Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.12.2011, Blaðsíða 16
FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Í kjölfar efnahagshrunsins hefur mikið verið fjallað um þann fjölda fólks sem hefur þurft að sækja sér mataraðstoð til hjálparsamtaka. Þar hefur sá háttur verið hafður á að fólk fær afhenta poka með mat og hefur jafnvel þurft að standa í röð utan- dyra eftir því að fá matinn. Í vor gerði Hjálparstarf kirkjunn- ar tilraun með að láta barnafjöl- skyldur fá svonefnd inneignarkort í stað matarpoka. Stóð tilraunin í sjö mánuði og í kjölfarið var ákveðið að skipta alfarið yfir í inneignarkortin í byrjun nóvember. Í meistararitgerð Katrínar Guð- nýjar Alfreðsdóttur í félagsráðgjöf, „Úr biðröð í búð: Breyttar áherslur í matargjöfum hjá Hjálparstarfi kirkjunnar“, sem byggist á viðtölum við 14 einstaklinga sem fengu slík kort í ár, kemur meðal annars fram að þeim fannst þeim líða betur með sjálfa sig, vera sjálfstæðari og að- stoðin væri mannlegri en þegar hún var veitt í pokum. Bar viðmælend- unum saman um að það væri niður- lægjandi að þurfa að sækja matarað- stoð og þurfa að standa í biðröðum eftir matnum. Maturinn nýtist ekki allur Enginn viðmælandi í rannsókn Katrínar hafði tekjur af launaðri vinnu og allir nema einn höfðu tekjur sínar af opinberum bótum. Leituðu þau til Hjálparstarfs kirkjunnar þar sem bæturnar duguðu ekki til að borga alla reikninga og kaupa mat. Fyrir utan smánina að þurfa að bíða í röð eftir mat koma ýmsir aðrir ókostir við hinar hefðbundnu matar- gjafir í pokum fram í máli þessara skjólstæðinga Hjálparstarfsins. Sumum fannst það erfitt að láta aðra velja fyrir sig mat og hann nýtt- ist þeim jafnvel ekki allur af þeim sökum. Bar fólkið því við að börn þeirra vildu matinn ekki, einhver í fjölskyldunni hefði ofnæmi fyrir hon- um eða að það kynni hreinlega ekki að matreiða hann. Því endaði hluti matarins stundum í ruslinu eða þá að hann var gefinn fólki í svipaðri neyð. Þá reyndist mörgum erfitt að bera pokana frá Hjálparstarfi kirkjunnar og komast með þá heim til sín enda eiga margir þeirra sem þurfa að leita á náðir hjálparstofnana ekki bíl. Kortið bætir þjónustuna Helsti kosturinn við inneignar- kortin að mati viðmælendanna er að þau losa fólk undan þeirri niðurlæg- ingu að sækja sér matarpoka í hjálp- arstofnun. Þá nefna þeir að með kortunum geti þeir skipulagt inn- kaup sín betur og farið út í búð þegar þeim hentaði og þörf væri á. Afstaða fólksins til þess að þurfa að koma með gögn um tekjur sínar og gjöld til að sýna fram á þörf sína fyrir aðstoð var jákvæð. Almenna viðkvæðið var að það væri skiljanleg ráðstöfun og að það sjálft hefði ekk- ert að fela. Það væri jafnvel gott að geta réttlætt að það þyrfti í raun og veru á aðstoðinni að halda. „Þetta er valdefling að fólk fari sjálf út í búð og verði þátttakendur í eigin lífi í staðinn fyrir að aðrir velji í pokann fyrir það. Það veitir því sjálfstraust og eflir að hafa eitthvað um það að segja hvað það gerir,“ segir Katrín. Með inneignarkortunum hafi fólk- ið val um hvað það kaupi og hvað það geri við peninginn. Það geti keypt mat og fatnað en ekki áfengi. „Aðalatriðið er að það sé borin virðing fyrir þessu fólki. Þetta eru þung og erfið spor og það býr við mjög fjölþættan vanda,“ segir hún. Kortin draga úr niðurlægingunni  Skjólstæðingar Hjálparstarfs kirkjunnar eru ánægðir með að fá inneignarkort í stað matarpoka  Rannsókn nema í félagsráðgjöf sýnir að þau gera fólk sjálfstæðara og láta því líða betur með sjálft sig Morgunblaðið/Ernir Matarúthlutun Biðraðir eins og þessi eftir matarpokum eru niðurlægjandi segja viðmælendur í rannsókn Katrínar. