Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011 MEISTARAVERK! Magnús Þór mun kynna bók sína í kvöld kl. 20 í Eymundsson, Skólavörðustíg. Hann mun lesa úr henni mergjaða kafla og sýna um leið einstakar kvikmyndir teknar af Bretum og Þjóðverjum af skipum í Hvalfirði og bardögum um skipalest sem fór þaðan til Norðvestur Rússlands. Missið ekki af umfjöllun um atburði í einstökum hluta Íslandssögunnar, sem fáir hafa þekkt hingað til. holabok.is/holar@holabok.is FRÉTTASKÝRING Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Hér er um mikilvægar grundvall- arreglur að ræða vegna þess að það er ekki svo að það sé bara Fjármála- eftirlitið sem búið er um í lögum að eigi að vera sjálfstætt í sinni starf- semi. Það gildir um marga aðra aðila og nærtækt að benda á Hæstarétt og dómstólana og margar aðrar eftir- lits- og jafnvel stjórnsýslustofnanir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra í samtali við Morgun- blaðið um ágreining á milli ráðuneyt- is hans og efnahags- og viðskiptaráðuneytis Árna Páls Árna- sonar um fyrirkomulag fjármögnun- ar Fjármálaeftirlitsins. Hann segir að samkvæmt lögum eigi slíkar stofnanir að vera sjálf- stæðar í þeim skilningi að fram- kvæmdavaldið og löggjafinn blandi sér ekki í starfsemi þeirra. „En það hefur aldrei verið lagður sá skilning- ur í það að það þýddi að þær ættu jafnframt að ákvarða sjálfar sínar fjárheimildir og rekstrarumfang,“ segir Steingrímur. Telur sérlögin hafa forgang Eins og fjallað hefur verið um í Morgunblaðinu byggist deila ráðu- neytanna á því að efnahags- og við- skiptaráðuneytið telur að Fjármála- eftirlitið skuli fjármagnað samkvæmt því sem kveðið sé á um í sérlögum um stofnunina og að þau lög gangi að því leyti framar öðrum lögum og þar með talið fjárlögum. Samkvæmt sérlögunum ber efna- hags- og viðskiptaráðherra að leggja fram frumvarp um fjármögnun Fjár- málaeftirlitsins árlega sem hann hef- ur gert og mælir fyrir á Alþingi í dag. Máli sínu til stuðnings hefur efna- hags- og viðskiptaráðuneytið einkum vísað í álit ríkislögmanns þar sem fram kemur að ekki megi hrófla við niðurstöðu löggjafans um fjárveit- ingar til stofnunarinnar eins og hún liggi fyrir í sérlögunum nema með því að breyta þeim fyrst. „Fjárveitingar til Fjármálaeftir- litsins eru með öðrum hætti en markaðir tekjustofnar eru til ann- arra aðila. Það eru sérlög sem gilda um Fjármálaeftirlitið og það er á grundvelli þeirra laga sem ríkislög- maður kemst að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að rýra fjárveitingar til Fjármálaeftirlitsins frá því sem seg- ir í þeim lögum, jafnvel með fjárlög- um,“ sagði Árni Páll um ágreining sinn við fjármálaráðherra í um- ræðum á Alþingi á þriðjudag við þriðju umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Ljóst væri hins vegar að fjármálaráðuneytið liti mál- ið öðrum augum og sakaði hann það um að veikja þar með grundvöll Fjármálaeftirlitsins. Um prinsippmál að ræða „Þetta er prinsippmál og þetta snýst í grunninn um það hvort í fyrsta lagi stjórnarskráin og í öðru lagi fjárreiðulög og fjárveitinga- og fjárstjórnarvald Alþingis sé til stað- ar þegar búið sé að fjárreiðum ein- stakra stofnana með þeim hætti að það sé byggt á gjaldtöku eins og í þessu tilviki hinna eftirlitsskyldu að- ila. Og það er enginn deila um að Fjármálaeftirlitið eigi að vera sjálf- stætt í störfum sínum og það þarf að taka faglegar ákvarðanir um nauð- synlegt rekstrarumfang þess en við leggjum auðvitað ekki þann skilning í það að það upphefji fjárveitingar- og fjárstjórnarvald Alþingis,“ segir Steingrímur. Hann hafnar því alfarið að hann eða ráðuneyti hans hafi á einhvern hátt tafið málið eða tekið frumvarp Árna Páls í gíslingu eins og kom fram hjá Árna á Alþingi á þriðjudag- inn. Efnahags- og viðskiptaráðu- neytið hafi ekki fengið lakari