Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011 ✝ SigurðurÓlafsson fædd- ist í Reykjavík 10. desember 1964. Hann lést á heimili sínu 27. nóvember 2011. Foreldrar hans eru Hjördís Smith tannsmiður, fædd í Reykjavík 17. júní 1944 og Ólafur Sig- urðsson múr- arameistari, fæddur í Reykjavík 15. júní 1945. Systkini Sigurðar eru Sverrir stýrimaður, fæddur 16.október 1966 og Björk skrif- stofustjóri fædd 21. ágúst 1976. Eiginkona Sigurðar er Dóra Thorsteinsson hjúkrunarfræð- ingur, fædd 24. febrúar 1965. Foreldrar hennar eru Guðbjörg Elín Þórarinsdóttir húsmóðir, fædd 18. september 1930 og Þorsteinn Thorsteinsson verk- fræðingur, fæddur 14. júlí 1919, látinn 10. apríl 2006. Börn Sig- urðar og Dóru eru Matthías há- skólanemi, fæddur 9. október 1991 og Hildur grunn- skólanemi, fædd 6. nóvember 1997. Sigurður ólst upp í vesturbæ Reykja- víkur og í Breið- holtinu. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1984 og útskrifaðist með B.S. próf í hagfræði frá Háskóla Íslands 1991. Hann var sérfræð- ingur á Efnahagsskrifstofu Fjármálaráðuneytisins á ár- unum 1991-1998. Frá árinu 1998 hefur Sigurður verið að- stoðarframkvæmdastjóri hjá Verðbréfaskráningu Íslands, þar sem hann tók ríkan þátt í að koma starfsemi fyrirtækisins á fót. Útför Sigurðar verður gerð frá Háteigskirkju í dag, 8. des- ember 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Siggi, takk fyrir að vera mér svo traustur og trygg- ur vinur og góður stóri bróðir. Ég mun sakna þín sárt. Þín systir, Björk. Nú er horfinn á braut góður vinur og æskufélagi langt fyrir aldur fram og það er ekki auð- velt að sætta sig við þá stað- reynd. Það er á stundum sem þessum að manni verður litið til baka og þá standa eftir góðar og hugljúfar minningar um góðan vin. Minningin um einlægni og hógværð og um leið bjartsýni og gleði er mér efst í huga þegar sorgin knýr að dyrum. Við Siggi kynntumst á lokaári okkar í grunnskóla. Þar komu saman nokkrir peyjar sem síðan áttu eftir að bindast miklum vinaböndum sem enn eru mikil og góð. Eftir grunnskóla fórum við Siggi báðir í Menntaskólann í Reykjavík og brölluðum þar ýmislegt saman eins og gengur. Eftir nokkurn tíma á vinnu- markaðnum ákváðum við að fara saman í hagfræði í HÍ sem þá var nýtt nám og þaðan út- skrifuðumst við saman í fyrsta útskriftarhópnum vorið 1991. Það verður mér alltaf ómetan- legt og aldrei fullþakkað hversu vel Siggi reyndist mér á náms- árunum. Alltaf tilbúinn til að að- stoða, vinna með mér að verk- efnum, lesa með mér yfir námsgögnin, leysa með mér gömul próf og margt fleira. Þessi hjálpsemi einkenndi Sigga. Hann var alltaf tilbúinn að aðstoða og hjálpa, var alltaf fyrstur til að bjóða fram aðstoð við flutninga hjá vinahópnum eða annað til að létta undir. Siggi vann lengst af hjá Verð- bréfaskráningu Íslands eða frá stofnun þess félags. Ég var svo heppinn að kynnast starfi hans og þekkingu þegar ég sat í stjórn félagsins til skamms tíma. Þar kom berlega í ljós þekking hans á rekstri og starf- semi verðbréfamarkaða og er ljóst að missir fyrirtækisins er mikill. Sigga verður sárt saknað í fótboltanum þar sem félagarnir hafa hist vikulega og verið órjúfanlegur þáttur í lífi okkar vinanna frá skólaárunum. Einn- ig hefur stórt skarð verið höggvið í matarklúbb æsku- félaganna og eiginkvenna sem hist hafa í fjölda ára og byggt upp þau vinabönd sem ríkja í dag. Ég heimsótti Sigga á heimili hans nýlega. Þá var líkamlega mjög af honum dregið en hugs- unin skýr og þykir mér mjög vænt um þá stund sem við átt- um saman. Hann talaði mikið um Vestfjarðaferðina með fjöl- skyldunni í sumar og hversu mikið það gaf honum að hafa getað ferðast í einmuna blíðu um fallega náttúru landsins. Siggi var einstaklega ljúfur vinur. En þrátt fyrir rólegheit lét hann ekki sitt eftir liggja í skemmtilegum viðfangsefnum