Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011 Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að minnka skuldir sínar um 107 millj- arða á næstu fimm árum. Skuldirnar eru um 240 milljarðar í dag. Áætlanir stjórnenda fyrirtækisins um fjárhags- lega endurskipulagningu ganga út frá því að félagið verði að fjármagna sig sjálft fram til 2016 án þess að taka nein lán. Til að þetta gangi upp þarf fyrirtækið að auka tekjur sínar um 30 milljarða fram til 2016 og skera niður kostnað um 20 milljarða. Á síðustu tveimur árum hafa borist fáar góðar fréttir af fjárhag Orkuveit- unnar. Staða fyrirtækisins var orðin það slæm á síðasta ári að stjórnendur þess gripu til þess ráðs að segja upp fólki, hækka gjaldskrá og eigendur lögðu því til víkjandi lán. Þurfa að bæta stöðuna um 50 milljarða Í mars í vetur lögðu stjórnendur Orkuveitunnar fram fjárhagsáætlun til ársins 2016 sem þeir kalla „Planið“. Áætlunin gerir ráð fyrir að tekið verði á öllum þáttum rekstrarins, eignir verði seldar og dregið verði úr fjár- festingum. Samkvæmt fyrri áætlun ætlaði Orkuveitan að setja 31,4 millj- arða í fjárfestingar á fráveitu fram til 2016. Ákveðið hefur verið að lækka þessa upphæð um 15 milljarða. Bjarni Bjarnason forstjóri sagði að ekki hefðu allir verið trúaður á að hægt væri að spara svona mikið, en náðst hefði betri árangur það sem af væri þessa árs en reiknað var með. Sparn- aðurinn átti að vera 861 milljón á fyrstu 9 mánuðunum, en er þegar orð- inn 1.315 milljónir. Þegar spurt er hvort það sé allt í lagi að draga úr viðhaldi svarar Bjarni með skýrum hætti: „Ef þú átt ekki til peninga þá getur þú ekki málað húsið þitt. Orkuveitan er í sömu stöðu og verður því að fresta viðhaldi á veitu- kerfunum.“ Bjarni sagði að lækkun fjárveitinga til viðhalds á veitukerfunum gæti leitt til meiri bilana, en þetta myndi þó ekki bitna á neytendum. Samkvæmt „Planinu“ settu stjórn- endur OR sér það markmið að selja eignir fyrir 10 milljarða fram til 2016. Selja á fyrir milljarð í ár, tvo milljarða á næsta ári, 5,1 milljarð árið 2013 og 1,9 milljarða árið 2014. Búið er að selja fyrir 858 milljónir nú þegar og búið að undirrita kauptilboð fyrir 255 milljón- ir til viðbótar. Á næsta ári stefnir Orkuveitan að því að selja eignir fyrir tvo milljarða. Bjarni sagði að þar væru menn fyrst og fremst að horfa til sölu á Perlunni og höfuðstöðvunum við Bæjarháls, að hluta eða öllu leyti. Starfsemi Orku- veitunnar er í þremur húsum og er bú- ið að tæma svokallað Austurhús. Hús- ið er til sölu eða leigu. Árið 2013 ætlar Orkuveitan að selja eignir fyrir 5,1 milljarð og sagði Bjarni að þá væri fyrst og fremst horft til sölu á Gagna- veitunni. Eftir að ljóst var að Orkuveitan ætti ekki möguleika á meiri lánsfé og yrði sjálf að fjármagna sig næstu árin sam- þykktu eigendur hennar að lána henni 12 milljarða í víkjandi lán og þar af 8 milljarða á þessu ári. Þetta fé hefur verið greitt nema hvað Borgarbyggð hefur ekki getað greitt 75 milljónir sem sveitarfélaginu bar að greiða. Samkvæmt „Planinu“ skuldbinda stjórnendur OR sig til að hækka gjaldskrá til samræmis við verðlag. Þetta er samkvæmt kröfu eigenda. Stjórnendur fyrirtækisins segja þetta stefnubreytingu frá fyrri meirihluta í borginni sem bannaði OR að hækka gjaldskrá. Bjarni sagði að þegar gjaldskrár- breytingar voru ákveðnar