Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011 Inn í ljúfa sögu um vináttu og samvinnu er fléttað ýmsum fróðleik um íslensku húsdýrin. 36 » Sýning á stórum ljósaskúlptúr eftir myndhöggvarann Rósu Gísladóttur verður opnuð í Galleríi Ágúst á laug- ardag. Verkið er ljómandi súla úr plastflöskum, lituðu vatni og ljósi og lýsir upp nánasta umhverfi sitt. Listaverkið gerði Rósa fyrir sýningu í Róm árið 2009 en það er nú sýnt á Íslandi í fyrsta sinn. Titill verksins, „Ótti við óvini framtíðarinnar ...“, er sóttur í ljóð Elísabetar fyrstu, drottningar Eng- lands frá 1558 til 1603: The doubt of future foes, exiles my future joy, sem snarað er: „Ótti við óvini fram- tíðarinnar er yfirsterkari gleði minni yfir samtímanum.“ Rósa Gísladóttir nam myndlist við Myndlistar- og handíðaskóla Íslands 1977 til 1981 og lauk diplómanámi úr skúlptúrdeild Akademie der Bil- denden Künste í München 1986. Hún lauk síðar námi í Art as Envi- ronment við Manchester Metropolit- an University 2002. Rósa hefur sýnt verk sín á Íslandi og víða um heim svo sem í Bandaríkjunum, Bret- landi, Þýskalandi, Sviss, Ungverja- landi, Sviss og á Ítalíu. Hún vinnur nú að stórri sýningu sem sett verður upp í Róm næsta sumar. Ljósaskúlptúr Súla Rósu Gísladótt- ur sem sýnd verður í Galleríi Ágúst. Ljósaskúlp- túr í Galleríi Ágúst  Ljómandi súla af lituðu vatni Bókakynning verður í Flóru, Listagilinu á Akureyri, í dag undir yfirskriftinni í jóla- BÓKAflóra. Hjálmar Stefán Brynjólfsson og Jóna Hlíf Halldórsdóttir kynna þrjú bók- verk sem þau hafa verið að vinna að, en bókakynningin er unnin í tengslum við sýninguna „Nú á ég hvergi heima“ sem þau Hjálmar og Jóna opna á laugardag í Populus Tremula. Tvö bókverkanna sem þau verða með í Flóru koma nú út í takmörkuðu upplagi en það þriðja, sem er enn í vinnslu, verður til sýnis. Kynningin hefst klukkan 20. Bóklist JólaBÓKAflóra í Listagilinu Úr verki Jónu Hlíf- ar Halldórsdóttur. Guðný Kristmanns verður með leiðsögn um sýningu sína Holdtekja í sýningarsal Lista- safns Reykjanesbæjar í Duus- húsum á laugardag kl. 14, en sýningunni lýkur um helgina. Guðný hefur um árabil búið og starfað á Akureyri. Þar hef- ur hún haldið sex einkasýn- ingar og í fyrra var hún út- nefnd til myndlistarmanns Akureyrarbæjar og sýndi af því tilefni málverk sín í Hofi, nýju menningarhúsi bæjarins. Rætur myndlistar hennar liggja í lands- lagstengdri abstraktmyndlist, súrrealisma og evr- ópskum og amerískum abstrakt-expressjónisma. Myndlist Leiðsögn um Holdtekju Guðný Kristmanns Á föstudaginn kl. 21.30 leikur hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans tónlist frá Balk- anlöndunum á Café Haití, Geirsgötu 7b. Meðlimir Skuggamynda frá Býsans eru Haukur Gröndal, sem leikur á klarínett, Ásgeir Ásgeirsson, sem leikur á ýmis strengjahljóðfæri frá Balk- anlöndum, þar á meðal bou- zouki, saz og tambúru, Þor- grímur Jónsson, sem leikur á bassa, og Erik Qvick, sem leikur á trommur og annað slagverk. Hljómsveitin hefur leikið einu sinni í mánuði síðan í ágúst á Café Haití. Tónlist Balkantónlist á Café Haití Haukur Gröndal Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Lausagrjót úr þagnarmúrnum eftir Ingunni V. Sigmarsdóttur er ellefta bókin sem kemur út í bókaflokknum Austfirsk