Morgunblaðið - 17.01.2012, Side 32

Morgunblaðið - 17.01.2012, Side 32
Charlize Theron klæddist kjól frá Christian Dior. Viola Davis var í kjól frá Emilio Pucci. Angelina Jolie klæddist kjól frá Atelier Versace og Brad Pitt var í smóking frá Salva- tore Ferragamo. Madonna var í kjól frá Reem Acra. Þögla franska kvikmyndin The Artist var sigurvegari Gol- den Globe-verðlaunahátíðarinnar sem fram fór í Holly- wood á sunnudaginn en myndin hlaut alls þrenn verðlaun. Myndin var valin besta grínmyndin, aðalleikarinn Jean Dujardin hlaut verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki og loks var myndin verðlaunuð fyrir tónlistina. The Artist hefur verið spáð góðu gengi á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer í lok febrúar. The Descendants var valin besta dramatíska myndin og var George Clooney verðlaunaður fyrir hlutverk sitt í henni. Meryl Streep fékk verðlaunin besta leikkona í aðal- hlutverki fyrir túlkun sína á Margaret Thatcher í mynd- inni um járnfrúna. Einnig var Michelle Williams verðlaun- uð fyrir leik sinn í myndinni Week with Marilyn. Sjónvarpsþættir voru einnig verðlaunaðir á hátíðinni. Homeland voru valdir bestu dramaþættirnir og Modern Family bestu gamanþættirnir. Bestu leikararnir voru Kel- sey Grammer úr Boss og Claire Danes úr Homeland. Þögul mynd sigursælust Tilda Swinton tók sig vel út í dressi frá Haider Ackermann. Julianna Margulies var í kjól frá Naeem Khan. Kjóll Nicole Kidman var frá Versace. Idris Elba fékk verðlaun fyrir leik sinn í þátt- unum Luther. Kjóll Reese Witherspoon var frá Zac Posen. Kynnir kvöldsins Ricky Gervais ásamt konu sinni Jane Fallon. George Clooney í smóking frá Armani og Stacy Keibler í kjól frá Valentino. 32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2012

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.