Morgunblaðið - 17.01.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.01.2012, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2012 ✝ Steindór Hjart-arson fæddist að Auðsholts- hjáleigu í Ölfusi 17. janúar 1936. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 7. janúar 2012. For- eldrar hans voru hjónin Jóhanna Ásta Hannesdóttir, f. í Stóru-Sandvík í Flóa 7. júní 1898, d. á Selfossi 4. júlí 1966 og Hjörtur Sigurðsson, f. í Holti, Ölfusi, 4. jan. 1898, d. á Selfossi 19. júní 1981. Þau hjón bjuggu lengst af í Auðsholtshjáleigu. Systkini Steindórs eru: 1) Hannes, f. 22. apríl 1919, d. 23. apríl 1983, 2) Guðmundur, f. 20. feb. 1925, d. 19. maí 2006, 3) Sigurður, f. 12. apríl 1926, d. 9. júlí 1996, 4) Jón Ástvaldur, f. 20. jan. 1928, 5) Rós- anna, f. 26. jan. 1930, d. 6. júlí 2008, 6) Ástríður, f. 25. okt. 1932, 7) Jónína, f. 25. nóv. 1942. Steindór ólst upp í Ölfusinu, hjálpaði þar til við búskap for- eldra sinna og gekk í skóla í Hveragerði. 16 ára fór hann á vertíð til Vestmannaeyja. Þar kynntist hann Þyrí Ágústsdóttur frá Varmahlíð, f. 7. desember 1934. Þau giftust í maí árið 1956. Foreldrar hennar voru Ágúst barn: Bergdís Lóa. Aldís Guðrún, f. 1989, unnusti Egill Hjartarson, barn: Gústaf Emil. Steindór kynntist 1977 Andreu Ágústu Halldórsdóttur, f. 4. júní 1941 í Sólheimum í Vogum á Vatns- leysuströnd. Þau hófu síðar sam- búð. Foreldrar hennar voru Hall- dór Ágústsson, f. 7. mars 1910, d. 28. ágúst 1992 og Eyþóra Þórð- ardóttir, f. 5. apríl 1922, d. 25. feb. 1987. Sín fyrstu ár í Vestmanna- eyjum starfaði Steindór sem mat- reiðslumaður hjá Einari ríka í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja, einnig var hann verkstjóri við að- gerð og saltfiskverkun í HV en lengst af starfaði hann sem verk- stjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja. Eftir Heimaeyjargos 1973 starf- aði Steindór sem verkstjóri hjá Ísfélaginu á Kirkjusandi í Reykja- vík og síðar hjá Sambandinu á sama stað. Hann lauk Fisk- vinnsluskólanum 1986. Steindór réð sig til Landsbankans 1987 við afurðaeftirlit, síðari ár sem hús- vörður í útibúum LÍ, Laugavegi 77 og í Mjódd. Eftir að Steindór komst á eftirlaun var hann í hlutastarfi hjá versluninni De- benhams í 3 ár. Steindór gekk í Verkstjórafélag Vestmannaeyja 1967 og sat í stjórn þess í 5 ár. Hann starfaði ötullega með Fé- lagi einstæðra foreldra á upp- hafsárum þess. Steindór gekk til liðs við Frímúrararegluna 2003 og starfaði þar til hinsta dags. Útför Steindórs fer fram frá Áskirkju í dag, 17. janúar 2012 kl. 11. Jónsson, f. 5. ágúst 1891, d. 1. des. 1969 og Pálína Eiríks- dóttir, f. 10. apríl 1895, d. 13. jan. 1983. Þyrí lést 10. desember 1971, rúmu ári fyrir gos. Í gosinu flutti Stein- dór til Reykjavíkur og hélt þar alla tíð myndarlegt heimili fyrir sig og börn sín. Börn Steindórs og Þyríar eru: 1) Sigurður, f. 13. des. 1955, kvænt- ur Sigurlínu Eiríksdóttur, barn; Vigdís, f. 1984, unnusti Reynir Bergmann Pálsson. 2) Berglind, f. 20. okt. 1957, gift Óskari Thor- berg Traustasyni, börn: Þyrí, f. 1979, unnusti Kristinn Ellertsson. Helga, f. 1983, unnusti Gunnar Valur Gunnarsson, barn: Gunnar Bergur. 3) Hjörtur, f. 6. maí 1964, börn hans eru: Steindór, f. 1989, kvæntur Dagnýju B. Stef- ánsdóttur. Halldór, f. 12. júlí 1991, d. 19. júlí 1991 og Daníel Hjörtur, f. 1994. 4) Ágúst, f. 6. maí 1964, kvæntur Sigríði Schram, börn: Þyrí, f. 2006 og Elfa, f. 2008. 