Morgunblaðið - 17.01.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.01.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2012 – fyrst og fremst ódýr! ÓDÝRT ALLA DAG A! Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Það vekur undrun okkar svo ekki sé meira sagt að forsætisnefnd skuli hafa tekið margar vikur í að svara þessu erindi okkar og höfum við þó oft rekið á eftir því,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður um- hverfis- og samgöngunefndar. Forsætisnefnd Alþingis hafnaði á fundi sínum í gærmorgun beiðni nefndarinnar frá í nóvember síðast- liðnum um að Hagfræðistofnun Há- skóla Íslands yrði fengin til þess að leggja mat á arðsemi Vaðlaheiðar- ganga í kjölfar þess að Ríkisendur- skoðun hafnaði því að taka verkið að sér. „Þetta veldur okkur ennfremur bara vonbrigðum og undrun því hér er jú verið að sýsla um gríðarlega mikið almannafé og -hagsmuni og það er frum- skylda þingsins að sjá til þess að við vöndum okkur í alla staði og tök- um ákvarðanir byggðar á sem bestum upplýs- ingum.“ Umhverfis- og samgöngunefnd fundaði í gær- morgun með fulltrúum IFS Ráðgjaf- ar, Hagfræðistofnunar HÍ og Pálma Kristinssyni verkfræðingi, en þessir aðilar hafa allir unnið skýrslur um Vaðlaheiðargöng. Guðfríður Lilja segir aðspurð að hún telji að fundurinn hafi aukið á efasemdir nefndarmanna um fram- kvæmdina en það sem einkum kom fram á fundinum var að mikil óvissa væri um arðsemi hennar og fjár- mögnun og áhættu því fylgjandi. „Ef það er svona mikil óvissa og áhætta í þessu verkefni hlýtur sú spurning að vakna hvort það eigi ekki heima inni í samgönguáætlun og sé þá metið samkvæmt þeim mælistikum á jöfnum grundvelli og önnur samgöngumál í landinu.“ Hún ítrekar að enginn sé þar með að segja að Vaðlaheiðargöng eigi ekki einhvern tímann rétt á sér. „Það er hins vegar svo að Vaðlaheiðar- göng hafa ekki verið efst á forgangs- lista yfir þær vegaúrbætur sem verður að fara í og eru brýnastar og þá má það auðvitað ekki gerast að þetta verkefni sé tekið út af sam- gönguáætlun á einhverjum tiltekn- um forsendum en muni í raun soga til sín fjármagn úr sjóðum almenn- ings sem kemur niður á mun brýnni verkefnum. Um það snýst auðvitað málið,“ segir Guðfríður. Vilja ekki nýja skýrslu  Formaðurinn segir það vekja undrun að forsætisnefnd skuli hafa tekið margar vikur í að svara erindi nefndarinnar Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Þingmenn Hreyfingarinnar lögðu í gær fram þrjár þingsályktun- artillögur þess efnis að Alþingi beri að höfða mál gegn jafn- mörgum fyrr- verandi ráðherr- um fyrir landsdómi. Ráðherrarnir fyrrverandi sem um ræðir eru Björgvin G. Sigurðsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Árni Mat- hiesen. „Við höfum óskað eftir því að tillögurnar verði teknar á dagskrá samhliða tillögu formanns Sjálf- stæðisflokksins eða allavega að greidd verði um þær atkvæði á sama tíma og þá tillögu,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyfing- arinnar. Að sögn Þórs hefur hann heyrt af því að forseti Alþingis telji tillögurnar ekki þingtækar. „Mér sýnist hentistefna vera í gangi á þeim bæ um hvað er þing- tækt og hvað ekki,“ segir Þór og bætir við að þingmenn Hreyfing- arinnar styðji hugmyndir um frá- vísunartillögu gegn tillögu Bjarna. „Já, við myndum styðja það vegna þess að við teljum að tilurð þess- arar tillögu hans Bjarna sé með eindæmum forkastanleg,“ segir Þór. skulih@mbl.is Vilja kæra fleiri ráðherra  Munu líka styðja frávísunartillögu Þór Saari Steingrímur J. Sigfússon situr áfram næst for- setastóli, forseta til vinstri hand- ar, á Alþingi þótt hann sé ekki lengur fjár- málaráðherra. Síðustu fjörutíu árin hefur fjár- málaráðherra setið í þessum stól, með einni und- antekningu. Forsætisráðherra ákveður sæta- skipan ráðherra á Alþingi. Ákvörð- un er í raun tekin fyrir fyrsta ríkis- stjórnarfund hverrar ríkisstjórnar því sætaskipanin endurspeglar röð- ina við ríkisstjórnarborðið. Frá því Jóhann Hafstein tók við forystu í ríkisstjórn, 1970, hefur forsætisráðherra jafnan setið næst forseta, honum til hægri handar, og utanríkisráðherra við hlið hans enda hefur það oft verið formaður annars stjórnarflokksins. Fjármála- ráðherra hefur setið hinum megin forsetastóls, forseta til vinstri hand- ar. Á þessu eru þó undantekningar, til dæmis sat Albert Guðmundsson áfram næst forseta þótt hann færi úr fjármálaráðuneytinu og Geir