Morgunblaðið - 17.01.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.01.2012, Blaðsíða 11
Náttúran Fallegt er á Vestfjörðum og tilvalið að hjóla þar um ýmsar leiðir, sérstaklega á sumrin. fyrst séð ljósið þegar ég fékk lánað reiðhjól hjá honum frænda mínum. Þá rifjaðist upp fyrir mér hvað það er meiriháttar samgöngutæki og yndisleg hreyfing sem reynir jafnt á alla liði og er mátulegt átak. Við eigum nú bíl en það kemur fyrir að hann standi vikum eða mánuðum saman óhreyfður. Enda ekki mikið við hann að gera hérna í innanbæj- arsnatti á Ísafirði þó að það sé ótrú- legt hvað fólk notar bílana í slíkt,“ segir Smári sem nú hefur gengið á flest fjöll á stór Skutulsfjarð- arsvæðinu en á mörg eftir á Vest- fjörðum. Hetjulegar hjólaleiðir Í dag fer Smári flestra sinna ferða hjólandi og hefur nagla undir hjólinu yfir veturinn. Þannig segir hann að honum séu flestar leiðir færar. Hann hefur hjólað allar þær leiðir sem finna má í bókinni og sumar oftar en einu sinni. „Það eru margar býsna góðar leiðir hér í kring. Þetta eru ekki endalausar torfærur en þær eru al- gengar því Vestfirðir eru þannig hannaðir. Setji maður sér það markmið að hjóla í hring lendir maður í torfærum á flestum leið- unum. Hjá því verður ekki komist þar sem hringleiðir á Vestfjörðum eru þannig að annars vegar er þetta flatlendi með sjó fram og hins vegar heiðar sem maður paufast yfir til að komast í næsta fjörð. Það er því nokkuð um hetjulegar leiðir í þess- ari bók. Það fer eftir því í hvaða stemningu ég er hvaða leið er í uppáhaldi hjá mér. Myndin af mér í brattanum er t.d. tekin í Árnes- hreppi og er næsterfiðasta leiðin því hún er bæði löng og ströng. En þetta er um leið ofboðslega fallegt svæði og fjölbreytilegt. Akkúrat á hinum endanum er svo auðveldasta leiðin, í Önundarfirði, og þangað kemst ég daglega ef ég vil. Það tek- ur rétt rúman klukkutíma að hjóla þann hring um fallegt svæði. Svo verður maður að minnast á svokall- aðan Svalvogahring sem er vett- vangur Vesturgötunnar. Það er vin- sælt víðavangshlaup sem haldið er á sumrin og um leið er haldin þar hjólreiðakeppni. Þetta er leið sem hægt er að mæla með fyrir alla,“ segir Smári. Smakkar á lækjunum Hjólabókin um Vestfirði er að- eins sú fyrsta í röð fleiri bóka og ætlar Smári sér að fara um landið og gefa út fleiri bækur með dagleið- um í hring á hjóli. Hann segist því ekki sjá fram á að njóta náttúru- paradísar Vestfjarða að neinu ráði næstu sjö til átta árin enda er heil- mikið verkefni framundan. „Þessar bækur eiga að vera sería leiðarvísa með dagleiðum á hjóli um landið allt. Ísland er fullt af möguleikum fyrir hjólreiðafólk. En til að setja mér viðráðanlegt markmið lýsi ég þeim leiðum sem hægt er að fara á einum degi og þá hringleiðum. Hringleiðin hefur það fram yfir leiðina fram og til baka að að jafnaði sér maður helmingi meira á þannig leið. Þá eru meiri líkur á einhverju réttlæti hvað veðr- ið varðar og ekki sífelldur mót- vindur,“ segir Smári. Í hjólaferðum segir Smári mikilvægt að hafa með sér viðgerðarsett og jafnvel auka- slöngu. Nesti tekur hann líka með allt eftir því hvað leiðirnar eru lang- ar og skjólfatnað enda allra veðra von. „Vatnsflösku hef ég alltaf en á ferðum mínum hef ég undantekn- ingarlítið getað fyllt á hana með fárra tuga metra millibili. Maður kemst ekki yfir að smakka á öllum þessum lækjum með góðu vatni,“ segir Smári. