Morgunblaðið - 08.12.2011, Blaðsíða 26
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011
Elsku mamma, þú fórst
bara … og ég var að láta gera við
kveikjarann … Daginn áður en
þú fórst sótti ég til þín kveikj-
arann sem þurfti að láta gera við
og ég fór með þér niður í reyk-
herbergið á heilsugæslunni sem
var nú orðin þín betri stofa í lokin
því þar varstu öllum stundum og
var nú dágóð vegalengd að
sækja … en þú sagðir bara:
„Magga Jóns. verður nú að fá
sinn göngutúr …“ Þar reyndum
við alla hina 3 kveikjarana sem þú
þurftir að láta þér að góðu verða
þangað til þú fengir þennan eina
góða sem þú gast notað með góðu
móti.
En svona er þetta nú, ég sem
hélt að ég ætti eftir að eiga fullt
af tíma eftir með þér. Þetta var
ekkert í fyrsta skipti sem þú
þurftir að leggjast inn á heilsu-
gæsluna og þú nánast hljópst út
eftir viku. Ótrúlegt hvernig lífið
Margrét Jónsdóttir
✝ Margrét Jóns-dóttir fæddist
að Gjögri, Árnes-
hreppi í Stranda-
sýslu, 6. apríl 1933.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Sauðárkróks 2.
nóvember 2011.
Margrét var
jarðsungin frá
Kópavogskirkju 11.
nóvember 2011.
getur leikið okkur.
Þetta var draumur-
inn þinn og minn að
þú myndir einn dag
koma til mín á
Krókinn. Þér leist
svo vel á Skaga-
fjörðinn, hann
minnti þig óneitan-
lega á gamlar slóðir
þó ólíkur væri en
hérna varstu nálægt
sjónum með falleg
fjöll allt í kring og þér leið vel.
Það var engu líkara en að þú
hefðir fengið annað tækifæri til
þess að upplifa allar þínar óskir
og við öll systkinin reyndum af
öllum mætti að leyfa þér að njóta
þess til fulls.
Þú fluttir norður til mín með
sjúkdóminn en við létum það ekk-
ert stoppa okkur í því að þú feng-
ir þennan draum uppfylltan. Hér
bjóstu í tvö ár sem gætu þess
vegna hafa verið 10 ár vegna þess
að þú skilur eftir þig svo margar
góðar minningar í hjörtum svo
margra. Reynir litli er alltaf að
biðja mig um að fá að fara til
ömmu Möggu og verður mér það
alltaf minnisstætt þegar hann
kom hlaupandi til þín og tók utan
um fæturna þína því hann vissi að
þú gætir ekki haldið á honum inn
í eldhús, kallandi „amma Magga
mín“ og verður það örugglega ein
af fallegustu myndunum sem ég
hef í minningunni um þig, elsku
mamma, sem fékkst að vera alltof
stutt hérna hjá okkur á Sauðár-
króki. Ég var þó svo heppin að fá
að hafa þig hjá okkur í þennan
stutta tíma sem ég verð ávallt
þakklát fyrir og sem kenndi mér
svo margt og skilur eftir sig svo
margar hjartfólgnar minningar.
Takk fyrir að vera mamma mín,
ég elska þig og sakna þín sárt.
Þín dóttir,
Einarína.
Nú er hún Fríða systir látin. Ég
sakna hennar mikið og ég hef
misst mikið þar eð hún er mín eina
systir. Við ólumst upp í Vonar-
landi við Sogamýri, rétt austan
Grensásvegar, en vegurinn mark-
aði ytri mörk Reykjavíkur á þeim
tíma. Foreldrar okkar voru þar
Hólmfríður V.
Kristjánsdóttir
✝ Hólmfríður V.Kristjánsdóttir
fæddist á Braga-
götu í Reykjavík
31. október 1922.
Hún andaðist á
heimili sínu í Hæð-
argarði 29 í
Reykjavík 13. nóv-
ember 2011.
