Morgunblaðið - 17.01.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.01.2012, Blaðsíða 29
Minnisbók Sigurðar Páls-sonar frá 2007 reyndistein af notalegri lesn-ingum þess árs og hlaut höfundur Íslensku bókmenntaverð- launin fyrir. Meðal þess sem gerði þá bók athyglisverða var endurtekin áminning skáldsins að ekki væri um frásögn af atburðum að ræða, heldur frásögn af minningum, eins vel og réttilega framsettum og kostur væri. Sigurður snerti þarna ákveðinn streng og því rökrétt að taka næsta slag og rita álíka minnisbók sem úti- star uppvaxtarárin á Skinnastað í Norður-Þingeyjarsýslu. Honum bregst heldur ekki bogalistin frekar en fyrri daginn; Bernskubók er mikil indælislesning. Það verður ekki af Sigurði skafið að hann kann með málið að fara. Stíll- inn leikur í höndum hans svo unun er að lesa. Með því að ljá hversdags- legum atvikum og aðstæðum skemmtilega rómantískan blæ lífgar hann æskuárin við án þess að missa fótanna í tilfinningaflóði eða tilgerð. Æska höfundar á Skinnastað var ef- laust um margt hefðbundin fyrir sinn tíma, ekki dramatískari en gengur og gerist. Þó er hún full af hvunndags- ævintýrum og eftirminnilegum atvik- um. Upplifa ekki flestir æskuna með einmitt þessum hætti: Sem viðvar- andi ævintýri meðan hún er, sem ómerkilegan barnaskap þegar maður stálpast og loks sem ævintýri á ný þegar fram í sækir? Alltént virka minningabrot Sigurðar hin trúverð- ugustu og ekki síst þegar hann lýsir því á angurværan hátt hvernig sveita- drengurinn þroskast yfir í borg- arbarn. Hann gerir sér fulla grein hvaðan hann er og hvar uppruni hans liggur en á tilteknum tímapunkti er ekki lengur að neinu að hverfa og hann sér æskuslóðirnar með augum aðkomumanns. Þessi umskipti eru vitaskuld lýsandi fyrir kynslóð Sig- urðar, þegar byggð í strjálbýli leggst af í auknum mæli þar eða unga fólkið sækir óðum í þéttbýlið. Sigurður horfir dreyminn um öxl og læðir inn, máli sínu til nokkurs stuðnings, skemmtilega beittum og verðskulduðum ádeilupillum á trunt- una sem nútíminn er, hér og hvar. Það er ekki laust við að sú tilfinn- ing sæki að lesanda að höfundur hafi skrifað Bernskubók fyrir sjálfan sig, ekki síður en fyrir lesendur. Hvernig hann rifjar upp þungar eikarborð- plötur, sauðkindur með nafni, löngu látna ættingja, sláttutún og staðhætti innan dyra sem utan er sjálfsagt Sig- urði jafndýrmætt upprifjunar og það er lesendum ljúft aflestrar. Hann segir sjálfur þegar síga tekur á seinni hluta þessarar úrvalsbókar að allt sem ekki breytist í texta, það hverfi. Góðu heilli hefur hann hér með varð- veitt úrval af óskaplega fínum augna- blikum sem eitt sinn áttu sér stað og stund í veröld sem var. Fyrir hlut- deild í þeim er ekki hægt að vera ann- að en þakklátur. Sveitapiltsins minningar Bernskubók bbbbn Eftir Sigurð Pálsson. JPV útgáfa, 2011. 287 bls. JÓN AGNAR ÓLASON BÆKUR Morgunblaðið/Einar Falur Sigurður Pálsson „Stíllinn leikur í höndum hans svo unun er að lesa.“ MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2012 Langt fyrir utan ystu skóga bbbbn Sönglög eftir ýmsa höfunda í flutningi Ásgerðar Júníusdóttur messósópran. Undirleikur: Jónas Sen ásamt Sveit- inni. Stúdíó Sýrland. Útgáfa: Smekk- leysa 2010. Ásgerður Júní- usdóttir hefur komið víða fram, bæði sem söng- kona og leik- kona, á síðustu árum og er því ekki einhöm í list sinni. Hér syngur hún söngva þriggja íslenskra tón- skálda, Bjarkar Guðmundsdóttur, Gunnars Reynis Sveinssonar og Magnúsar Blöndal Jóhannssonar. Kennir því hér ýmissa áhrifa, dæg- urtónlist, djass, lagræna og óm- stríður kallast hér á. Útsetningar eru í höfuðatriðum í höndum Jón- asar Sen og Péturs Grétarssonar og má segja að í þeim sé ákveðinn þráður, sem sameinar þessa ólíku áhrifaþætti og gefur þeim heildar- svip. Ásgerður hefur ákaflega blæ- brigðaríka og fallega rödd, sem að hentar þessari tónlist ákaflega vel. Gaman er til dæmis að heyra Bjarkar-lögin í nýrri mynd frá hennar hendi. Sveitina að baki skipa síðan Jónas Sen, Pétur Grét- arsson, Þórður Högnason, Kjartan Valdemarsson og Óskar Guð- jónsson, sem allir standa sig með mikilli prýði að vanda. Upptökur og hönnun umslags eru til sóma, sem gerir þennan hljómdisk hinn eigulegasta. Sönglög Sigursveins D. Kristinssonar bbbbn Sönglög eftir Sigursvein D. Krist- insson. Flytjendur: Sigrún Valgerður Gestsdóttir söngur, Kristinn Örn Krist- insson píanó, Einar Jóhannesson klar- inett. Víðistaðakirkja. Útgáfa: Smekk- leysa 2011. Sigursveinn D. Kristinsson var ef til vill flestum kunnur vegna Tónskólans, sem hann stofnaði með stuðningi fé- laga sinna árið 1964 og starfar enn. Hann var mikill verkalýðssinni og var stofnun skólans og einnig Lúðrasveitar verkalýðsins hluti af lífssýn hans að bætt lífskjör fælust ekki eingöngu í efnislegum gæðum. Færri þekkja til Sigursveins sem tónskálds en eftir hann liggja fjöldamörg sönglög og útsetningar þjóðlaga. Hér er komin heildar- útgáfa þessara laga, sem er mikill fengur unnendum íslenskrar söng- listar og mikill sómi af. Listamenn- irnir Sigrún, Kristinn og Einar flytja okkur tónlist Sigursveins af næmi og smekkvísi. Hér kennir ýmissa grasa. Sum laganna eru söngvænni eins og til dæmis bar- áttulagið Fylgd við texta Guð- mundar Böðvarssonar. Önnur eru ómstríðari en gegnumgangandi eru sterk áhrif íslenskrar þjóðlaga- hefðar. Upptökur fóru fram í Víði- staðakirkju, sem af þessu að dæma hentar vel til slíkra verka. Allur umbúnaður og frágangur safnsins er hinn glæsilegasti, meðal annars með ítarlegu æviágripi Sigursveins og öllum textum, bæði á íslensku og ensku. SNORRI VALSSON TÓNLIST Íslensk sönglög Morgunblaðið/Kristinn Söngkonan „Ásgerður hefur ákaflega blæbrigðaríka og fallega rödd, sem að hentar þessari tónlist ákaflega vel,“ segir í umfjölluninni. Fanný og Alexander (Stóra sviðið) Mið 18/1 kl. 20:00 aukas Mið 15/2 kl. 20:00 7.k Fim 8/3 kl. 20:00 Sun 22/1 kl. 20:00 aukas Fim 16/2 kl. 20:00 8.k Fös 9/3 kl. 20:00 Mið 25/1 kl. 20:00 4.k Fös 17/2 kl. 20:00 9.k Lau 17/3 kl. 20:00 Fim 26/1 kl. 20:00 aukas Fim 23/2 kl. 20:00 aukas Fös 23/3 kl. 20:00 Sun 29/1 kl. 20:00 aukas Fös 24/2 kl. 20:00 10.k Lau 31/3 kl. 20:00 Sun 5/2 kl. 20:00 5.k Lau 25/2 kl. 20:00 aukas Sun 1/4 kl. 20:00 Fim 9/2 kl. 20:00 6.k Fim 1/3 kl. 20:00 11.k Fös 10/2 kl. 20:00 aukas Fös 2/3 kl. 20:00 12.k Hin stórbrotna fjölskyldusaga loks á