félaganna. Elsku Dóra, Matthías og Hildur, Guð styrki ykkur á þessum erfiðu tímum og megi góðar minningar um góðan dreng lina sársauka ykkar. Við Birna vottum ykkur innilega samúð okkar og þökkum Sigga ljúfa og góða samfylgd. Einnig vottum við foreldrum Sigga, systkinum og fjölskyldum þeirra samúð okkar. Kolbeinn Finnsson. Í dag er jarðsettur einn af mínum æskuvinum, Sigurður Ólafsson, aðeins 46 ára gamall. Þegar ég hugsa til baka, eru margar minningar sem koma upp, um traustan, heiðarlegan, skemmtilegan, ósérhlífinn og umfram allt kæran vin, Sigurð Ólafsson. Leiðir okkar Sigga lágu saman í efri bekkjum grunnskóla, þar vorum við nokkrir strákar úr Seljahverfinu sem náðum vel saman og héld- um síðan hópinn, þrátt fyrir að fara ekki allir í sama framhald- skóla. Á unglings- og menntaskóla- árunum var ýmislegt gert, eft- irminnilegar eru skemmtilegar ferðir sem við fórum, bæði til Spánar og Ródos, þegar við vor- um í kringum tvítugt. Þar var lagður grunnur að vinskap sem hélst allt til dagsins í dag. Úr þeim ferðum koma nú upp í hugann minningarbrot sem gott er að rifja upp á þessum erfiðu tímum. Eftir að við vorum orðn- ir fjölskyldumenn lögðum við okkur fram við að halda góðu sambandi, m.a. annars höfum við spilað saman fótbolta í hverri viku síðan 1984, og nú síðustu tólf ár höfum við verið í matarklúbb sem hittist tvisvar sinnum á ári, við fimm æskuvin- ir ásamt eiginkonum. Það voru stundir sem við hlökkuðum allt- af mikið til og eigum góðar og skemmtilegar minningar frá. Í þessum litla matarklúbb er nú mikil hryggð og söknuður, og í hann stórt skarð hoggið. Það hefur verið átakanlegt að horfa upp á baráttu Sigga við illvígan sjúkdóm síðasta árið, þessi sterki og hrausti maður, sem nánast aldrei misstir dag úr, var á stuttum tíma knésettur í leik sem aldrei var jafn. Þrátt fyrir það bar Siggi sig alltaf vel, gerði ekki mikið úr veikindun- um, og barmaði sér aldrei, þannig var Siggi, tók hlutunum af yfirvegun. Kæra fjölskylda, harmur ykk- ar er mikill, að missa eigin- mann, föður, son og bróðir, langt um aldur fram. Elsku Dóra, Matthías og Hildur, hug- ur minn er hjá ykkur. Minn- ingin um góðan vin lifir. Heiðar Friðjónsson. Í dag verður kvaddur hinstu kveðju Sigurður Ólafsson sam- starfsmaður minn og vinur. Leiðir okkar Sigga lágu fyrst saman þegar hann hóf störf hjá fjármálaráðuneytinu árið 1991. Þar störfuðum við saman í um átta ár og urðum góðir félagar. Leiðir skildi þegar ég hóf störf hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. Sá aðskilnaður var reyndar ekki nema nokkrir mánuðir. Ég vissi hvaða mann Siggi hafði að geyma og því óskaði ég eftir því við hann að hann kæmi og starf- aði með mér að uppbyggingu starfsemi Verðbréfaskráningar sem hann og gerði. Í þeirri vinnu og alla tíð síðan kom vel í ljós hversu miklum kostum Siggi var gæddur. Hann var af- ar skipulagður, fljótur að til- einka sér hvað eina sem takast þurfti á við og síðast en ekki síst afar traustur og áreiðanlegur. Í gegnum árin höfum við Siggi þurft að ferðast saman í tengslum við vinnuna og treysti það vinskapinn enn frekar. Í þessum ferðum, að loknum vinnudegi, kom það skemmti- lega á óvart hve Siggi hafði gaman af allskonar nýjungum. Þegar við fórum saman út að borða vildi hann gjarnan smakka einhverja óvenjulega rétti en á sama tíma var hann mikill áhugamaður um góðan mat. Stundum hafði það vinn- inginn yfir nýjungagirnina. Hann var gjarnan búinn að lesa sér til um hvað væri forvitnilegt á hverjum stað þegar nýir staðir voru sóttir heim. Siggi kynnti sér vel allt sem vakti áhuga hans, hvort heldur það tengdist vinnunni eða önnur dægurmál. Þegar hann var bú- inn að móta sér skoðun á málinu var hún vel rökstudd. Ég held að það hafi verið afar fá dæg- urmál eða þjóðþrifamál sem við fórum ekki yfir okkur til ánægju og