Morgunblaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2012
✝ IngimundurEyjólfsson
fæddist í Reykja-
vík 28. júní 1951.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 22. janúar
2012.
Foreldrar hans
voru Guðrún Ingi-
mundardóttir, f.
11. apríl 1929, d.
6. febrúar 1963,
og Eyjólfur Arthúrsson, f. 7.
febrúar 1926, d. 10. janúar
2010. Systkini Ingimundar eru
Arthúr Karl, f. 20. desember
1946, Anna, f. 2. apríl 1948,
Felix, f. 5. apríl 1949, Þor-
steinn Eyvar, f. 13. júní 1950,
d. 7. júlí 1994, Guðrún Gerður,
f. 15. mars 1955, Ásta Stein-
unn, f. 26. mars 1956, og Ósk-
ar, f. 10. janúar 1962. Hinn 11.
september 1982 kvæntist Ingi-
mundur Valgerði Þ. Jóns-
dóttur, f. 2. júlí 1952. Börn
þeirra eru Jón
Þórir, f. 18. mars
1983, og Elín há-
skólanemi, f. 4.
júlí 1987. Þau
skildu. Eldri dóttir
Ingimundar er
Vigdís Gígja, list-
fræðinemi og tón-
listarkennari, f. 5.
febrúar 1977,
móðir hennar er
Elínborg Sig-
urgeirsdóttir, f. 10. júlí 1951.
Ingimundur lauk gagnfræða-
prófi frá Réttarholtsskóla,
vann verslunarstörf í mörg ár,
eða þar til hann hóf nám í
málaraiðn við Iðnskólann í
Reykjavík. Hann öðlaðist
meistararéttindi 1982 og starf-
aði við iðnina í um þrjá ára-
tugi.
Útför Ingimundar verður
gerð frá Fossvogskirkju í dag,
mánudaginn 30. janúar 2012,
kl. 13.
Hann er fjórði í efstu röð frá
vinstri á hópmynd af Breiðavík-
urdrengjum, sem nokkrum sinn-
um birtist að gefnu tilefni í fjöl-
miðlum áratugum eftir að
myndin var tekin. Margir þess-
ara drengja eru fallnir frá, langt
um aldur fram. Og núna Ingó,
minn kæri vinur. Hann talaði
aldrei um Breiðavíkurdvölina að
fyrra bragði, en sagði þó þegar
hið svokallaða Breiðavíkurmál
var afhjúpað að kannski hefði
margt farið á annan veg ef hann
hefði fengið lögbundna grunn-
menntun eins og flest önnur
börn. Mikið meira togaðist ekki
upp úr honum um vistina fyrir
vestan.
Þessi litlu orð, ef og kannski,
gefa tilefni til ótal vangaveltna,
en hafa vitaskuld enga þýðingu
þegar blákaldur raunveruleikinn
blasir við. Ingó var óvenjulega
fallegt barn og fallegur ungur
maður, góð og velviljuð mann-
eskja, sem átti jafnan erfitt með
að neita nokkrum manni um
greiða. Og lán? Ekkert mál.
Hann var rausnarlegur, hafði
ómælda ánægju af að gefa þeim
sem honum þótti vænt um
óvæntar gjafir og hafði skömm á
nísku og græðgi.
Ég gæti hæglega talið upp
fleiri mannkosti míns fyrrver-
andi eiginmanns og ég gæti líka
fjallað um vesenið á honum, eins
og ég og börnin okkar, Nonni og
Elín, kölluðum það þegar hann
datt’íða. Sem á tímabilum var
býsna oft og átti hvað mestan
þátt í því að við skildum fyrir um
tveimur áratugum. Því verður
ekki neitað að Ingó fór ekki nógu
vel með sig. En það er bara svo
miklu betra að geyma góðu
minningarnar, sem þrátt fyrir
allt eru býsna margar.
Þótt hjónabandið færi í vask-
inn slitnuðu vináttuböndin aldrei.
Við vorum enda hálfgerðir
krakkar þegar við kynntumst og
oft er það svo að sú vinátta sem
til er stofnað í æsku endist út æv-
ina.
Ég hafði oft áhyggjur af Ingó,
sérstaklega hin síðari ár þegar
heilsu hans hrakaði og hann
þurfti að gangast undir lífs-
hættulegan uppskurð í apríl sl.