5) Eydís, f. 6. ágúst 1965, í sambúð með Birni Lár- ussyni, börn Eydísar af fyrra hjónabandi eru: Hafdís, f. 1985, unnusti Aðalsteinn E. Stefánsson, Elsku hjartans Steindór. Ég minnist þín og alls þess er við gerðum saman. Ég sakna þín svo óendanlega mikið. Þú varst mér allt. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Vertu að eilífu Guði falinn. Hvíl í friði. Þín Ágústa. Elsku pabbi, hvað margar ókomnar kynslóðir í þinn legg hefðu þurft að kynnast þér. Þú varst yfirvegaður, ráðagóður, hjálpfús, nærgætinn, gestrisinn, sannur vinur vina þinna, traustur og talaðir aldrei illa um nokkurn mann. Hjartalag þitt var einstakt. Þú ert sú besta fyrirmynd sem hugsast gat. Við sem eftir lifum búum að því um ókomna tíð. Hafðu þökk fyrir allt, elsku pabbi, allt sem þú gafst mér og stuðning þinn. Þín Eydís. Í dag fer fram jarðarför Stein- dórs Hjartarsonar, sem best er lýst sem góðum manni. Hógvær, rólegur, vinnusamur, nægjusam- ur, umhyggjusamur eru nokkur þeirra orða sem mér koma til hug- ar þegar ég minnist Steindórs tengdaföður míns, en kynni okkar hófust fyrir rétt rúmum 36 árum síðan, skömmu eftir að ég kynnt- ist Berglindi dóttur hans. Nær undantekningalaust hefur verið haldin veisla á heimili Stein- dórs á þessum degi, sem í dag hefði orðið hans 76. afmælisdag- ur. Steindór naut þess að fá til sín börn sín og þeirra sístækkandi fjölskyldur á afmæli sínu, ásamt ættingjum og vinum. Hópurinn telur 5 börn, 9 barnabörn, og 3 barnabarnabörn. Samtals er hóp- urinn nú 27 manns með okkur tengdafólkinu. Þessi hópur hefur ásamt Ágústu sambýliskonu Steindórs staðið þétt saman nú að undanförnu í þeim miklu en skammvinnu veikindum sem leiddu til andláts hans. Steindór veiktist 19. nóvember, náði nokkr- um bata, en veiktist aftur 30. des- ember, hvarf meðvitund þann 31. desember og lést þann 7. janúar. Á heimili hans, sem hann hafði haldið við af alúð bæði innandyra og utandyra, hanga myndir af af- komendum hans og innrömmuð listaverk barnabarnanna í gegn um árin og hafa þar jafnan sess og mörg þau önnur listaverk sem það heimili prýða. Þar er einnig mynd af Steindóri og Þyrí með börnin sín fimm, sem tekin var skömmu eftir fermingu Berglindar og ekki löngu áður en Þyrí lést árið 1971. Hingað fór hópurinn eftir andlát Steindórs og átti saman stund umluktur fögrum minningum. Hér hefur okkur ávallt liðið vel. Óskar Thorberg Traustason. Þegar ég sat með afa síðasta spölinn leit ég yfir farinn veg og minntist fjölda góðra samveru- stunda. Mín fyrsta minning um afa er frá því hann vann við vaktir í Landsbankanum við Laugaveg. Þegar við áttum leið hjá var spennandi að sjá hvort afi væri að vinna og þá veifa honum. Hann veifaði alltaf á móti, opnaði svo og rabbaði við okkur. Eitt skiptið er mér vel minnisstætt, þá var kalt og ég orðin leið þegar við komum að bankanum. Afi bauð okkur inn- fyrir og gaf mér heitt kakó sem rann ljúft niður. Enn í dag minn- ist ég þessa kakóbolla þegar ég fer þar hjá. Ég minnist fjölda glæstra jóla- boða á Langholtsvegi. Þar stóð afi virðulegur í eldhúsinu með hvíta kokkahattinn og svuntuna, skar glaðbeittur kjötið ríflega ofan í fjölskylduna og var umhugað um að allir væru vel mettir. Við börn- in máttum leika okkur um allt hús og vorum mikið í kjallaranum í allskyns leikjum eða í bókaher- berginu að teikna. Afi leit oft inn og spjallaði við hvert og eitt okk- ar. Stóð þá iðulega með hendur fyrir