Morgunblaðið - 17.01.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.01.2012, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 7. J A N Ú A R 2 0 1 2  Stofnað 1913  13. tölublað  100. árgangur  SVARTUR Á LEIK FRUMSÝND Í NÆSTA MÁNUÐI SMÁRI HEFUR HJÓLAÐ UM ALLA VESTFIRÐI STJÖRNURNAR Á GOLDEN GLOBE- VERÐLAUNAHÁTÍÐ HJÓLABÓK 10 IDRIS ELBA GÓÐUR LUTHER 32TÖKUR VORU LANGHLAUP 31  Fimm starfs- menn Seðla- banka Íslands eru með hærri föst mánaðar- laun en Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri. Þetta kemur fram í svari bankans við fyrirspurn Morgunblaðsins. Kjararáð úrskurðaði 1. mars 2010 að föst mánaðarlaun seðla- bankastjóra ættu að vera 862.207 krónur á mánuði. Að auki eru honum greiddar 80 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir. Það gera í dag um 1.300 þúsund á mánuði. Már hefur höfðað mál og krefst efnda á þeim 1.600 þús- unda króna mánaðarlaunum sem hann taldi sig hafa samið um. egol@mbl.is Fimm eru með hærri föst laun en Már Már Guðmundsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ögmundur Jónasson innanríkisráð- herra mun styðja tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálf- stæðisflokksins, um að draga til baka ákæru Alþingis á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráð- herra, fyrir landsdómi. Telur hann að rangt hafi verið að ákæra Geir. Lýsir Ögmundur þessari niðurstöðu sinni í aðsendri grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Eins og allir þingmenn og ráð- herrar Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs greiddi Ögmundur atkvæði með tillögu um að höfða mál gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum. Við atkvæða- greiðsluna á Al- þingi síðla árs 2010 kom í ljós að aðeins var meiri- hluti fyrir því að ákæra Geir. „Í mínum huga tók málið þarna eðlis- breytingu. Mála- ferli sem áttu að beinast að ábyrgð „stjórnmálanna“ á mistökum í að- draganda hrunsins urðu með þessari atkvæðagreiðslu að málsókn gegn einum einstaklingi. Mistökin, sem ég kalla svo, voru þau að stöðva ekki at- kvæðagreiðsluna, þegar sýnt var að hún var að taka á sig afskræmda flokkspólitíska mynd og gefa þing- mönnum ráðrúm til að íhuga málið nánar,“ segir Ögmundur í grein sinni og telur að þá hefðu margir sem greiddu atkvæði með málsókn breytt afstöðu sinni og látið eitt yfir alla ganga. Ögmundur viðurkennir að hann hafi aldrei verið sáttur við þetta mál, innra með sér og að hann hefði ekki heldur orðið það þótt allir hefðu ver- ið ákærðir. Innanríkisráðherra bæt- ir því við að hann hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann sjálfur og meirihlutinn hafi gert rangt við at- kvæðagreiðsluna. Það vegi þyngst í hans afstöðu. MVið gerðum rangt »19 Rangt að ákæra Geir  Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segist styðja tillögu um að afturkalla ákæru á hendur Geir H. Haarde  Eðlisbreyting varð við atkvæðagreiðsluna Landsdómsmálið » Alþingi samþykkti með 33 atkvæðum gegn 30 að höfða mál á hendur Geir H. Haarde fyrir landsdómi. Tillaga um að ákæra þrjá aðra ráðherra úr ríkisstjórn hans var felld. » Málið er nú rekið fyrir landsdómi. » Þingsályktunartillaga Bjarna Benediktssonar um að afturkalla ákæruna verður á dagskrá Alþingis á föstu- dag. Ögmundur Jónasson Stefán Már Stef- ánsson lagapró- fessor telur að