þjón- ustu hjá fjármálaráðuneytinu en aðrir. Mikið álag sé hins vegar á starfsmönnum ráðuneytis hans á þessum tíma og því geti mál tafist. Stjórnvöld séu ennfremur að takast á við erfiðleika í ríkisfjármálum og hafi sett sér ákveðinn ramma í þeim efnum sem fjármálaráðuneytið sé að reyna að tryggja að ríkisreksturinn falli inn í. Hafnar alfarið ásökunum Árna Morgunblaðið/Ómar Ráðherrar Verulegur ágreiningur hefur verið uppi á milli Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra og Árna Páls Árnasonar, efnahags- og við- skiptaráðherra, að undanförnu um það með hvaða hætti eigi að ákveða fjárframlög til þess að standa straum af rekstri Fjármálaeftirlitsins.  Fjármálaráðherra segir að þótt Fjármálaeftirlitið sé sjálfstæð stofnun eigi það ekki að ákveða eigin fjármögnun  Efnahags- og viðskiptaráðherra sakar fjármálaráðuneytið um að veikja stofnunina „Ég hef ekki séð nein rök fyrir því að sameina hér efnahagsráðu- neytið og fjármálaráðuneytið. Ég þarf þá að fá mjög sterk fagleg rök fyrir því ef einhverjar breyt- ingar eiga að vera þar uppi á borðinu og ítreka aftur að það hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir, hvorki fyrr né nú, um það,“ sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra í óund- irbúnum fyrirspurnartíma á Al- þingi í gær. Jóhanna var að svara fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar alþingismanns um samein- ingu ráðuneyta, m.a. sameiningu efnahags- og viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðuneytis. Bjarni Benediktsson alþingismaður spurði forsætisráðherra fyrr í fyr- irspurnatímanum hvort hún teldi koma til greina að einn og sami ráðherrann færi með efnahags- málin og fjármálaráðuneytið. Bæði Sigmundur og Bjarni vitnuðu til orða Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra fyrr í þessari viku um að hann teldi best að öll efnahagsmálin væru á einni hendi. Steingrímur sagði misskilning í þessu fólginn. „Ég sagði að ég teldi það hafa verið hárrétta ákvörðun á sínum tíma að sameina öll efnahagsmál á einum stað,“ sagði Steingrímur. „Það getur eftir atvikum verið í sjálfstæðu efnahags- og við- skiptaráðuneyti eða í öðru ráðu- neyti.“ Hann kvaðst ekki hafa tjáð sig sérstaklega um að efnahags- málin ættu að koma í fjár- málaráðuneytið, þótt slíkt fyr- irkomulag væri þekkt t.d. í Noregi og Svíþjóð, þar sem seðlabankar heyra undir fjármálaráðuneyti. gudni@mbl.is Ekki séð rök fyrir sameiningu  Efnahagsmálin séu á einum stað Morgunblaðið/Ómar Forsætisráðherra Spurt var á Al- þingi um sameiningu ráðuneyta. „Þetta er bara enn ein staðfest- ingin á því gríð- arlega for- ingjaræði sem er til staðar hjá rík- isstjórnarflokk- unum. Það er ekkert hægt að túlka ræður Árna Páls öðruvísi sem og lýsingu annarra stjórn- arliða núverandi og fyrrverandi á vinnubrögum á stjórnarheim- ilinu,“ segir Guðlaugur Þór Þórð- arson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, um deilur þeirra Steingríms J. Sigfússonar fjár- málaráðherra og Árna Páls Árna- sonar, efnahags- og viðskiptaráð- herra, um fjármögnun Fjármálaeftirlitsins. Guðlaugur segir Árna Pál ein- ungis vera að sinna sínum emb- ættisskyldum eins vel og hann geti og það sama eigi við um Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra. „En þá er þeim bara ýtt út úr ríkisstjórninni.“ Hann fullyrðir að það sé vilji Stein- gríms og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að þeir Árni Páll og Jón hverfi úr ríkisstjórninni. Guðlaugur segir ástæðuna eink- um vera þá að Jón hafi beitt sér sem ráðherra gegn umsókninni um inngöngu í Evrópusambandið og Árni Páll hafi að sama skapi sýnt talsvert sjálfstæði í sínum embættisfærslum. Staðfesting á foringjaræði SEGIR FRÁGENGIÐ AÐ ÁRNI PÁLL OG JÓN SÉU Á ÚTLEIÐ Guðlaugur Þór Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.