Morgunblaðið - 17.01.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.01.2012, Blaðsíða 16
ÍTALÍA EGYPTALAND FINNLAND RÚSSLAND SOVÉTRÍKIN KANADA BRETLAND ÍTALÍA/SVÍÞJÓÐ FILIPPSEYJAR MANNSKÆÐ SJÓSLYS Á FRIÐARTÍMUM Helstu sjóslys frá Titanic-slysinu - Eigendur eftir löndum Kanada Bretland Ítalía Svíþjóð Finnland Rússland Egyptaland Estonia 1994 September Princess of the Stars 2008 Júní Dona Paz 1987 Des. Don Juan 1980 Apríl Al-Salam Bocaccio 98 2006 Febrúar Salem Express 1991 Desember Achille Lauro 1994 Desember Moby Prince 1991 Apríl The Empress of Ireland 1914 Maí Titanic 1912 Apríl Herald of Free Enterprise 1987 Mars Princess Victoria 1953 Janúar Andrea Doria (Ítalía) Stockholm (Svíþjóð) 1956 Júlí* Principessa Mafalda 1927 Okt. Novorossiysk 1955 Október Nakhímov aðmíráll Pjotr Vasev 1986 Aug**Árekstur milli skipanna tveggja Heimildir: Reuters, fréttir fjölmiðla Costa Concordia 2012 13. janúar 4.375 773 300 1.026 464 852 1.012 1.523 193 133 50 608 423 1.000 2 140 6 Tala látinna Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Forstjóri skipafélagsins Costa Cro- ciere, eiganda skemmtiferðaskipsins Costa Concordia, sagði í gær að skipstjóranum hefðu orðið á mistök áður en skipið sigldi á rif undan strönd ítölsku eyjunnar Giglio á föstudagskvöld. Skipstjórinn hefði breytt stefnu skipsins án heimildar og siglt of nálægt ströndinni, með þeim afleiðingum að stórt gat kom á skrokk skipsins og það lagðist á hliðina. Ítalska dagblaðið Corriere della Sera sagði í gær að skipstjórinn hefði siglt skipinu nær ströndinni til að gleðja yfirþjón þess sem er frá Giglio. Blaðið hafði einnig eftir sjónarvottum að yfirþjónninn hefði varað skipstjórann við hættunni skömmu áður en skipið sigldi á rifið. „Farðu varlega, við erum mjög ná- lægt ströndinni,“ sagði hann. Aðrir fjölmiðlar á Ítalíu sögðu að skipstjórinn kynni að hafa siglt skipinu nær eyjunni til að vekja að- dáun íbúanna og ferðafólks á stærð skipsins. „Fyrirtækið ætlar að styðja skip- stjórann og sjá honum fyrir allri nauðsynlegri aðstoð, en við verðum að viðurkenna staðreyndirnar og getum ekki neitað því að honum urðu á mistök,“ sagði Pier Luigi Foschi, forstjóri Costa Crociere. Hann bætti við að siglingaleið skemmtiferðaskipsins hefði verið sett rétt inn í tölvuforrit sem hefði átt að vara stjórnendur skipsins við ef það færi af réttri leið. „Sú stað- reynd að skipið fór af þessari leið er eingöngu vegna stefnubreytingar sem yfirmaðurinn gerði án heim- ildar, samþykkis eða vitneskju Costa Crociere.“ Neitar sök Skipstjórinn, Francesco Schett- ino, var handtekinn á laugardaginn ásamt stýrimanni. Ítalskir saksókn- arar segja að mennirnir eigi yfir höfði sér ákæru fyrir manndráp og fyrir að hafa yfirgefið skipið áður en öllum farþegunum var bjargað frá borði. Schettino er 52 ára og hefur starfað fyrir Costa Cruises í tíu ár, fyrst sem yfirmaður öryggismála og síðan stýrimaður þar til hann varð skipstjóri árið 2006. Schettino þræt- ir fyrir það að honum hafi orðið á mistök og segir að rifið, sem skipið sigldi á, hafi ekki verið sýnt á sjó- korti hans. Hann neitar því einnig að hann hafi yfirgefið skipið á undan farþegum. Fréttaveitan AFP hefur hins vegar eftir saksóknaranum Francesco Verusio, sem stjórnar rannsókn málsins, að skipstjórinn hafi yfirgefið skipið „löngu áður en síðustu farþegarnir voru fluttir frá borði“. Að minnsta kosti sex manns biðu bana í slysinu og fimmtán til við- bótar var enn saknað í gær. Yfir 4.200 manns