Morgunblaðið - 23.12.2011, Síða 4

Morgunblaðið - 23.12.2011, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2011 Jarðbönn, líkt og verið hafa á höfuðborgarsvæð- inu undanfarnar vikur, koma ákaflega illa við gæsirnar sem halda til í borgarlandinu enda eru þær grasbítar að eðlisfari. Ólafur K. Nielsen, vistfræðingur hjá Nátt- úrufræðistofnun Íslands, segir að um 500-1.000 gæsir hafi vetursetu á höfuðborgarsvæðinu, flestar við Reykjavíkurtjörn. Undanfarna vetur hafi þær yfirleitt átt auðvelt með að ná sér í æti á grasflötum sem nú hafa verið undir snjó óvenju- lengi. Í svona tíð séu þær algjörlega háðar mat- argjöfum. Almenningur gefur gæsunum brauð við Tjörnina, a.m.k. um helgar, en undanfarið hafa gæsir leitað sér ætis í miðborginni, m.a. á Austurvelli og í Austurstræti. „Það er til marks um að þær séu banhungraðar,“ segir Ólafur. Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavík- ur, segir að borgin gefi gæsum í Vatnsmýri á virkum dögum, oftast afgangsbrauð frá bak- aríum. Matargjafirnar hafi hafist fljótlega eftir að snjó festi í borginni. runarp@mbl.is Jarðbönn gera borgargæsir banhungraðar Morgunblaðið/Ómar Gæsirnar í miðbænum vita líklega ekki af matargjöfunum í Vatnsmýrinni Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Í gærmorgun sást á yfirlitskorti Vegagerðarinnar að á nánast öllum hringveginum var hálka eða flug- hálka. Aðeins lítill bútur í grennd við suðvesturhorn landsins var þar und- anskilinn. Vegagerðin hvetur fólk til að aka með gát og ef það er á leið landshluta á milli að fara frekar í dag en á morgun, aðfangadag. Fari varlega í hálkunni Björn Ólafsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, segir það koma reglulega upp að hálka sé á nánast öllum hringveginum. Það sé vonlaust að ætla sér að hálkuverja allt vega- kerfið enda sé það víðfeðmt. „Þetta er ekkert stórvægilegt, ef menn keyra bara varlega,“ segir hann. Ekki aka þó allir varlega og í um- ferðargreinum Vegagerðarinnar má m.a. sjá að í gær var nokkrum bílum ekið á yfir 120 km hraða eftir Öxna- dalsheiði en hún var merkt sem hál á korti Vegagerðarinnar. Hætta fyrr að moka Vegagerðin setti í gær tilkynningu á vef sinn þar sem vakin var athygli á að veðurspá fyrir aðfangadag er slæm en mun betri fyrir daginn í dag, Þorláksmessu. Miðað við veð- urspá og þá staðreynd að þjónustu Vegagerðarinnar úti á landi lýkur með fyrra fallinu á aðfangadag, sé mun álitlegra, fyrir þá sem hafa tök á því að ferðast í dag. Í dag sé full þjónusta á vegum og mun álitlegra veður. Ferðist í dag, ekki á morgun  Vegagerðin vekur athygli á að vetrarþjónustu lýkur upp úr hádegi á aðfangadag  Hálka eða flughálka á nánast öllum hringveginum  Samt ekið á yfir 120 km/klst Kjararáð hefur úrskurðað að draga til baka launalækk- anir þeirra sem heyra undir kjararáð. Má þar nefna þing- menn og ráðherra. Laun þeirra lækkuðu hinn 1. janúar 2009 um 5-15%. Samkvæmt úrskurði Kjararáðs á þriðju- dag er sú launalækkun nú dregin til baka. Kjararáð tók þá ákvörðun hinn 27. desember 2008 að laun alþingismanna skyldu lækka um 7,5% og laun ráð- herra um 14-15% frá 1. janúar 2009. Hinn 23. febrúar 2009 tók kjararáð ákvörðun um að laun embættismanna, annarra en dómara og skrifstofustjóra í Stjórnarráði Ís- lands, skyldu lækka um 5-15% og tók sú ákvörðun gildi 1. mars 2009. Þá ákvað ráðið hinn 10. mars 2009 sambæri- lega lækkun launa dómara frá 15. mars 2009. Ákvörðun um lækkun launa skrifstofustjóra í Stjórnarráði Íslands var tekin 17. júlí 