Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 27
Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011 Í eftirfarandi minningargrein eftir Pálma, Unni Björg, Berg- lindi og Hildi sem birt var sl. laugardag féllu nokkrar setn- ingar niður. Af þeim sökum slitnaði samhengi greinarinnar og er hún því birt hér í heild sinni. Höfundar og aðrir að- standendur eru beðnir velvirð- ingar á mistökunum: Fyrstu minningarnar um afa eru frá Hólagötunni, þar sem við komum oft til að heilsa upp á ömmu og afa, þá aðallega við eldri systkinin. Afi hafði alltaf þessa orku í kringum sig, hann varð alltaf að vera að fram- kvæma eða plana næsta verk, maður skynjaði þá dyggð að vinnan skapaði manninn og það var engin afsökun fyrir því að leggja sig ekki alltaf 100% fram við allt sem maður gerði. Maður sem ekkert hefur fyrir stafni og hefur engan metnað í sínu starfi var eitthvað sem var fjarlægt afa. Alla sína tíð gaf hann sig allan að sínum verkum og vann þau af krafti og skyn- semi. Þessi lífsskoðun hans smitaðist út til barna og barna- barna og við bárum mikla virð- ingu fyrir honum. Afi hafði alltaf mikinn húmor Pálmi Sigurðsson ✝ Pálmi Sigurðs-son fæddist í Skjaldbreið í Vest- mannaeyjum 21. júlí 1920. Hann lést í Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 25. nóvember 2011. Útför Pálma fór fram frá Landa- kirkju í Vest- mannaeyjum 3. desember 2011. og sterkar skoðanir á mönnum og mál- efnum. Hann var mjög hlýr og góður við okkur barna- börnin og alltaf þegar við komum í heimsókn smurði hann ofan í okkur haug af brauði, bar fram góðgæti og sagði skemmtilegar sögur. Skemmtilegustu minningar okkar frá afa eru þó líklega þeg- ar hann var í siglingunum og hve gaman var að taka á móti honum færandi hendi með fullt af útlendu nammi og gjöfum ásamt matvælum eins og nið- ursoðnum ávöxtum sem þótti munaðarvara á þeim tímum. Elsku afi, takk fyrir öll árin sem þú varst með okkur, þú kenndir okkur margt og varst fyrirmynd að vinnusemi, heið- arleika og skynsemi og því að gefast aldrei upp heldur klára verkin. Afi, þú kláraðir alltaf þín verk með sóma, hvort sem var á sjónum, netagerðinni eða garð- inum í Holtsbúðinni og fyrir það fékkstu ómælda virðingu allra sem fylgdust með þér og ert fyrirmynd barna og barnabarna Elsku amma hefur nú kvatt mann sinn til nær 70 ára. Harm- ur þinn er mikill en minningin um yndislegan mann lifir á með- al okkar. Pálmi, Unnur Björg, Berglind og Hildur. Nú ertu farinn, blessaður, Pálmi. Þú gantaðist oft með að þú værir að fara undir græna torfu sem var mjög lýsandi fyrir þig. Hressileikinn og kaldhæðn- in í fyrirrúmi, með sterkar skoðanir á ýmsum málefnum og lagðir áherslu á orð þín með smá bölvi. Barnabörnin voru farin að skamma þig fyrir að sletta ljótum orðum, sem var allt saman í góðu gamni. Þú varst dugnaðarforkur allt þitt líf enda kominn af miklum sjómanni og aflakóngi, pabba þínum, honum Sigga Munda. Þú lærðir mikið af pabba þínum um sjómennsku og Palli sonur þinn lærði mikið af reynslu þinni eins og að gera við veiðarfæri, komp- ás, kortalestur, beitingu veiða- færa o.fl. sem nýttist honum vel til að útskrifast úr Stýrimanna- skólanum. Í kjölfarið tókstu hann með þér sem stýrimann út til Grimsby. Þú hafðir greini- lega komið þarna oft áður því þér var heilsað af mönnum eins og einum úr fjölskyldunni, svo mikils varstu metinn og virðing fyrir þér borin. Þú hefur upplifað miklar umbreytingar á þínum lífsferli. Í siglingum þínum lagðir þú líf þitt í hættu og slappst lifandi frá