Útför Hólm-
fríðar var gerð frá
Laugarneskirkju
25. nóvember 2011.
með smá búskap og
héldu skepnur til
viðurværis auk þess
sem Kristján pabbi
vann við múraraiðn
sína. Við áttum þar
góða æsku og Fríða
passaði oft upp á mig
litlu systur sína enda
sjö árum eldri en ég.
Fríða eignaðist góð-
an mann, hann Þor-
kel eða Kela og sam-
an áttu þau gott heimili saman þar
sem Keli var fyrirvinnan og Fríða
var hin dugmikla móðir og hús-
móðir. Af miklum myndarskap
komu þau upp fimm börnum sem
hefur vegnað vel enda hélt hún
Fríða mín vel utan um alla fjöl-
skylduna. Þau Kela var alltaf gott
að heimsækja og jóladagsboðin í
Vesturbrún 8 eru minnisstæð.
Guja mamma átti því láni að fagna
að geta búið í húsinu þeirra á með-
an hún lifði.
Ég kveð kæra systur mína og
þakka fyrir allar góðu samveru-
stundirnar. Börnum hennar,
barnabörnum og fjölskyldum
þeirra votta ég innilega samúð
mína.
Erla Kristjánsdóttir.
Ég vil votta aðstandendum
Fríðu frænku minnar innilega
samúð mína. Það var áfall að
heyra að Fríða væri dáin, þrátt
fyrir háan aldur hennar. Svo
skörp og með allt á hreinu var hún
allt til hins síðasta. Alltaf klettur-
inn í fjölskyldunni, hugsandi um
velferð allra. Við Fríða áttum
mörg góð samtöl síðustu árin og
hún fylgdist vel með bata mömmu
(Erlu) þegar hún veiktist illa síð-
asta vor og þurfti langan tíma í
endurhæfingu. Hún fylgdist með
gengi mínu og barna minna og var
okkur einstaklega velviljuð. Það
er dýrmætt að eiga svona jákvæða
rödd í fjölskyldu sinni. Fríða var
alltaf úrræðagóð og tilbúin að
hlusta á það sem amaði að. Hún
sýndi ákveðni og lá ekki á skoð-
unum sínum. Hún var mikil fyr-
irmynd barna sinna og langt út
fyrir það. Heimsóknir mínar á
æskuárunum með mömmu til
Fríðu og Kela, Guju ömmu og Við-
ars frænda í Vesturbrún 8 eru
ákaflega minnisstæðar sem ham-
ingjuríkur tími og sá myndar-
skapur sem maður varð vitni að
þar hafði styrkjandi áhrif á lítinn
strák. Fríða skartaði ekki prófum
eða glæstum ferli á vinnumarkaði
í lífinu, en sá metnaður og alúð
sem hún hafði fyrir uppeldi og vel-
ferð fjölskyldu sinnar er sá kjarni
sem mestu verðmæti þjóðarinnar
verða til úr, þ.e. mannauðurinn.
Heilsteypt fólk sem í er hinn stöð-
ugi baráttuneisti og gleði yfir líf-
inu. Það er heiður að hafa þekkt
Fríðu og notið þeirra gjafa sem
hún gaf öllum í kringum sig. Merk
kona hefur kvatt okkur. Myndin í
huga mér af Fríðu og Kela í Vest-
urbrún 8 verður ávallt með mér.
Svanur Sigurbjörnsson og
fjölskylda.
Elsku besti afi, þú
varst svo sannarlega sá besti. Um-
hyggjusamur, duglegur, ósérhlíf-
inn, húmoristi og skemmtilegur
maður eru þau lýsingarorð sem
eiga best við, þú varst allt þetta.
Ótal minningar hafa rifjast upp
síðustu daga og vikur, fallegar og
góðar minningar sem ég mun
ávallt varðveita. Þið amma munuð
alltaf eiga stóran stað í hjarta
mínu, betri ömmu og afa er ekki
hægt að óska sér. Þið voruð að
vissu leyti í tvöföldu ömmu og afa
hlutverki í lífi okkar systkina og
stóðuð þá plikt með sóma eins og í
öllu öðru.