frá 60 löndum voru í skipinu, þar af um þriðjungur Ítalir og einnig margir Þjóðverjar og Frakkar. Slysið varð skömmu eftir að skipið lagði af stað í sjö daga siglingu um Miðjarðarhaf. Hættulegar aðgerðir Sergio Ortelli, bæjarstjóri Giglio, kvaðst vera vongóður um að fleiri fyndust á lífi í skipinu. „Fólk getur lifað þar í nokkra daga til viðbótar,“ hefur AFP eftir honum. Gera þurfti hlé á björgunarað- gerðunum í gær vegna hvassviðris. Björgunarmennirnir segja að leitin sé mjög hættuleg vegna þess að þil- förin hallist um nær 90 gráður, auk þess sem hætta sé á að skipið renni af rifinu og sökkvi alveg. „Vistfræðileg tímasprengja“ Ortelli sagði að í skipinu væru tæp 2.400 tonn af olíu og óttast er að hún leki í sjóinn og valdi miklum umhverfisspjöllum. „Þetta er vist- fræðileg tímasprengja,“ sagði hann. Umhverfisráðherra Ítalíu, Cor- rado Clino, tók í sama streng og sagði að mikil hætta væri á alvar- legum olíuleka. „Tankar skipsins eru fullir af olíu, þetta er þung dísil- olía sem gæti sokkið á sjávarbotn- inn og það myndi verða stórslys.“ Talsmaður Carnival Corp, móður- félags Costa Crociere, sagði að áætlað væri að tjónið af völdum slyssins næmi sem svarar 10 til 12 milljörðum króna. Breytti stefnu skipsins og sigldi of nálægt landi  Hætta talin á umhverfisspjöllum vegna olíuleka úr skemmtiferðaskipinu Reuters Handtekinn Skipstjóranum Francesco Schettino fylgt í lögreglubíl í Grosseto á Ítalíu. Hann á yfir höfði sér ákæru fyrir manndráp. 16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2012 Almenningur hefur verið beðinn um að taka þátt í leitinni að reiki- stjörnum þar sem líf kann að þríf- ast. Sjálfboðaliðar geta farið á vef- síðuna planethunters.org til að sjá myndir af 150.000 stjörnum sem geimsjónaukinn Kepler hefur tekið. „Við vitum að fólk mun finna plán- etur sem tölvum sést yfir,“ hefur fréttavefur breska ríkisútvarpsins eftir Chris Lintott, geimvísinda- manni við Oxford-háskóla. Sjón- aukinn var tekinn í notkun árið 2009 og hefur m.a. fundið plánet- una Kepler 22b, sem líkist jörðinni hvað stærð og hitastig varðar og er í um 600 ljósára fjarlægð. Reuters Kepler 22b Þannig kann plánetan líf- vænlega mögulega að líta út. Óskað eftir sjálfboðaliðum í stjörnuleit GEIMVÍSINDI Jon Huntsman, fyrrverandi ríkisstjóri Utah og sendiherra í Kína, tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að draga sig í hlé í forkosningum repúblikana og styðja Mitt Rom- ney sem þykir sigurstranglegastur. Skömmu áður hafði stærsta dag- blað Suður-Karólínu lýst yfir stuðn- ingi við Huntsman, en kosið verður þar á laugardaginn kemur. Jon Huntsman styður Mitt Romney Jon Huntsman BANDARÍKIN Indverjar reyna að hemja naut á nautatamningarhátíð í bænum Madurai. Hátíðin er haldin árlega og er liður í uppskeruhátíð, sem nefnist Pongal, í indverska sam- bandsríkinu Tamil Nadu. Tarfarnir tamdir á uppskeruhátíð Reuters Norðmenn fluttu út meira af eldis- laxi á liðnu ári en nokkru sinni fyrr, að því er fram kemur á fréttavef norska ríkisútvarpsins. Norðmenn fluttu út 840.000 tonn af laxi á árinu, en það jafngildir tólf millj- ónum máltíða á hverjum degi í eitt ár, að sögn vefjarins. Norskir sér- fræðingar spá því að útflutningur- inn aukist í ár vegna mikillar eftir- spurnar á nýjum mörkuðum. Metútflutningur á eldislaxi NOREGUR á þriðjudögum ÚT ÚR SKÁPNUM - Gnnlaugur Bragi. „Kærastan var sú fyrsta sem ég sagði frá samkyn- hneigð minni“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.