Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011
Þann 4. janúar kemur út
glæsilegt sérblað um
menntun, skóla og námskeið
sem mun fylgja
Morgunblaðinu þann dag
MEÐAL EFNIS:
Háskólanám.
Verklegt nám og iðnnám.
Endurmenntun.
Símenntun.
Listanám.
Sérhæft nám.
Námsráðgjöf og góð ráð við námið.
Kennsluefni.
Tómstundanámskeið
og almenn námskeið.
Nám erlendis.
Lánamöguleikar til náms.
Ásamt fullt af öðru spennandi efni.
–– Meira fyrir lesendur
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, miðvikudaginn 21. des.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is
Sími: 569-1105
Í blaðinu verður fjallað um menntun og
þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá
sem vilja auðga líf sitt og möguleika með
því að afla sér nýrrar þekkingar og stefa
því á nám og námskeiða.
Skólar & námskeið
SÉRBLAÐ
Skólar & námske
ið
Í samtölum mínum
við eldri alkóhólista í
gegnum tíðina segja
þeir frá því hvernig lífs-
gæði þeirra hafa batnað
við það að hætta neyslu
áfengis og hvernig
lausn undan lyfjamis-
notkun býður upp á ný
tækifæri sem annars
hefðu glatast í vímu og
vanlíðan.
Í umræðu um áfeng-
issýki er aðaláherslan lögð á það sem
miður fer og glatast og þá hnignun
sem verður á lífsmáta einstaklingsins
og hans fjölskyldu.
Áfengissjúkdómurinn hefur áhrif á
manneskjuna alla í heild sinni, fé-
lagslega, andlega og ekki hvað síst
líkamlega. Batinn byggist fyrst og
fremst á því að stöðva alla neyslu á
vímuefnum og ná aftur færni til að
lifa eðlilegu lífi og getu til að njóta
þeirra hæfileika sem hver manneskja
hefur. Til þess að það takist sem best
þarf að huga að grunn-
þörfum eins og nær-
ingu, öryggi og skjóli.
Þá eru mikilvægar
sálrænar þarfir eins og
að tilheyra einhverjum
og að finna til sín, vera
einhvers virði, geta
brugðið á leik og lagt
eitthvað af mörkum í
sínu umhverfi.
Breytingum sem
verða á lífi eldri alkóhól-
ista þegar neysla er
stöðvuð má lýsa sem al-
gjörlega nýju lífi;
bætt líkamleg heilsa þegar nær-
ingu og matarvenjum er betur sinnt,
betri svefn, bætt kynlíf og meira út-
hald og þrekhreyfing verður fastur
liður í daglegum venjum. Lækniseft-
irlit verður fyrirbyggjandi, stoltið til
að líta betur út og hafa sig til verður
atriði í daglegum venjum. Margir
fara að stunda golf og eða sund og
vatnsmeðferðir, vaknandi vitund um
almenna heilsugæslu á sjálfum sér.
Þessu fylgir betri sálræn heilsa og
betri líðan almennt, stórbætt hug-
arfarsleg geta, minni kvíði og þung-
lyndi, minnkandi lyfjaþörf og fleiri
gleðistundir og bjartsýni, hlátur og
gamansemi verður aftur hluti af líf-
inu.
Dagarnir verða fjölbreyttari og fá
tilgang sem áður var að mestu leyti
glataður.
Og kannski verður mesta breyting
til batnaðar á félagslegri heilsu þegar
einangrun rofnar og tengsl við annað
fólk myndast á ný og trosnuð fjöl-
skyldubönd styrkjast. Fólk býr til ný
sambönd, vináttusambönd, ásta-
sambönd, og lætur jafnvel til sín taka
á vettvangi félagsmála og þjóðmála.
Stöðugleiki myndast fljótlega og
mikilvæg hlutverk í batasamfélaginu
verða til. Reynsla eldri alkóhólista sem
langir lífsdagar hafa fært þeim á ýms-
um sviðum koma að góðum notum við
ýmis tækifæri sem gefast gjarnan.
Mér verður einmitt hugsað til þess-
ara þátta þegar rætt er um að skera
eigi niður þjónustu og aðstoð til
þeirra sem hafa ekki háværar raddir
eða talsmenn í okkar samfélagi.
Það er til marks um hámenningu,
reisn, virðingu og þjóðarstolt að hlúa
vel að þeim sem minna mega sín og
þurfa á hjálp að halda.