strandi við Hjörleifshöfða og upplifðir flugvélar, skip og kafbáta nasista á ferð í kring- um þig á siglingum til Eng- lands þar sem þeir grönduðu óvini sínum en alltaf slappst þú. Þú varst líka mikill reglu- maður. Ef þér var boðið í glas þá kláraðir þú sjaldan úr glas- inu. Keyptir oft áfengi í skips- ferðum þínum út en lést aðra sjá um að drekka það og hafðir gaman af. Í hverri siglingu til útlanda keyptirðu leikföng, rafmagns- tæki, mat og fleiri vörur sem voru ekki til á Íslandi og því varstu mjög vinsæll hjá fjöl- skyldu og vinum þegar þessar nýjungar komu heim. Mikið af þessum vörum notaðir þú til að byggja upp heimilið þitt á Hólagötunni. Í heimsóknum í Garðabæinn til ykkar man maður eftir Betamax video- tækinu sem fáir aðrir áttu og þú hafðir tekið upp Tomma og Jenna fyrir börnin til að horfa á sem var mjög vinsælt. Sem barn læddist maður fram um morgun þegar flestir voru sof- andi en þá varst þú vaknaður fyrstur manna að lesa blöðin, tókst manni fagnandi, gafst manni að borða og kenndir manni að leggja kapal. Þú varst svo duglegur við heim- ilisstörfin. Eldaðir mat og bak- aðir oft pönnukökur og varst óspar á sykurinn þegar þú rúll- aðir þeim upp. Þú knúsaðir og kreistir barnabörnin hlæjandi þegar þau komu í heimsókn og á milli samræðna söngstu „Æ jæ jæ jó“ og áttir til að lyfta þér upp á tábergið og hossa þér upp og niður. Þú varst svo duglegur að dytta að Holtsbúð- inni, klifrandi upp stiga, klippa þessi háu tré í garðinum fram til 90 ára aldurs. Hugur þinn var ávallt ungur þótt líkaminn hafi ekki alltaf verið sama sinnis. Í Holtsbúðinni áttuð þið góða, trygga og hjálpsama nágrana sem voru ávallt til taks þegar á þurfti að halda og eiga þau sannarlega þakkir skilið fyrir. Nú er síðustu siglingu þinni lokið í höfn friðar með Guði og góðu fólki og gaman að hugsa til þess að þú sért nú hjá Hafþóri yngsta syni þínum sem yfirgaf okkur svo óvænt og skyndilega. Takk fyrir samferðina í lífinu, elsku Pálmi, blessuð sé minning þín. Páll Pálmason, Guðrún Kristín Guðjónsdóttir og Grétar Víðir Pálsson. Jónasi Finnbogasyni kynnt- ist ég milli tektar og tvítugs er við vorum saman nokkur sumur í vinnuflokki á snærum Vega- gerðarinnar. Það voru einatt dýrðardagar. Mér er minnisstætt er við vorum eitt sinn teknir úr flokknum og sendir tveir ásamt ókunnum verkstjóra austur að Hellu til að vinna þar fáa daga við verk er tengdist undirbún- ingi brúar á Rangá. Okkur var m.a. ætlað að reka granna staura niður í árbotninn og standa við verkið á litlum pramma, en ekki er mér ljóst hvers konar festar voru til þess hafðar að hann flyti ekki undan árstraumnum. Vísast vorum við hóflega kappsfullir við þetta, og skyndilega var verkstjóri okkar kominn á árbakkann og spurði óþreyjufullur hvernig miðaði. Við gripum til varna og bárum fyrir okkur að við værum að hugsa hvernig við stæðum að þessu án þess að flekinn sporð- reistist er sleggjan yrði reidd sem hæst. Þá hrukku þessi orð af vörum verkstjóra sem var maður fljóthuga: „Aldrei að hugsa, bara lemja.