Morgunblaðið - 17.01.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.01.2012, Blaðsíða 18
FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is Þó að atvinnuleysi hafi minnk-að á síðasta ári er þessumisskipt milli kynja því þaðer fyrst og fremst atvinnu- leysi karla sem minnkar. Núna eru hlutfallslega fleiri konur atvinnu- lausar en karlar og atvinnuleysi með- al kvenna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, þar sem atvinnuleysið er mest, hefur aukist milli ára. Áður en atvinnuleysisbylgjan skall á þjóðinni haustið 2008 voru konur alltaf fjölmennari í hópi þeirra sem ekki höfðu vinnu en karlar. Við hrunið breyttist þetta, en þá fór at- vinnuleysi meðal karla úr 0,6% árið 2007 upp í 8,9% árið 2009. Atvinnu- leysi meðal kvenna fór úr 1,1% í 7,3% á þessu tímabili. Atvinnuleysi meðal kvenna hefur ekkert minnkað frá hruni og mældist raunar aðeins meira á síðasta ári en árinu 2010. Karl Sigurðsson, skrifstofustjóri hjá Vinnumálastofnun, segir að með- al þess sem skýri þetta sé að almenn umsvif í iðnaði og byggingariðnaði hafi verið að aukast, en staðan hafi ekki batnað í sumum greinum þar sem konur eru fjölmennar. Konur séu t.d. mjög fjölmennar meðal ríkis- starfsmanna og ríkið sé enn í þeirri stöðu að vera að draga saman í rekstri. Minnkar ekki hjá háskólamenntuðu fólki Atvinnuleysi er mest meðal þeirra sem eru með litla menntun. Tölur Vinnumálastofnunar sýna að staðan hjá þessu hópi hefur batnað. Í desember 2010 voru 7.374 sem voru eingöngu með grunnskólapróf án vinnu, en í síðasta mánuði var þessi tala komin niður í 6.282. Sáralítil breyting hefur hins vegar orðið með- al þeirra sem eru með háskólapróf, en þar eru enn rúmlega 2.000 ein- staklingar án vinnu. Raunar hefur at- vinnuleysi meðal háskólamenntaðra kvenna aukist um tæplega 7% milli ára. Rösklega 2.000 einstaklingar 16- 24 ára eru án vinnu eða 16% af þeim sem eru á atvinnuleysisskrá. Þetta hlutfall var 17% fyrir einu ári. At- vinnuleysi meðal ungs fólks hefur minnkað meira en hjá þeim sem eldri eru. Í Evrópusam- bandinu er atvinnuleysi ungs fólks að meðaltali um 22%. Það er um 9% í Noregi, 15% í Danmörku, 20% í Finn- landi og 23% í Svíþjóð. Þeir sem hafa verið án vinnu í sex mánuði eða lengur voru 6.627 í desembermánuði. Þetta er um 52% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá, en þetta hlutfall hefur ekki lækkað milli ára. 4.526 hafa verið án vinnu í heilt ár eða lengur. Karl segir að þó að atvinnuleysi sé enn mikið sé hreyfing á fólki. Margir fái vinnu í nokkra mánuði, t.d. yfir sumarið og komi svo inn aftur. Margt sé gert til að hjálpa fólki sem sé atvinnulaust, t.d. hafi um 10 þús- und manns sótt ýmis vinnumarkaðs- úrræði árið 2010 og álíka fjöldi á síð- asta ári. Þarna sé um að ræða námssamninga, starfsþjálfun, sem hafi reynst vel, og ýmiss konar nám- skeið eins og í tölvutækni, tungu- málum, meiraprófi, sjálfsstyrkingu og fleiru. Karl segir að svokallað Þor- verkefni, sem hófst í ágúst 2010 og beindist sérstaklega að fólki 30 ára og eldra sem hafði verið lengi á atvinnu- leysisskrá hafi skilað góðum árangri. Margrét Linda Ásgrímsdóttir, forstöðumaður Vinnumiðlunar Suð- urnesja, segir að atvinnuástandið á Suðurnesjum sé búið að vera slæmt frá hruni og batinn sé hægur. Það helsta sem menn horfi á núna sé auk- in umsvif í Flugstöðinni og bygging kísilvers. Karlarnir fá vinnu en konurnar sitja eftir Morgunblaðið/Golli Án vinnu VR minnti í desember á að margir félagsmenn þeirra væru enn án vinnu. Atvinnuleysi meðal kvenna á höfuðborgarsvæðinu jókst í fyrra. 