2009 og tók hún gildi 1. ágúst sama ár. Þannig sættu allir þeir sem undir ákvörðunarvald kjar- aráðs heyrðu á þessum tíma lækkun launa á grundvelli laga sem sett voru árið 2008, að frátöldum forseta Ís- lands. Lækkun launa hvers og eins var miðuð við að hlut- fallið færi sem næst línu sem markaðist af tveimur punkt- um, þannig að heildarlaun sem voru 1.125.000 krónur á mánuði lækkuðu um 15% og heildarlaun sem voru 450.000 krónur á mánuði lækkuðu um 5%. Lækkun launa kom fyrst og fremst fram í lækkun ein- ingaverðs og fækkun eininga. Mánaðarlaun lækkuðu því aðeins að markmiði laganna yrði ekki náð með öðru móti. Ákvörðunin gildir frá og með 1. október 2011. Launalækkun afturkölluð Morgunblaðið/Ómar Alþingi Kjararáð ákvarðar laun ráðherra og hefur nú ákveðið að draga til baka lækkun frá 1. janúar 2009.  Laun ráðherra og þing- manna aftur eins og 2008 Forsætisnefnd Alþingis hefur ekki afgreitt beiðni frá um- hverfis- og sam- göngunefnd þingsins um að Hagfræðistofnun Háskóla Íslands verði fengin til þess að vinna óháða úttekt á Vaðlaheiðargöngum. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, stað- festir þetta í samtali við Morg- unblaðið. Ríkisendurskoðun hafði áður ver- ið beðin að taka að sér verkefnið en embættið hafnaði því hins vegar í síðasta mánuði, einkum á þeim for- sendum að það væri ekki hlutverk þess að gera það. Því var ákveðið að óska eftir því að Hagfræðistofnun tæki verkefnið að sér. Beðið eftir ráðuneytinu „Þetta hefur bara verið sett í bið og málið saltað og verður vænt- anlega ekki tekið aftur fyrir fyrr en um miðjan janúar. Ég á ekki von á að forsætisnefndin komi saman næst fyrr en þá. Þannig að við erum bara í biðstöðu og að bíða eftir því að fá grænt ljós á þessa óháðu úttekt,“ segir Guðfríður. Hún segist hafa fengið þær skýr- ingar frá forsætisnefnd að beðið væri eftir niðurstöðu um málið frá fjármálaráðuneytinu sem sé furðu- legt í ljósi þess að það hafi verið Al- þingi sem sett hafi fyrirvara við það og viljað fá fram svör við ákveðnum spurningum. hjorturjg@mbl.is Málið fast í forsæt- isnefnd Guðfríður Lilja Grétarsdóttir  Ekki fengist grænt ljós á óháða úttekt Kona var flutt meðvitundarlaus með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans aðfaranótt fimmtudags eftir líkams- árás. Lögreglu barst tilkynning um árásina á fjórða tímanum um nóttina og þegar komið var á vettvang var konan meðvitundarlaus. Karl og kona voru í kjölfarið handtekin í Reykjavík grunuð um árásina, en svo virðist sem þau hafi brotist inn á heimili konunnar og gengið í skrokk á henni. Árásarfólkið hefur áður komið við sögu lögreglu. Málið er til rannsóknar. Konan kom til meðvit- undar á sjúkrahúsi en ekki fengust nánari upplýsingar um líðan hennar. Líkamsárás í Hafnarfirði Að vetrarlagi, þegar hálka er á veg- um, eru slökkviliðsbílar Bruna- varna á Austurlandi hafðir á keðj- um þegar þeir eru inni í húsi. Ef svo ólíklega vildi til að hálkulaust væri þegar útkall bærist er einfalt mál að kippa keðjunum undan. „Hálkan hefur ekki mikið að segja hjá okkur. Við erum búnir að búa okkur undir hana og erum alveg klárir,“ segir Baldur Pálsson slökkviliðsstjóri. Hjá slökkviliðinu séu hraðskreiðir forgangsbílar sem búnir séu háþrýstidælum en í kjölfar þeirra fylgi „þunga- herdeildin“ sem fari um það bil jafn hratt, hvort sem hún sé á keðjum eða ekki. Standa tilbúnir á keðjum HÁLKAN Á EKKI AÐ HAMLA BJÖRGUNARSTÖRFUM Á vetraræfingu á Seyðisfirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.