aftan bak, tvísté aðeins og sagði „jæja … já já“ og spurði svo viðeigandi spurninga, eins og hvernig gengi í skólanum. Hann fylgdist vel með okkur öllum og var umhugað um að okkur farn- aðist vel í lífinu. Þegar ég fluttist suður til að stunda háskólanám komst það í vana að ég færi vikulega í mat til afa og Ágústu. Þar var ávallt á borðum einhver dýrindisréttur, allt frá sígildum mat eins og kjöt- súpu, kjöti í karrísósu og buffi í brúnni sósu til nýtískulegra fiski- rétta. Frasinn að maturinn væri alveg eins og á fínasta veitinga- húsi lék oft um varir okkar. Yfir matnum ræddum við iðulega um daginn og veginn, ég sagði frá því sem ég var að læra og afi sagði mér frá sinni ævi og störfum. Stundum komu þar einnig í mat æskuvinir hans, Rósi og Þór, og þótti þeim félögum skemmtilegt að espa umhverfissinnann upp með tali um að virkja og veiða meira, vitandi það að ég væri al- farið á móti slíku. Svo hlógu þeir bara þegar það var kominn æs- ingur í mig. Eftir matinn hjálpaði ég afa oft við að vaska upp og ganga frá. Hann sagði nánast alltaf að ég þyrfti nú ekki að standa í þessu, hann myndi dunda við þetta, hann hefði nægan tíma. En mig langaði að hjálpa til og lærði þannig að rata um eldhúsið hans afa. Stund- um nefndi ég að hann og Ágústa yrðu alla vikuna að finna aftur það sem ég hefði gengið frá og færa á rétta staði, en afi gerði aldrei mik- ið úr því og smám saman lærði ég að rata um eldhúsið. Ég veit hvar sleifarnar eru geymdar, allskyns diskar og föt. Hvar viskustykkið hékk og handklæðið til að þurrka sér um hendurnar eftir uppvask- ið. Þetta eru kannski litlir hlutir, en þarna finnst mér ég hafa kynnst afa enn nánar, því ég veit hvernig eldhúsið hans var þar sem hann naut sín svo vel. Á þeim tíma sem ég hitti afa minn vikulega, í hans umhverfi, kynntist ég honum náið. Í dag sé ég hann sem persónu með skoð- anir, langanir og reynslu. Ég þekki hans bakgrunn og lífsskoð- anir frá honum sjálfum og mun stolt geyma það í hjarta mér og get vonandi borið áfram til fram- tíðar. Far þú í friði afi minn. Vigdís Sigurðardóttir. Nú er afi Steindór farinn frá okkur, alltof snemma. Hann sem var svo hraustur og hugsaði vel um heilsuna. Afi var okkur mikil fyrirmynd, hann var duglegur og sat aldrei verkefnalaus, reglufast- ur, vandvirkur, og hugaði vel að öllu í kringum sig. Hann var ró- lyndismaður og lítill asi í kringum hann, en gat sífellt komið skemmtilega á óvart. Til dæmis hóf hann skyndilega að mála myndir eftir að hann hætti að vinna og þá var það ekkert hálf- kák, þær töldust í tugum. Hann gaf börnum og barnabörnum skemmtilegar myndir sem við gleðjumst yfir að hafa fengið frá honum. Það má segja um afa að hann var ekki maður margra orða, en við fundum það alltaf hvað hann fylgdist vel með okkur. Hann var stoltur af fjölskyldunni sinni og var annt um hana. Hann átti það til að kíkja óvænt í vinnuna til okkar, í stutta heimsókn heim eða hringja símtal til að fullvissa sig um að allir hefðu það gott. Hann var alltaf boðinn og búinn til að aðstoða okkur ef á þurfti að halda. Það var alltaf gott að koma á Langholtsveginn til afa og Ágústu og eiga gott spjall yfir kaffibolla við eldhúsborðið, þar sem farið var yfir helstu fréttir af fjölskyld- unni og þjóðmálin. Hann var að- allega að fiska eftir sögum af okk- ur en talaði minna um sjálfan sig. Við erum mjög þakklátar fyrir þann tíma sem við fengum með honum eftir