Morgunblaðið - 17.01.2012, Blaðsíða 10
Nánari upplýsingar á www.rsk.is
Endurgreiða má virðisaukaskatt vegna kostnaðar við aðkeypta vinnu
við viðhald og endurbætur á íbúðar- og frístundahúsnæði. Samhliða
má lækka tekjuskattsstofn um mest 200.000 kr. hjá einhleypingi
og 300.000 kr. hjá hjónum og sambúðarfólki. Frestur til að skila inn
umsókn vegna vinnu á árinu 2011 rennur út 31. janúar næstkomandi.
Ef sótt er um eftir þann tíma vegna framkvæmda á síðasta ári
heimilast aðeins endurgreiðsla á virðisaukaskatti en ekki lækkun á
tekjuskattsstofni.
Hægt er að sækja um endurgreiðslu á þjónustuvef
ríkisskattstjóra, skattur.is
Lokafrestur 31. janúar
10 DAGLEGT LÍFHreyfing og útivist
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2012
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Þegar Ómar Smári Kristins-son fékk áminningu frálækni um að nú þyrftihann að fara að hreyfa sig
reglulega tók hann að klífa á fjöll og
hjóla vítt og breitt um Vestfirði. En
Smári, líkt og hann er betur þekkt-
ur, býr á Ísafirði og hefur nú gefið
út Hjólabókina, bók með hjólaleið-
um þar um slóðir.
Dró úr hausverknum
„Við hjónin vorum veðurathug-
unarfólk í Æðey í sjö vetur og ég
hélt að ég hreyfði mig nóg við að
sinna þar búpeningnum, moka snjó-
inn út að veðurathugunarhúsinu og
svo framvegis. En svo reyndist ekki
vera. Eftir að við fluttum á megin-
landið fjölgaði síðan verkefnum
þannig að enn minni tími gafst til
hreyfingar og vanlíðan mín ágerð-
ist. Höfuðverkurinn var ansi tíður
gestur tvisvar í mánuði að meðaltali
og varði þá í tvo, þrjá daga í senn.
Auðvitað vissi ég það innra með
mér að maður þarf að hreyfa sig.
Það var samt ekki fyrr en eftir
læknisviðtal sem ég tók rögg á mig
og fór að stunda meiri fjallgöngur
og göngutúra en ég hafði gert. Nú
eru tvö ár síðan ég fór að hreyfa
mig upp á hvern dag og hausverkja-
tilfellum hefur fækkað stórlega og
heyra þau nánast sögunni til,“ segir
Smári.
Ánægður með dóminn
Smám saman fór Smári að
hreyfa sig meira og meira og
byggði þannig upp betri heilsu.
„Ég gerði þetta með ánægj-
unni og var frekar kátur að fá þenn-
an dóm enda hef ég mikið yndi af
útivist. Ég er svo vel í sveit settur
hér á Vestfjörðum að hér er nóg af
dásamlegum fjöllum til að príla í.
Síðar var hér líka stofnað ferðafélag
sem er gaman að vera meðlimur í.
Ætli megi þó ekki segja að ég hafi
Breytti lífinu með
ánægjuna að vopni
Ómar Smári Kristinsson, eða Smári, hreyfði sig ekki að ráði og fékk reglulega
slæman höfuðverk. Í dag hefur hann klifið flest fjöll á Vestfjörðum, þar sem hann
býr, og tekist á köflum á við hetjulegar torfæruleiðir á hjóli. Í Hjólabókinni, dag-
leiðum í hring á hjóli, segir Smári frá skemmtilegum hjólaleiðum á Vestfjörðum
og segist vonast til að bókin verði fleirum hvatning.
GPS Smári tekur stöðuna til að vita nákvæmlega hvert skal haldið næst.
Bratti Leiðin í Árneshreppi er falleg en um leið löng og ströng.
Margir eiga erfitt með að koma sér
upp úr sófanum á þessum árstíma og
hrista af sér slenið. Sumir hafa
kannski borðað aðeins of mikið yfir
hátíðarnar og eiga erfitt með að kom-
ast af stað aftur. Aðrir vilja gera
breytingu á sínu lífi og auka reglu-
lega hreyfingu. Ef þú vilt fá góðar
hugmyndir og kannski svolitla hvatn-
ingu skaltu kíkja á vefsíðuna
c25k.com. Titill vefsíðunnar er „Co-
uch to 5 km“ og hefur það markmið
að hjálpa fólki við að rífa sig upp úr
sófanum og hlaupa 5 km. Þarna má
finna mismunandi hlaupaplön meðal
annars sérstakt plan fyrir hundaeig-
endur. En það ætti að koma hund-
inum í ágætis form líka. Á síðunni eru
líka ýmsar krækjur inn á blogg fólks
sem hefur tekið sig á í líkamsrækt-
inni og deilir reynslu sinni með dag-
legum skrifum. Ágætis áminning
svona í janúar.
Vefsíðan www.c25k.com
Morgunblaðið/Frikki
Fjör Þú getur alveg byrjað á að hreyfa þig dálítið heima í stofu.
Úr sófanum í hlaupaskóna
Fyrsta hlaupið í Hlaupaseríu FH
og Atlantsolíu fer fram fimmtu-
daginn 26. janúar næstkomandi.
Vegalengd í boði er 5 km og er
hlaupið meðfram strandlengju
Hafnarfjarðar í átt að Sundhöll
Hafnarfjarðar við Herjólfsgötu.
Leiðin sem er hlaupin er flöt og
ákjósanleg til bætinga og er mæld
af viðurkenndum mælingamönn-
um.
Alls eru hlaupin þrjú og fara
fram síðasta fimmtudag í hverjum
mánuði en þau hefjast kl. 19:00
fyrir utan höfuðstöðvar Atlants-
olíu á Lónsbraut í Hafnarfirði.
Keppnisgjald fyrir hvert hlaup er
kr. 500 en skráning fer fram í
klukkutíma fyrir hlaup og verður
skráningarfyrirkomulagið það
sama og í Powerade-hlaupaserí-
unni. Keppt verður í nokkrum ald-
ursflokkum karla og kvenna en
allar nánari upplýsingar má nálg-
ast á vefsíðunni hlaup.is.
Endilega …
… takið þátt í
hlaupaseríu
Morgunblaðið/Golli
Hlaup Nú er bara að drífa sig af stað
og klæða sig eftir veðri í skokkinu.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.