ljóð- skáld sem Félag ljóðaunnenda á Austurlandi gef- ur út. „Félagið var stofnað 1996 og hóf útgáfu- starfsemi sína þremur árum síð- ar,“ segir Magn- ús Stefánsson sem verið hefur formaður Félags ljóðaunnenda á Austurlandi frá upphafi. „Bækurnar sem við höfum gefið út eru nú orðn- ar 17 talsins, en fyrsta bókin í bóka- flokknum Austfirsk ljóð kom út árið 2001. Vinsælasta bókin í þeim flokki er Bréf til næturinnar eftir Kristínu Jónsdóttur frá árinu 2009 sem ný- verið kom úr fimmtu prentun,“ segir Magnús og tekur fram að umfjöllun Egils Helgasonar í sjónvarpsþætt- inum Kiljunni hafi vakið mikla at- hygli á bókinni. „Markmið okkar í félaginu er að kynna ljóðlist og efla hana,“ segir Magnús og bendir á að fyrsta bókin sem gefin var út undir merkjum fé- lagsins hafi verið safnritið Raddir að austan með ljóðum 122 höfunda. „Núorðið fáum við send handrit frá ljóðskáldum sem óska eftir því að við gefum út verk þeirra,“ segir Magnús þegar hann er spurður hvernig efni sé valið til útgáfu. „Einnig höfum við haft samband við höfunda og óskað eftir efni, en sumir þeirra eru í félaginu,“ segir Magnús, en 110 manns eru í félaginu.  Útgefnar ljóða- bækur félagsins orðnar 17 talsins Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Ljóðlist Magnús Stefánsson hefur verið formaður Félags ljóðaunnenda á Austurlandi frá stofnun félagsins. Hér er Háöxlin við Fáskrúðsfjörð í baksýn. Markmiðið að kynna og efla ljóðlist austfirskra skálda Magnús Stefánsson Veit að sönnu að þessar slóð-ir búa bak við lukt augumín,“ skrifar Hannes Pét-ursson skáld í lok nýrrar bókar sinnar, Jarðlag í tímanum, þar sem hann stendur „í gömlum sporum á Nafabrúninni fyrir ofan Sauðárkrók.“ Bókin ber undirtit- ilinn Minningamyndir úr barnæsku og þarna í bókarlok hefur lesandinn kynnst berskuheimi Hannesar í Skagafirði, þar sem hann fæddist fyrir hartnær áttatíu árum. Höfund- urinn fjallar um bernskuna og fyrstu minningarnar, um fólkið sem hann ólst upp með; foreldra og syst- ur, nágranna, vini og kennara, al- þýðuskáld og fólkið sem hann var hjá í sveit í Lýtingsstaðahreppi. Við fræðumst um vinnu Hannesar sem kúskur í vegavinnu á Öxnadalsheiði sumrin fyrir fermingu, og svo löng- unina til að feta sig inn í líf með skáldskap. Verkinu lýkur þar sem Hannes flyst ásamt foreldrunum til Reykjavíkur og sest á skólabekk. Jarðlag í tímanum er hrífandi bók, skrifuð á undur þroskuðu og fallegu máli. Sannkölluð yndislesn- ing hvernig sem á hana er litið. Í upphafi bókar, í fyrsta hluta er nefnist „Depill á hnettinum“, stend- ur sögumaður þarna uppi á Nöf- unum og skyggnist um. Hann lýsir Skagafirði eins og hann blasir við og „finnst snöggvast eins og oft fyrr að allar hurðir hafi fallið að stöfum fyr- ir aftan mig og ekkert landslag sé til umfram þennan víða og háa sal, opinn norðan megin út til Hafs- botna.