Morgunblaðið - 17.01.2012, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2012
Færeyska tónlistarhátíðin G! Festi-
val hefur tilkynnt fyrsta listamann-
inn sem kemur fram á hátíðinni í
sumar. Það er sjálfur John Grant,
hinn umtalaði og mærði tónlistar-
maður sem heldur tónleika í Edrú-
höllinni í kvöld. Framkvæmdastjóri
G!, Jón Tyril, segist í fréttatilkynn-
ingunni hafa kolfallið fyrir Grant
er hann sótti Airwaves-hátíðina
heim síðastliðið haust. Eða eins og
hann segir: „John Grant blásti meg
um koll frá fyrsta tóna. Bara röddin
var nóg mikið til at taka meg av fót-
um ….Alt hetta borið fram við
vökrum melodium og helst vakr-
astu tenorröddini eg nakrantíð havi
hoyrt.“
Vinsæll John Grant hefur tekist að heilla
frændur vora Færeyinga upp úr skónum.
John Grant kemur
fram á G!-hátíðinni
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
FRÁ HANDRITSHÖFUNDUM THE HANGOVER
BORGARBÍÓ
5%NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR 5%
SÉÐ OG HEYRT/
KVIKMYNDIR.IS
MBL
IRON LADY KL. 5.40 - 8 - 10.20 L
MY WEEK WITH MARILYN KL. 5.40 - 8 - 10.20 L
GIRL WITH THE DRAGON TATTOO KL. 5.45 - 9 16
IRON LADY KL. 6 - 8 L
GIRL WITH THE DRAGON TATTOO KL. 6 - 9 16
TINKER TAILOR SOLDIER SPY KL. 10 16
FLYPAPER KL. 6 - 8 - 10 12
TINKER TAILOR SOLDIER SPY KL. 8 - 10.40 16
TINKER TAILOR SOLDIER SPY LÚXUS KL. 8 - 10.40 16
THE SITTER KL. 8 - 10 14
GIRL WITH THE DRAGON TATTOO KL. 4.45 - 8 16
ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 3.40 - 5.50 L
ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 3D KL. 3.40 L
TILNEFND TIL3 GOLDEN GLOBE
VERÐLAUNA
M.A BESTA MYNDIN
OG BESTA LEIKKONAN
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
IRONLADY Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:10
PRÚÐULEIKARARNIR Sýnd kl. 5:45 - 8
TINKER, TAILOR, SOLDIER, SPY Sýnd kl. 7 - 10
MISSION IMPOSSIBLE 4 Sýnd kl. 10:15
TOM CRUISE,
SIMON PEGG,
PAULA PATTON OG
JEREMY RENNER
Í BESTU HASARMYND
ÁRSINS!
V.J.V - SVARTHÖFÐI.IS
HHHH
H.V.A - FBL
HHH
T.V. - KVIKMYNDIR.IS
HHHH
K.B - MBL
HHH
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú
greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum
MERYL STREEP FER Á KOSTUM Í
STÓRKOSTLEGRI MYND UM
MARGARET THATCHER
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
88/100
-CHICAGO SUN TIMESH.S.S. - MBL
HHH
ÍSLENSKUR
TEXTI
„EIN BESTA MYND ÁRSINS - PUNKTUR“
-JAKE HAMILTON, FOX-TV
750 kr.
750 kr.
750 kr.
750 kr.
TILBOÐSDAGUR
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR
ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR
–BARA LÚXUS
www.laugarasbio.is
Ylfa Kristín K. Árnadóttir
ylfa@mbl.is
Svartur á leik, fyrsta bíómynd leik-
stjórans Óskars Þórs Axelssonar,
verður frumsýnd 1. febrúar á kvik-
myndahátíðinni í Rotterdam og rúm-
um mánuði síðar
verður hún sýnd
hér á landi. Óskar
segir ekki hægt
að neita því að
hann sé afar
spenntur að vita
hvernig viðtökur
myndin fær. „Það
var mjög
skemmtilegt að
taka upp þessa
mynd,“ segir
hann en eins og margir vita er mynd-
in byggð á samnefndri bók eftir Stef-
án Mána og skartar þeim Þorvaldi
Davíð Kristjánssyni, Jóhannesi
Hauki Jóhannessyni, Damon Young-
er, Maríu Birtu og Vigni Rafni Val-
þórssyni í helstu hlutverkum.
Tökum lauk á föstudaginn
„Þetta var langt og erfitt ferli, dá-
lítið langhlaup en ég átti eiginlega
von á að það yrði aðeins erfiðara að
taka hana upp og það myndi meira
koma upp á. Síðan var þetta svo vel
skipulagt hjá aðstoðarleikstjóranum
og framleiðslustjóranum og öllum
hinum að þetta gekk nær snurðulaust
fyrir sig.“
Þrátt fyrir að stutt sé í frumsýn-
ingardag er Svartur á leik ekki alveg
fullkláruð. Á föstudaginn var lokið við
að taka upp örfá atriði í Danmörku og
að sögn Óskars er nú lagt kapp á að
klára að litaleiðrétta og vinna hljóðið
í myndinni. „Þetta var bara smotterí
sem ég átti alltaf eftir að taka upp og
eftir að myndin var klippt skildum við
eftir nokkur göt í henni þar sem þess-
ar senur eiga að koma.“
Spurður hvað sé framundan segir
hann nokkur verkefni koma til
greina. „Það sem liggur alveg ljóst
fyrir er að ég er að fara að eignast
barn í maí en að öðru leyti er staðan
dálítið óljós. Ég á handrit sem ég
skrifaði en undanfarið hefur fókusinn
allur verið á að klára myndina. Ég
hef reynt að halda nokkrum mögu-
leikum opnum en framhaldið ræðst
dálítið af hvaða viðtökur Svartur á
leik fær. Eitt af því sem ég hef hins
vegar verið að skoða undanfarna
mánuði er að finna aðrar bækur til að
vinna kvikmyndir upp úr, það form
hentar mér vel.“
Leikstjóri Drive er
meðframleiðandi
Það vekur athygli að meðframleið-
andi Svartur á leik er danski hand-
ritshöfundurinn og leikstjórinn
Nicolas Winding Refn, sem m.a.
skrifaði og leikstýrði Pusher-trí-
lógíunni og leikstýrði hinni gríðar-
vinsælu Drive. „Pusher-trílógían var
ein af myndunum sem ég horfði á
þegar ég var að undirbúa myndina og
þar sem hann er ágætis vinur Þóris
Snæs Sigurjónssonar, eins af fram-
leiðendunum, fannst Þóri sniðugt að
kynna okkur. Refn hefur gengið vel
að gera glæpamyndir þannig að það
var mjög gott að hafa hann innan
handar þegar við vorum að vinna að
handritinu,“ segir Óskar en hann
naut einnig aðstoðar Chris Briggs,
framleiðanda Hostel-myndanna.
„Hann kom kreatíft sterkur inn.
Glöggt er gests augað.“
Upptökurnar langt og erfitt ferli
Kvikmyndin Svartur á leik verður frumsýnd í Rotterdam 1. febrúar Leikstjórinn Óskar Þór Axels-
son bjóst við að tökurnar yrðu erfiðari Næstu verkefni ráðast af því hvernig viðtökur myndin fær
Svartur á leik
Þeir Jóhannes
Haukur Jóhannes-
son og Þorvaldur
Davíð Kristjáns-
son fara með
stærstu hlutverkin
í myndinni sem
verður frumsýnd
hér á landi í byrj-
un marsmánaðar.
Óskar Þór
Axelsson