Eftir Sigurð
Gunnsteinsson » Áfengissjúkdóm-
urinn hefur áhrif á
manneskjuna alla í heild
sinni, félagslega, and-
lega og ekki hvað síst
líkamlega.
Sigurður
Gunnsteinsson
Höfundur er áfengis-
og vímuefnaráðgjafi.
Lífsgæði þeirra sem komast
frá áfengisfíkn og lyfjamis-
notkun batna til muna
Á síðustu dögum
hafa birst í fjölmiðlum
fréttir um málefni
Fjármálaeftirlitsins
(FME) og af umræðu
stjórnvalda og stjórn-
málamanna opinber-
lega í framhaldi af
þeim. Draga má þær
ályktanir að þar sé á
ferðinni stofnun sem
lúti ekki opinberu
regluverki, að ráð-
stöfun fjármuna sé með ólíkindum,
laun stjórnar hafi nánast tvöfaldast
og nú þurfi að efna til opinberrar
rannsóknar á störfum eftirlitsins.
Það er mikið áhyggjuefni fyrir fólk-
ið í landinu, að fjölmiðlar leyfa sér
að birta upplýsingar og draga
ályktanir án þess að þekkja eða afla
sér vitneskju um hvað rétt sé. Sú
umræða flyst nánast óbreytt yfir á
hinn pólitíska vettvang.
Stjórnarstörfin ábyrgð
og greiðsla þóknunar
vegna þeirra
Hér á landi hefur sú skoðun verið
ríkjandi að seta í stjórnum væri
puntstaða sem mönnum væri út-
hlutað sem vinargreiði fremur en
að menn þurfi að búa yfir þekkingu,
reynslu og getu til starfsins. Eitt af
því sem brást í aðdraganda banka-
hrunsins hér á landi var að stjórnir
m.a. fjármálafyrirtækja sinntu ekki
starfsskyldum sínum.
Frá septembermánuði 2010 þeg-
ar ég tók sæti í stjórn FME til loka
nóvembermánaðar 2011 hefur
stjórn eftirlitsins haldið 46 form-
lega stjórnarfundi. Hver stjórn-
arfundur stendur yfir í um 5 tíma
og fæst við fjölda dagskrármála.
Gögn sem lögð eru fyrir stjórn-
armenn fyrir hvern fund eru yf-
irleitt að umfangi 50 til 100 blaðsíð-
ur. Fundarseta og undirbúningur
fyrir hvern fund er ekki undir 13
klukkustundum. Stjórnarlaun hafa
hækkað um 35% frá janúarmánuði
2009. Launakostnaður stjórnar
nemur 2% af áætluðum heildar-
launakostnaði FME á árinu 2011.
Ábyrgð stjórnar FME felst í því
að sjá til þess að Fjármálaeftirlitið
búi yfir þekkingu, fjármunum,
tækni og verkferlum sem gera hana
hæfa til að fylgja eftir ákvæðum
laga um opinbert eftirlit með fjár-
málastarfsemi í landinu. Ennfremur
að stofnunin starfi innan fjárheim-
ilda og laga sem um hana gilda.
Fjárveitingar
Á undanförnum áratugum hefur
umræðan um nauðsyn þess að
koma á aga í ríkisfjármálum verið
hávær og í því sambandi margar
skýrslur og ritgerðir verið skrif-
aðar. Með lögum um fjárreiður rík-
isins frá árinu 1997 voru gerðar
veigamiklar breytingar á laga- og
regluverki ríkisfjármála gagngert
til að koma betri aga á framkvæmd
fjárreiðna ríkisins. Vandinn að ekki
hafi náðst meiri árangur er ekki
regluverkið sjálft heldur hitt að
menn hafa ekki virt þær leikreglur
sem í gildi eru.
Fjárveitingar til FME eru
ákvarðaðar af Alþingi og lúta sömu
reglum og gilda um A-hluta stofn-
ana ríkisins. Fjármögnun útgjalda
eftirlitsins er borin uppi af eftirlits-
gjaldi skv. lögum sem eftirlits-
skyldir aðilar greiða. Endanleg
ákvörðun um gjaldið er síðan tekin
af Alþingi. Í maí 2011 ritaði stjórn
FME efnahags- og viðskiptaráðu-
neytinu bréf þar sem vakin var at-
hygli á afgreiðslu Alþingis og á mis-
mun eftirlitsgjaldsins og fjárheim-
ilda fjárlaga. Óskað var eftir leið-
sögn ráðuneytisins svo stjórn eftir-
litsins gæti gripið til viðeigandi
ráðstafana þannig að
rekstur eftirlitsins væri
innan fjárheimilda.