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Bandarískarkosningar,og einkum kosningabaráttan er ólík því sem ger- ist hérna megin Atlantsála. Bandaríkjamenn kjósa á tveggja ára fresti til þings, alla fulltrúa í deildinni sem við þá er kennd og þriðj- ung öldungadeildamanna. For- seti er kosinn á fjögurra ára fresti. Kosningabaráttan stendur venjulega í því sem næst heilt ár. Flokkurinn, sem ekki á forsetann vísan sem frambjóðanda það sinnið eyðir mörgum mánuðum í að velja keppinaut úr sínum hópi. Óhemju fé er ausið í allar áttir. Það lögmál gildir einnig um flokk forsetans en oftast er hann hins vegar nánast sjálf- kjörinn frambjóðandi hafi hann aðeins setið eitt kjörtímabil. Það vekur iðulega nokkra undrun hve þetta mikla for- ysturíki lýðræðisins teflir ein- att fram hæfileikasnauðum frambjóðendum langt fram eft- ir baráttunni, þótt oftast verði þeir sem komast í lokakeppnina um Hvíta húsið að teljast fram- bærilegir. Sjálfsagt eru mælistikurnar sem Evrópumenn leggja á bandarísk stjórnmál litaðar af hroka, sjálfumgleði og stjórn- málalegum rétttrúnaði. En óneitanlega er margt með ólík- um brag og áherslum. Eyjar- skeggjarnir hér eru iðulega upp- næmir yfir þeim sem sagðir eru geta spjallað auð- veldlega um alla heima og geima á mörgum tungumálum. Slík kunnátta virðist jafnvel talin til álits- auka, þótt viðkomandi sé þekktur bullukollur þegar hann lætur dæluna ganga á eigin tungu. En nýleg dæmi úr kosn- ingum vestra benda til að þar þyki stórvarasamt fyrir fram- bjóðanda komi í ljós að hann talar eða skilur t.d. frönsku! Heldur þótti frönskukunnáttan forðum auka hróður frú Kenn- edy í sigurför þeirra hjóna til gamla De Gaulle í París. Bandaríkjamenn hafa sýnt að þeir eru gjarnir á að hoppa um borð til þess frambjóðanda sem hefur bestan byr. Viljinn til að vera í sigurliði sé svo rík- ur vestra. Á Íslandi hefur gjarnan verið sagt að ekki sé endilega gott fyrir flokk að fá of mikið fylgi í skoðanakönn- unum því að það fæli kjósendur frá honum á kjördag. Sjálfsagt hefur hvorug aðferðin og stemningin yfirburði yfir hina. Þegar horft er yfir núverandi skipan fulltrúa á Alþingi Ís- lendinga og í borgarstjórn Reykjavíkur er a.m.k. dálítið erfitt að staðhæfa að okkar að- ferðir skili örugglega bestu fulltrúunum í hús. Kosningabaráttan vestra er dálítið framandi} Kosningar þar og hér Taívanar endur-kusu forseta sinn, Ma Ying-jeou, um helgina. Sigur- inn var ekki mjög sannfærandi, 52% atkvæða á móti 46% hjá helsta keppinautnum, og fylgið minna en fyrir fjórum árum. Það næg- ir engu að síður til að tryggja honum síðara kjörtímabilið sem fyrirfram var ekki talið öruggt. Keppinauturinn, Tsai Ing- wen, er fulltrúi þess flokks sem vill ganga lengra í að skilja landið frá Kína, en Ma hefur lagt sig eftir því að halda góðum tengslum við Kína og auka sam- skipti og viðskipti á milli land- anna. Þetta hefur tekist og stjórn- völd í Peking, sem horfðu með velþóknun til framboðs Ma, hafa lýst sig ánægð með sigur- inn. Fyrirfram fóru þau þó var- lega í stuðningsyfirlýsingar, því að vitað var að of mikill stuðn- ingur Kínastjórnar gæti frekar skaðað framboð hans en hjálpað því, sem er ágætt dæmi um við- kvæm og flókin samskipti ríkjanna. Taívanar eru lánsamir að hafa losnað við að lúta komm- únistastjórninni í Peking enda eru lífskjör íbúa eyj- arinnar allt önnur en fyrrverandi landa þeirra á meginlandinu. En Taívanar eru samt sem áður ekki í öfunds- verðri stöðu að öllu leyti. Þeir búa við stöðuga ógn frá meg- inlandinu og hafa þurft að sætta sig við að samskipti ríkjanna byggjast á tuttugu ára sam- komulagi um „eitt Kína“, sem hvort ríki túlkar svo á sinn hátt. Hættan fyrir Taívana er sú að túlkun stjórnvalda í Peking verði ofan á og með vaxandi mætti Kína er engin leið að tryggja að svo verði ekki. Helsta von Taívana er að opn- ara samfélag í Kína, sem birtist meðal annars í auknum sam- skiptum við Taívan, hafi jákvæð áhrif á meginlandinu sem dragi smám saman úr hættunni. Þetta er hins vegar þróun sem mun í besta falli taka langan tíma og þess vegna er skiljan- legt að kjósendur