Heimsóknirnar í Hólminn voru
ófáar, yfirleitt komum við Íris
saman og voru heimsóknirnar
hver annarri skemmtilegri.
Amma í eldhúsinu og afi með
skemmtiatriðin, gerist vart betra
en það. Í miðri máltíð, sem var
auðvitað stórsteik að hætti ömmu
þar sem drukkið var malt og app-
elsín úr grænu glösunum á fæt-
inum, áttirðu til að stökkva á fæt-
ur og dansa og auðvitað
dönsuðum við allar með. Svo var
spilað á spil fram á nótt, kana eða
hvað annað sem okkur stelpunum
datt í hug.
Og ekki má gleyma gátunum,
alltaf ný gáta, leikin, teiknuð eða
Konráð
Ragnarsson
✝ Konráð Ragn-arsson fæddist
á Hellissandi 22.
maí 1934. Hann lést
á Sjúkrahúsinu á
Akranesi 16. októ-
ber 2011.
Útför Konráðs
fór fram frá Ólafs-
víkurkirkju 21.
október 2011.
skrifuð, yfirleitt vor-
um við alveg grænar
og það fannst þér
skemmtilegast. Ég
gleymi ekki hása
innilega hlátrinum
sem fylgdi. Ef okkur
fannst þættirnir með
Hemma Gunn
skemmtilegir, nú þá
voru allir þættirnir
teknir upp og
geymdir. Eitthvert
árið var NBA málið, þá voru allir
leikir teknir upp, sama á hvaða
tíma þeir voru sýndir. Allt beið
þetta manns í næstu heimsókn.
Athyglin og tíminn sem við barna-
börnin fengum var bæði innilegur
og ómetanlegur. Þú varst alvöru
afi!
Ég átti spjall við brottfluttan
Hólmara síðasta vor og hafa orð
hans verið mér ofarlega í huga síð-
an. Þegar hann vissi hverra
manna ég var talaði hann um mik-
inn dugnað og röggsemi þína og
þinna og vonaði hann að mín kyn-
slóð myndi ekki breyta því. Elsku
afi, ég geri mitt besta og er viss
um að þú ert fyrirmynd okkar
allra í lífi og starfi.
Brúðarmyndin af ykkur ömmu
er alltaf uppi við á mínu heimili,
glæsilegri brúðhjón verða vart
fundin. Brúðhjón sem voru skotin
hvort í öðru til síðasta dags.
Brynjar Þór er með mynd af þér í
skólatöskunni sinni og hugsar
mikið til þín. Hann á góðar minn-
ingar um langafa sinn, minningar
sem hann mun deila með Grétu
systur sinni. Elsku afi, ég er óend-
anlega þakklát fyrir tímann með
þér. Hvíldu í friði.
Kveðja,
Sara Ýr.
✝ Ragna Her-mannsdóttir
fæddist á Stóruvöll-
um í Bárðardal 29.
mars 1924. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Holtsbúð 24.
nóvember 2011.
Foreldrar henn-
ar voru Hermann
Pálsson, f. 30. sept-
ember 1895 á Stóru-
völlum, d. á Hlíð-
skógum 16. janúar 1951 og
Hulda Jónsdóttir, f. 2. desember
1902 á Mýri, d. 25. maí 1989. For-
eldrar Hermanns voru Páll Her-
mann Jónsson, hreppstjóri á
Stóruvöllum, f. 13.
október 1860, d. 10.
maí 1955 og Sigríð-
ur Jónsdóttir, f. 23.
júlí 1869 í Bald-
ursheimi í Mývatns-
sveit, d. 20. apríl
1948. Foreldrar
Huldu voru Jón
Karlsson, f. 25. júní
1877, d. 13. apríl
1937 og Aðalbjörg
Jónsdóttir, f. 7.
