Guðrún Marteinsson O‘ Leary að koma heim eftir ára- langa búsetu og hjúkrunarstörf í Bandaríkjunum en hafði, á heimleiðinni, bætt við sig námi í kennslu- og uppeldisfræði í Bretlandi. Okkur samdi ein- staklega vel frá upphafi. Meðal annars tókumst við á hendur kennslu hjúkrunarnema úti á Landspítala, sem var nýjung á þeim tíma. Þessi litla lýsing segir kannski strax meira en mörg orð. Guðrún kom með ferskan andblæ, nýtt viðmót, nýja þekkingu og þekkingarleit inn í hjúkrunarstéttina, starfið og námið. Það fylgdi henni alla tíð. Vinátta okkar og samstarf endurnýjaðist við kennslu í Nýja Hjúkrunarskólanum árið 1976 og eftir það réðst ég til starfa undir hennar forystu við hjúkrunarsvið St. Jósefsspítala, Landakoti, og þar fylgdumst við að þar til hún lét af störfum árið 1990. Þegar Guðrún tók við starfi hjúkrunarforstjóra við spítal- ann innleiddi hún strax ný vinnubrögð í stjórnun og kvaddi starfandi hjúkrunar- fræðinga til liðs við sig að skrá- setja tilgang og markmið í starfseminni og alla tíð naut starfsfólk skýrrar leiðsagnar hennar varðandi hjúkrunar- starfið. Hún sýndi öllum virð- ingu og tillitssemi en leitaðist einnig sífellt við að hvetja starfsfólk til að afla sér við- halds- og framhaldsmenntunar, svo að eftir því var tekið. Þegar ég kveð þessa ein- stöku konu er mér efst í huga þakklæti og virðing. Hún nýtti sínar góðu gáfur til þess að hvetja og styðja, gleðja og byggja upp. Og ég veit að þar tala ég fyrir munn margra sam- ferðamanna okkar. Ég votta aðstandendum hennar samúð mína. Hvíl í friði, elsku Guðrún. Ingibjörg. Í febrúar 1977 fór hópur hjúkrunarfræðinga í framhalds- námi við Nýja Hjúkrunarskól- ann ásamt forstöðukonum og kennslustjórum til New York í námsferð undir leiðsögn Guð- rúnar Marteinsson. Á þessum tíma voru gjaldeyrishöft á Ís- landi og ekki skroppið hingað og þangað til útlanda eins og gert er í dag. Nema átti hjúkr- unarferli sem þá var að ryðja sér til rúms í hjúkrun. Guðrún var kennari og sjálfskipaður fararstjóri og þegar lent var í New York byrjaði ævintýrið. Guðrún fór í aðra röð í toll- inum, út kom Mrs. ÓLeary, sem hafði verið gift, starfað og búið í Ameríku, kunni allar krókaleiðir sem þurfti að fara og talaði með slíkum hreim að unun var að hlusta á. Við gist- um í Katherine House á 14. stræti, þar sem okkar fyrsta upplifun voru hljóðin í byssu- skotum í kvöldmyrkrinu, síren- ur og blikkandi ljós. Ævintýrið var byrjað. Mrs.ÓLeary leið- beindi okkur í neðanjarðarkerfi NY til Columbia University Hospital, Freeport Hospital og Rusk Institute. Alls staðar var okkur tekið með virktum, sem seinna rann upp fyrir okkur að það var ein- göngu vegna þess hve Mrs. ÓLeary var virt og þekkt. Dag- arnir voru skipulagðir við nám og fræðslu, en við kynntum okkur líka borgina NY, styttur og verslanir. Í dagslok var hist á herbergi Mrs. ÓLeary. Þar var drukkið pínulítið te (sherry), en ekki fyrr en eftir kl. 17. Kvöldunum var eytt við nám og menningarviðburði ásamt sýningu á afrakstri verslunarferðanna, handklæð- um, skóm, nærfötum og silki- náttkjólum. Þann tíma sem við vorum í NY var mjög kalt og einn mesti snjóstormur sem komið hefur í NY var daginn sem okkur var boðið að skoða Sameinuðu þjóð- irnar. Við komumst á staðinn, byggingin var næsta mannlaus, samgöngur voru lamaðar en við Íslendingarnir hlógum bara, skoðuðum bygginguna og ösl- uðum svo götur NY heim á leið. Mrs. ÓLeary með ungana sína og fólk bara gapti. Það var mikið hlegið og gantast í þessari ferð sem batt hópinn böndum sem enn halda. Við kvöddum Mrs. ÓLeary, og þegar heim var komið hittum við aftur Guðrúnu Marteinsson sem hélt áfram að kenna okkur og útskrifaði svo hópinn um vorið. Við fórum til okkar starfa í hjúkrun og hjálpuðum til við að innleiða hjúkrunar- ferlið á sjúkrahúsum borgar- innar þar sem það