Morgunblaðið - 23.12.2011, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 23.12.2011, Qupperneq 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 2011 Kvintettinn Brother Grasshefur verið duglegur viðþað á árinu að spila blá-gresistónlist víða um land, en svo kallast tónlist sem upp runnin er við rætur Appalachia-fjalla. Þessi frumraun sveitarinnar er notaleg plata, að hlusta á hana er eins og að sitja við varðeld og hlusta á góða félaga leika sér með þrautreynd og slípuð þjóðlög eða lög úr smiðju fremstu lagasmiða. Hængurinn er að oft er verið að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur og þannig verður manni til að mynda hugsað til snilld- arflutnings Gillian Welch og Daves Rawlings á Acony Bell þar sem treg- inn víkur fyrir vorinu og eins Burls Ives þegar Big Rock Candy Mount- ain hljómar. Víst er það erfitt fyrir ungmenni uppi á Íslandi að setja sig í spor flakk- ara og syngja um örvæntingu og ör- birgð og ekki heldur hægt að ætlast til þess að þau þekki kynlífsþrælkun á við þá sem sagt er frá í House of Ris- ing Sun. Málið er bara að sú tónlist sem Brother Grass glímir við er sprottin af erfiðleikum og sorg og gleðin er alltaf lituð trega og löngun. Betur hefði farið á því að velja lögin af meiri kostgæfni með tilliti til flytj- enda. Að því sögðu þá komast þau alla jafna prýðilega frá flutningnum, söngraddirnar falla vel og ljúflega saman og raddirnar eru mátulega ólíkar til að skapa fjölbreytni í söngn- um. Erfiðleikar, sorg og gleði lituð trega og löngun Brother Grass – Brother Grass bbmnn ÁRNI MATTHÍASSON TÓNLIST Ljósmynd/Nína Salvarar Brother Grass Hildur Halldórsdóttir, Soffía Björg Óðinsdóttir, Örn Eldjárn Kristjánsson, Ösp Eldjárn Kristjánsdóttir og Sandra Dögg Þorsteinsdóttir. Hljómsveitin Sigur Rós sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem hún gerir upp árið. Það hefur verið býsna annasamt og í haust kom INNI út, tónleikamynd og -plata. Á vef sveitarinnar má nú nálgast mynd- bandsinnslag þar sem leikstjóri myndarinnar Vincent Morriset, ræð- ir um vinnu sína við myndina. Sem nokkurs konar jóla- eða árs- uppgjörsgjöf hangir lagið „Lúppu- lagið“ nú inni á heimasíðu sveitar- innar sem gjaldfrjálst niðurhal. Lagið hljómar í enda áðurnefndrar myndar. Þá er tilkynnt samkeppni sem tengist ljósnæma pappírnum eða ljósmyndapappírnum sem fylgdi sér- stakri viðhafnarútgáfu af INNI. Þeir sem búa yfir slíku geta skapað lista- verk úr pappírnum og sent það svo í samkeppni sem lýkur 31. janúar næstkomandi. Sigurverkið verður notað sem hluti af listrænni hönnun fyrir Sigur Rós á næsta ári og fær sigurvegarinn auk þess 100.000 krónur í verðlaun. Þess má geta að Sigur Rós gefur út nýja plötu, jafnvel plötur á næsta ári, og freistandi að álykta að þetta ljósnæma listaverk muni tengjast þeim á einhvern hátt. Jónsi, forsöngvari sveitarinnar, er þá sömuleiðis að ljúka farsælu ári en hann átti tónlistina við nýjustu mynd Cameron Crowe, We bought a Zoo, en plata með henni kom út fyrir stuttu. Innlifun Jónsi, Jón Þór Birgisson, á sviði með Sigur Rós. Úr INNI myndinni. Viðburðaríkt ár hjá Sigur Rós Kimi Records hefur átt giska far- sælt ár eins og Sigur Rós hér að ofan og fjöldi gæðaplatna hefur komið út undir merkjum þessarar öflugu óháðu útgáfu í ár. Kimi heldur nú úti smávegis jólamarkaði í kjallara Kjörgarðs (við verslun Kormáks og Skjaldar) ásamt Útúrdúr, Ókei bók- um, Framleiðslufélaginu Lo FI og Kjartansson sem og alls kyns lista- mönnum og snillingum eins og fram kemur í tilkynningu. Ýmsar uppá- komur verða á boðstólum og lista- og innanbúðarmenn verða á staðnum. Kimamaður Baldvin Esra er aðal- maðurinn í óháða útgáfufélaginu Kimi Records. Kimadíll í Kjörgarði LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar HÖRKU SPENNUMYND ÍSLENSKT TAL -THE HOLLYWOOD REPORTER HHHH GIRLWITHTHEDRAGONTATTOO Sýnd kl. 6:45 - 10 MISSION IMPOSSIBLE 4 Sýnd kl. 7 - 10 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 Sýnd kl. 2 - 4 - 6 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN 3D Sýnd kl. 2 - 4 BLITZ Sýnd kl. 10:30 RUM DIARY Sýnd kl. 8 ARTÚRBJARGARJÓLUNUM 3D Sýnd kl. 2 - 4 TOM CRUISE, SIMON PEGG, PAULA PATTON OG JEREMY RENNER Í BESTU HASARMYND ÁRSINS! ÍSLENSKT TAL ÍSLENSKT TAL 88/100 -CHICAGO SUN TIMESH.S.S. - MBL HHH HHH AK. DV - MAGNÚS MICHELSEN, BÍÓFILMAN.IS HHHH - RAGNAR JÓNASSON, KVIKMYNDIR.COM HHHH -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Gleðileg jól LITLU JÓLIN Í DAG - 600 KR. Á ALLAR MYNDIR 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. - Haukur Viðar Alfreðsson, Fréttablaðið SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% GIRL WITH THE DRAGON TATTOO KL. 4.45 - 8 - 9 16 GIRL WITH THE DRAGON TATTOO LÚXUS KL. 4.45 - 8 16 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 3.40 - 5.50 - 8 L MI – GHOST PROTOCOL KL. 6 - 8 - 10.50 16 STÍGVÉLAÐIKÖTTURINN 3D KL. 3.40 L ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 3D KL. 3.40 - 5.50 L ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 10.10 7 JÓLAMYNDIN 2011 H.S.S., MBL.H.V.A., FBL. TOM CRUISE, SIMON PEGG, PAULA PATTON OG JEREMY RENNER Í BESTU HASARMYND ÁRSINS! GIRL WITH THE DRAGON TATTOO KL. 5.10 - 8 - 10.50 16 ELÍAS KL. 6 12 MONEYBALL KL. 8 - 10.20 L GIRL WITH THE DRAGON TATTOO KL. 6 - 8 - 10 16 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 6 - 8 L ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 3D KL. 5.50 L JACK AND JILL KL. 10 L ÆVINTÝRI TINNA KL. 5.40 - 8 - 10.20 7 LITLU JÓLIN Í LAUGARÁSBÍÓI í dag, Þorláksmessu á allar myndir allan daginn. ll i ll i . Jólin byrja í Laugarásbíói 600 kr Jólasveinninn verður á staðnum og gefur öllum nammipoka frá Nóa Síríus og svala eða kók frá Vífilfelli á 2, 4 og 6 sýningum.* *Nammipoki og drykkur fylgir öllum keyptum miðum á meðan húsrúm leyfir. Tryggðu þér miða á eða í miðasölu Laugarásbíós.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.