Morgunblaðið - 17.01.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.01.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2012 Ingvar Pétur Guðbjörnsson ipg@mbl.is Ósk Bandalags íslenskra farfugla þess efnis að samtökin fái að inn- rétta 120 ný gistirými á þremur efstu hæðum hússins í Bankastræti 7 var tekin fyrir á fundi skipulags- ráðs Reykjavíkur í síðustu viku þar sem afgreiðslunni var frestað. Samkvæmt upplýsingum frá Markúsi Einarssyni, fram- kvæmdastjóra Farfugla, hafa sam- tökin fest kaup á umræddu húsnæði í Bankastræti 7, með fyrirvörum, m.a. um leyfismál. Stefnt er á að hefja rekstur í húsinu í ársbyrjun 2013 Gangi hvorttveggja eftir er reikn- að með að samtökin fái húsið afhent um mánaðamótin maí/júní og að breytingar á því hefjist í framhaldinu, en fram til þessa hefur húnæðið verið nýtt undir skrifstofur og því þörf á nokkrum endur- bótum sem taka munu 4-6 mánuði. Markús segir að samtökin stefni að því að hefja rekstur farfugla- heimilisins í byrjun árs 2013. „Krakkarnir sem starfa í Röskvu núna buðu mér þetta sæti, þ.e. heið- urssætið á listanum, og mér fannst bara vel við hæfi að verma það fyrst ég er í háskólanum í vetur og sömu- leiðis fallegt af þeim að bjóða mér það,“ segir Þórunn Sveinbjarnar- dóttir, fyrrverandi umhverfisráð- herra og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, en hún vermir nú 18. sæti framboðslista Röskvu til stúdentaráðs Háskóla Íslands. Að sögn Þórunnar er hún ekki á leið- inni aftur í stúdentapólitíkina. Þórunn var fyrsti formaður Röskvu, Samtaka félagshyggju- fólks við Háskóla Íslands, en sam- tökin voru stofnuð árið 1988 þegar Félag vinstri manna og Umbóta- sinnar sameinuðust í eitt stúd- entaframboð. Þórunn, sem sagði af sér þingmennsku 5. september síð- astliðinn, stundar nú nám í siðfræði við Háskóla Íslands. „Röskvu hefur gengið vel í gegn- um tíðina og hún innleiddi eigin- lega nýtt líf í íslenska stúdenta- pólitík og hún hefur uppfyllt drauma okkar sem stofnuðum hana, þannig að Röskva er gott fé- lag sem á langa framtíð fyrir sér,“ segir Þórunn aðspurð hvernig henni þyki Röskva hafi staðið sig í stúdentapólitíkinni gegnum árin. Þórunn hvetur Röskvuliða til þess að halda áfram sinni góðu baráttu fyrir bættum kjörum stúdenta og öflugri og sterkari háskóla. Þórunn í fram- boði til SHÍ  Fyrsti formaður Röskvu og fyrrver- andi ráðherra skipar nú heiðurssæti Morgunblaðið/Sverrir Heiðurssæti Þórunnn vermir heið- urssæti framboðslista Röskvu í ár. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Trúnaðarráð VR samþykkti eftir miklar um- ræður í gærkvöldi tillögu stjórnar um að nýta ekki uppsagnarákvæði vegna vanefnda á kjarasamningum félagsins. Hins vegar var samþykkt að fela stjórn félagsins að beita sér fyrir friðsömum mótmælum við Alþingi. „Við teljum að Samtök atvinnulífsins hafi staðið við sinn hluta og að mikilvægt sé að okk- ar fólk fái umsamdar hækkanir í sinn vasa,“ segir Stefán Einar Stefánsson, formaður VR. „Við teljum að það sé of mikil áhætta að segja upp samningum þar sem við teljum ólíklegt að ríkisstjórnin taki sönsum og efni þau loforð sem enn hefur ekki verið staðið við.“ Tillagan var samþykkt með 36 atkvæðum gegn 8 en 3 sátu hjá. Þeir sem greiddu atkvæði á móti vildu láta sverfa til stáls. Í yfirlýsingu sem trúnaðarráðið samþykkti segir að það sé óþolandi að fjölmennasta stétt- arfélag landsins geti ekki treyst yfirlýsingum sem ríkisstjórnin gefur frá sér. Það lýsi alvar- legum trúnaðarbresti sem ekki verði við unað. Trúnaðarráðið krefst þess að ríkisstjórnin bæti tafarlaust úr vanefndum. Meðal annars er nefnt loforð um að hækkun bóta almanna- trygginga haldist í hendur við hækkun lægstu launa og að horfið verði frá „ósanngjarnri og vanhugsaðri skattlagningu á lífeyrissjóði fólks- ins í landinu.