Morgunblaðið - 30.01.2012, Síða 1

Morgunblaðið - 30.01.2012, Síða 1
M Á N U D A G U R 3 0. J A N Ú A R 2 0 1 2  Stofnað 1913  24. tölublað  100. árgangur  GETUR BORIÐ Í SÉR DJÚPA HEIMSPEKI GRIKKLAND Á HENGIFLUGINU FARA YFIR SÖGU ÍSLANDS Á HUNDAVAÐI AUKINN SAMRUNI EVRULANDA 15 HUNDAR Í ÓSKILUM 34SAGA GLÆPASÖGUNNAR 10 Fréttaskýring eftir Baldur Arnarson Ómissandi á pizzuna, í ofn- og pastaréttina, á tortillurnar og salatið. Heimilis RIFINN OSTUR NÝJUNG ÍSLENSKUR OSTUR 100% Slæm færð í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu und- anfarið hefur haft í för með sér töluverða aukningu umferðaróhappa. Í síðustu viku lætur nærri að um 40% fleiri árekstrar hafi verið skráðir heldur en í venjulegu árferði. Ómar Þorgils Pálmason hjá Aðstoð & öryggi ehf., sem er með Árekstur.is, segist ekki muna eftir öðru eins en fyrir utan að hafa verið með Árekstur.is í fimm ár starfaði hann í 20 ár hjá lögreglunni í Reykjavík. Að- stoð & öryggi skráir um 70% umferðaróhappa á höf- uðborgarsvæðinu. „Fólk talar líka meira um versnandi kjör sín. Við heyrum sorgarsögur á hverjum einasta degi, oft á dag,“ segir Ómar. Hann hefur heyrt margar sögur af því að fólk hafi hreinlega ekki efni á því að gera við bíl- ana sína eða halda þeim skikkanlega við. Hann veit jafnframt dæmi þess að ef fólk lendir í órétti og er með minniháttar skemmda bíla láti það ekki gera við bílana heldur spari kostnaðinn við sig. Mikið um nudd Agnar Óskarsson, framkvæmdastjóri tjónasviðs VÍS, tekur undir orð Ómars. „Það hefur verið mun meira um árekstra hérna að undanförnu. Mér sýnist á skrán- ingunum hjá okkur að þetta sé meira svona nudd,“ seg- ir hann. Man ekki eftir öðru eins  Mikil fjölgun umferðaróhappa á höfuðborgarsvæðinu MUm 40% fleiri árekstrar »6 Náttúran hefur heldur betur minnt á sig að und- anförnu með snjókomu og leysingum á víxl. Þegar þessir ævintýragjörnu krakkar lögðu leið sína í Elliðaárdalinn í gær tók vatnsmikil áin á móti þeim. Fremstur fer Jón Eyjólfur Stefánsson, að baki hans á hægri hönd er Guðmundur Fannar Jónsson, fyrir miðju er Ólafía Elínborg Stefánsdóttir og því næst Leon Ingi Stefánsson. Í gær mældist úrkoman vera mest á landinu á Nesjavöllum og segir Veðurstofa Íslands hana hafa mælst 125 mm yfir sólarhringstímabil. Þá er bleyta enn í kortum veðurfræðinga fyrir Suðurland. Morgunblaðið/Eggert Ævintýri í umhleypingum Rigning, slydda eða él í kortunum fyrir Suðurland Leiðinlegt tíðarfar að undanförnu hefur haft talsverð áhrif á aukningu í sölu sólar- ferða hjá ferðaskrifstofum hér á landi. Þor- steinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri Úr- vals-Útsýnar, segist vera þess fullviss að veðrið hafi leikið stórt hlutverk í söluaukningu. „Það kom miklu ákveðnari eft- irspurn eftir ferðum. Fólk ætlaði sér út,“ segir Þor- steinn og bendir á að leiguflug til Kanaríeyja hafi selst upp svo senda varð sólarþyrsta ferðalanga í áætlunarflug suður á bóginn þess í stað. Að auki segist hann hafa mjög góða tilfinningu fyrir sumrinu. „Ég legg upp með 10% aukningu.“ Frí- og skemmtiferðum fjölgar Helgi Eysteinsson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar VITA, segist ekki vera í nokkrum vafa um áhrif veðráttunnar þeg- ar kemur að söluaukningu. „Það virðist vera að eftirspurn eftir frí- og skemmtiferð- um sé í það heila að aukast,“ segir Helgi og bendir á að auk aukningar í sölu á sólar- ferðum stefni í tvöföldun á sölu á skíðaferð- um á milli ára. Þá segir hann golfferðir vera þá tegund ferða sem minnst hafi dregið úr í sölu undanfarin ár en almennt dró úr sölu árin 2009 og 2010. Þá fengust jafnframt þær upplýsingar hjá Heimsferðum að greina megi augljósa aukningu í sölu. „Við tvöfölduðum okkar framboð á Gran Canaria þannig að aukn- ingin var töluverð,“ segir Tómas Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða. Landinn sækir í sólina  Tíðarfarið eykur sölu sólarferða Morgunblaðið/Brynjar Gauti  „Hún er stund- um óhugnanleg áin. En ég er ekki líf- hræddur,“ segir Sigurður Sig- mundsson gröfu- maður um glím- una við Svað- bælisá þegar hún er í leysingaham. Klæðning fór af þjóðveginum á Skeiðarársandi í hlákunni um helgina og segir vaktstjóri hjá Vegagerðinni það óvenjulegt. »2 Einn í myrkrinu í baráttunni við ána  Af sjómönnum sem lögskráðir voru á fiskiskipa- flotann á síðasta ári voru 143 orðnir 70 ára og eldri. Ekki er ólíklegt að stór hluti þessa hóps hafi sótt sjóinn í svokölluðum strandveiðum. 182 konur voru lögskráðar á fiskiskip í fyrra, 89 þeirra voru á bátum undir 15 tonnum en fjórar voru á frystitogurum. »16 Eldri borgarar á strandveiðibátum  Íslenska karlalandsliðið í handbolta á góða mögu- leika á að vera með á næstu tveimur stór- mótum. Ísland dróst á móti Hollendingum í umspili fyrir HM og lenti í riðli með Kró- ötum, Japönum og Sílemönnum í undankeppni fyrir Ólympíuleikana, þar sem tvær þjóðir tryggja sér far- seðilinn til London í sumar. Evrópumótinu í handbolta lauk í gær og Guðjón Valur Sigurðsson var valinn í úrvalslið mótsins. gummih@mbl.is » Íþróttir Ísland á góða mögu- leika að spila á ÓL Guðjón Valur Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.