En hann var nagli og það lýsir
honum kannski best að þrátt fyr-
ir að hann liði óbærilegar kvalir
undir það síðasta vék hann frem-
ur talinu frá sjálfum sér og að
minni líðan, en ég hafði verið að
væla yfir smáóhappi, sem ekki
var einu sinni orð á gerandi. Og
svo gat hann farið að fíflast, rétt
eins og í gamla daga.
Uppskurðurinn var sagður
hafa heppnast vel. En sjúkling-
urinn náði sér aldrei og dó. Ef og
kannski eru lítil orð en samt svo
stór. Ef eftirfylgnin með sjúk-
lingnum hefði verið fullnægjandi
þá – kannski – hefði Ingó mögu-
lega getað átt nokkur ár við
bærilega heilsu. Nú er sem ég
heyri hann segja: „Æ-i, góða
besta, vertu nú ekki alltaf að æsa
þig svona.“
Blessuð sé minning Ingós.
Valgerður Þ. Jónsdóttir.
Pabbi var fyrst og fremst góð-
ur, skemmtilegur og traustur
vinur. Við kjöftuðum oft langt
fram á nótt um allt milli himins
og jarðar. Það var svo auðvelt því
hann var svo opinn og fordóma-
laus maður enda hafði hann
marga fjöruna sopið. Hann hafði
yndi af að tala um heimspekileg
málefni en fór sérstaklega á
skrið þegar samræðurnar bárust
að AA-samtökunum sem hann
hafði dálæti á. Fordómaleysið
var ekki eingöngu það sem gerði
hann einstakan því pabbi var af-
ar gjafmildur og vildi allt fyrir
fjölskyldu sína gera. Alltaf þegar
ég spurði hann hvort hann vildi
gera mér greiða, á hvaða tíma
sólarhrings sem var, svaraði
hann alltaf: „Já, hvað sem er.“
Hann var alltaf sami prakk-
arinn og 1. apríl var eins og jólin
fyrir honum. Við hættum ekki að
gera prakkarastrik fyrr en hann
varð alvarlega veikur og það er
ekki langt síðan við hlógum okk-
ur máttlaus yfir þeim. Þegar ég
var yngri og gerði eitthvað af
mér og fékk skammir fyrir frá
öðrum glotti hann alltaf og sagði
stoltur að ég hefði fengið prakk-
araeðlið frá honum. Þegar ég
hugsa um það núna er ég svo
stolt ef ég líkist honum að ein-
hverju leyti.
Þau eru ófá ævintýrin sem ég
er svo heppin að hafa fengið að
upplifa með pabba, mörg hver
eiga sér svolítið skrýtinn aðdrag-
anda, sem ekki er pláss fyrir að
greina frá. Mér er sérstaklega
minnisstætt þegar við vorum föst
á árabáti úti á miðju stöðuvatni í
marga klukkutíma að borða pítsu
og þegar við grilluðum kótilettur
inni í tjaldi sem mátti engu muna
að kviknaði í, auk allra „rallí“-
ferðanna okkar á malarvöllum.
Allt þetta og miklu meira til
gerði hann ekki eingöngu að
besta pabba í heimi heldur líka
besta vini mínum.
Minningarnar um hann eru
ljós í lífi mínu.
Elín Ingimundardóttir.
Elsku Ingó, bróðir minn, já líf-
ið er stutt já allt of stutt, ég trúði
því að þú myndir ná þér og bara
lífið myndi blasa við þér. Við vor-
um búin að hugsa okkur að fara í
sumarbústað og njóta náttúrunn-
ar og bara lífsins alls. Ekki grun-
aði mig laugardaginn 21. janúar
þegar þú hringdir í mig og baðst
mig um að koma, að þetta væri í
síðasta skiptið sem við myndum
tala saman. En þessi laugardag-
ur var sá besti í langan tíma fyrir
mig, við fórum yfir nokkur minn-
ingabrot eins og gengur, og mik-
ið gátum við hlegið þrátt fyrir
miklar kvalir sem hrjáðu þig,
elsku bróðir. Ég veit að þú varst
ekki á leiðinni að fara, þú elsk-
aðir börnin þín Nonna og Elínu
mikið, og áttir eftir að gera svo
margt með þeim. Já, þú varst svo
duglegur og þrátt fyrir allt og
allt þá varstu ekki að kvarta, sem
þú hefðir alveg mátt gera.