svið Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið) Lau 21/1 kl. 14:00 Lau 4/2 kl. 14:00 Lau 18/2 kl. 14:00 Sun 22/1 kl. 14:00 Sun 5/2 kl. 14:00 Sun 19/2 kl. 14:00 Lau 28/1 kl. 14:00 Lau 11/2 kl. 14:00 Lau 25/2 kl. 14:00 Sun 29/1 kl. 14:00 Sun 12/2 kl. 14:00 Sun 26/2 kl. 14:00 Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma Kirsuberjagarðurinn (Stóra sviðið) Fim 19/1 kl. 20:00 Fös 20/1 kl. 19:00 Fös 27/1 kl. 19:00 lokas Síðustu sýningar í janúar! NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Lau 21/1 kl. 19:00 Fös 3/2 kl. 20:00 Lau 28/1 kl. 20:00 Lau 18/2 kl. 20:00 Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011 Eldhaf (Nýja sviðið) Fim 26/1 kl. 20:00 frums Fös 10/2 kl. 20:00 aukas Fös 24/2 kl. 20:00 12.k Sun 29/1 kl. 20:00 aukas Lau 11/2 kl. 20:00 7.k Lau 25/2 kl. 20:00 aukas Mið 1/2 kl. 20:00 2.k Sun 12/2 kl. 20:00 aukas Sun 26/2 kl. 20:00 aukas Fim 2/2 kl. 20:00 3.k Mið 15/2 kl. 20:00 8.k Mið 29/2 kl. 20:00 13.k Lau 4/2 kl. 20:00 aukas Fim 16/2 kl. 20:00 aukas Fim 1/3 kl. 20:00 14.k Sun 5/2 kl. 20:00 4.k Fös 17/2 kl. 20:00 9.k Fös 2/3 kl. 20:00 15.k Mið 8/2 kl. 20:00 5.k Sun 19/2 kl. 20:00 10.k Sun 4/3 kl. 20:00 16.k Fim 9/2 kl. 20:00 6.k Fim 23/2 kl. 20:00 11.k Magnað og spennuþrungið leikrit Axlar - Björn (Litla sviðið) Mið 18/1 kl. 20:00 3.k Lau 4/2 kl. 20:00 aukas Lau 18/2 kl. 20:00 9.k Sun 22/1 kl. 20:00 4.k Sun 5/2 kl. 20:00 7.k Sun 19/2 kl. 20:00 Mið 25/1 kl. 20:00 5.k Lau 11/2 kl. 20:00 8.k Lau 25/2 kl. 20:00 Fim 26/1 kl. 20:00 6.k Sun 12/2 kl. 20:00 aukas Sun 26/2 kl. 20:00 Nýtt verk úr smiðju Vesturports Nýdönsk í nánd (Litla sviðið) Fös 20/1 kl. 22:00 5.k Lau 21/1 kl. 22:00 lokas Aftur á svið - aðeins þessar sýningar Saga Þjóðar (Litla svið) Fös 27/1 kl. 20:00 Fim 2/2 kl. 20:00 Fim 9/2 kl. 20:00 Lau 28/1 kl. 20:00 Fös 3/2 kl. 20:00 Fös 10/2 kl. 20:00 Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum Heimsljós (Stóra sviðið) Lau 21/1 kl. 19:30 8.sýn Lau 4/2 kl. 19:30 12.sýn Lau 18/2 kl. 19:30 14.sýn Sun 22/1 kl. 19:30 9.sýn Sun 5/2 kl. 19:30 13.sýn Sun 19/2 kl. 19:30 15.sýn Lau 28/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 11/2 kl. 19:30 1.auka Lau 25/2 kl. 19:30 16.sýn Sun 29/1 kl. 19:30 11.sýn Sun 12/2 kl. 19:30 2.auka Sun 26/2 kl. 19:30 17.sýn Frumsýnt annan í jólum 2011 Svartur hundur prestsins (Kassinn) Fim 19/1 kl. 19:30 AUKAS. Lau 21/1 kl. 19:30 síð.sýn. Lau 28/1 kl. 19:30 AUKAS. Fös 20/1 kl. 19:30 37.s Fös 27/1 kl. 19:30 AUKAS. Sýningum lýkur í janúar! Hreinsun (Stóra sviðið) Fös 20/1 kl. 19:30 AUKAS. Sýningum lýkur í janúar! Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan) Sun 22/1 kl. 13:30 10.sýn Sun 29/1 kl. 15:00 13.sýn Sun 12/2 kl. 13:30 Sun 22/1 kl. 15:00 11.sýn Sun 5/2 kl. 13:30 Sun 12/2 kl. 15:00 Sun 29/1 kl. 13:30 12.sýn Sun 5/2 kl. 15:00 Hjartnæm og fjörmikil sýning Miðasala sími: 571 5900 ALVÖRUMENN “Hér er valinn maður í hverju rúmi... Leikurinn er upp á fimm stjörnur.” -Elísabet Brekkan, Fréttablaðið. - harpa alþýðunnar FÖS 20/01 L AU 21 /01 FÖS 27/01 KL . 20:00 NÝ SÝNING KL . 22:00 NÝ SÝNING KL . 20:00 NÝ SÝNING GLEÐILEGT NÝTT LEIKHÚSÁR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.