fróðleiks. Fyrir rúmlega einu og hálfu ári veiktist Siggi. Þegar í ljós kom hvað var að hrjá hann sagði hann mér frá því nákvæm- lega eins og ég átti von á þ.e. með hugrekki og æðruleysi en þannig tókst hann einnig á við þau þar til yfir lauk. Hann sýndi ótrúlegan dugnað og hörku. Stundaði vinnuna nánast fram á síðasta dag af sömu samvisku- semi og alltaf. Dóra stóð sem klettur honum við hlið allan þennan tíma. Eftir rúmlega tuttugu ára vináttu og afar far- sælt samstarf sem aldrei bar skugga á mun hans verða sárt saknað. Missir fjölskyldunnar er mikill og sár. Dóra og börnin missa ástkæran eiginmann og pabba sem stöðugt bar hag þeirra fyrir brjósti. Þá er missir foreldra og systkina Sigga mik- ill. Kæri vinur, Drottinn blessi þig og varðveiti. Einar Sigurjónsson. Sigurður Ólafsson Kristín Kristjánsdóttir, föður- systir mín, er fallin frá, 96 ára að aldri. Henni hefur sjálfsagt ekki fundist það hár aldur að ná, frekar en annað sem hún þurfti að takast á við í lífinu, m.a. að missa eig- inmann sinn, Ottó Jóakimsson, á besta aldri, og þurfa að koma börnunum sínum þremur, þeim Ólafi, Jóakim og Helgu, á legg, alein, hún bætti þá bara við sig vinnu, án þess að æmta eða skræmta eða bera vandræði sín á torg. Kristín Engilráð Kristjánsdóttir ✝ Kristín Engil-ráð Kristjáns- dóttur fæddist í Hnífsdal 12. janúar 1915. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ í Reykjavík 18. nóv- ember 2011. Útför Kristínar fór fram frá Selja- kirkju í Breiðholti 25. nóvember 2011. Þessi síkvika kona og heimili hennar var einn fastra punkta í minni æsku. Það leið varla sá sunnudagur að ég kæmi ekki í heim- sókn, með pabba eða yngri systkinum mínum, til Stínu frænku í Túngötunni á Siglufirði, og ömmu minnar, Jónu Sigríðar Jónsdóttur, sem þá bjó hjá frænku. Amma þurfti að vita allt; hvernig gekk í skólanum og „Nær kemur pabbi þinn í land?“ voru spurningar sem hún fékk aldrei nógu góð svör við. Þó að tímarnir hafi verið erfiðir vantaði aldrei upp á væntumþykj- una hjá Stínu frænku, baráttan fyrir lífsins brauði vék samstundis ef okkur systkinin bar að garði. Hjá henni áttum við alltaf vísan mjólkursopa ásamt nýbökuðu eða steiktu brauði og kleinum. Hún gaf sér ætíð tíma til að leiðbeina og naut ég eitt sinn mjög góðs af því er ég dvaldi hjá henni á Túngötunni þegar mamma brá sér í siglingu með pabba. Sú dvöl er ein af bestu æskuminningum mínum. Samband okkar rofnaði er árin liðu, eins og gengur. Ég eignaðist mína eigin fjölskyldu og frænka flutti frá Siglufirði til þess að vera nær sínum börnum, sem þá voru löngu flutt úr bænum, og fjöl- skyldum þeirra. Fyrir nokkrum árum, þegar ég var nýfluttur suður, endurnýjuð- um við svo kynni okkar er ég heimsótti hana ásamt dótturdótt- ur minni og áttum við þá saman ánægjulegt spjall. Það var eins og við hefðum hist á hverjum degi frá því ég var lítill gutti í heimsókn hjá henni fyrir norðan. Allt vildi hún vita um mína hagi og stundum minnti spurningahríðin mig á gamla konu sem sat og prjónaði í norðausturhorni eldhússins á Túngötunni. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur sendi ég frændsystkinum mínum, þeim Ólafi Styrmi, Jóa- kim, Helgu Dóru og þeirra fjöl- skyldum og einnig frænda mínu Jóni Kr. Bjarnasyni, eftirlifandi bróður frænku minnar Stínu Ott. Kristján S. Elíasson. ✝ Eyjólfur Eyj-ólfsson fædd- ist í Reykjavík 12. mars 1936. Hann lést eftir skamma legu á líknardeild Landspítalans, Landakoti, 28. nóvember 2011. Foreldrar Eyj- ólfs voru hjónin Eyjólfur Eyjólfs- son vöru- bifreiðastjóri, f. 22.11. 1887, d. 10.1. 1963, og Gjaflaug Eyjólfsdóttir húsmóðir, f. 21.2. 1902, d. 14.7. 