Að lokum langar mig til að
þakka þér fyrir samfylgdina og
alla vinsemdina, eitt fallegt ljóð
sem á pínulítið við þitt líf, Hug-
sjónamaðurinn eftir Oddfríði
Sæmundsdóttur frá Elliða.
Til verka stórra hann virtist fæddur,
vitur, tryggur og laus við prjál,
hann hræddist ekki, því hann var
græddur
svo hreinni lundu og stórri sál.
Með unga fullhugans eld í hjarta
á afl hins góða hann treysti bezt
og lyfta vildi til ljóssins bjarta
þeim landsins börnum, er þjáðust
mest.
Það oft er kaldhæðni örlagana,
sem eyðileggur hinn fagra meið,
hann skorti gætni og skapgerð manna,
er skunda beint hina troðnu leið.
Ég leit hann eitt sinn á liðnum árum
með lamað fjör eftir storm og él.
Mér fannst hann minna á fugl í sárum,
sem flugs er varnað og þráir hel.
Ég vil þakka þér, Ingó bróðir
minn, fyrir að vera til fyrir mig.
Þín elskandi systir
Gerður.
Ingimundur, eða Ingó eins og
við kölluðum hann var skemmti-
legur félagi og bróðir. Dauði
hans er ótímabær þó svo að hann
sé hvíld frá miklum þrautum,
hver veit en ég er sannfærð um
að honum verður vel tekið á nýj-
um stað.
Ég man ekki eftir öðru en
gríni og glensi hjá Ingó. Hann
var húmoristi og lífskúnstner.
Hann vann í fyrstu tískuvöru-
versluninni fyrir táninga í
Reykjavík, hjá Gulla í Karnabæ
og átti það vel við hann því hann
hafði góðan smekk, alltaf flottur í
tauinu. Heimili hans og Völlu bar
þess vitni að þau kynnu að meta
fallega hluti.
Ingó lærði málaraiðn og fékk
seinna meistararéttindi og var
hann listrænn og góður fagmað-
ur.
Ingó elskaði að vera nálægt
börnunum sínum, þeim Nonna
og Elínu, og upplifði æskuna
gegnum þau, þau voru honum líf-
ið.
Valla og fjölskylda hennar
reyndust Ingó sannir vinir og
studdu hann í gegnum þykkt og
þunnt. Við misstum móður okkar
ung og tel ég að Elín, móðir
Völlu, hafi nánast gengið honum í
móðurstað.
Ingó átti marga vini sem
sýndu honum vináttu sína í verki
og studdu hann í veikindum auk
þess sem hann naut mikils stuðn-
ings Ástu systur. Hann var
drengur góður og átti ást okkar
alla.
Það hefði verið gaman að eld-
ast áfram með Ingó en hann spil-
aði, tefldi og fékk sér ársmiða á
tónleika Sinfóníunnar. Hann var
of veikur á síðasta ári til að
stunda tónleikana en hann naut
þess að fara úr málaragallanum í
fínna pússið og hitta fólk.
Ingó fékk stóran skammt af
mótlæti sem byrjaði strax á unga
aldri en fékk á móti sinn skammt
af hamingju og elskaði og virti
mikils börnin sín og vini Elínar
og Nonna.
Í sumar var Ingó staddur á
sjúkrahúsinu í Stykkishólmi þar
sem hann átti góða vini og naut
stuðnings þeirra oftar en einu
sinni. Við Símon heimsóttum
hann þar og áttum með honum
góðar stundir þó hann væri veik-
burða.
Rétt fyrir jólin var nánasta
fjölskylda min saman komin til í
kaffi þegar Ingó kom í heimsókn.
Okkur þótti öllum gott að hitta
hann, sérstaklega þar sem hann
virtist bjartsýnn á framtíðina og
var léttur og kátur eins og hann
átti að sér að vera og engum gat
dottið í hug að hans biði svo fljótt
að kveðja þennan heim.
Guð blessi og styrki börnin
þín, Elínu, Nonna og Vigdísi og
vaki yfir framtíð þeirra og Völlu.
Hvíl í friði, elsku bróðir og
mágur.
Anna systir og Símon.
Í örfáum orðum langar mig til
að minnast fyrrverandi mágs
míns og vinar Ingimundar Eyj-
ólfssonar.