er alls stað- ar notað í dag og þykir sjálfsagður hluti af hjúkrun. Guðrún varð aðstoðar-for- stöðukona á BSP og var síðan fengin til að taka við af príor- innunni á Landakoti þegar nunnurnar létu þar af störfum, það var bara hún sem gat gert það. Hún hafði sjarmann sem þurfti í það ferli og þekkti vel til katólskrar trúar. Persónu- lega reyndi ég mildi hennar sem hjúkrunarkona og sjúk- lingur á Landakoti. Kæra Guð- rún, hafðu þökk fyrir það. „Ameríkufararnir“ hafa hist með reglulegu millibili síðan NY ferðin fræga var farin, rifj- að upp hvað skeði, hversu skemmtileg þessi ferð var, drukkið te og sagðir nýir brandarar og sögur. Næst þeg- ar við hittumst fáum við okkur te og minnumst Mrs. ÓLeary og Guðrúnar Marteinsson. „Kata mín“ og fjölskylda, Góður Guð gefi ykkur styrk. Minningin um ógleymanlega konu lifir. Björg Ólafsdóttir Ameríkufari. Kveðja frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga Guðrún Marteinsson, fyrr- verandi hjúkrunarforstjóri á Landakotsspítala, var sannur leiðtogi og brautryðjandi. Hún var ötull talsmaður hjúkrunar. Guðrún útskrifaðist frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1952. Hún sótti framhaldsnám í hjúkrun til Englands og Banda- ríkjanna, þar sem hún starfaði síðan í rúman áratug. Auk hjúkrunarstarfa hér heima kenndi Guðrún við Hjúkrunar- skóla Íslands, Háskóla Íslands og við Nýja hjúkrunarskólann. Hún var ráðin hjúkrunarfor- stjóri við Landakotsspítala vor- ið 1978 og starfaði þar til ársins 1990 að hún fór á eftirlaun. Guðrún var sigld kona í þess orðs fyllstu merkingu. Með henni kom ferskur blær inn í hjúkrunina og hjúkrunar- kennsluna. Hún innleiddi nýj- ungar í kennslu og kom meðal annars á námsferðum til Am- eríku, sem á þeim tíma voru mikil nýjung. Í námi sínu og störfum erlendis hafði Guðrún kynnst fjölda fræðimanna og stjórnenda í hjúkrun, sem síðar komu hingað til lands á hennar vegum. Íslenskir hjúkrunar- fræðingar og skjólstæðingar þeirra nutu þannig góðs af víð- sýni Guðrúnar og af þekkingu þessara erlendu fræðimanna. Framtíðarsýn Guðrúnar, metnaður fyrir hönd hjúkrunar og einstakir hæfileikar hennar til að laða að sér hæfileikaríkt samstarfsfólk komu glögglega í ljós í störfum hennar sem hjúkrunarforstjóri Landakots- spítala. Guðrún var góður stjórnandi og mikill leiðtogi í hjúkrun. Á Landakoti innleiddi hún það besta og nýjasta í hjúkrun á hverjum tíma og fór oft ótroðnar slóðir. Guðrún var óþreytandi við að hvetja og styðja hjúkrunarfræðingana sína til framgangs og veitti þeim ótal tækifæri til að efla faglega þekkingu sína og færni í hjúkrun. Hjúkrunarfræðingar þökk- uðu Guðrúnu fyrir brautryðj- endastörf hennar í hjúkrun með því að gera hana að heið- ursfélaga í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga vorið 2003. Blessuð sé minning Guðrún- ar Marteinsson, hjúkrunar- fræðings. Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Guðrún Marteinsson O’Leary varð hjúkrunarfor- stjóri á St. Jósefsspítala, Landakoti, 1978 og gegndi því starfi til ársins 1990. Á þessum tíma átti spítalinn við mikinn mótbyr að stríða. Auk þess að sinna sínu mik- ilvæga stjórnunarstarfi með miklum sóma tók Guðrún þátt í þeim erfiðleikum með okkur öllum sem þar störfuðum, en starfsfólkið leit gjarnan á sig sem eina fjölskyldu og spítal- ann sem „spítalann okkar“. Eitt helsta einkenni Guðrúnar í samskiptum við aðra var mikil einlægni og góðvild í garð ann- arra og henni fylgdi ávallt mikil hlýja. Segja má, að hún hafi komið fram sem móðurímynd fyrir okkur öll í erfiðleikum okkar enda löng hefð fyrir slíkri ímynd á þessum spítala. En það voru ekki tómir erf- iðleikar, sem yfir okkur gengu á Landakoti á þessum árum. Það var þó nokkuð um ánægju- lega atburði, móttökur gjafa og hátíðir af ýmsu tagi. Þá var Guðrún hrókur alls fagnaðar og yfirbragð