1973. Al- systkini Eyjólfs eru Jóhann, f. 1928, Sigurður, f. 1933, Eirík- ur, f. 1937, d. 1965, og Guðný, f. 1937. Hálfsystir Eyjólfs samfeðra var Guðjóna, f. 1914, d. 2003, og hálfbróðir Eyjólfs sam- mæðra var Páll Þórir Jóhanns- son, f. 1921, d. 2001. Eyjólfur fædd- ist og ólst upp í vesturbænum í Reykjavík og stundaði skóla- göngu þar. Ung- ur fór hann til sjós og stundaði sjómennsku m.a. á skipum Eimskipafélags Íslands, tog- urum, hvalbátunum, og öðr- um skipum. Hann lærði til matsveins og starfaði sem slíkur til æviloka. Hann var ókvæntur og barnlaus. Útför Eyjólfs var gerð í kyrrþey frá Fossvogskapellu 6. desember 2011. Sjómaður, Vesturbæingur og KR-ingur. Þau orð lýsa Ebba frænda hve best í mínum huga. Föðurbróðir minn hélt á braut í lok nóvembermánaðar, rétt í þann mund er vetur konungur fór að minna á sig af alvöru. Ósigurinn í baráttu við erfið veikindi sem hann hafði glímt við í nokkra mánuði var óumflýjan- legur. Fyrstu minningar mínar um Ebba eru af Vesturgötu 59, úr reisulega húsinu sem afi og amma reistu á þriðja áratug síð- ustu aldar undir sig og fjölskyldu sína. Á þeim tíma er ég fór að venja komur mínar í húsið átti Ebbi íbúðina á efstu hæð hússins og bjó þar ásamt móðursystur sinni, Dísu frænku, sem að segja má var uppeldismóðir Ebba og systkina hans sökum erfiðra veikinda móður þeirra. Sjómennska var Ebba í blóð borin og starfsævinni eyddi hann við kokkastörf um borð í tog- urum, hvalbátum og fraktskip- um. Hann sigldi víða, bæði innan og utan landhelginnar. Ég man að manni þótti framandi sumir hlutir sem að hann kom með heim úr slíkum ferðum erlendis frá. Gjafmildi var Ebba eðlislæg. Mér er eftirminnilegt þegar hann kom heim úr einhverjum túrnum að utan með glænýtt reiðhjól fyrir frændann og þegar hann bankaði upp á heima á 10 ára afmælisdegi frændans með afmælispakka sem í var forláta tölvuúr. Það gátu verið ákveðin forréttindi fyrir strákpjakk að eiga svona frænda. En góðmennskan var þó ekki bara bundin við að vera góður við aðra, heldur var Ebbi einnig of góður við sjálfan sig. Gleði og vín spiluðu ávallt stóra rullu í lífi frænda míns á meðan hann var í landi og urðu hans Akkill- esarhæll. Veikindin undir það síðasta voru því miður tollurinn sem standa þurfti skil á því sam- fara. Ég hitti frænda minn því mið- ur lítið síðustu árin, fram að því að hann lagðist inn á spítala nú í haust. Þangað heimsótti ég hann í nokkur skipti undir lokin og við áttum þar góðar og einlægar samræðustundir. Tíðindum af al- varleika veikindanna mætti Ebbi af æðruleysi. Hann vissi að senn styttist í kallið. Síðustu tvo mán- uðina dvaldist hann á líknar- deildinni að Landakoti. Þrátt fyrir erfiða baráttu var auðheyrt á honum hversu ánægður hann var að fá að dveljast þann tíma í Vesturbænum, nálægt æskuslóð- unum og þeim stað sem hann hafði alið nánast allan sinn aldur í landi. Kallið kom 28. nóvember sl. Það hlýtur að vera fremur tákn um forsjón örlaganna heldur en tilviljun að þennan dag voru ná- kvæmlega upp á dag 20 ár liðin frá því að uppeldismóðir Ebba og móðursystir, Dísa frænka, lést. Ég kveð frænda minn með söknuði. Jón Sigurðsson. Eyjólfur Eyjólfsson ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÞORGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR, Mýrarvegi 113, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 29. nóvember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 9. desember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á dvalarheimilið Hlíð Akureyri. Ingólfur Sigurðsson, Elínborg Ingólfsdóttir, Magnús Þórðarson, Magnús Ingólfsson, Sólveig Erlendsdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Samúel Jóhannsson, Þórdís Ingólfsdóttir, Sölvi Ingólfsson, Guðrún Jónsdóttir. ✝ Elsku frænka okkar, ANNA SIGURBJÖRG TRYGGVADÓTTIR, Sólvöllum 17, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 3. desember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 16. desember kl. 13.30. Systrabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.