Stjórn FME barst
fyrst formlegt svar
stjórnvalda við af-
greiðslu fjáraukalaga
2011 í nóvembermán-
uði sl.
Af hálfu stjórnar
FME hefur verið lögð
áhersla á að ákvörðun
Alþingis verði á þann
veg, að samræmi sé
milli fjárheimilda og
eftirlitsgjaldsins og skýr skilaboð
gefin um hvert umfang starfsemi
eftirlitsins eigi að vera. Við tillögu
að lokaafgreiðslu fjárlaga 2012 voru
fjárheimildir hækkaðar um 548
mkr. Þessu til viðbótar taldi fjár-
laganefnd ástæðu til að beina þeim
tilmælum til efnahags- og við-
skiptaráðherra að fram fari óháð
mat á starfsemi Fjármálaeftirlits-
ins.
Nýjar áherslur og breytt
stjórnskipulag FME
Ég tel ekki gæfulegt ef nú á að
fara fram enn ein úttekt á starfsemi
FME meðan stofnunin er í miðjum
klíðum að innleiða umbætur sem
gerðar hafa verið í sérstökum út-
tektum á starfsemi hennar, m.a. að
kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Hinsvegar er full ástæða til að
ráðuneyti efnahags-og viðskipta-
mála geri kröfu til FME um hve-
nær lokið yrði þeim breytingum og
léti í kjölfar þess fara fram úttekt á
því hvort þær breytingar hafi skilað
því sem stefnt er að.
Frá bankahruninu hafa farið
fram tvær úttektir á starfsemi
FME, báðar af virtum erlendum
sérfræðingum á sviði fjármálaeft-
irlits. Í skýrslu fransks sérfræðings
komu fram veigamiklar ábendingar
um fjölmörg atriði í starfsemi eft-
irlitsins sem betur mættu fara og
væru nauðsynlegar til að eftirlitið
uppfyllti alþjóðlegar grunnreglur
um skilvirkni.
Á haustmánuðum 2010 birti
stjórn FME rit um „Stefnu Fjár-
málaeftirlitsins“ og er ætlað sem
kjölfesta í starfi stofnunarinnar.
Stefnan skilgreinir þau markmið
sem leitast skal við að ná í starf-
semi FME. Að þessu hefur verið
unnið með því að bæta innri verk-
ferla, viðmiðanir og aðferðafræði
við eftirlitsaðgerðir og samskipti
við eftirlitsskylda aðila. Nú um
þessi áramót verður tekið upp nýtt
stjórnskipulag hjá FME sem er
verkefnamiðað og miðar að því að
starfsemi verði skilvirkari.
Þegar þeim breytingum sem nú
er verið að innleiða hjá FME er
lokið verður annarsvegar til verklag
sem tryggir að eftirlitið uppfyllir
lágmarkskröfur um skilvirkt eftirlit
og hinsvegar stjórnunarupplýsingar
er gefa mynd af virkni starfa og ár-
angri eftirlitsins. Þannig er hægt að
meta umfang, kostnað og hvort
stofnunin uppfyllir kröfur sem lagð-
ar eru á eftirlitið skv. lögum.
Hvað er að
gerast í Fjármála-
eftirlitinu?
Eftir Sigurð
Þórðarson
Sigurður
Þórðarson
» Ábyrgð stjórnar
FME felst í því að
sjá til þess að Fjár-
málaeftirlit búi yfir
þekkingu, fjármunum,
tækni og verkferlum
sem gera hana hæfa til
að fylgja eftir ákvæð-
um laga um opinbert
eftirlit með fjármála-
starfsemi í landinu.
Höfundur er endurskoðandi.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið birtir alla út-
gáfudaga aðsendar umræðu-
greinar frá lesendum. Blaðið
áskilur sér rétt til að hafna
greinum, stytta texta í samráði
við höfunda og ákveða hvort
grein birtist í umræðunni eða í
bréfum til blaðsins.
Blaðið birtir ekki greinar, sem
eru skrifaðar fyrst og fremst til
að kynna starfsemi einstakra
stofnana, fyrirtækja eða samtaka
eða til að kynna viðburði, svo
sem fundi og ráðstefnur.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins.