Morgunblaðið - 30.01.2012, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 30.01.2012, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2012 FRÉTTASKÝRING Baldur Arnarson baldura@mbl.is Helgi er langur tími þegar skulda- kreppan í Evrópu er annars vegar. Á föstudaginn var snerust fyrir- sagnirnar um væntanlegar niður- færslur lánardrottna á skuldum gríska ríkisins. Síðar um daginn var allt komið í háaloft eftir frétt Financi- al Times þess efnis að þýsk stjórnvöld hefðu lagt til að Grikkir afsöluðu sér tímabundið sjálfræði í ríkisfjármál- um, á meðan greitt yrði úr skulda- vanda landsins. Í gær snerust fyrir- sagnirnar um reiði Grikkja. Á bak við stóryrði persóna og leik- enda leynist grafalvarleg staða. Grikkir geta ekki hjálparlaust endur- fjármagnað skuldir ríkisins og verða því annaðhvort að sigla í greiðsluþrot eða leita á náðir lánardrottna. Hafði ekki tekist að semja um skil- yrði frekari neyðaraðstoðar til handa grískum ríkissjóði þegar Morgun- blaðið fór í prentun. Er tíðinda að vænta frá fundi leiðtoga aðildarríkja Evrópusambandsins í Brussel í dag. Fylgir eftir fyrri skrefum Miðað við atburði helgarinnar verður sú aðstoð rökstudd með þörf- inni fyrir aukna samhæfingu evru- ríkjanna í efnahagsmálum. Er með því fylgt eftir samningi evruríkjanna í desember um skref til samræmdrar stefnu í fjármálum og nýjar valdheimildir til að refsa þeim aðildarríkjum myntsamstarfsins sem fara út af sporinu í ríkisfjármálum. Skrefið þótti róttækt en gekk þó ekki eins langt og tillögur þær sem Fin- ancial Times sagðist hafa undir hönd- um frá þýskum stjórnvöldum um hvernig taka bæri á vanda Grikkja. Kváðu þær meðal annars á um til- sjónarmann ESB yfir ríkisfjármálum skuldsettra ríkja sem hefði m.a. neit- unarvald þegar útgjöld gríska ríkisins og skattastefna eru annars vegar. Philipp Rösler, ráðherra efnahags- mála í þýsku stjórninni, sagði síðan að erlendar stofnanir, t.d. á vegum ESB, þyrftu að koma til ef Grikkir gætu ekki brugðist við vandanum. Ögrun við fullveldið Pavlos Yeroulanos, menningar- málaráðherra Grikklands, sagði „úti- lokað“ að fá Grikki til að fallast á slíka valdatilfærslu þegar breska útvarpið leitaði álits hans. „Við höfum gefið dá- lítið eftir. En ég held að fullveldið sé rauð lína sem enginn þorir að stíga yf- ir. Ég myndi heldur segja af mér en að leyfa nokkrum að segja okkur fyrir verkum við ráðstöfun fjármuna.“ Grikkir eru hins vegar í þröngri stöðu. Helstu lánveitendur þeirra gera kröfur um aukna miðstýringu fjármála á evrusvæðinu, í átt frá sjálf- stæðri peningastefnu 17 evruríkja. Angela Merkel Þýskalandskanslari er talsmaður aukinnar miðstýringar og nýtur í því efni stuðnings Christine Lagarde, forstjóra Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, sem lýsti því yfir á fundinum í Davos, sem fjallað er um hér fyrir neðan, að þrennt þyrfti að koma til ef leysa ætti skuldakreppuna á evru- svæðinu. Í fyrsta lagi „burðugur eld- veggur“, þ.e. neyðarsjóðir sem ríkis- stjórnir geti gripið til í skuldavanda. Í öðru lagi aukið aðgengi að lánsfé svo lánalínur lokist ekki og í þriðja lagi aukinn samruni í efnahagsmálum. Skattastefnan samræmd? „Það þriðja sem við álítum