ágúst 1880, d. 13. október 1943.
Þau bjuggu á Mýri frá 1903-1937.
Útför Rögnu fór fram í kyrr-
þey.
Meira: mbl.is/minningar
Ragna
Hermannsdóttir
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota innsendi-
kerfi blaðsins. Smellt á Morgun-
blaðslógóið í hægra horninu efst
og viðeigandi liður, "Senda inn
minningargrein", valinn úr felli-
glugganum.
Minningargreinar
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
KRISTÍN MARÍA GÍSLADÓTTIR,
Reynimel 40,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn
2. desember.
Hún verður jarðsungin frá Neskirkju föstu-
daginn 9. desember kl. 11.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð líknar-
félagsins Hvítabandsins, reikn. 0117-15-370548,
kt. 650169-6119. Minningarkort sjóðsins fást í Kirkjuhúsinu.
Þorsteinn Vilhjálmsson, Sigrún Júlíusdóttir,
Sigríður Vilhjálmsdóttir,
Svanlaug Vilhjálmsdóttir, Halldór Eiríksson,
barnabörn, langömmubörn
og langalangömmubörn.
✝
Bróðir okkar, mágur og frændi,
EYJÓLFUR EYJÓLFSSON
matsveinn,
Austurströnd 10,
Seltjarnarnesi,
lést á líknardeild Landspítala Landakoti
mánudaginn 28. nóvember.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey.
Alúðarþakkir fyrir hlýhug og auðsýnda samúð.
Starfsfólki líknardeildar á Landakoti eru færðar sérstakar
þakkir fyrir frábæra umönnun.
Jóhann Eyjólfsson,
Sigurður Eyjólfsson, Guðbjörg Aradóttir,
Guðný Eyjólfsdóttir, Sverrir Björnsson
og systkinabörn.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, hlýju og hjálpsemi við andlát
og útför ástkærrar móður okkar, tengda-
móður, ömmu, langömmu og langalang-
ömmu,
OLGU MARÍU KARVELSDÓTTUR,
Marýjar,
Borgarvegi 12,
Ytri-Njarðvík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks D-deildar Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja fyrir frábæra umönnun.
Anna Karen Friðriksdóttir,
Kristjana Hafdís Hreiðarsdóttir, Ingólfur Möller Jónsson,
Pétur Ægir Hreiðarsson, Sigrún Ósk Björnsdóttir,
Karvel Brualla Hreiðarsson, Yvonne Brualla Salinas,
Sonja María Hreiðarsdóttir, Þorvaldur Þorsteinsson,
Hreiðar Hreiðarsson, Oddrún Sigurðardóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ÞURÝ PÉTURSDÓTTIR,
lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki
sunnudaginn 4. desember.
Hún verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 17. desember kl. 14.00.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunarinnar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Anna Sjöfn Stefánsdóttir.
✝
ÁGÚSTA JÚLÍUSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Sóltúni,
áður til heimilis
Fornhaga 17,
andaðist þriðjudaginn 6. desember.
Útför verður auglýst síðar.
Aðstandendur.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÓLÖF P. HRAUNFJÖRÐ
bókavörður,
andaðist á hjartadeild Landspítalans við
Hringbraut þriðjudaginn 6. desember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Karl Árnason,
Petrína Rós Karlsdóttir,
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson, Ólöf K. Pétursdóttir,
Pétur Hraunfjörð Karlsson, Valeryja Karlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HREFNA LÁRUSDÓTTIR,
Hvassaleiti 56,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn
6. desember.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn
15. desember kl. 15.00.
Aðstandendur vilja koma á framfæri kæru þakklæti til starfs-
fólks og heimilismanna á Sóltúni fyrir einstaka umönnun og
samskipti.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Minningarsjóð hjúkrunarheimilisins
Sóltúns í síma 590 6000.
Fyrir hönd aðstandenda,
Börn hinnar látnu.