Morgunblaðið - 17.01.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.01.2012, Blaðsíða 30
Litdeplar Gestur virðir fyrir sér eitt verka Hirst á sýningu hans í London. Breski myndlistarmaðurinn Damien Hirst hefur á undanförnum árum verið stórtækur í sýningarhaldi og sölu verka; fáir ef nokkrir samtíma- listamenn hafa þénað jafn vel á list- sköpun sinni. Um þessar mundir er Hirst með einkasýningar í öllum ell- efu galleríum Larry Gagosians, eins helsta gallerista samtímans. Og á öllum sýningunum, hvort sem þær eru í New York, London, París, Hong Kong eða í Aþenu, má sjá sama þátt í sköpun listamannsins: málverk með litríkum hringjum eða deplum. The Complete Spot Paint- ings 1986-2011 nefnist sýningaröðin. Á sýningunum eru um 300 verk, frá mjög stórum málverkum á striga niður í örlítil; frá myndum með ein- um litríkum hring upp í 25.781 eins millimetra breiða depla í risastóru verki sem sýnt er á Manhattan. Hirst lætur aðstoðarfólk sitt yfir- leitt um að mála og gagnrýndi landi hans, málarinn David Hockney, hann fyrir það á dögunum. Samkvæmt The Guardian hefur Hirst gengist við því að láta starfs- fólk sitt sjá um vinnuna við verkin, enda finnist honum hin líkamlega vinna við málverkið „leiðinleg“. Hann bendir þó jafnframt á að löng hefð sé fyrir aðkomu aðstoðar- manna að verkum meistaranna. Óvíst er hver mörg deplaverk Hirst hefur málað um dagana, sam- hliða því að sýna dauðar skepnur í formalíni, fiðrildamálverk, dem- antahauskúpu og sitthvað annað. Hirst sýn- ir í ellefu galleríum  Um 300 depla- málverk til sýnis Umdeildur spænskur myndlistar- maður, Santiago Sierra, hóf röð gjörninga í Reykjavík í gær þegar hann lét vörubíl með flennistóran skúlptúr sem gerður er úr stöfunum NO standa fyrir framan Alþingis- húsið skömmu áður en Alþingi hófst aftur eftir jólaleyfi þingmanna. Eftir að skúlptúrinn hafði staðið við þinghúsið um stund, var bíllinn fluttur að aðalstöðvum Landsbank- ans og þar var verkið í einn og hálfan tíma. Sierra opnar sýningu í Listasafni Reykjavíkur á föstudagskvöldið kemur. Dagsetningin mun ekki vera tilviljun, því þann dag verða þrjú ár liðin síðan söguleg mótmæli voru haldin á Austurvelli þegar þúsundir manna söfnuðust þar saman. Dagana fram að opnun sýningar- innar mun listamaðurinn fram- kvæma gjörninga sína, þar sem hann stillir upp NO-skiltinu á vöru- bílnum, og hefur hann valið marga staði innan borgarmarkanna fyrir verkið. Allir tengjast staðirnir ádeilu hans á kapítalískt markaðshagkerfi og efnahagshrunið á Íslandi á ein- hvern hátt. NO-skúlptúrinn er þriggja metra hár og vegur um eitt og hálft tonn. NO, Global Tour-gjörningar Sierra hér eru hluti af stærra verk- efni listamannsins sem hefur staðið yfir víða um heim frá árinu 2009 en þá birtist þessi neitandi skúlptúr fyrst í borginni Lucca á Ítalíu. Ferð- in með hann þá var fest á filmu, líkt og nú er gert, og var fyrsti hluti myndar um ferðalagið sýndur á Kvikmyndahátíðinni í Berlín í fyrra. Engir sakbitnir leita vinnu Á sýningunni á verkum Sierra sem verður opnuð á föstudag verður í fyrsta sinn sýnt heildarsafn allra heimildarkvikmynda og myndbanda hans, 51 talsins, en margar þeirra eru afar umdeildar og stranglega bannaðar börnum. Í heild er mynd- efnið tæplega fimmtíu klukkustund- ir en verkin eru allt frá einnar mín- útu löng upp í tvær klukkustundir. Um helgina auglýsti Listasafn Reykjavíkur eftir að ráða í launað skammtímaverkefni fyrir listgjörn- ing Sierra fyrrverandi eða núver- andi starfsmenn fjármálastofnana „sem eru sakbitnir vegna hlut- deildar sinnar í ríkjandi efnahags- ástandi“. Að sögn Soffíu Karls- dóttur, markaðs- og kynningarstjóra Listasafns Reykjavíkur, höfðu engir sakbitnir fjármálamenn gefið sig fram ennþá í gær. efi@mbl.is Gjörningur við Alþingi  Spænski listamaðurinn Santiago Sierra með NO, Global Tour-gjörning við Alþingi og Landsbankann í gær  Fleiri áfangastaðir á næstu dögum Morgunblaðið/Ómar Neitun Tröllvaxið „Nei“ Santiagos Sierra birtist á vörubílspalli fyrir framan Alþingishúsið skömmu fyrir þingsetningu í gær. Morgunblaðið/Ómar Við Landsbankann Annar viðkomustaður NO-gjörnings Santiagos Sierra var í Pósthússtræti, fyrir framan höfuðstöðvar Landsbankans. 30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2012 Hún gæti átt góðu gengi og mikilli aðsókn að fagna um nokkurn tíma 33 » Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta kom mér mjög skemmtilega á óvart,“ segir Rósalind Gísladóttir, óperusöngkona og söngkennari við Tónlistarskóla Grindavíkur, sem ný- verið sigraði í söngkeppninni Barry Alexander International Vocal Com- petition (BAVIC). Í sigurlaun fær hún að syngja einsöng í hinu víð- fræga tónlistarhúsi Carnegie Hall í New York 29. janúar nk. „Þetta verður góð reynsla auk þess sem það er frábært að fá að syngja í svona flottu húsi,“ segir Rósalind. Spurð hvort hún geri sér vonir um að tón- leikarnir geti reynst henni stökk- pallur inn í tónlistarheiminn erlendis segir Rósalind að tíminn einn verði að leiða það í ljós. BAVIC-keppnin skiptist í fjóra flokka og keppti Rósalind í flokki at- vinnumanna. Að sögn Rósalindar sendir hver keppandi inn nokkrar hljóð- og myndupptökur af sér frá ólíkum tónleikum og eru úrslitin ákveðin á grundvelli þeirra. „Mér finnst þetta að því leyti mjög sann- gjörn keppni að dómnefndin leitast við að meta hvernig söngvarar standa sig undir eðlilegum að- stæðum á tónleikum frekar en undir keppnispressu og reyna að taka inn í reikninginn allt sem góður söngvari þarf að hafa til brunns að bera,“ seg- ir Rósalind. Alls hlutu sex söngvarar frá fimm löndum fyrstu verðlaun í flokki atvinnumanna í keppninni í ár og koma þeir allir fram á fyrr- nefndum tónleikum. Undirbúningur kominn á fullt Aðspurð segir Rósalind undirbún- ing tónleikanna standa sem hæst um þessar mundir. „Maður þarf auðvit- að að þekkja textann og aðstæður óperupersónanna vel til þess að geta túlkað tónlistina sem skyldi. Ég fæ að syngja 20 mínútna prógramm sem gerir þrjár til fjórar aríur,“ seg- ir Rósalind og tekur fram að hún sé enn ekki alveg búin að velja, en arí- urnar sem til greina komi séu dramatískar aríur á borð við O don fatale sem Eboli syngur í Don Carlo eftir Verdi, Condotta sem Azucena syngur í Il Trovatore eftir Verdi sem og sígaunasöngur Carmenar úr sam- nefndri óperu eftir Bizet þar sem meiri glens og gleði er ríkjandi. „Ég hef í gegnum tíðina mest sungið Mozart og Rossini, þannig að ef ég vildi sýna mikla breidd í rödd- inni þá myndi ég syngja kóloratúrar- íuna Una voce poco fa sem Rosina syngur í Rakaranum í Sevilla eftir Rossini. Ég hef alltaf litið á mig sem lýrískan mezzósópran, en raddlega er ég stödd mitt á milli þess að vera dramatískur mezzósópran og kólor- atúrmezzósópran. Það gæti því verið gaman að sýna að ég ráði vel við hvort tveggja,“ segir Rósalind og tekur fram að hún sæki um þessar mundir einkatíma hjá Kristjáni Jó- hannssyni óperusöngvara. „Hann er að syngja mig yfir í meira drama og mér líður mjög vel í því. Það er því erfitt að velja á milli því þetta er allt svo skemmtilegt.“  Rósalind Gísladóttir sigraði í BAVIC-söngkeppninni  Fær að sigurlaunum að syngja í Carnegie Hall nú í janúar Túlkun Rósalind Gísladóttir mezzósópran fær að syngja þrjár til fjórar arí- ur á tónleikunum í Carnegie Hall sem fram fara 29. janúar nk. „Þetta verður góð reynsla“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.