leiða megi líkum að því að við meðferð lands- dómsmálsins á Alþingi hafi í þýðingarmiklum atriðum verið vikið frá al- mennum og viðurkenndum reglum um höfðun sakamála. Sé það rétt dragi það mjög úr trúverðugleika ákær- unnar. Í aðsendri grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag vekur Stefán Már athygli á því að ákærandi hafi ekki frjálst val um það hverja hann ákærir heldur beri honum að meta þátt hvers og eins á hlut- lægum grunni enda séu allir jafnir fyrir lögunum. »20 Vikið frá almennum reglum um höfðun sakamála Stefán Már Stefánsson Egill Ólafsson egol@mbl.is Atvinnuleysi meðal kvenna hefur ekkert dregist saman frá hruni, en hins vegar hefur atvinnuleysi meðal karla minnkað úr 8,9% árið 2009 í 7,2%. Um 7,4% kvenna voru án vinnu í fyrra, en þetta hlutfall var 7,3% árið 2010. At- vinnuleysi meðal kvenna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum jókst á síðasta ári og hefur ekki verið meira frá hruni. Karl Sigurðsson, skrifstofustjóri hjá Vinnumálastofnun, seg- ir að almennur vöxtur hafi orðið í iðnaði og það skýri m.a. minna at- vinnuleysi karla, en áfram sé samdráttur í starfsgreinum þar sem konur eru fjölmennar. Þetta eigi t.d. við um kvennastéttir sem starfa hjá ríkinu. Það eru fyrst og fremst þeir sem eru með lægri menntun sem hafa fengið vinnu. Í hópi þeirra sem eru bara með grunnskólapróf hefur fækkað um tæplega 1000 manns á atvinnuleysisskrá frá desem- ber í fyrra til desember 2010. Engin fækkun hefur orðið í hópi þeirra sem eru með háskólapróf og raunar fjölgaði atvinnulausum konum með háskóla- próf um 7% í fyrra. Atvinnuleysi meðal kvenna af erlendum uppruna jókst á síðasta ári á meðan það minnkaði meðal karla. Rösklega 2.000 einstaklingar 16-24 ára eru án vinnu sem er um 16% af þeim sem eru á atvinnu- leysisskrá. Þetta hlutfall var 17% fyrir einu ári. At- vinnuleysi meðal ungs fólks í Evrópusambandinu er um 22%. »18 Konur eru áfram án atvinnu Menntun » Í desember 2010 voru 7.374 án vinnu sem voru eingöngu með grunnskóla- próf, en í síðasta mánuði var þessi tala komin í 6.282.  Atvinnuleysi minnkaði meðal karla í fyrra en jókst meðal kvenna Íslenska landsliðið varð að sætta sig við ósigur gegn Króötum, 29:31, þrátt fyrir góða frammi- stöðu í fyrsta leiknum á Evrópumótinu í hand- knattleik í Serbíu í gærkvöldi. Íslenska liðið var yfir nær allan leikinn en Króatar reyndust klók- ari í lokin. Kári Kristján Kristjánsson krækir hér í vítakast gegn Ivano Balic, einum besta handboltamanni heims. » Íþróttir Reuters Tap eftir háspennuleik Óttast er að umhverfisslys hafi orð- ið við veginn í Hestfirði við Ísa- fjarðardjúp í gærkvöldi þegar olíu- bíll fór út af veginum. Um 34 þúsund lítrar af bensíni voru í tanknum og lak hluti þess út. Mikill viðbúnaður var í Hestfirði í gær- kvöldi og veginum lokað vegna sprengihættu. Ökumaður bifreiðarinnar var einn á ferð og missti hann stjórn á henni í hálku með þeim afleiðingum að bifreiðin valt. Ökumaðurinn var fluttur til Ísafjarðar til aðhlynn- ingar en er lítið meiddur. Aðstæður á vettvangi voru slæm- ar; myrkur, rigning og fljúgandi hálka. Allt tiltækt björgunarlið var kall- að út til að athuga aðstæður og hefja hreinsunarstörf svo og sér- fræðingar. Bensín lekur úr olíubíl í Hestfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.