hátíðarhalda varð léttara og skemmtilegra fyrir hennar tilverknað. Við, sem þessar línur ritum, áttum því láni að fagna, reynd- ar hvort í sínu lagi í fyrstu, að eignast vináttu hennar snemma í samstarfinu. Sú vinátta varði á meðan hún lifði, ekkert síður eftir að starfi hennar lauk á Landakoti en áður. Við minn- umst margra samverustunda og ekki síst þeirra sem við átt- um saman, þegar hún heimsótti okkur austur á Egilsstaði og dvaldi þar hjá okkur um sum- artíma í kringum aldamótin. Okkur persónulega varð hún nánast eins og góð móðir í okk- ar erfiðleikum og munum við minnast þeirrar umhyggju hennar meðan við lifum. Við sendum Katrínu dóttur hennar og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðrún- ar Marteinsson. Kristrún Kristófersdóttir og Logi Guðbrandsson. Hinn fyrsta apríl árið 1980 hóf ég störf á Landakotsspítala sem skrifstofustjóri. Eitt fyrsta verk Loga Guðbrandssonar framkvæmdastjóra var að kynna mig fyrir hjúkrunarfor- stjóranum Guðrúnu Marteins- son. Ég þekkti lítið til spítala þá, en þessi kona var ekkert lík þeirri mynd sem ég hafði af hjúkrunarforstjóra. Mér fannst hún frekar einfeldningsleg, jafnvel barnaleg og hún talaði með amerískum hreim. „Þetta er nú mesta eyðsluklóin á þess- um spítala,“ sagði Logi og hún hló dátt. Ég var ekki búinn að vera lengi í starfi þegar ég áttaði mig á hvílíkt gull hún var af manni og mikill stjórnandi. Hún var ráðin hjúkrunarfor- stjóri þegar Sjálfseignarstofn- un St. Jósefsspítala tók við rekstri Landakotsspítala af St. Jósefssystrum. Það var ekki auðvelt fyrir neinn að taka við hjúkrunarforstjórastarfi af systur Hildegard sem hafði alla þræði í hendi sér við stjórnun spítalans. Guðrún þurfti að ráða nýja deildarstjóra í stað systranna sem þar réðu ríkjum áður og henni tókst að laða að spítalanum frábæra unga hjúkrunarfræðinga í deildar- stjórastöðurnar. Þar kom vel fram mannþekking hennar og kænska. Þar sem systir Hildeg- ard var bæði framkvæmda- stjóri og hjúkrunarforstjóri voru aldrei skörp skil á milli sviða í stjórnun spítalans. Það var gæfa Sjálfseignarstofnunar St. Jósefsspítala að það hélst þannig að framkvæmdastjór- inn, yfirlæknirinn og hjúkrun- arforstjórinn höfðu fullt samráð við stjórnun spítalans og ekki urðu hagsmunaárekstrar á milli þessara aðila eins og oft er vandamál í sjúkrahúsum. Oft dáðist ég að snilli Guð- rúnar við að leysa hin flóknustu vandamál og setja niður hinar alvarlegustu deilur. Stundum setti hún upp einfeldningssvip- inn og bræddi þannig köldustu hjörtu. Sjálf hafði hún stórt hjarta og var óspör á að sam- gleðjast og hrósa þegar það átti við, en einnig að sýna samúð og umhyggju ef eitthvað bjátaði á. Margs er að minnast frá þeim áratug sem við unnum saman. Guðrún var hrókur alls fagnaðar í vina hópi og átti ekki lítinn þátt í þeim góða starfsanda sem ríkti á Landa- koti þessi ár. Nú til dags virðist vera til- hneiging til að hafa ekki hátt um tímabil Sjálfseignarstofnun- arinnar á Landakotsspítala. Þar er minnst tíma systranna og svo núverandi stöðu spít- alans sem öldrunardeildar inn- an Landspítalans. Ekki vil ég kasta rýrð á þessa starfsemi en starfsárum Sjálfseignarstofn- unarinnar mætti alveg halda betur á lofti. Lengstan þann tíma tók spítalinn, þó minnstur væri, fullan þátt í bráðavöktum á móti hinum spítölunum og ekkert var gefið eftir í kröfum um gæði þjónustunnar. Þar var mikið og gott starf unnið við erfiðar aðstæður og hlutur Guðrúnar Marteinsson er stór í því hve vel tókst til. Ég er þakklátur fyrir þá lífsreynslu sem ég öðlaðist á þessum árum og þau vinabönd sem þar mynduðust. Þar stendur hátt minningin um Guðrúnu Mar- teinsson samstarf okkar og vin- áttu. Blessuð sé hennar minning. Gunnar Már Hauksson. Guðrún Marteins- son O’Leary

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.