Morgunblaðið - 23.12.2011, Page 11

Morgunblaðið - 23.12.2011, Page 11
Morgunblaðið/Árni Sæberg 16 ára úr hópnum. Þeir fá nú gefins sex vikna dansnám á næstu önn og verða í þjálfun tvisvar til fjórum sinnum í viku. Þá verður gert myndband til að kynna danshópinn og dansararnir munu einnig taka þátt í sýningum. „Það er vissulega dálítið erfitt að velja úr svona stórum hópi en við sáum fljótt hverjar báru af. Þær hafa allar ein- hvern grunn í dansi en hafa nú tækifæri til að læra street-dans frá grunni,“ segir Brynja. Ólíkir dansstílar Þrjár ólíkir stílar street-dans eru kenndir hjá Brynju, hipp-hopp, dancehall og wacking. Hipp-hopp og dancehall hefur Brynja kennt frá árinu 2004 en í hipp-hopp læra nemendur sporin sem hafa mótað og þróað hipp-hopp stílinn frá ní- unda áratugnum til dagsins í dag. Í tímunum er dansað við lögin sem sporin eru gerð við og einnig kennd grunnatriði í Waving og Popping. Dancehall-stíllinn byrjaði að mótast á níunda áratugnum þegar reggítónlist varð að meiri partí- tónlist, m.a. vegna áhrifa hipp- hopps frá Bandaríkjunum. Dance- hall dregur nafn sitt af danshúsum þar sem fólk hittist til að skemmta sér og dansa saman. Söngkonurnar Beyoncé og Rihanna hafa t.d. notað dancehall-stílinn mikið og þaðan kemur mikið af flottu mjaðmahreyf- ingunum sem sjá má hjá þeim stöll- um. Waacking hefur Brynja kennt frá árinu 2009 en sá stíll á uppruna sinn í gay-klúbbum vesturstrandar Bandaríkjanna á áttunda áratugn- um. Stíllinn varð til undir áhrifum diskótónlistar en í honum er mikið um dýnamískar handahreyfingar. Ný námskeið hefjast hjá Brynju í janúar. Fylgst með Brynja valdi úr hópnum ásamt öðrum danskennurum. www.brynjapeturs.is DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2011 Munið að slökkva á kertunum Skoðið ávallt leiðbeiningar um rétta og örugga notkun er fylgja kertum Slökkvilið höfuborgasvæðisins Súkkulaðisæt tíska hljómar nú alls ekkert illa. Nema kannski þegar súkkulaðikórónan tekur að leka of- an í augun á manni. Ágætt fyrir munninn en frekar óhentugt fyrir heildarútlitið. Þessi súkku- laðiskrýddu listaverk, kannski frekar en fatnað, gat að líta í Shanghæ á dögunum. Tískusýn- ingin var á vegum World Chocolate Wonderland sem var opnað í síð- ustu viku. Þar er meðal annars að sjá kínverska leirherinn og kín- verskan dreka gerða úr súkkulaði. Sannkallað súkkulaðihimnaríki fyr- ir súkkulaðiunnendur á öllum aldri. Tíska Reuters Ljúffengt Það er þægilegt að geta fengið sér mola af kraganum eða kjólnum. Súkku- laðisætar á pöllunum Súkkulaðikóróna Frekar frumlegt. Þá er aðeins einn dagur í að- fangadag jóla og spennan magnast. Víða um heim er haldið í ákveðnar hefðir tengdar þessum degi. Sumar haldast innan fjölskyldna og aðrar eru landshefðir. Hér má sjá myndir frá Santa Llucia-jólamarkaðnum í miðborg Barcelona á Spáni. Börnin hópast hér að sölubás þar sem seldar eru leirfígúrur af ýms- um þekktum persónum. Hefðin segir að Katalóníubúar feli heima fyrir svokallaða „cag- aner“ eða eftirlíkingar af fjárhúsinu í Nasaret. Vinum er síðan boðið í heimsókn til að leita að fígúrunum yfir hátíðarnar, en þær eru tákn frjósemi og velgengni á komandi ári. Hafa börnin vafalaust haft ólíkar skoðanir á því hvaða fígúru þau vildu helst kaupa þessi jólin enda var úr mörgum spennandi að velja. Jólahefðir Reuters Fígúrur Þessi börn voru ólm að skoða í sölubásnum í Barcelona. Fígúrur í felum Darth Vader Fígúrurnar eru af ýms- um toga eins og hér sést.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.