Morgunblaðið - 17.01.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.01.2012, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Það skiptir máli að halda sér grönn- um þegar maður er ungur til að minnka líkurnar á að fá hjarta- og æðasjúkdóma síðar á lífsleiðinni því áhættuþættirnir búa oft um sig mjög snemma. Flest bendir til þess að fólk þyngist mest á milli tvítugs og þrí- tugs og þeir sem eru þungir fyrir þyngjast mest. Með því að halda sér grönnum á milli tvítugs og þrítugs minnka líkurnar á því að þyngjast mikið síðar á ævinni. Þetta kom fram í fyrirlestri Gunnars Þórs Gunnars- sonar hjartalæknis á Læknadögum sem hófust í gær. Fyrirlestur nefnd- ist Ungir Íslendingar og áhættu- þættir hjarta- og æðasjúkdóma. Gunnar segir að hjá ungu fólki sé snemma hægt að finna þætti sem endurspegla hættu á hjarta- og æða- sjúkdómum síðar á ævinni. Mikið mittismál á stelpunum Gunnar og félagar hans gerðu rannsókn á framhaldsskólanemum á Akureyri. Einnig var gerð sambæri- lega rannsókn í Flensborg en ekki er búið að vinna úr þeim niðurstöðum. Skoðaðir voru 270 nemendur á aldr- inum 18 til 22 ára, meðalaldurinn var 18,7 ár og hlutfallið 65% stelpur og 35% strákar. „Niðurstöðurnar eru þær að það er töluvert mikil offita hjá ungu fólki. 40% strákanna voru yfir kjörþyngd og 18% þeirra of feitir. 30% stelpn- anna voru yfir kjörþyngd og af þeim 8% í offituflokki. Við mældum líka mittismál og það kom í ljós að þrátt fyrir að stelpurnar væru ekki eins þungar og strákarnir er mittismál þeirra miklu meira. Það er aukin hætta ef mittismálið fer yfir 80 cm hjá konum og yfir 94 cm hjá körlum og töluvert aukin hætta ef það fer yf- ir 88 cm hjá konum en 102 hjá körl- um. 45% af stelpunum fóru yfir 80 cm og 26% af þeim yfir 88 cm. Hjá of feitu strákunum sýndu blóðprufurn- ar að þeir væru komnir með ýmislegt óhagstætt strax; hærra kólesteról, hærri blóðsykur og einnig mældist hækkaður blóðþrýstingur. Hjá stelp- unum sáum við engan mun á þessum þáttum, kannski vegna þess að kven- hormóninn verndar þær,“ segir Gunnar um niðurstöðurnar. Erfitt að snúa mynstrinu við „Þetta unga fólk er ekki í bráðri hættu núna, en rannsóknin sýnir að töluverður hluti af því er að koma sé upp einhverju sem getur aukið hætt- una, þegar fram líða stundir, á að fá hjarta- og æðasjúkdóma. Þegar þú kemur þér upp þessu mynstri svona ungur verður erfiðara að snúa því við. Það kom mér á óvart hvað stór hluti af þessu unga fólki er kominn með annan fótinn í þetta óhagstæða mynstur,“ segir Gunnar. Hann hefur áhyggjur af því hver þróunin verður hjá þessu fólki á næstu tíu árum. „Þau eiga eftir að fara inn í þann 40% menntaskólastráka yfir kjörþyngd og 30% stelpna  Hægt að sjá áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma mjög snemma hjá ungu fólki Morgunblaðið/Eggert Íslendingar Samkvæmt nýrri rannsókn er ungt fólk á Íslandi orðið of feitt. 40% stráka á aldrinum 18 til 22 ára eru yfir kjörþyngd og 30% stelpna. tíma sem þau þyngjast hraðast og mest. Það er töluverður hluti sem er of þungur nú þegar og ef fram held- ur sem horfir mun hann þyngjast hratt.“ Gunnar segir sambærilegt vera að gerast í öðrum vestrænum þjóð- félögum. Til að breyta þessu þarf ungt fólk að huga að lífsstílnum. „Þetta er fyrst og fremst lífsstíllinn, þú getur ekki tekið töflur eða étið duft til að laga þetta. Það verður að ná til þessa fólks til að fá það til að hreyfa sig meira. Oft hjá ungu fólki skiptist þetta í tvo flokka; ungt fólk sem er í fínu formi og vill sýna það og þeir sem eru ekki í fínu formi og eiga erfitt með að fara af stað til að gera eitthvað í því.