“ Smáræði af þessu tagi getur gróið undar- lega fast í minni. Þessari skarplegu leiðsögn vörpuðum við Jónas oft á milli Jónas Finnbogason ✝ Jónas Finn-bogason fædd- ist í Reykjavík 26. september 1936. Hann lést á Land- spítalanum Foss- vogi 14. nóvember 2011. Útför Jónasar fór fram frá Dóm- kirkjunni í Reykja- vík 23. nóvember 2011. okkar síðar er við unnum saman og stóðum frammi fyrir verkefni sem ekki var öldungis ljóst hvernig leyst yrði. Við Jónas áttum samleið í Háskól- anum við nám í ís- lenskum fræðum. Það fannst mér eðlilegt framhald af ýmsu því sem okkur hafði orðið að umræðuefni í sumar- vinnunni. Það varðaði ekki síst íslenska ljóðagerð. Svo var það árið 1984 að leið- ir okkar lágu enn saman í starfi við safnadeild Seðlabanka Ís- lands. Þar áttum við tuttugu ára samfylgd sem var bæði far- sæl og ánægjuleg uns við létum af starfi samtímis. Eitt vanda- samasta verkefni okkar þar síð- ari árin laut að gagngerri end- urskoðun á skjalasýslu bankans í ljósi nýrra siða og hátta. Á þeim fleka reyndum við það aftur að ráðlegt getur verið að hugsa áður en hamrað er. Jónas var mannblendinn og mikið ljúfmenni í umgengni. Glaðlegt viðmót hans aflaði honum vinsælda. Jónas hafði mótaðar skoðanir á ýmsum efn- um og lá ekki á þeim, en hann var þeirrar gerðar að hann virti jafnan þau sjónarmið sem hann aðhylltist ekki sjálfur. Ekki man ég dæmi þess í skoðana- skiptum að öndvert álit ann- arra vekti með honum þykkju þótt ekki væri ætíð reifað af fyllstu nærfærni. Hann brást við slíku með mikilli mýkt, varpaði fram glettinni spurn- ingu eða sló á gamanmál. Hjálpsemi var annar notalegur þáttur í eðli hans; hennar nutu margir, og hennar naut ég í ríkum mæli. Nú geld ég honum margþætta skuld með fá- breyttri þökk. Blessuð sé minning Jónasar Finnbogasonar. Ólafur Pálmason. Sem systursonur Jónasar hef ég þekkt hann alla mína tíð. Á æskuárum mínum bjó fjöl- skylda hans í Vesturberginu og við rétt hjá í Æsufellinu svo samgangur var töluverður. Mér eru sérstaklega minnisstæð öll jólaboðin þegar fjölskyldur okkar sameinuðust ásamt fleir- um en þar var mikið borðað og spilað. Úrvalið á hlaðborðinu í jólaboðunum hjá Jónasi var svo mikið að maður þurfti helst að hafa skrifblokk með sér til að skrifa niður hvað allir réttirnir hétu sem hann, Kristín og strákarnir þeirra höfðu töfrað fram úr eldhúsinu. Í jólaboðum fjölskyldunnar var oft spilað brids sem við börnin kunnum ekki. Þess vegna fannst mér svo gaman í jólaboðunum í Vesturberginu því þar voru margir gestir og við spiluðum öll saman félagsvist. En margar af dýrmætustu minningum sem ég á um Jónas eru frá þeim tíma þegar ég var að aðstoða hann við uppbygg- inguna á sumarbústað fjöl- skyldu hans við Álftavatn. Þetta var á unglingsárum mín- um og stundum var Ella dóttir hans og vinkonur hennar með eða Kristín en oft vorum við bara tveir frændurnir. Verkefn- in voru mörg; leggja rafmagns- kapal í bústaðinn, setja tvöfalt gler í gluggana, planta trjám o.s.frv. Ef við vorum að vinna við húsið var útvarpið haft með út og það var náttúrlega stillt á Rás 1. Það mátti nú helst ekki missa af útvarpssögunni. Það var mjög lærdómsríkt og skemmtilegt fyrir óharðnaðan unglinginn að vera með honum. Jónas var þolinmóður og góður kennari. Við fórum á bát út á vatnið og veiddum fisk á kvöldin. Þeg- ar við komum í land kenndi hann mér að gera að fiskinum og um heiti líffæra fisksins sem við skárum úr. Sjónaukinn var aldrei langt undan og hann hafði unun af að fylgjast með fuglunum og kenna mér um þá og flug þeirra. Einnig kenndi hann mér fallegra mál og ís- lensk orð sem ég þekkti ekki, eins og t.d. orðið dý. Þetta fannst mér allt saman mjög fræðandi og áhugavert. Svo man ég mjög vel eftir því þegar við vorum tveir á ferð á leiðinni austur fyrir fjall á jeppa með kerru í eftirdragi þegar Jónas stöðvaði skyndi- lega bifreiðina rétt við Ingólfs- fjall og bauð mér að keyra rest- ina af leiðinni. Ég var 14 ára gamall og hafði aldrei nokkurn tímann keyrt bíl áður, hvað þá