H. Haarde forsætisráðherra lét Jón Sigurðsson, formann Framsókn- arflokksins, sitja við hlið sér eftir að hann tók sæti í ríkisstjórn, þótt Jón væri ekki utanríkisráðherra. Steingrím- ur heldur sínum stól Steingrímur J. Sigfússon „Ég vísa því al- gjörlega á bug að við séum með einhverjar rang- færslur, við erum að sjálfsögðu að vinna fyrir okkar málstað hjá SA og sá málstaður snýst fyrst og fremst um það að skapa hérna fleiri störf, ná niður atvinnuleysinu, bæta lífskjörin og komast út úr kreppunni,“ segir Vilhjálmur Eg- ilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, spurður út í ásakanir Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætis- ráðherra, á hendur SA þess efnis að samtökin hafi haldið uppi linnu- lausum rangfærslum og áróðri gegn ríkisstjórninni. Vísa ásök- unum á bug Vilhjálmur Egilsson Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhann- esdóttir, minntist Sigurðar Bjarna- sonar frá Vigur, fyrrverandi al- þingismanns, við upphaf þing- fundar í gær. Sigurður sat alls 31 þing og varð síðan sendi- herra. Hann var lengi ritstjóri Morgunblaðsins. Gat forseti þess meðal annars að Sigurður hefði ver- ið forseti neðri deildar Alþingis í samtals sautján ár. Aðeins einn al- þingismaður hefði skipað það sæti lengur. Minntist látins þingmanns Sigurður Bjarnason Skúli Hansen skulih@mbl.is Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráð- herra, flutti Alþingi munnlega skýrslu sína um störf og stefnu rík- isstjórnarinnar síðdegis í gær. Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkis- stjórnina harkalega í málflutningi sínum. Jóhanna hóf skýrslu sína á því að fjalla um ráðherraskipti innan ríkis- stjórnarinnar og breytingar á stjórn- arráðinu. Að hennar sögn hefðu þær breytingar sem nýlega voru gerðar á ríkisstjórninni ekki átt að koma nokkrum manni á óvart enda hefðu verið gefin fyrirheit um frekari sam- einingu ráðuneyta þegar ráðherrum var fækkað um tvo árið 2010. Jó- hanna boðaði jafnframt að ráðherr- um yrði fækkað úr níu í átta þegar Katrín Júlíusdóttir snýr aftur til starfa úr fæðingarorlofi. Jóhanna nefndi þó ekki með hvaða hætti yrði staðið að þeirri breytingu á ríkis- stjórninni. Jóhanna fjallaði einnig um baráttu ríkisstjórnarinnar við afleiðingar hrunsins í skýrslu sinni og benti á það að hagur íslensku þjóðarinnar hefði frá hruni vaxið hraðar en hagur flestra annarra þjóða. „Böndum hef- ur verið komið á ríkisfjármálin, störf- um er tekið að fjölga umtalsvert og lífskjörin batna, ekki síst hjá þeim sem lökust höfðu kjörin fyrir,“ sagði Jóhanna í gær. Að lokum gagnrýndi Jóhanna Samtök atvinnulífsins harkalega fyrir linnulausar árásir þeirra á ríkisstjórnina og vísaði því á bug að ríkisstjórnin hefði ekki staðið við loforð sín í tengslum við kjara- samninga. Hringlandaháttur Næstur til máls tók Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins. „Það sem situr eftir, eftir þessa skýrslu hæstvirts forsætisráð- herra, er stóra spurningin: Hvað þýða þessar stöðugu mannabreyting- ar í ríkisstjórninni?“ sagði Bjarni í ræðu sinni á Alþingi í gær. Bjarni gagnrýndi harkalega þessar stöðugu og umfangsmiklu mannabreytingar og ásakaði ríkisstjórnina um hringl- andahátt. Hann lýsti einnig yfir áhyggjum sínum af samþjöppun valds í kjölfar fækkunar á ráðherr- um. Nefndi hann sem dæmi að Stein- grímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, færi nú með sam- tals fimm ráðuneyti. Söngurinn þagnaður „Það er athyglisvert að sá söngur sem fylgdi okkur langt inn í síðasta ár og fram á haustmánuði jafnvel, að hér væri allt í kaldakoli og ekkert að ger- ast, hann er með öllu þagnaður,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon í ræðu sinni á Alþingi í dag. Steingrímur sagði einnig að dregið hefði verulega úr brottflutningi fólks á síðasta ári. „Nú þegar menn tala um norrænu velferðarstjórina þá er það aðallega í gríni enda afraksturinn allt annars eðlis,“ sagði Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsóknar- flokksins, í ræðu sinni í gær. Morgunblaðið/Ómar Umræður Miklar umræður urðu á Alþingi í gær í kjölfar munnlegrar skýrslu forsætisráðherra um störf og stefnu ríkisstjórnarinnar. Efst á baugi voru tíðar mannabreytingar í stjórnarráðinu og staðan í efnahagsmálum. Orð og efndir til umræðu á þingi  Ekki ljóst hvernig staðið verður að fækkun ráðherra í átta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.