Morgunblaðið - 17.01.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.01.2012, Blaðsíða 9
Fyrirtækið Akzo Nobel, sem fram- leiðir iðnaðarsaltið sem Ölgerðin hefur flutt inn og selt til matvælafram- leiðslu, sendi frá sér yfirlýsingu í gær. Þar segir að matvælasalt eigi að nota við matvælafram- leiðslu. Hafi iðnaðarsalt á hinn bóginn verið afgreitt fyrir mistök og það notað við matvælafram- leiðslu þá segir fyrirtækið að ekkert bendi til að þess að það geti verið skaðlegt heilsu fólks. Akzo Nobel segir að iðnaðar- salt sé framleitt í sömu verksmiðju og matvælasalt og gæðaeftirlitið sé það sama eða eft- ir ISO 9001-staðli. Ölgerðin birti í gær vörulýs- ingarblöð fyrir báðar tegund- irnar. Á blaðinu fyrir iðn- aðarsaltið er lítil mynd af verksmiðju og þar kemur m.a. fram að það endist í 10 ár. Með vörulýsingu fyrir matarsaltinu er lítil mynd af hnífapörum og þar kemur m.a. fram að það geymist í þrjú ár. Verksmiðja eða hnífapör HAFA EKKI UPPLÝSINGAR UM SKAÐSEMI IÐNAÐARSALTSINS FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 2012 Sævar Már Gústavsson saevar@mbl.is Miklir umhleypingar hafa einkennt veðurfar fyrstu vikur ársins. Asa- hláka hefur valdið fólki vandræðum og gert því erfitt um vik að komast leiðar sinnar. En veðurfarið hefur einnig valdið vatnstjóni á eignum þar sem vatn hefur flætt inn á jarð- hæðir og í kjallara húsa. Þrátt fyrir aðvaranir frá tryggingarfélögum og slökkviliði til húseigenda um að gæta vel að eignum sínum til að forð- ast vatnstjón hefur samt sem áður verið töluvert um tilkynningar vegna vatnstjóns að sögn trygging- arfélaga. Óvenju snjóþungt Í tilkynningum frá tryggingar- félögum segir að stífluð og óhreinsuð niðurföll geti verið miklir skvaðvald- ar í umhleypingum vegna þess mikla vatnsmagns sem myndast þegar snjórinn bráðnar. Ennfremur hefur mikill snjóþungi á öllu landinu gert það að verkum að óvenju mikið vatnsmagn hefur myndast í um- hleypingum sem eykur hættu á vatnstjóni. Ef vatnið kemst ekki sína leið frá húsum vegna fyrirstöðu get- ur það leitað í sprungur á veggjum húsa og valdið tjóni sem erfitt er að bæta að fullu. Því er mikilvægt að sjá til þess að vatn eigi greiða leið frá húsum eða af svölum í gegnum nið- urföll eða rásir sem leiða það í burtu. Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri á tjónasviði Varðar, segir að í svona veðri fjölgi tilkynningum um vatnstjón veru- lega. „Það hafa ekki verið svona mik- il snjóþyngsli á höfuðborgarsvæðinu í mörg ár og við höfum fengið mjög margar tilkynningar á okkar borð seinustu daga. Um helgina var mikið að gera á neyðarvaktinni hjá okkur og komu um tíu tilkynningar vegna asahlákutjóns eða sprunginna röra,“ segir Steinunn. Geirarður Geirarðsson, forstöðu- maður eignatjóna hjá Sjóvá, segir að Sjóvá hafi bókað um tuttugu asa- hlákutjón það sem af er árinu en ekkert tjón af því tagi var bókað á seinasta ári á þessum árstíma. „Mest af þessum tilkynningum hefur verið á höfuðborgarsvæðinu en við höfum ekki enn fengið tilkynningar um tjón á sumarbústöðum. En það eru kannski ekki allir búnir að at- huga sumarústaðinn sinn og því get- ur verið að þær tilkynningar eigi eft- ir að koma,“ segir Geirarður. Fráveitukerfi geta stíflast Kristján Sigfússon, aðstoðarstjóri stoðdeildar slökkviliðsins á höfuð- borgarsvæðinu, segir að slökkviliðið hafi þurft að fara í mörg útköll að undanförnu vegna vatnstjóns í hús- um. Flest hafa tjón verið í kjöllurum og á jarðhæðum en einnig á svölum húsa. Slökkviliðsmenn hafa þá þurft að brjóta ís úr stífluðum niðurföllum og einnig hreinsa frá niðurföllum sem hafa hreinlega ekki haft undan við að hleypa vatninu áfram. „Í mörgum tilfellum hefur orðið talsvert tjón og þá mætum við á staðinn og reynum að hjálpa fólki eftir bestu getu,“ segir Kristján. Hann segir að fjölmiðlar hafi starfað vel með slökkviliðinu í því að minna fólk á að hreinsa frá niðurföll- um til að forðast tjón en stundum er það ekki nóg. Oft og tíðum er erfitt að vita hvar stíflu er að finna í nið- urföllum og stundum ræður frá- veitukerfið hreinlega ekki við það vatnsmagn sem myndast. Þess vegna séu sum vatnstjón nánast óumflýjanleg. Fjöldi vatnstjóna í umhleyp- ingunum undanfarna daga  Margar tilkynningar til tryggingarfélaga um vatnstjón  Slökkviliðið aðstoðar Í óveðrinu sem geisaði síðastliðinn þriðjudag varð hitaveitan í Úthlíð rafmagnslaus og vatnsdælur hennar stöðvuðust. Samkvæmt upplýsingum á vefsvæði Orkuveitu Reykjavíkur tók