í fyrravetur hefði verið miðað við að arðsemi af hverjum miðli (þ.e. heitu og köldu vatni, rafmagni og fráveitu) yrði ekki undir 5%. Ætlast væri til að arðsemi af samkeppnisrekstri eins og sölu á rafmagni til stóriðju væri meiri. Arð- semi til stóriðju hefði verið góð í fyrra- vetur, en hefði minnkað vegna lækk- unar á álverði. Nýverið birti Orkuveitan uppgjör sem sýndi 5,3 milljarða tap af rekstri, en hagnaðurinn var 16,8 milljarðar í fyrra. Þessar tölur segja lítið til um raunverulega rekstrarstöðu fyrirtæk- isins vegna þess að gengi krónunnar og álverð hafa mjög mikil áhrif á af- komuna. Bjarni sagði að aðalatriðið væri að tekist hefði á þessu ári að standa við þá áætlun sem sett var fram í mars. Rekstrarhagnaður á fyrstu þremur ársfjórðungum hefði verið 9,3 millj- arðar en var tæplega 4 milljarðar á sama tíma í fyrra. Þetta sýndi þann bata sem hefði orðið í rekstri fyrir- tækisins. Skuldir minnki um 107 milljarða  Öll markmið sem stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur settu sér um reksturinn á þessu ári hafa náðst  Spara átti 861 milljón í viðhaldi á veitukerfum fyrstu 9 mánuðina en sparnaðurinn er 1.315 milljónir Morgunblaðið/Ómar Orkuveituhúsið Starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur er í þremur húsum við Bæjarháls. Búið er að tæma Austurhúsið og er það til sölu eða leigu. Orkuveitan setti sér í mars á þessu ári það markmið að fækka starfsmönnum um 90 fram til ársins 2016. Þegar er búið að fækka um 52 og það stefnir í að markmið um fækkun starfsmanna náist fyrir árslok 2012. Þessi fækkun í ár hefur að mestu gerst án uppsagna. Þess ber þó að geta að 65 manns var sagt upp á síðasta ári. Allir starfsmenn sem eru eldri en 63 ára fengu tilboð um að hætta störfum gegn því að vera á launum í eitt ár. 75 starfsmenn eru í þessum hópi og hafa 38 þegar tekið þessu tilboði. Launakostnaður OR hef- ur lækkað um 200 milljónir það sem af er ári þrátt fyrir hækkun launa. Fækkun starfsmanna fylgir margvíslegur annar sparnaður. Símakostnaður og bílakostnaður lækkar svo dæmi sé tekið. Nú eru starfsmenn Orkuveitunnar 469, en þeir voru flestir 607 árið 2008. Árið 2001 voru starfsmenn OR 470. Síðan þá hefur heil virkjun, Hellisheið- arvirkjun, bæst við og OR hefur sameinast Hitaveitu Akraness og Borgarness. Þá er Gagna- veitan hluti af OR í dag en hún var ekki til árið 2001. Mikil fækkun starfsmanna REKSTRARKOSTNAÐUR Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Við horfum á þetta sem staðreynd og höfum verið að gíra starfsemina niður,“ segir Páll Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðar Ís- lands. Hann segir að síðustu tvö ár hafi verulega dregið úr því magni sem fer á fiskmarkaði. Hans fyrir- tæki hafi brugðist við með því að ráða ekki fólk í stað allra starfsmanna sem hafi hætt og þannig hafi fólki verið fækkað um sex manns eða nálægt 10%, einkum í flokkun og slægingu. Enn hafi ekki þurft að loka neinni af níu starfsstöðvum fyrirtækisins. Orð og aðgerðir ekki það sama „Skerðing á aflaheimildum í ýsu hefur mikil áhrif á framboðið,“ segir Páll. „En fleira kemur til og ákvarð- anir stjórnvalda um aukið magn í sértækar aðgerðir og alla þessa blessaða potta hafa leitt til þess að fiskurinn er togaður út af mörkuðun- um. Ég nefni sérstaklega byggðakvót- ann en þar hafa menn þurft að koma með tonn á móti tonni og þessar litlu og meðalstóru útgerðir sem hafa ver- ið dyggir viðskiptavinuir markað- anna sjá sér eðlilega hag í auknum kvóta. Byggðakvótinn fer aðeins að litlu leyti á markaðina og sömuleiðis aflinn úr strandveiðinni. Ráðamenn hafa talað um að allur fiskur eigi að fara á markað, en eins og mál hafa þróast er mönnum gert skylt að fara aftur í bein viðskipti með afla. Í þessu eins og svo mörgu öðru eru orð og að- gerðir stjórnvalda ekki það sama.