Morgunblaðið - 17.01.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.01.2012, Blaðsíða 15
Reuters Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna, FTC, hefur ákveðið að víkka út rannsókn sína á viðskiptaháttum Go- ogle, og hefur bætt starfsemi samfélagslausnarinnar Go- ogle+ við rannsóknina, að því er Reuters greinir frá. FTC hefur um skeið verið að rannsaka Google vegna ásakana um að leitarvélarrisinn beiti brögðum eins og að gera vörur samkeppnisaðila minna áberandi í leitarnið- urstöðum. Gagnrýnendum og samkeppnisaðilum Google þykir einnig áhyggjuefni að fyrirtækið tilkynnti í liðinni viku breytingar sem munu gera leitarniðurstöður enn meira persónusniðnar en áður og tengja leitir með sterk- ari hætti við færslur og myndir á Google+. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þessa nýjustu breyt- ingu er Alex Macgillivray, yfirlögfræðingur Twitter og fyrrverandi stjórnandi hjá Google, en hann hefur sagt að með nýjasta útspilinu sé Google að „bjaga“ leitarniður- stöður. Google hefur svarað að breytingin muni koma sér vel fyrir neytendur með því að gera efni af félags- miðlum sýnilegra í leitarniðurstöðum. Bætti fyrirtækið við, í tilkynningu sem send var út á föstudag, að það góða við opna viðskiptahætti netsins væri að þeir notendur sem kynnu ekki að meta breytingarnar gætu hæglega fært sig yfir til annarra leitarvéla. ai@mbl.is Google undir smásjána  Grunur um ósanngjarnar leitarniðurstöður Google+ FRÉTTIR 15Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2012 Fiskvinnsla Framkvæmdastjóri Storms Seafood segir fyrirtækið þurfa að ráða til sín 15 manns til viðbótar við fiskvinnslu eftir kaupin á Blátúni. Eftir þá fjölgun munu 50-55 manns starfa hjá fyrirtækinu við vinnslu og útgerð og árleg velta nema um 1,3 milljörðum króna. Stormur Seafood komst í frétt- irnar á síðasta ári þegar ráðherrar í ríkisstjórn létu kanna lögmæti eign- arhalds þess. Þá kom það fram að fjölskylda sem búsett er í Kína á 43% hlut í fyrirtækinu í gegnum eignar- haldsfélög. Steindór Sigurgeirsson á meirihlutann. Nefnd um erlenda fjárfestingu gerði hins vegar ekki athugasemdir. hordur@mbl.is Sjávarútvegsfyrirtækið Stormur Seafood hefur keypt fiskvinnslu Blátúns ehf. í Hafnarfirði. „Kaupverðið er trúnaðarmál,“ segir Halldór Leifsson, fram- kvæmdastjóri Storms Seafood, í samtali við Morgunblaðið, en við kaupin var meðal annars horft til staðsetningar og hversu vel tækjum búin fiskvinnslan er. Hann segir verkefnastöðu fyrir- tækisins líta vel út. „Við munum þurfa að ráða til okkar 15 starfs- menn til viðbótar í fiskvinnsluna.“ Stormur Seafood kaupir Blátún Morgunblaðið/Ernir STUTTAR FRÉTTIR ● Alls var 76 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu 6. janúar til og með 12. janúar 2012. Þar af voru 60 samningar um eignir í fjölbýli, 14 samningar um sérbýli og tveir samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 2.253 milljónir króna og meðalupphæð á samning 29,6 milljónir króna. Á sama tíma var þremur kaupsamn- ingum þinglýst á Suðurnesjum. Þeir voru allir samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 39 milljónir króna og meðalupphæð á samning 13,1 milljón króna. 76 samningum þinglýst ● Henrik Normann, framkvæmdastjóri fjár- festingabankasviðs Danske Bank, hefur verið ráðinn forstjóri Norræna fjárfestinga- bankans (NBI) frá og með 1. apríl næstkom- andi. Hann tekur við starfinu af Johnny Åkerholm frá Finnlandi, sem hefur ver- ið forstjóri bankans síðan 2005. NIB er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháens, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn stundar lánastarf- semi bæði í eigendalöndunum og í ný- markaðsríkjum. Skuldabréf bankans fá hæstu mögulegu lánshæfiseinkunn. Henrik Normann ráðinn nýr forstjóri NIB ● Efasemdir eru um að bresk sam- keppnisyfirvöld muni heimila bresku verslunarkeðjunni WM Morrisons að kaupa 77% hlut skilanefnda Lands- bankans og Glitnis í matvælakeðjunni Icelandic Foods, að því er fram kemur í