nauð- synlegt fyrir Evrópu er skýrt og það er meiri samruni,“ sagði Lagarde og tiltók þannig eitt skilyrðanna fyrir lánveitingum sjóðsins til skuldsettra evruríkja. Batt hún vonir við að leið- togar ESB staðfestu skref til frekari samþættingar í ríkisfjármálum á leið- togafundinum í Brussel í dag. Slær dagblaðið Daily Telegraph því upp að stefnan sé tekin á sam- ræmda skattastefnu á evrusvæðinu. Josef Ackermann, forstjóri stór- bankans Deutsche Bank og einn valdamesti fjármálamaður Evrópu, varaði eindregið við greiðsluþroti í Grikklandi. Horfa þyrfti á málið frá „sögulegu og pólitísku sjónarhorni“ og koma í veg fyrir greiðsluþrot og neikvæð áhrif þess á evrusvæðið. Reuters Örlagafundur Séð frá vinstri: Stjórnmálaleiðtogarnir George Karatzaferis og Antonis Samaras, Lucas Papademos forsætisráðherra og George Papan- dreou, leiðtogi Sósíalistaflokksins, funda á skrifstofu forsætisráðherrans. Papademos reyndi að skapa einingu um næstu skref í skuldakreppunni. Grikkland á hengifluginu  Forystumenn í Aþenu neita að láta fjármálastjórnina af hendi til Brussel  Aukinn samruni evrusvæðisins  Forstjóri AGS vill samræmda skattastefnu Eins og rakið er hér til hliðar sam- þykktu evruríkin sautján nýjan samning um skatta- og fjármál skömmu fyrir áramót. Fól samning- urinn meðal ann- ars í sér að ríki sem ekki virtu að- hald í fjármálum ættu yfir höfði sér sektir frá Evrópudóm- stólnum. Þýska tímaritið Spiegel segir þann lagalega annmarka á samn- ingnum, „gæluverkefni Merkel kanslara“, að Bretar hafi ekki sam- þykkt þær. Þær geti því ekki orðið hluti af sáttmálum ESB heldur séu örlög þeirra að verða milliríkja- samningur. Þá geti framkvæmda- stjórn ESB aðeins gengið fram fyrir öll aðildarríkin 28 og er Bretland þar ekki undanskilið. Framkvæmda- stjórnin hafi því ekki heimildir til að vísa meintum fjárlagabrotum til Evrópudómstólsins. Þarf staðfestingu allra ríkjanna Spiegel ræðir við Matthias Ruff- ert, sérfræðing í Evrópurétti við Há- skólann í Jena, sem telur allar líkur á að öll aðildarríki ESB þurfi að staðfesta samninginn áður en hann geti orðið lagalega bindandi við Evrópudómstólinn. Einnig er rætt við Ronan McCrea, sérfræðing á sama sviði við Univers- ity College í Lundúnum, sem segir að vegna þess að skatta- og fjár- málasamningurinn sé milliríkja- samningur en ekki lög í sáttmálum ESB hafi hann ekki sjálfkrafa for- gang yfir landslög í aðildarríkjunum. Er niðurstaða Spiegel að ólíklegt sé að hægt verði að uppfylla þær væntingar sem Merkel skapaði með samþykkt samningsins í desember. Nokkur atriði í honum hvíli á um- deildum lagalegum stoðum. Samhæfi efnahagsstefnuna Má í þessu samhengi rifja upp að í títtnefndum samningi stóð að vegna aukinnar spennu á mörkuðum á evrusvæðinu þyrfti að efla samhæf- ingu í efnahagsstefnunni með nýjum fjármálasamningi. Var vísað til skrefa í þessa átt mánuðina 18 á undan. Eru næstu skref undirbúin. Umdeilt „gælu- verkefni“ Angela Merkel  Óskýrar lagaheim- ildir til refsiákvæða Skuldavandi Evrópu var mál málanna á árlega Alþjóða- efnahagsþinginu í Davos í Sviss. Margir valdamestu menn heims stigu á svið og lýstu sýn sinni á vandann. Meðal þeirra var George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, sem sagði evruríkin þurfa að koma sér upp stærri neyðarsjóðum til að mæta skuldavanda ein- stakra aðildarríkja myntsamstarfsins. Christine Lag- arde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, tók í sama streng og sagði slíka sjóði myndu senda nauðsynleg skilaboð um að ríki Evrópu ynnu staðfastlega að lausn vandans. Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði frekari aðstoð annarra heimshluta skilyrta frekari skuldbindingum Evrópuríkjanna í skuldakreppunni, að því er fréttavefur New York Times hafði eftir honum. Motohisa Furukawa, fulltrúi Japansstjórnar í efna- hagsmálum á þinginu, sagði Evrópuríkin þurfa að gera meira, ella hefðu þróunarlöndin ekki áhuga á að leggja meira fé í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Túlkaði bandaríska blaðið atburðarásina í Davos svo að þrýstingurinn á evrópska leiðtoga um að efla neyðarsjóðina hefði aukist. Evrópskir leiðtogar beittir þrýstingi í Davos  Digrari neyðarsjóðir forsenda frekari lánveitinga til evruríkja Reuters Fjárþurfi Lagarde vildi meira fé í skjóðuna. Þegar tillögurnar sem Financial Times sagði frá spurðust út stóð ekki á viðbrögðum frá grískum stjórnmálamönnum. Meðal þeirra sem tóku til máls var Anna Diam- antopoulou, menntamálaráðherra Grikklands, sem kallaði hugmynd- ina um sérstakan tilsjónarmann ESB yfir fjármálum Grikkja „úr smiðju fársjúks ímyndunarafls“, svo það sé lauslega þýtt úr ensku. Ummæli Diamantopoulou fóru víða enda er hún vel þekkt í Bruss- el. Hún fór með atvinnu- og fé- lagsmál í fram- kvæmdastjórn ESB þegar Rom- ano Prodi var for- seti fram- kvæmdastjórnar sambandsins, á árunum 1999 til 2004. „Fársjúkt ímyndunarafl“ VIÐBRÖGÐ MENNTAMÁLARÁÐHERRANS Anna Diamantopoulou Tímaritið Spiegel dregur saman af- stöðu nokkurra þýskra leiðarahöf- unda til skuldavanda Grikkja. Haft er eftir Süddeutsche Zeit- ung að margir Grikkir séu farnir að velta því fyrir sér hvort ekki sé betra að kreppan fái „hræðileg málalok“ í stað „hryllings án enda“. Enginn viti hins vegar hvað taki við ef Grikkir yfirgefi evrusvæðið. Á hitt beri að líta að björgunar- vestið sem kastað var til Grikkja hefur verið of lítið frá upphafi og of rík áhersla verið lögð á niðurskurð í ríkisfjármálum af hálfu erlendra hagsmunaaðila. „Þetta hefur kæft hagkerfið. Litið var á tekjur af einkavæðingu sem mögulega líflínu jafnvel eftir að ljóst varð að erfitt gæti reynst að selja grísk fyrirtæki í ríkiseigu,“ segir í leiðaranum. Leiðaraskrif Frankfurter Allge- meine Zeitung eru einnig tekin til umfjöllunar. Segir þar m.a.: „Almenningur í Evrópu er far- inn að venjast því að vera aðeins sagt lítið brot af sannleikanum… Jafnvel þótt slak- að verði á skuldakröfunni á hendur Grikk- landi mun það ekki slökkva þorsta landsins í lántökur. Slík tilslökun myndi engu breyta þegar hin slá- andi vangeta gríska hagkerfisins til að keppa á alþjóðamörkuðum er annars vegar. Samt er enginn grundvöllur fyrir heilbrigð ríkis- fjármál án hagvaxtar,“ sagði í leið- aranum í lauslegri þýðingu. Harmleikurinn taki skjótan enda Süddeutsche Zeitung  Þýsku blöðin rökræða kosti aðstoðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.