að hann veiktist, og að sitja með öðrum fjölskyldu- meðlimum og rifja upp sögur af honum, margar sem við höfðum ekki heyrt áður. Þá sást líka hvað mikið af honum býr í okkur öllum og hvað við höfum erft marga kosti frá honum. Við systur erum stoltar af því að hafa átt svona góðan afa og þakklátar fyrir allt það sem hann hefur gefið okkur. Þyrí og Helga. Í dag verður jarðsunginn mág- ur minn og bróðir, Steindór Hjartarson, eftir stutt veikindi. Við vitum að endalokin voru eins og hann hefði óskað, að þurfa ekki að liggja lengi milli heims og helju eins og móðir hans. Steindór var fæddur og ólst upp í Ölfusinu. Ungur fór hann á vertíð til Vestmannaeyja og fann konuefni sitt, Þyrí Ágústsdóttur, og bjó þar síðan fram að Vest- mannaeyjagosi. Þau höfðu komið sér þar vel fyrir og eignuðust 5 yndisleg börn. Lífið tók óvægið á honum og fjölskyldunni þegar hann missti eiginkonu sína rétt fyrir gos og hann stóð uppi sem ekkjumaður með 2 börn á ung- lingsaldri og hin á barnsaldri. Strax gosnóttina varð hann að senda börnin með fiskibát til lands þar sem systkini hans tóku á móti þeim og gengu þeim í for- eldrastað fyrst um sinn eða þar til hann gat tekið við þeim á ný. Þessi tvö áföll sem urðu með svona stuttu millibili reyndu mjög á hann og voru veruleg verkefni að vinna úr. Auk þess var hann í krefjandi stjórnunarstarfi við fiskvinnslufyrirtæki í Vestmanna- eyjum, starfi sem hann taldi sig verða að sinna þar til fyrirtækið flutti starfsemi sína upp á fasta- landið. Æðruleysið og dugnaðurinn sem hann beitti við að leysa þessi verkefni var aðdáunarvert. Hann ákvað að búa sér og börnum sín- um framtíðarheimili í Reykjavík og sjá um uppeldi þeirra þar til þau gætu séð um sig sjálf. Þessu markmiði náði hann með miklum sóma. Hann var í miklu sambandi við okkur hjónin á þessum tíma og við kynntumst honum náið. Það var alveg ótrúlegt að sjá hvern mann hann hafði að geyma sem lýsti sér í hlýju viðmóti, hjálpsemi og virðingu sem hann bar fyrir samferðafólki sínu. Maður skynj- aði vel hvað margir báru hlýjan hug til hans þegar maður fór með honum á mannamót og það var með ólíkindum hvað margir þekktu hann og gáfu sig á tal við hann. Þegar vinnustaður hans á Kirkjusandi var lagður niður og breytt í skrifstofuhúsnæði hóf hann nám í Fiskvinnsluskólanum og lauk þaðan prófi sem fisk- vinnslumaður. Í framhaldi af því réðst hann sem birgðaeftirlits- maður hjá Landsbankanum og síðan sem eftirlitsmaður með fasteign bankans í Mjódd þar sem hann starfaði töluvert fram yfir hefðbundinn eftirlaunaaldur. Um svipað leyti og hann hóf nám við Fiskvinnsluskólann hóf hann sambúð með eftirlifandi sambýliskonu sinni, Ágústu Hall- dórsdóttur. Við hérna í Öndverð- arnesinu sendum þér, Ágústa, og börnum Steindórs, mökum og af- komendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við þökkum þér fyrir allt sem þú gafst okkur í líf- inu og erum þess fullviss að hinn hæsti höfuðsmiður tekur vel á móti þér. Gísli Erlendsson og Jónína Hjartardóttir. Ég vil minnast Steindórs Hjartarsonar sem lést laugardag- inn 7. janúar sl. Okkar kynni urðu nú ekki löng, einungis tæp tvö ár, en afskaplega sérstök. Steindór var sérstakur maður. Þessi tími var nægur til þess að sjá og skynja hvaða mannkosti þessi maður hafði að geyma. Ég kynntist Steindóri í apríl 2010. Þegar ég var að hefja störf í Debenhams, hann að hætta, ég að taka við af honum. Hann ætlaði þó að vera