“ 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2012 Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson átti í gær fund með for- sætisráðherra Kína, Wen Jiabao, en þeir taka báðir þátt í Heimsþingi hreinnar orku sem haldið er í Abu Dhabi. Á fundinum flutti forseti Ís- lands kveðju frá forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur og ítrek- aði fyrri boð til forsætisráðherra Kína um að heimsækja Ísland. Wen Jiabao þakkaði fyrir góðar kveðjur og heimboðið og kvaðst mundu gera sitt besta til að koma til Ís- lands á þessu ári. Kom á fundinum fram ríkulegur stuðningur við að efla samstarf Orku Energy og Sinopec sem er eitt stærsta orkufyrirtæki Kína. Sam- starfið miðar að því að leggja hita- veitur í fleiri borgum og héruðum í Kína og draga þannig til muna úr notkun kola til húshitunar, að því er segir í fréttatilkynningu frá for- setaembættinu. Fundur Ólafur Ragnar Grímsson og Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína. Ítrekaði heimboð við forsætisráðherra Á síðasta ári fóru 111.489 flugvélar um íslenska flugstjórnarsvæðið að ótöldu innanlandsflugi, og er það 9% aukning miðað við árið 2010. Árið 2008 trónaði áður á toppnum en þá fóru 110.366 flugvélar um svæðið. Íslenska flugstjórnarsvæðið er eitt stærsta flugstjórnarsvæði í heimi alls 5,4 milljón ferkílómetrar. Flugumferðarstjórn og flugfjar- skipti fara fram í flugumstjórnar- miðstöð og flugfjarskiptamiðstöð Isavia í Reykjavík og starfa um 150 manns við þjónustuna. Isavia áætlar að 4% umferðar- aukning verði í ár. 9% aukning í flugi Hinn 21. janúar nk. halda GSA- samtökin á Íslandi upp á 12 ára af- mæli og ætla af því tilefni að halda kynningarfund. Fundurinn verður milli kl. 14 og 16 (húsið opnað kl. 13) í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7, Reykjavík. GSA er félagsskapur fólks sem hefur fengið lausn á vandamálum sínum tengdum mat. GSA-samtökin byggja á Gráu- síðunni og 12 spora kerfi AA- samtakanna til að ná og viðhalda svokölluðu fráhaldi frá vanda sín- um. Sjá nánar á www.gsa.is. Kynningarfundur um matarfíkn Brottflutningur alþjóðaherliðsins frá Afganistan er hafinn og heima- menn verða að leiða átökin til lykta með tak- mörkuðum stuðningi. Hverj- ar eru líkur á að það takist og hvert er eðli átakanna á vettvangi? Erlingur Erlingsson hernaðar- sagnfræðingur mun ræða um reynslu sína af vettvangi átakanna, viðræðum við fulltrúa skæruliða og samstarfi við afganskar öryggis- sveitir og alþjóðaherlið, á opnum fyrirlestri á morgun, miðvikudag, kl. 12-13 í stofu 101 í Lögbergi. Brottflutningur her- liðsins í Afganistan Erlingur Erlingsson STUTT Í máli Gunn- ars kom fram að Ís- land er í fimmta sæti yfir of feitar þjóðir og í öðru sæti þjóða yfir kjörþyngd. „Fullorðna fólkið okkar er orðið næstfeitasta fólk í heimi. Ef við lítum á árin frá 1958-1998 þá eykst offita hjá níu ára börnum mikið. Árið 1998 eru 25% níu ára barna yfir kjör- þyngd eða of feit. Góðu frétt- irnar eru þær að það virðist hafa staðið í stað eða minnkað.“ Öfugt við það sem flestir halda hreyfa börn í sveit sig minnst allra barna. „Það sem maður sér hér er það sama og í öðrum löndum. Að borgarbörn hreyfa sig meira en börn í bæj- um sem hreyfa sig aftur meira en börn í sveit,“ sagði Gunnar. Þá vísaði Gunnar í rannsókn sem mældi hreyfingu barna. Í henni kom í ljós að hlutfall barna sem hreyfa sig kröftug- lega í klukkutíma á dag eða meira er mjög lítið. Einungis 3% níu ára stelpna hreyfa sig klukkutíma á dag og þegar þær eru orðnar 15 ára hreyfa þær sig enn minna. Strákar hreyfa sig aðeins meira og virðast auka hreyfinguna þegar þeir verða 15 ára. Börn hreyfa sig lítið HREYFING Gunnar Þór Gunnarsson „Við höfum talað um offitu í þrjá áratugi og það eina sem hefur aukist með þeirri umræðu er of- fita,“ segir Robert Ross, prófessor