“ Telur ráðið að það feli að öllum líkindum í sér brot á jafnræðisreglu stjórnar- skrár. Mótmælastaða við Alþingi Samþykkt var að hvetja stjórn VR til að efna til friðsamlegrar mótmælastöðu við Alþingi einhvern næstu daga vegna svika ríkisstjórn- arinnar á loforðum. Stefán Einar á von á því að leitað verði eftir samstöðu meðal stéttarfélaga og atvinnurekenda um slíkar aðgerðir. Taldi hann að það gæti gerst í tengslum við lokadag uppsagnar kjarasamninga sem er á föstudag. Undirbúa mótmæli við Alþingi  Trúnaðarráð VR samþykkti að segja ekki upp samningum þótt ríkisstjórnin hafi ekki staðið við sitt  Segir alvarlegan trúnaðarbrest hafa orðið vegna vanefnda ríkisstjórnarinnar á loforðum Morgunblaðið/Golli Fundað Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, undirbýr ræðu sína fyrir trúnaðarmannafund. Athygli vekur sú aukning á gistirýmum sem orðið hefur og er í píp- unum í miðborginni. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að árið 2011 hefðu verið opnuð tvö hótel í miðborginni, annars vegar City Center-hótel í Austurstræti með 30 herbergi og hinsvegar Hótel Klettur í Mjölnisholti, sem samanstendur af 86 herbergjum. 100 herbergi tekin í notkun í apríl 2012 Í apríl 2012 mun enn fjölga gistirýmum í miðborginni þegar Ice- landair-hótel Marina verður opnað með 100 herbergjum. Erna segir það eina hótelið sem hún viti af sem verði opnað í miðborginni á árinu 2012. Þessu til viðbótar eru fleiri hótel í undirbúningi, s.s. við tónlistarhúsið Hörpu og við Ingólfstorg. Icelandair-hótel opnuð í apríl STÖÐUG FJÖLGUN GISTIRÝMA Í REYKJAVÍK Erna Hauksdóttir Full þörf á auknu gistirými Aðspurður segir Markús rekstur- inn ganga vel og að full þörf sé á við- bót við þau gistirými sem samtökin reki í höfuðborginni, en þau eru í dag á tveimur stöðum, á Vesturgötu og í Laugardal. Um ástæður frestunarinnar segir hann að málið sé í eðlilegum farvegi og að hann sé bjartsýnn á að það fái jákvæða afgreiðslu, enda samræmist áformin stefnu Reykjavíkurborgar í uppbyggingu ferðaþjónustu. Auk þess sem húsið sé skilgreint undir atvinnustarfssemi á aðalskipulagi. Á vegum Bandalags íslenskra far- fugla eru rekin 36 gistiheimili hring- inn í kringum landið, en samtökin bjóða upp á ódýra gistingu þar sem lögð er áhersla á „sjálfsþjónustu“ á sem flestum sviðum. Morgunblaðið/Ómar Farfuglaheimili Bankastræti 7, til hægri á myndinni, þar sem Bandalag íslenskra farfugla áformar að hefja rekstur farfuglaheimilis á efri hæðum hússins í ársbyrjun 2013. Samtökin reka fyrir tvö önnur farfuglaheimili í borginni. 120 gistirými til við- bótar í miðborginni  Farfuglar vilja inn á efri hæðir hússins í Bankastræti 7 Sigursteinn Gíslason knattspyrnumaður lést á Landspítalanum í gær eftir erfið veikindi. Hann var einn sigur- sælasti knatt- spyrnumaður þjóðar- innar. Sigursteinn fæddist 25. júní 1968. Hann hóf ungur iðkun knatt- spyrnu hjá KR. Hann hóf að leika með meist- araflokki ÍA 1988 og lék næsta áratuginn á Akranesi. Var Sigur- steinn einn af lykilmönnum í liði Skagamanna sem vann Íslands- meistaratitilinn fimm ár í röð og varð tvívegis bikarmeistari. Lék hann 335 leiki með ÍA og skoraði í þeim 41 mark. Hann flutti til Reykjavíkur árið 1999 og lék með KR til ársins 2003. Þar bætti hann við fjórum Íslands- meistaratitlum með meistaraflokki KR auk bikarameistaratitils. Fyrsta ár hans vann KR meistaratitilinn eftir rúmlega þrjátíu ára hlé. Hann vann því alls níu meistaratitla í efstu deild og þrjá bik- armeistaratitla, auk fjölmargra mótasigra í öðrum keppnum. Þá reyndi hann fyrir sér í atvinnumennsku, hjá Stoke á Englandi. Sigursteinn lék 22 landsleiki. Hann var kjörinn leikmaður árs- ins í íslenskri knattspyrnu árið 1994. Sigursteinn var aðstoðarþjálfari hjá KR og Víkingi þar sem hann lauk knattspyrnuferlinum. Hann var aðalþjálfari hjá Leikni í Reykja- vík á árunum 2009 til 2011. Eiginkona Sigursteins er Anna Elín Daníelsdóttir og eiga þau þrjú börn, Magnús Svein, Unni Elínu og Teit Leó. Andlát Sigursteinn Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.