nokkurn tíma að gera við bilanir í dælubúnaði sem urðu vegna óveðursins og þegar viðgerð var lokið kom í ljós að frosið hafði í bakrás nokkurra sumarbústaða. Þegar það gerist er líklegt að einnig hafi frosið í lögn- um innanhús. Orkuveita Reykjavík- ur gaf því út fréttatilkynningu og hvatti fólk til þess að huga að sumarbústöðum sínum í Úthlíð. Bryndís Jarþrúður Gunnarsdóttir, umsjónarmaður í Úthlíð, segir að flestir eigendur sumarbústaða í Úthlíð hafi komið og gáð að eign- um sínum í kjölfar tilkynningar Orkuveitunnar þrátt fyrir erfiða færð. Vitað er um einn sumar- bústað þar sem lögn gaf sig og töluvert tjón varð. Gólfefni í hús- inu eru talin gjörónýt. SKEMMDIR Á SUMARBÚSTAÐ Í ÚTHLÍÐ Morgunblaðið/Hólmfríður Skemmdir Talsvert tjón varð þegar lögn gaf sig í sumarbústaðnum. Hitaveitan varð rafmagnslaus og vatnsdælur gáfu sig Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Útsalan í fullum gangi Buxur Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Verð áður 15.900 nú 7.950 50% afsláttur Vertu vinur á facebook YÜØ f|zâÜÄtâz Mjóddin s. 774-7377 Sundbolir Tankini Bikini Náttföt Sloppar Undirföt Laugavegi 63 • S: 551 4422 STÓRÚTSALA VETRARYFIRHAFNIR Í ÚRVALI Sparidress - Vetrardragtir - Peysur - Blússur - Bolir ENN MEIRI VERÐLÆKKUN www.laxdal.is - nýr auglýsingamiðill 569-1100 ekki undir eftirliti heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Í minni fyrirtækjum sé yfirleitt búið að færa saltið úr sekkj- unum í lokuð ílát, svo ekki sé hætta á að utanaðkomandi hlutir falli ofan í opna sekki. Óskar segir að farið verði yfir alla vinnuferla í kjölfar þessa máls. Sex heilbrigðisfulltrúar sinna eftirliti með matvælaframleiðslu og gististöðum í Reykjavík, auk deildar- stjóra. Aðspurður hvort hann telji ástæðu til að fleiri fyrirtæki innkalli vörur sínar, segir Óskar að verið sé að skoða þessi mál. Sú ákvörðun Matvæla- stofnunar að leyfa dreifingu á afgangi af birgðum flæki þó óneitanlega mál- ið. „Þetta lýtur ekki bara að okkur, heldur að matvælaeftirliti út um allt land.“ Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur birti einnig á sunnudag lista yfir kaupendur saltsins en tók fram í til- kynningunni að listarnir segðu ekkert til um notendur, aðeins kaupendur. Fyrirtækið Eðalfiskur hefur gagn- rýnt þessa birtingu harðlega. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögmanni fyrirtækisins keypti Eðalfiskur eitt bretti af vörunni af Ölgerðinni í byrj- un desember á síðasta ári. Þegar í ljós hafi komið að það var til iðnaðarnota hafi saltið verið notað til að salta úti- plön fyrirtækisins en ekki við mat- vælaframleiðslu. Birting upplýsinga geti verið skaðleg fyrir fyrirtækið. Óskar segir að mikill þrýstingur hafi verið á að birta þessar upplýs- ingar og eftirlitið hafi talið að þær ættu erindi við almenning. Hart deilt um iðnaðarsaltið  Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Matvælastofnun ósammála um viðbrögð  MS innkallar fimm vörutegundir  Upplýsingar um kaupendur átti að birta SVIÐSLJÓS Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Mjólkursamsalan í Reykjavík til- kynnti í gær að hún hefði innkallað fimm vörutegundir sem innihalda iðn- aðarsalt sem Ölgerðin seldi til mat- vælaframleiðslu. Er MS eina fyrir- tækið sem hefur innkallað vörur. Augljóst er að harðar deilur hafa staðið um málið milli Heilbrigðiseft- irlitsins og Matvælastofnunar. Í til- kynningu frá Heilbrigðiseftirlitinu á sunnudag sagði m.a. að eftirlitið væri ósammála þeirri ákvörðun Matvæla- stofnunar að leyfa Ölgerðinni að selja birgðirnar. Matvælastofnun benti á að efnainnihald væri nánast hið sama og í matarsalti en í tilkynningu Heil- brigðiseftirlitsins segir að efnasam- setningin réttlæti ekki dreifingu þess „eins og Ölgerðin og Matvælastofnun vilja láta í veðri vaka“ heldur sé það framleiðsla, dreifing og geymsla saltsins sem valdi því að það sé ekki notað til manneldis. Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildar- stjóri matvælaeftirlits hjá Heilbrigð- iseftirlitinu, segir að vissulega hefði verið gott ef það hefði uppgötvast fyrr að Ölgerðin hefði selt iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. Innflutningur á iðnaðarsaltinu sé ekki háður sérstök- um leyfum og nánast ómögulegt hafi verið fyrir heilbrigðisfulltrúa að átta sig á að það hafi verið selt til mat- vælaframleiðslu. Megnið af saltinu hafi verið selt til fyrirtækja sem eru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.