“ Páll segir að framboð á fiskmörk- um á Íslandi hafi minnkað um rúm 13 þúsund tonn á þremur árum. Fyrstu ellefu mánuðina 2009, sem var metár í sölu á bolfiski á mörkuðunum, hafi það verið 97 þúsund tonn. Árið 2010 var það um 91 þúsund tonn og um 86 þúsund tonn fyrstu ellefu mánuði þessa árs. Breyttar göngur Páll segir það rétt að hjá Fisk- markaði Íslands hafi samdrátturinn verið meiri heldur en í heildina og segir skýringuna einkum vera þá að fyrirtækið hafi verið sterkt í ýsunni og einnig hafi fiskur gengið í auknum mæli með hlýnandi sjó norður með Vestfjörðum og Norðurlandi. Það hafi m.a. komið niður á starfseminni á Snæfellsnesi. Hins vegar hafi veru- lega dregið úr útflutningi á fiski í gámum og hafi framboð á fiski á markaðnum í Vestmannaeyjum til dæmis aukist verulega. „Fiskurinn er togaður út af mörkuðunum“  Mun minna selt á mörkuðum heldur en fyrir tveimur árum Morgunblaðið/Ómar Minna magn Skertar aflaheimildir í ýsu hafa dregið úr framboði. Verð sem fæst fyrir fisk á mörk- uðum hefur verið hátt undan- farið. Margt spilar þar inn í að sögn Páls Ingólfssonar og nefn- ir hann minna framboð vegna ótíðar í haust og skertar heim- ildir, t.d. í ýsu. Á ellefu mán- uðum árið 2009 hafi fengist 9,4 milljarðar fyrir tæp 45 þúsund tonn hjá Fiskmarkaði Íslands. Á ellefu mánuðum í ár feng- ust hins vegar 10,2 milljarðar fyrir 34.600 tonn. „Hátt verð hefur bjargað miklu,“ segir Páll. Hátt verð bjargar miklu MINNA FRAMBOÐ „Það er einn á undan mér, einhver Ítali sem þarf að fá einn fram- handlegg. Hann fer á biðlista í jan- úar og ég fer bara út um leið og hann er búinn,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson sem stefnir að því að fara til Frakklands í handaágræðslu en hann missti báða handleggi sína í vinnuslysi árið 1998. Guðmundur hóf söfnun fyrir að- gerðinni í september síðastliðnum og hafa nú að hans sögn safnast um 33 milljónir króna og vantar þá sjö milljónir upp á að hann geti fjár- magnað aðgerðina að fullu. „Það vantar kannski svona eitt gott átak í viðbót til þess að klára þetta og þá er ég bara reiðubúinn,“ segir Guðmundur. Hann segir að að- gerðin sem Ítalinn þurfi að fara í sé miklu minni en sú sem hann sjálfur þurfi á að halda og því verið ákveðið að taka hann fyrst. Að- spurður segir hann alls óvíst hvenær hann komist að. Það fari allt eftir því hvenær Ítalinn komist í aðgerð og hvenær ein- hver látist sem vilji gefa handleggi sem síðan þurfa að passa. „Þetta verður vonandi bara sem fyrst. Það gæti vel gerst að hann fari í aðgerð viku eftir að hann fer á bið- listann. Ég er búinn að selja íbúðina mína og er að gera allt til þess að vera tilbúinn og geta farið með litlum fyrirvara.“ hjorturjg@mbl.is „Verður vonandi bara sem fyrst“  Guðmundur brátt klár í aðgerðina Guðmundur Felix Grétarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.