blaðinu Sunday Telegraph. Ef Morrisons gengur úr skaftinu er líklegast að fjárfestingarfélagið BC Partners hreppi Iceland. Segir blaðið að íslensku bankarnir hafi boðist til að lána allt að 200 milljónir punda til þess fyr- irtækis, sem býður yfir 1,4 milljarða punda í hlutaféð. Efasemdir um að Morr- isons geti keypt Iceland Hörður Ægisson hordur@mbl.is Dótturfélag Íslandsbanka, Miðengi ehf., hefur selt 82% hlut sinn í Jarð- borunum hf. og er kaupandinn sam- lagsfélagið SF II sem er í eigu Festa lífeyrissjóðs, Gildis lífeyrissjóðs, Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins, Sam- herja og Stefnis – Íslenska athafna- sjóðsins. Kaupverðið fæst ekki gefið upp. Í samtali við Morgunblaðið segist Ólaf- ur Þór Jóhannesson, framkvæmda- stjóri Miðengis, hins vegar ánægður með það verð sem Íslandsbanki fær í sinn hlut fyrir söluna og hina nýju meirihlutaeigendur. Aðspurður hvort ekki hafi komið til greina að selja allan hlut Íslands- banka í Jarðborunum segir Ólafur það einfaldlega hafa verið samkomu- lagsatriði milli aðila að bankinn héldi eftir 18% hlut í félaginu. Að sögn Ólafs er stefnt að því að selja hlutinn síðar meir. „Salan á 18% hlutnum gæti þá hugsanlega orðið samhliða því að Jarðboranir yrðu skráðar á hlutabréfamarkað. Það er hins vegar ekkert gert ráð fyrir því strax á þessu ári.“ Í fréttatilkynningu er haft eftir Bent Einarssyni, forstjóra Jarðbor- ana, að fyrirtækið sé ánægt með nýja meirihlutaeigendur, stefnu þeirra og framtíðarsýn. „Áfram verður byggt á þeim grunni sem fyrir er innan fé- lagsins og höfuðstöðvarnar verða áfram á Íslandi.“ Íslandsbanki tók yfir allt hlutafé í Jarðborunum í byrjun síðasta árs í kjölfar þess að félagið var tekið til fjárhagslegrar endurskipulagningar. Miðengi hóf opið söluferli á Jarðbor- unum í ágúst og lagt var upp með að selja mögulega 100% hlut í félaginu. Fram kemur í tilkynningu að Jarð- boranir, sem sérhæfa sig í öflun jarð- hita, standi nú að borframkvæmdum víða erlendis, meðal annars í Dan- mörku, á Nýja-Sjálandi, í Þýskalandi, Karíbahafinu og á Azoreyjum. Sjóðir kaupa 82% eignahlut í Jarðborunum Morgunblaðið/Jim Smart Jarðhiti Jarðboranir hafa áratuga reynslu af borunum eftir jarðhita á Ís- landi. Félagið stendur jafnframt að borframkvæmdum víða erlendis.  Dótturfélag Íslandsbanka fer með 18% hlut  Kaupverð ekki uppgefið Jarðboranir seldar » Íslandsbanki hefur selt 82% hlut sinn í Jarðborunum til þriggja lífeyrissjóða, Samherja og Stefnis – Íslenska athafna- sjóðsins. Kaupverð fæst ekki uppgefið. » Framkvæmdastjóri Miðengis segir stefnt að því að selja 18% eignahlut Íslandsbanka samhliða skráningu Jarðbor- ana á markað. ● Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s staðfesti í gær lánshæfiseinkunn franska ríkisins og er ríkið áfram með hæstu einkunn, AAA. Fyrirtækið íhugar hins vegar hvort það muni breyta horf- um ríkissjóðs en þær eru nú stöðugar. Á föstudag lækkaði Standard & Poor’s lánshæfiseinkunn franska rík- isins í AA+ en Fitch hefur gefið út að ekki standi til að lækka lánshæf- iseinkunn Frakklands á árinu. Moody’s staðfestir AAA í lánshæfi hjá Frökkum Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppn- iseftirlitsins um að Síminn skuli greiða 60 milljónir króna í sekt vegna misnotkunar á markaðs- ráðandi stöðu. Í september sl. komst Samkeppn- iseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Síminn hefði misnotað markaðs- ráðandi stöðu sína með tilboði sem fyrirtækið gerði notendum sumarið 2009. Var Símanum gert að greiða 60 milljónir króna í stjórnvaldssekt sem áfrýjunarnefnd samkeppnis- mála hefur nú staðfest að Símanum beri að greiða. Greiði 60 milljónir í sekt                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 +1+.2- +,,.32 ,+.//4 ,5.3-+ +0.21 +/+., +.3/+3 +15.2 +-2.3, +,-.30 +1,./, +,/.54 ,+./13 ,5.0+, +0.14, +/+.-0 +.3/34 +1+./0 +-1.53 ,+1.33+/ +,-.10 +1,.01 +,/.4 ,+.4-2 ,5.00/ +0.114 +/+.14 +.34+, +1+.14 +-1.- Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.