Morgunblaðið - 17.01.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.01.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2012 Þorrahlaðborð GERUM VERÐTILBOÐ FYRIR STÆRRI ÞORRABLÓT (50-500 MANNA) UPPLÝSINGAR Í SÍMA 822-7005 EÐA VEISLUR@NOATUN.IS ÞJÓÐLEG Á ÞORRA Sviðasulta Grísasulta Lifrarpylsa Blóðmör Sviðakjammar Húsavíkur hangilæri, úrbeinað Síld, 2 tegundir Harðfiskur Hákarl Rúgbrauð Flatkökur Rófustappa Smjör Nýmeti Hrútspungar Sviðasulta Lundabaggar Bringukollar Lifrarpylsa Blóðmör Súr hvalur af langreyð Súrmeti Valið saltkjöt með uppstúf og kartöflum Lambapottréttur með kartöflumús Heitir réttir Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Hildur Ólafsdóttir, 21 árs starfsmaður á veitinga- staðnum Austur í Reykjavík, brann illa á hendi og handlegg á laugardag þegar eldur blossaði upp í et- anóleldstæði á veitingastaðnum. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem eldur hafði blossað upp úr eld- stæðinu þegar verið var að kveikja upp í því. Hildur var í fullu starfi á veitingastaðnum frá september og til síðastliðinna áramóta. Þá byrjaði hún í námi og það sem eftir lifði vetrar ætlaði hún að ganga vaktir, aðra hverja helgi. Hún hafði oft fyllt á etanóleldstæðin á staðnum, líkt og hún gerði um sexleytið á laugardag en jafnan er kveikt upp í þeim um það leyti, áður en kvöldverðargestir koma inn á staðinn. Etanólið er sett í raufar á eldstæðunum og síðan er kveikt í með löngum kveikjara þannig að það kvikni í efsta lagi etanólsins. Í samtali við Morg- unblaðið sagði Hildur að um leið og hún bar eld að eldstæðinu hefði komið „eldblossi og rosalegur hvellur“. Við sprenginguna slettist logandi etanól á Hildi og í skamma stund stóð handarbakið og handlegg- urinn í ljósum logum. Önnur starfskona á staðnum hrópaði þá að Hildi að kasta sér í gólfið og velta sér til að slökkva eldinn og það gerði Hildur. Sam- starfsmenn hennar hlúðu síðan að henni, bundu sér- stakan svamp með brunageli utan um handlegginn og yfirmaður á staðnum ók henni síðan upp á slysa- deild í Fossvogi. „Þetta gerðist rosalega hratt, þetta var mikið sjokk,“ sagði Hildur og tekur fram að læknar á slysadeildinni hafi hrósað starfsfólkinu fyrir rétt viðbrögð við brunanum. Háir henni við námið Hildur hlaut 1. og 2. stigs brunasár, frá fingur- gómum og upp að olnboga. Einnig fékk hún bruna- sár á maga og hár hennar sviðnaði. Hún lá enn inni á spítalanum í gærkvöldi en fær líklega að fara heim á næstu dögum. Hildur gerir sér ekki grein fyrir hvað orsakaði sprenginguna. Enginn eldur var í eldstæðinu fyrir, því þá hefði eldurinn væntanlega blossað upp um leið og hún hellti eldsneytinu í rauf- arnar. „Þetta hefur gerst áður, að það hafi orðið spreng- ing. En í hin tvö eða þrjú skiptin hefur eldurinn blossað upp í hina áttina,“ sagði Hildur. Hún hefði ekki sjálf séð eldinn blossa upp áður en heyrt hjá öðru starfsfólki að eldurinn hefði blossað upp þegar verið var að kveikja upp í eldstæðunum og m.a. kviknað í vegg af þeim sökum. Hildur hóf nám í Hússtjórnarskólanum í Reykja- vík fyrir viku og ætlaði að vinna á Austur til að greiða skólagjöldin. Brunasárin munu há henni verulega við námið, a.m.k. næstu 2-3 vikur, enda er erfitt að baka, elda, prjóna sokka og vefja teppi með aðra höndina í umbúðum. Hún er þó viss um að hún geti klárað önnina. „Ég finn örugglega einhverja leið til þess,“ sagði hún. Slysið á veitingastaðnum minnir um margt á sprenginguna sem varð þegar Margrét Sverrisdótt- ir fyllti á etanóleldstæði á heimili sínu í Kópavogi 12. desember síðastliðinn. Hún hlaut reyndar áverka víðar, m.a. í andliti, og þurfti að liggja á sjúkrahúsi í þrjár vikur. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagð- ist hún óðum vera að ná sér. Hún verður hins vegar að forðast sól og kulda í tvö ár, að öðrum kosti verði húðin flekkótt. Hús hennar stórskemmdist í eldinum sem kvikn- aði við sprenginguna og etanóleldstæði verður ekki komið fyrir á nýjan leik. „Nei, þetta fer beint í rusl- ið,“ sagði hún. Að sögn Margrétar hefur rannsókn lögreglu ekki leitt orsök sprengingarinnar í ljós. Eldblossi og rosalegur hvellur  Hlaut 1. og 2. stigs brunasár á handlegg þegar eldur blossaði upp í etanóleldstæði á veitingastað  Hafði heyrt frá samstarfsmönnum að slíkt hefði gerst áður eftir að fyllt hafði verið á eldstæðin Morgunblaðið/Kristinn Sjúkralega Húð flettist af handlegg Hildar Ólafsdóttur og hún fékk miklar blöðrur. Umhleypingasamt hefur verið um allt land síðustu daga og spáð er asahláku á suðvesturhorni landsins um næstu helgi, hina þriðju í röð. „Lægðirnar hringsóla yfir land- inu, koma og fara ótt og títt og þannig verður þetta alla vikuna,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem gerir ráð fyrir að í vikunni verði yfir landi lægðir þar sem mætist kuldi frá Grænlandi og mildara loft sunnan úr Atlantshafi. Það muni því talsvert ganga á uns komið er fram að helgi – þegar gert er ráð fyrir rigningu í Reykjavík og allt að fimm stiga hita. sbs@mbl.is Umhleypingar og asahláka um helgina Morgunblaðið/Sigurgeir S. Lægðirnar hringsóla yfir landinu alla vikuna Nýr bæjarstjóri í Kópavogi mun ekki koma úr röðum pólitískt kjörinna fulltrúa. Það var niðurstaða fundar fulltrúa meirihlutans í Kópavogi í gær. Guðrún Pálsdóttir sem ráðin var bæjarstjóri eftir síðustu sveitar- stjórnarkosningar nýtur ekki lengur trausts allra fulltrúa meirihlutans. Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar og formaður bæjarráðs, kýs að tjá sig ekki um málefni bæjarstjórans fyrr en fulltrúar meirihlutans hafa náð að funda með Guðrúnu um starfslok hennar sem bæjarstjóra. Guðrún er enn starfandi bæjarstjóri. Hún vildi ekki tjá sig um málið, þegar leitað var eftir hennar afstöðu í gærkvöldi. Bæjarfulltrúar sjálfstæðismanna í bæjarráði segja að bæjarfulltrúar og bæjarbúar eigi heimtingu á að vita hvað varð til þess að bæjarstjóra var sagt upp störfum. Hafa þeir óskað eftir aukafundi í bæjarráði í dag til að fá upplýsingar um málið. Bæjarstjóri ekki úr röðum bæjarfulltrúa Slysið á Austur á laugardag er í það minnsta þriðja slysið af völd- um etanóleldstæða frá 2010. Þá varð slys á Selfossi árið 2010 og síðan í Kópavogi í desember í fyrra, í öllum tilvikum í kjölfar þess að bætt var á eldstæðin. Hugsanleg skýring er að eld- stæðin hafi verið heit þegar fyllt var á þau. Við það getur etanólið gufað upp og myndað gas sem springur þegar eldur er borinn að. Guðmundur Gunnarsson, yfir- verkfræðingur hjá Mannvirkja- stofnun, segir einnig nokkuð um að fólk hringi til stofnunarinnar í kjölfar þess að legið hafi við slysi af völdum þessara eldstæða. „Fólk þarf að fara mjög varlega,“ segir hann. Þá bendir hann á að fólk verði að gæta vel að loftræst- ingu við eldstæði því eldurinn brenni súrefni og þá sé hætta á köfnun. Eldstæði eigi ekki að nota í rými sem er minna en 50 rúmmetrar, um 20-25 fermetra herbergi, og gæta að því að hafa opinn glugga. Settar hafa verið leiðbeiningar um notkun etanóleldstæða á vef Mannvirkjastofnunar og ætlunin er að gera þær enn ítarlegri. „Því þetta er farið að gerast óþægi- lega oft,“ segir Guðmundur. Óþægilega algengt LOFTRÆSTING NAUÐSYN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.