Morgunblaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 11
Glæpasagnahöfundur Agatha. Mýrin Ingvar E. í hlutverki Erlends, aðalpersónu glæpasögunnar Mýrarinnar eftir Arnald Indriðason. skrifaði undir nafninu Valentínus, tveggja binda bók árið 1932, Leynd- ardómar Reykjavíkur. Ólafur við Faxafen var skáldanafn Ólafs Frið- rikssonar sem skrifaði bókina Allt í lagi í Reykjavík árið 1939 og varð hún mjög fræg. Söngkennarinn Stein- grímur Sigfússon skrifaði undir nafn- inu Valur Vestan bókina Rafmagns- morðið árið 1950. Þessar bækur eru auðvitað börn síns tíma og voru kannski ekkert ólíkar þeim sem höfðu verið þýddar og voru framhaldssögur í blöðum og tímaritum, en slíkar bók- menntir þóttu ekki par fínar, sem gæti verið ástæða þess að þessir menn skrifuðu undir dulnefni.“ Alistair MacLean fyrir karla Síðan líður langur tími, eða um þrjátíu ár þar til næsta bylgja í ís- lenskum glæpasögum ríður yfir. Þá eru gefnar út bækur sem búa til jarð- veginn fyrir glæpasöguna eins og við þekkjum hana í dag. „Árið 1979 skrifar blaðamaðurinn Gunnar Gunnarsson yngri bókina Gátan leyst, og ári síðar bókina Margeir og spaug- arinn. Báðar þessar bækur bera keim af bókum sænsku hjónanna Sjöwall og Wahlöö, en þær voru mjög vinsæl- ar á þessum tíma, þýddar á íslensku og gefnar út af virðulegu forlagi, Máli og menningu. Fram að þeim tíma höfðu aðallega verið þýddar og gefnar út spennusögur eftir breska höfunda eins og Alistair MacLean, sem voru eiginlega bara fyrir karla, en líka ein- staka bók eftir Agöthu Christie.“ Það er ekki fyrr en rétt fyrir aldamótin 2000 sem nýjasta glæpa- bylgjan ríður yfir hér á landi. „Arn- aldur gefur út sína fyrstu bók, Syni duftsins, árið 1997 og strax ári seinna Dauðarósir. Viktor Arnar Ingólfsson sendir frá sér bókina Engin spor árið 1998 og hún sló í gegn. Síðan hafa sprottið upp margir íslenskir glæpa- sagnahöfundar og fjölmargar glæpa- sögur koma hér út á hverju ári.“ Í einkaspæjarasögum glæpadrottninganna Agöthu Christie og Dor- othy Sayers, er þrenna glæpasögunnar til staðar. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2012 Nokkuð er orðið um að þekktir fata- hönnuðir og tískuverslanir eins og t.d. H&M leiði saman hesta sína. Ný slík lína, „Jason Wu for Target“, var kynnt í New York á dögunum og haldin mikil veisla fyrir sérstaka gesti. Í þessari línu er bæði fatnaður og fylgihlutir sem tískuunnendur geta keypt sér á öllu hagstæðara verði en gengur og gerist með hönn- un Wus. Almenn sala hefst 5. febrúar í Target-verslunum og verður örugg- lega hamagangur í öskjunni. Hátíska í Target Reuters Glens Leikkonan Blake Lively gantast með fatahönnuðinum Jason Wu. Kynning á línu Jasons Wus Partý Fína og fræga fólkið var mætt í sérstakt frumsýningarpartý. Gínur Þessar eru ekki úr plasti en sáu um að sýna klæðnað frá Jason Wu. Velkomin í Litlatún í Garðabæ Opið 10-19 alla virka daga og 12-18 laugardaga. er í Litlatúni. Verið velkomin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.