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2012 Í Hjólabókinni er að finna 14 hjólaleiðir á Vestfjörðum. En auk þeirra skrifar Smári aukakafla með ýmiss konar útúrdúrum, möguleikum til gönguferða, öðr- um hjólaleiðum og náttúru- laugum. Þá er kafli í bókinni þar sem Smári skrifar einhvern fróð- leik um viðkomandi svæði, sem samgöngusögu hvers svæðis eða um einhverja markverða atburði sem þara hafa átt sér stað. Fékk hann þar í lið með sér einvala lið yfirlesara til að tryggja að öll ör- nefni og staðreyndir væru réttar. Bókin er gefin út af Vestfirska forlaginu og fékk Smári styrk hjá menningarráði Vestfjarða sem varð honum mikil hvatning og er hann nú byrjaður að þýða bókina á ensku. Flestar myndirnar í bókinni eru eftir Smára en eiginkona hans, Nína Ivanova, sá um umbrot. Saga svæðis og leiðir HJÓLABÓKIN Í tilefni af fimmtu Reykjavíkurleik- unum og 100 ára afmæli ÍSÍ munu Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir ráðstefnu í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Munu fyrir- lestrarnir fara fram í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 19. janúar. En ráðstefnan stendur frá klukkan 18 til 21. Á ráðstefnunni munu þrír erlendir fyrirlesarar flytja erindi um afreks- þjálfun. Þeir eru Hans Söndergaard, lífeðlisfræðingur hjá „Copenhagen Muslce Research Centre“. Hann er hvað þekktastur fyrir rannsókn sem hann gerði til að greina muninn á afr- ískum og evrópskum langhlaupurum; Hvað skýrir yfirburði Kenýa í lang- hlaupum? Hann hefur einnig unnið ötullega að því hvernig líkamsþjálfun hjálpar sykursjúkum. Frjálsíþrótta- þjálfarinn Agne Bergvall mun meðal annars fjalla um hversu mikilvæg styrktarþjálfun er fyrir allar íþrótta- greinar. Þá mun Didier Seyfried, sér- fræðingur hjá National Sport and Physical Education Center“ í Frakk- landi, flytja erindi um hvernig afreks- maður nýtir krafta sína best. Ráðstefnustjórar verða þau Þórdís Gísladóttir, sviðsstjóri íþróttafræða- sviðs HR, og Viðar Sigurjónsson, sviðsstjóri þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ. Fyrirlestrarnir fara allir fram á ensku. Nánari upplýsingar um ráð- stefnuna og fyrirlesarana má finna á hlaup.is en ráðstefnugjald er 1.500 krónur og skráning fer fram á net- fanginu linda@isi.is. Ráðstefna um afreksþjálfun Fróðleg erindi af ýmsum toga Reuters Hlauparar Kenýumenn hafa yfirburði í langhlaupum, Geoffrey Kipsang í mark. Mikilvægt er að fá nóga orku þegar farið er í göngu- og hjóla- ferðir. Á vefsiðunni ivillage.com er að finna þessa girnilegu upp- skrift að hafrabitum. Skipta má út púðursykrinum fyrir hrásyk- ur ef vill og líka bæta út í þurrk- uðum ávöxtum. Þessir bitar eru góðir til að setja í nestisboxið en uppskriftin ætti að duga í 16 bita. Hafrabitar 400 g haframjöl 200 g smjör 200 g hunang eða síróp 200 g púðursykur Aðferð Bræðið smjörið með hunanginu eða sírópinu og sykrinum á vægum hita. Bland- ið haframjölinu saman við og bakið í ferningslaga formi við 150° hita í um 40 mínútur. Skerið síðan í hæfilega stóra bita. Mataræði Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Nesti Mikilvægt er að hafa nóg með sér til að fylla vel á tankinn. Orkumiklir hafrabitar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.