hafi ákveðið að rugga ekki bátnum sem er svo óþægilega staðsettur, skammt undan ströndum meg- inlandsins. Taívanar ákváðu um helgina að ögra ekki Peking-stjórninni} Kosningar í Taívan M eðalhófið virðist okkur Íslend- ingum oft vera vandratað. Við erum fljót að hlaupa upp til handa og fóta ef eitthvað ger- ist í samfélaginu og dæma í allar áttir. Lítið virðist vera gert af því að kynna sér staðreyndir, velta fyrir sér göllum og kostum og komast að skynsamlegri niður- stöðu. Við getum verið afskaplega öfgafull í öllum málum, hvort sem það er að viðra skoð- anir á samfélagsmiðlum, velja sér hreyfingu eða mat á borðið. Þessi árátta okkar að taka allt með trukki og dýfu er oft mjög áberandi á þessum árs- tíma, þegar margir ætla að fara að taka lífs- stílinn í gegn. Mörgum veitir líka ekki af því, íslenska þjóðin er komin á topp listans yfir feitustu þjóðir í heimi og maður getur ekki annað en velt fyrir sér hvar allt fór að klikka. Hvað varð til þess að þessi agnarsmáa þjóð hætti að hugsa um sjálfa sig af skynsemi? Aldrei hefur verið eins mikið hamrað á heilsunni á öll- um vígstöðvum og undanfarin ár, aldrei höfum við fitnað jafn mikið og á undanförnum árum. Það virðist ekki fara saman umfjöllun og fræðsla um mikilvægi hreyfingar og þyngdarkúrfa landans. Þá má fara að velta fyrir sér hvort heilsuáróðurinn sé réttur og til hverra hann nær. Þegar miðlar eru skoðaðir má sjá að heilsuauglýsingum er beint að þeim sem eru þegar að hugsa um heilsuna eða þeim sem leita að skyndilausnum. Heilsuáróðurinn er oft mjög öfgafullur og fráhrindandi fyrir þá sem þurfa virkilega á því að halda að fara að hugsa um heilsuna. Það eru hristingar með ófáanlegum hráefnum, kraftmikil námskeið, duft og pillur og allt er þetta skreytt með myndum af fólki í svo góðu formi að það er nánast orðið afmyndað. Þetta er líklega ekki það sem höfðar til þess sem þarf nauðsynlega að fara að hreyfa sig og bæta mataræðið. Það sem virðist gleyma að segja fólki, eða nær ekki nógu sterkt í gegn, er að það að hugsa um heilsuna er ekki mikið mál, fátt gæti verið einfaldara ef það er gert af skyn- semi. Málið er að borða alltaf reglulegar mál- tíðir yfir daginn og þær þurfa ekkert að koma af dýrum heilsuveitingastöðum heldur bara að vera venjulegur matur sem er borðaður í hófi. Þá er gott að setja sér það markmið að skreppa í stuttan labbitúr um hverfið eða í kringum vinnustaðinn þegar færi gefst hvern dag, ekki með það að markmiði að megra sig heldur bara til að fá blóðið á hreyfingu og anda að sér fersku lofti. Þá held ég að töfra- lausn þjóðarinnar við fitunni sé að hætta að gera sér „glaðan dag“ á hverju kvöldi fyrir framan sjónvarpið. Það ætti að vera hverjum einfalt að lifa heilbrigðu lífi án þess að þurfa að eyða peningum eða jafnvel hugsa út í það. Heilbrigt líf finnst ekki eingöngu í heilsubúðum eða líkamsræktarstöðvum, heilbrigt líf á bara að vera hið venjulega hversdagslíf sem er lifað af hófsemi. ingveldur@mbl.is Ingveldur Geirsdóttir Pistill Í hófi og af skynsemi STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Ýmislegt getur skýrt hvers vegna hægar gengur að draga úr at- vinnuleysi kvenna en karla. Fjöl- mennasti vinnustaðurinn á Suðurnesjum er t.d. Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli, en þar er mik- ið um vaktavinnu. Það getur verið erfitt fyrir konur með börn á framfæri að taka að sér slík störf ef þær þurfa að mæta í vinnu kl. 5 á morgnana áður en skólar og leikskólar eru opnaðir. Atvinnu- lausum konum af erlendum upp- runa fjölgaði í fyrra en útlendum körlum án vinnu fækkaði. ATVINNULEYSI Atvinnuleysi á Íslandi Heimild: Vinnumálastofnun 9% 8% 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0% 2002 2011 Karlar Konur 2,8% 7,2% 3,3% 7,4% Margt skýrir kynjamuninn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.