við Queen’s há- skóla í Kanada, en hann hélt fyrirlestur á Lækna- dögum með titlinum; Ný svipgerð áhættu í offitu: Mör og flökkufita. Ross á erfitt með að sjá að hægt verði að koma böndum á offitufaraldurinn í heiminum í bráð. „Það verður að fá fjölmiðla og samfélagsmiðla til að koma fólki í skilning um að það er nauðsynlegt að hreyfa sig, að skilja að líkami okkar var ekki gerður til að borða meira og hreyfa sig minna. Það verður að fá fólk til að fara út að ganga. Fólk er kannski að hlusta en með nútímalífsstíl höfum við gert okkur allt svo erfitt. Ef við gerum ekkert í þessu verðum við í mjög slæmum málum eftir eitthver ár því heilbrigðiskerfið mun ekki hafa efni á því að veita öllum sykursjúkum og of feitum þá læknisþjónustu sem þeir þurfa.“ BMI-stuðullinn segir ekki allt um ástandið Ross ræddi meðal annars um líkamsmassa- stuðulinn BMI (e. Body mass index) sem er not- aður til að meta hvort einstaklingur er of þungur. Hann sagði að fólk ætti ekki eingöngu að horfa á útkomuna úr BMI-reikningnum heldur þyrfti að bæta öðrum þáttum inn í eins og mittismáli. Tveir einstaklingar með sama BMI-stuðul gætu verið í mjög ólíkum áhættuhópi. „Með því að bæta mælingum á mittismáli við hjálpar það við að greina þær manneskjur sem eru í mestri hættunni með heilsu sína. Það er margt fólk með svipað BMI en er í mjög mismun- andi líkamlegu ástandi,“ segir Ross. Hann er ekki á því að einblína eingöngu á útkomuna úr BMI- reikningum heldur mætti veita öðrum þáttum at- hygli sem auðvelt er að mæla. „Ef BMI er á uppleið hjá fullorðnu fólki er það að þyngjast, því ekki er það að hækka. Ef mittis- málið er að aukast með hækkandi BMI er það ekki gott mál. Spurning er hvað ætlar fólk að gera í því? Það eru ekki nýjar fréttir en við verðum að hreyfa okkur og borða hollt. Það er svo hvetjandi að vita af því að það dugar að hreyfa sig í hálftíma á dag til að minnka líkurnar á allskonar sjúkdóm- um sem fylgja aukinni líkamsfitu. Það þarf ekki meira til,“ segir Ross og bætir við að allir eigi völ á því að finna hálftíma á dag til að hreyfa sig. Of margir horfa á baðvogina „Við eyðum að meðaltali fjórum til sex klukku- tímum á dag í að horfa á sjónvarpið, sem þýðir að við getum fundið hálftíma til að hreyfa okkur á hverjum degi. Skilaboðin til fólks eru ekki flókin: 30 mínútna hreyfing á dag, sem hægt er að skipta í 10 mínútur þrisvar á dag. Að borða hollt á heldur ekki að vera flókið, þá er ég ekki að tala um nein- ar öfgar. Það er enginn vondur matur en margur matur er þannig að ef þú borðar of mikið af hon- um er það ekki gott fyrir þig.“ Ross segir að með smáhreyfingu geti áhættan á sjúkdómum tengdum ofþyngd minnkað mikið. „Ef þú tekur tvær manneskjur með sama BMI- stuðul en önnur hreyfir sig eitthvað hefur hún minnkað hættuna mikið. Ef þú borðar hollt og hreyfir þig en BMI-stuðullinn minnkar ekki er það samt gott því þú ert að gera eitthvað, ef BMI lækkar ekki en mittismálið dregst saman er það mjög gott. Þó að BMI eða mittismálið breytist ekki þá getur hreyfing í 30 mínútur á dag gert lík- amanum mjög gott og haldið áhættuþáttunum niðri. Það má heldur ekki hætta að hreyfa sig eða borða hollt þó baðvogin fari ekki niður. Allt of margir horfa á vigtina og ef þeir sjá hana ekki hreyfast niður þá gefast þeir upp, sérstaklega konur.“ Með áhyggjur af offitunni  „Við höfum talað um offitu í þrjá áratugi og það eina sem hefur aukist með þeirri umræðu er offita“  Þarf ekki meira til en hálftíma hreyfingu á dag Morgunblaðið/Sigurgeir S. Prófessor Robert Ross frá Kanada fjallaði um nýja svipgerð áhættu í offitu á Læknadögum. Skannaðu kóðann til að sjá viðtal við Gunnar Þór

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.