“ Þessi upphafskafli er glæsi- leg lýsing á héraðinu og þorpinu neðan Nafanna, Sauðárkrók minn- inga skáldsins. Hlutlæg lýsing í bland við ljóðrænar endurminn- ingar, þar sem sjónarröndin sem barnið þekkir liðast sundur í berja- ferð upp í háa hlíð. Þarna reisir skáldið sviðsmynd fyrir lesandann og einn sagnaþáttur af öðrum tekur að birtast á sviðinu. Meginhlutar verksins eru tveir, „Utan föðurhúsa“ og „Við fjarð- arbotn“. Í þeim fyrri segir af sveit- ardvöl Hannesar frá sex ára aldri, fyrst hjá presthjónunum á Mælifelli og síðan að Hömrum, á alþýðuheim- ili þar sem pilturinn kynntist bú- skaparháttum með tengsl aftur í 19. öldina. Einungis ellefu ára gamall heldur hann síðan í vegavinnu og er þar á heiðinni í þrjú sumur. Í hinum meginhlutanum segir frá heimilinu á Sauðárkróki, ættingjum og fólkinu þar um kring, skólagöng- unni og leikfélögum, upplifunum á stríðsárunum og ferð á lýðveldishá- tíðirnar á Þingvöllum og í Reykja- vík í júní 1944. Þá segir af fyrstu skrefum Hannesar inn á braut skáldskaparins og af hagmæltu fólki í umhverfi hans. Brugðið er upp ein- staklega skýrum og eftirminnileg- um myndum af þessu fólki, eins og alþýðuskáldunum Gísla Ólafssyni frá Eiríksstöðum og Ísleifi Gísla- syni. Og mannlýsingar bókarinnar eru hver annarri áhrifameiri. Fal- legust er líklega umfjöllunin um ná- granna Hannesar í æsku, Magnús Hannesson, sem fékkst við múr- verk. Kaflinn um Magnús nefnist „Sólskinsmaður“, en „það jafnaðist á við eilífa sumarblíðu að vita af Magnúsi Hannessyni í næsta húsi.“ Í lok frásagnarinnar segir: „Magnús Hannesson lést á Sauðárkróki vorið 1947. Í versi sem ég kunni segir að guð vilji að maður sé honum sól- skinsbarn. Hann hlýtur þá líka að vilja að menn séu honum sólskins- menn. Og hafi ég kynnzt sólskins- mönnum, mér vandalausum, þá var Magnús Hannesson einn þeirra.“ Lýsing Hannesar á foreldrum sín- um og heimilinu er ekki síður eft- irminnileg. Jarðlag í tímanum er í frekar stóru broti og fallega brotin um. Fjöldi ljósmynda er í bókinni, af sögustöðum og fólkinu sem segir frá. Þetta er ekki myndabók heldur sitja myndirnar þannig í textanum að þær staðfesta það sem um er rætt og lýst, sýna lesendum svipi fólksins. Það er fengur að öllum þessum myndum. Í þessu verki hafa Sauðkræk- ingar og Skagfirðingar eignast glæsilega lýsingu á héraðinu og heimi sem þar var, í raun óviðjafn- anlega textamynd af æskuheimi Hannesar Péturssonar. Þetta er bók sem Skagfirðingar þurfa að lesa, rétt eins og allir unnendur skáldskapar Hannesar – og þeir sem njóta þess að lesa fallegt, ein- lægt og tilgerðarlaust íslenskt mál. Bækur verða vart betri en þessi. Bækur verða vart betri en þessi Morgunblaðið/Einar Falur Hannes Pétursson Jarðlag í tím- anum er sögð „óviðjafnanleg texta- mynd“ af æskuheimi skáldsins. Jarðlag í tímann – Minningamyndir úr barnæsku bbbbb Eftir Hannes Pétursson. Opna, 211. 365 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Bláklukkur nefnist ljóða- bók Guðrúnar Valdimars- dóttir sem Fé- lag ljóðaunn- enda á Austurlandi gefur út. Aðspurð segist Guðrún alla tíð hafa verið ötul við að kasta fram stöku, sérstaklega þegar tilefni hafi gefist til. „Þetta er mikið í ættinni báðum megin,“ segir Guðrún og bendir á að bræður hennar þrír, Þorsteinn, Gunnar og Hrafnkell, hafi allir gefið út ljóðabækur auk þess sem von sé á heildarsafni með ljóðum móður þeirra, Guðfinnu Þor- steindóttur (Erlu skáldkonu). Guðrún segir ekkert launung- armál að hún hafi meiri tíma til ljóðagerðar nú á efri árum, en hún er komin á tíræðisaldurinn. Ötul að kasta fram stöku MEIRI TÍMI Á EFRI ÁRUM Bláklukkur eftir Guðrúnu Valdi- marsdóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.