jeppa. Sem betur fer var hann sjálfskiptur og ég beið ekki boðanna og skellti mér í öku- mannssætið og keyrði af stað með öran hjartslátt og við leið- sögn frænda. Það var bara nokkuð kúl að geta sagt vinum sínum þegar maður var 14 ára að maður hefði keyrt amerísk- an jeppa og það með kerru í eftirdragi! Á kvöldin var svo eldaður góður matur og oft var kók í gleri og prins póló í eftirrétt. Jónas var mikill matgæðingur eins og ég sjálfur og því kom það mér ekki á óvart að eitt af því síðasta sem hann gerði var að taka slátur. „Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem heyrir orð mitt og trúir þeim, sem sendi mig, hefur eilíft líf og kemur ekki til dóms, heldur er hann stiginn yfir frá dauðanum til lífsins.“ Jóh. 5:24. Kæra Kristín, Ella, Ari og Einar. Guð styrki ykkur og fjölskyldur ykkar í söknuðinum og sorginni. Guð blessi minningu Jónasar Finnbogasonar. Salvar Geir Guðgeirsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSA GISSURARDÓTTIR, lést fimmtudaginn 24. nóvember. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstu- daginn 9. desember kl. 15.00. Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Ólafur Lárusson, Kolbrún Guðmundsdóttir, Gissur Guðmundsson, Svanhildur Pétursdóttir, Jón Guðmundsson, Oddný B. Hólmbergsdóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, DÓRA TÓMASDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítala Landakoti laugardaginn 3. desember. Útför hennar fer fram frá Neskirkju þriðju- daginn 13. desember kl. 15.00. Sölvi Eysteinsson, Davíð Sölvason, Linda Ólafsdóttir, Tómas Sölvason, Rakel Davíðsdóttir, Hrafn Harðarson, Sölvi Davíðsson, Sara Davíðsdóttir, María Dóra Hrafnsdóttir. ✝ Elskuleg eiginkona mín og systir, HULDA MARGRÉT WADDELL guðfræðinemi, Rauðalæk 42, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 9. desember kl. 13.00. Örn Valsson (Gulli), systkini og fjölskyldur. ✝ Faðir okkar, uppeldisfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, GRÍMUR GUÐMUNDSSON fyrrverandi forstjóri Íspan, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju föstu- daginn 9. desember kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans láti Ljósið, s. 561 3770, eða Karítas, s. 551 5606 njóta þess. Óskar Smith Grímsson, Þrúður Ólöf Gunnlaugsdóttir, Guðmundur Grímsson, Hrafnhildur Proppé, Finnur Grímsson, Þórunn Hafsteinsdóttir, Margrét Grímsdóttir, Elín Grímsdóttir, Jón Bjarni Gunnarsson, Jón Elvar Kjartansson, Sigríður Markúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri INGÓLFUR GUÐNASON bóndi frá Eyjum I í Kjós verður jarðsunginn frá Reynivallakirkju í Kjós laugardaginn 10. desember kl. 14.00. Anna Ingólfsdóttir, Kristinn Helgason, Hermann Ingólfsson, Birna Einarsdóttir, Páll Ingólfsson, Marta Karlsdóttir, Guðrún Ingólfsdóttir, Valborg Ingólfsdóttir, Ómar Ásgrímsson, afabörn og langafabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ANNA GUNNLAUGSDÓTTIR, Hornbrekku, Ólafsfirði, verður jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 10. desember kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalarheimilið Hornbrekku í Ólafsfirði. Gunnlaugur E. Þorsteinsson, J. Dómhildur Karlsdóttir, S. Hilmar Þorsteinsson, Valgerður K. Sigurðardóttir Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Guðbjörn Arngrímsson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Róbert Pálsson, Þórhildur Þorsteinsdóttir, Páll Pálsson, Elín Rún Þorsteinsdóttir, Bjarni Tómasson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.