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2011 All our product are brand new 1. Complete accessories (Well packed and sealed in original Company box) 2. Unlocked / sim free. 3. Brand new (original manufacturer) box – no copies 4. All phones have english language as default 5. All material (software, manual) – car chargers – home chargers – usb Data cables -holsters/belt clips – wireless headsets(bluetooth) – leather and non-leather carrying cases - batteries. Apple iPad: Apple iPad Wi-Fi + 3G 64GB Tablet 450 Euros 350 POUND Apple iPad Wi-Fi + 3G 32GB Tablet 400 Euros 320 POUND Apple iPad Wi-Fi + 3G 16GB Tablet 350 Euros 270 POUND Apple iPad Wi-Fi 64GB Tablet 300 Euros 230 POUND Apple iPad Wi-Fi 32GB Tablet 250 Euros 180 POUND Apple iPad Wi-Fi 16GB Tablet 200 Euros 150 POUND Apple iPhone: Apple iPhone 4S 64GB 700Euros 650 POUND Apple iPhone 4S 32GB 600 Euros 520 POUND Apple iPhone 4S 16GB 500 Euros 470 POUND Apple iPhone 4G 32GB 450 Euros 350 POUND Apple iPhone 4G 16GB 400 Euros 320 POUND Apple iPhone 3GS 32GB 350 Euros 270 POUND Apple iPhone 3GS 16GB 300 Euros 230 POUND Apple iPhone 3G 16GB 250 Euros 180 POUND Apple iPhone 3G 8GB 200 Euros 150 POUND Nokia: Nokia N8 450Euros 350 POUND Nokia 5235 Comes With Music 400 Euros 320 POUND Nokia 5330 Mobile TV Edition 350 Euros 270 POUND Nokia 6788 200 Euros 150 POUND Nokia N97 mini 250 Euros 180 POUND HTC: HTC Desire HD 450 Euros 350 POUND HTC Evo 4G 400 Euros 320 POUND HTC **** Nexus One 250 Euros 180 POUND BlackBerry Phone: Blackberry Torch Slider 9800 450 Euros 350 POUND BlackBerry Bold 9700 400 Euros 320 POUND BlackBerry Storm2 9520 350 Euros 270 POUND Samsung: Samsung Wave Pro 400 Euros 320 POUND Samsung Galaxy i9000 350 Euros 270 POUND Sony Ericsson: Sony Ericsson XPERIA Pureness 400 Euros 320 POUND APPLE IPODS: Apple IPod 32GB Newest! 350 Euros 270 POUND Apple iPod 30GB (Video) New! 250 Euros 180 POUND XBOX GAMES: Xbox 360 Platinum Bundle Console 250 Euros POUND APPLE LAPTOPS: Apple Macbook Air 800 Euros 670 POUND Apple MacBook (MA700LL/A) Mac Notebook 700 Euros 570 POUND WARRANTY We give 1 year warranty for every product sold out to our costumers FOR ENQUIRIES AND DETAILS CONTACT OUR EMAIL: mobileexchangeltd@hotmail.com Immediate Purchase EMAIL: mobileexchangeltd@hotmail.com Yahoo Messenger Chat: moseschurch21 Skype: mobilephoneltd1 Immediate Purchase Brand New Apple iPad Wi-Fi + 3G 64GB Tablet 450 Euros 350 POUND Apple iPhone 4S GB 500 Euros 470 POUND Buy 5 Get 1 MOBILE PHONE LIMITED. We have in stock, the availability of the New /Latest phones ranging from? Specifically, we can supply Mobile phones (GSM and CDMA), Video Games, Apple Ipods, Iphone, HTC, Laptops / Notebook Digital, musical instrument, Cameras and Plasma Tvs. Moreover, we also offer all kinds of international brand OEM/ODM service. ’ Það er mjög gott að fá kortin, ég á svo bágt með að standa í röð, mér finnst það svo niðurlægjandi og erfitt líkamlega og að halda á öllum pokunum heim. Það er svo niðurlægjandi að standa og bíða eftir mat ásamt öðrum í sömu sporum. Það er svo niðurlægj- andi, eins og ég sé að sníkja. Elísabet, öryrki og einstæð móðir ’ Maður upplifir ofboðslega skrýtna tilfinningu, það er eitthvað svo nið- urlægjandi. Það er nógu erfitt að koma og fá aðstoðina en að labba út með matarpoka sem búið er að skammta þér í eitthvað ákveðið sem þú hefur ekkert val með, þá. Þannig að hitt [inn- eignarkortið] er bara lúxus, það gefur manni svo smá sjálfstæði sko, maður upplifir svona smá sjálfstæði þar, sko. Ásdís, 39 ára öryrki og einstæð móðir. ’ Mér finnst að fá inneignarkortin, þá ræður maður betur sjálfur hvað fer ofan í matarpokann, þegar þeir voru með mat í poka, þá var maður í þeirri aðstöðu að maður þáði bara. Helga, 31 árs einstæð móðir og öryrki. ’ Það skiptir miklu máli fyrir mig að fá að kaupa það sem mig vantar, en ekki bara tekið það sem mér er rétt, oft of mikið brauð, ég vil fá smjör og ost. Ég borða öðruvísi mat en þið Íslend- ingar og börnin mín eru með ofnæmi. Jóna, einstæð móðir af erlendum uppruna. Orðrétt úr rann- sókn Katrínar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.