Morgunblaðið - 17.01.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2012
Þeim sem hafa þurft að eigasamskipti við forystumenn
ríkisstjórnarinnar ber saman um
eitt: Engin leið er að treysta þeim
loforðum sem gefin eru.
Fyrir jól varsamið við leið-
toga stjórnarmeiri-
hlutans á þingi um
að þingsályktunar-
tillaga um niðurfell-
ingu málshöfðunar
Alþingis á hendur
Geir H. Haarde yrði
ekki rædd fyrir jól
en fengist þess í
stað rædd ekki síð-
ar en 20. þessa
mánaðar.
Nú er sú dag-setning að
renna upp og þá er
unnið hörðum höndum að því að
svíkja samkomulagið.
Staðfesting þess að VG vinnur aðþví að svíkja það fékkst þegar
annar af helstu talsmönnum Stein-
gríms J. Sigfússonar, Björn Valur
Gíslason, greindi frá því um
helgina.
Staðfestinguna um svik Samfylk-ingarinnar mátti svo sjá á
svari Jónínu Rósar Guðmunds-
dóttur, þingmanns flokksins, í
Morgunblaðinu í gær.
Auðvitað mátti búast við því aðþetta samkomulag yrði svikið
eins og annað. Samt er það svo að
flestir trúa því ekki að svo yfir-
gengileg óheilindi séu til.
Að til sé fólk sem aftur og afturer til í að svíkja gefin loforð.
Og að einmitt þetta fólk hafi val-ist til að halda um stjórnar-
taumana hér á landi.
Jóhanna
Sigurðardóttir
Óheilindin
STAKSTEINAR
Steingrímur J.
Sigfússon
Veður víða um heim 16.1., kl. 18.00
Reykjavík 6 rigning
Bolungarvík 4 skýjað
Akureyri 4 skýjað
Kirkjubæjarkl. 5 rigning
Vestmannaeyjar 6 rigning
Nuuk -6 skýjað
Þórshöfn 7 alskýjað
Ósló -5 heiðskírt
Kaupmannahöfn 5 alskýjað
Stokkhólmur 1 skýjað
Helsinki -7 skýjað
Lúxemborg 2 heiðskírt
Brussel 2 heiðskírt
Dublin 6 léttskýjað
Glasgow 2 alskýjað
London 6 heiðskírt
París 5 heiðskírt
Amsterdam 2 heiðskírt
Hamborg 2 skýjað
Berlín 2 skýjað
Vín 0 léttskýjað
Moskva -6 snjókoma
Algarve 12 heiðskírt
Madríd 5 súld
Barcelona 11 skúrir
Mallorca 13 léttskýjað
Róm 8 léttskýjað
Aþena 3 léttskýjað
Winnipeg -17 léttskýjað
Montreal -12 skýjað
New York -5 heiðskírt
Chicago 5 skýjað
Orlando 17 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
17. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:52 16:25
ÍSAFJÖRÐUR 11:22 16:04
SIGLUFJÖRÐUR 11:06 15:46
DJÚPIVOGUR 10:27 15:48
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Bygging nýrra stúdentagarða Fé-
lagsstofnunar stúdenta í Vatnsmýri
ætti að geta hafist í apríl eða maí
samkvæmt fyrstu verkáætlun, að
sögn Hákonar Arnar Arnþórssonar,
rekstrarstjóra Stúdentagarða.
Í síðustu viku lágu fyrir úrslit í
samkeppni um hönnun nýju garð-
anna og er það arkitektastofan
Hornsteinar sem á vinningstillög-
una. Húsin verða reist af verktaka-
félagi Sveinbjörns Sigurðssonar,
sem bauð lægst í lokuðu útboði.
Um er að ræða fjögur hús með
tæplega 300 íbúðum fyrir pör og
einstaklinga, alls um 12.000 m2, sem
munu rísa á reitnum milli Odda-
götu, Sturlugötu og Eggertsgötu.
Þriðja hönnun Hornsteina
Framkvæmdin mun vera sú
stærsta sem fer af stað í borginni
frá því fyrir hrun. Heildarkostnaður
við byggingu þeirra er áætlaður um
4 milljarðar króna og mun Íbúða-
lánasjóður veita lán fyrir 90%
kostnaðarins samkvæmt fjárheimild
sem ríkisstjórnin veitti síðastliðið
sumar.
Ein meginkrafan sem sett var í
hönnunarsamkeppninni af hálfu Fé-
lagsstofnunar stúdenta og borgaryf-
irvalda var sú að húsin fjögur væru
ólík að yfirbragði til að forðast eins-
leitni, enda er um hjarta háskóla-
svæðisins að ræða og ljóst að nýju
byggingarnar munu setja sterkan
svip á háskólalífið.
Alls bárust fjórar tillögur að
hönnun stúdentagarðanna eftir for-
val. Sem áður segir höfðu Horn-
steinar vinninginn og er þetta þriðja
samkeppnin sem stofan vinnur á
svæðinu, því hún hefur áður hannað
Háskólatorgið og Árnastofnun, Hús
íslenskra fræða. Allar tillögurnar
fjórar hanga um þessar mundir til
sýnis á fyrstu hæð Háskólatorgs
þar sem hægt er að kynna sér þær.
Grunnur að nýjum görðum í vor
Hönnunarsam-
keppni um nýja
stúdentagarða í
Vatnsmýri lokið
Stúdentagarðar Hornsteinar arkitektar eiga vinningstillöguna í hönnunarsamkeppni um 280 íbúðir í Vatnsmýri.
Karlmaður var handtekinn um
helgina í Grímsnesi þar sem hann ók
bifreið grunaður um að vera undir
áhrifum fíkniefna. Hann var auk
þess réttindalaus þar sem hann hafði
áður verið sviptur ökuréttindum.
Auk mannsins var kona ásamt
tveimur börnum sínum í bifreiðinni.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
stöðvaði 13 ökumenn um helgina
sem óku annaðhvort undir áhrifum
áfengis eða fíkniefna. Átta ökumenn
voru teknir fyrir ölvunarakstur og
höfðu fjórir þeirra þegar verið svipt-
ir ökuleyfi. Fimm ökumenn voru
teknir í Reykjavík fyrir að aka undir
áhrifum fíkniefna. Þrír þeirra höfðu
þegar verið sviptir ökuleyfi.
Undir áhrifum fíkni-
efna eða áfengis