mér innan handar eitt- hvað fram á sumarið meðan ég var að komast inn í hlutina. Strax skynjaði ég hvaða ljúf- mennsku Steindór hafði að geyma. Hann var afskaplega ró- legur og yfirvegaður maður, allra manna hugljúfi og lét aldrei styggðaryrði falla um nokkurn mann. Heyrði ég á starfsfólki að Steindórs yrði sárt saknað við starfslok. Við náðum strax afskaplega vel saman og kom síðan í ljós að við vorum t.d. reglubræður í frímúr- arareglunni. Eftir að Steindór lét af störfum um sumarið höfðum við samband af og til og hitumst auk þess á reglufundum. Við áttum oft orðastað um lífið og tilveruna al- mennt. Steindór var líka óspar á að tala um starfsfólkið í Deben- hams, hvað þetta væri mikið öð- lingsfólk, alltaf brosandi og reiðubúið að aðstoða hvað annað. Svo var það um miðjan desem- ber að Steindór hafði samband við mig og sagðist liggja á sjúkrahúsi eftir heilablóðfall og yrði væntan- lega kominn heim fyrir jól. Hann tjáði mér að það hefði verið hringt í sig frá Debenhams og boðið í hangikjötsveislu í hádeginu þann 21. des. og bað hann mig að hringja í sig um morguninn þann dag og minna sig á boðið. Ég sagð- ist mundu gera það og sækja hann ef því væri að skipta. Er ég hringi heyri ég að hann er mun daprari en í fyrra skiptið. Hann tjáir mér að hann komist ekki í boðið. Hann bað mig að skila kærri kveðju og þakklæti til starfsmanna Debenhams og tjá þeim að sér hefði þótt afskaplega vænt um þetta boð og sárt að geta ekki mætt. Steindór kvaddi mig með þessum orðum: „Ég þakka þér líka innilega hvernig þú hafur komið fram við mig, fyrir ánægju- lega viðkynningu, samstarf, vin- skap og virðingu.“ Þessi orð, Steindór minn, geri ég nú að mín- um til þín og bæti við að það hafi verið forréttindi að fá að kynnast manngæsku þinni. Ég velti því fyrir mér í dag hvort Steindór hafi verið búinn að skynja vitjunartíma sinn þegar við áttum síðasta samtalið. Því skömmu eftir það fær hann annað og alvarlegra áfall og lést þann 7. janúar. Ég bið þér, Steindór minn, guðsblessunar á þeirri ferð sem þú hefur nú hafið. Ég er þess full- viss og veit að nú hefur þú numið land í Sumarlandinu. Megi ljósið umvefja þig og blessa. Aðstand- endum votta ég samúð mína. Arnbjörn Leifsson. Steindór Hjartarson Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ✝ Elskulegur bróðir okkar og mágur, INGÓLFUR ÁRNASON, lést að heimili sínu, hjúkrunarheimilinu Mörk, föstudaginn 13. janúar. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 30. janúar kl. 15.00. Ingibjörg Árnadóttir, Þuríður Árnadóttir, Júlíus J. Daníelsson, Sigurður Jónsson, Vibeke Jónsson, Arnheiður Árnadóttir, Theódór Óskarsson, Halldóra Árnadóttir, Benedikt Sveinn Kristjánsson. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ELDJÁRN MAGNÚSSON kjötiðnaðarmeistari frá Siglufirði, lést mánudaginn 2. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát hans. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki H-1 á Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnun og hlýju. Gunnhildur H. Eldjárnsdóttir, Bjarni Magnússon, Kristinn H. Eldjárnsson, Steinunn M. Eldjárnsdóttir, Hallgrímur Már Einarsson, Þórarinn M. Eldjárnsson, Jórunn Þórðardóttir. ✝ Okkar ástkæra SOFFÍA ERLA ÓSKARSDÓTTIR lést á gjörgæsludeild Landspítalans hinn 13. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Árni Heiðar, Guðrún Kristveig Gunnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.