Ég sá Ingó í fyrsta sinn þegar
ég var 14 ára og fór að forvitnast
um hvaða drengur það væri eig-
inlega sem Valla systir mín var
farin að leggja lag sitt við. Hann
vann þá í Faco á Laugaveginum
og ákvað ég að búa mér til eitt-
hvert erindi þangað. En þar sem
þetta var nú herrafataverslun
fann ég ekki upp á neinu öðru en
að spyrja eftir regnkápum. Hann
sagði mér að það væru engar til
sem myndu passa á mig, en mér
þótti nú vissara að máta á meðan
ég alveg „drullufeimin“ virti pilt-
inn fyrir mér. Í gegnum tíðina
rifjaði Ingó þetta oft upp og hló
mikið því hann hafði vorkennt
þessari „umkomulausu stúlku“
svo mikið.
Fljótlega eftir þetta var hann
kominn inn í fjölskyldu mína og
hefur átt þar heima síðan og
skipti í því sambandi engu máli
að þau Valla skildu. Með Ingó og
móður minni tókst mikill vin-
skapur og ekki síst þegar hún
var orðin gömul. Hann var alveg
einstaklega góður við hana og
fyrir það vil ég þakka honum.
Hann heimsótti hana oft og kom
þá iðulega við í bakaríinu og
keypti með kaffinu og rabbaði við
hana um alla heima og geima. Á
föstudögum tókum við oft í spil,
þegar fleiri litu inn til hennar.
Ingó var glæsilegur maður á
sínum yngri árum, hafði húmor-
inn í lagi og hafði gaman af að
ræða málin, hann var stríðnis-
púki og reyndi oft að láta mig
hlaupa apríl og tókst það þó-
nokkrum sinnum.
Valla og Ingó eignuðust tvö
börn þau Nonna og Elínu en fyr-
ir átti Ingó Vigdísi Gígju og var
hann börnum sínum góður vinur.
Síðustu ár átti Ingó við mikil
veikindi að stríða og var síðasta
ár átakanlega erfitt, en hann
sýndi ótrúlegan dugnað og var
undir það síðasta vongóður um
að nú færi allt að snúast í rétta
átt, en sú varð því miður ekki
raunin og komið er að kveðju-
stund.
Þú þreyttur varst orðinn og þrekið
smátt,
um þrautir og baráttu ræddir fátt
og kveiðst ekki komandi degi.
(Hugrún.)
Ég votta Nonna, Elínu, Vig-
dísi og Völlu mína dýpstu samúð.
Arngunnur Regína
Jónsdóttir.
Heimurinn varð fátækari við
andlát Ingimundar Eyjólfssonar,
fyrrverandi mágs míns. Lífsljós
hans slokknaði að kvöldi hins 22.
janúar eftir langvarandi og
þungbær veikindi.
Við kynntumst fyrst sumarið
1971, þegar við – maðurinn minn
og ég – komum til Íslands í frí, en
þá voru Ingó og Valla systir farin
að vera saman. Fallegra par
hafði ég aldrei séð. Þótt nokkur
aldursmunur væri á okkur pör-
unum, tókst með okkur góður
vinskapur, sem hélzt fram til síð-
asta dags. Þá og eftir það áttum
við ævinlega góðar stundir sam-
an, þegar við komum til Íslands,
eða þau heimsóttu okkur í
Þýzkalandi. Það var farið í bíl-
túra um næsta nágrenni Reykja-
víkur, í útilegu í Skorradal, í
mjög eftirminnilega helgarferð
til Úlfljótsvatns og fleira má
telja.
Þegar þau komu til okkar
sýndum við þeim fallegustu stað-
ina í nágrenni Iserlohn, sem var
heimaborg okkar þá. Sumarið
1981 komu þau sem oftar til okk-
ar, og þá fórum við í stórkostlegt
og ógleymanlegt ferðalag á bíln-
um til Parísar, München og Vín-
arborgar. Sú ferð var og verður
lengi í minnum höfð. Eitt merki
þess, hve sambandið á milli okk-
ar var gott, var, að Ingó og Rein-
hold, maðurinn minn, áttu hinar
líflegustu samræður – þótt hvor-
ugur talaði mál hins!
Ingó var góður drengur, vel
gefinn, greiðvikinn, hjálpsamur,
skemmtilegur og með gott skop-
skyn, Stundum átti hann það til
að gera prakkarastrik, sem þó
voru ætíð meinlaus. Það var
þægilegt að vera í návist hans og
aldrei leiðinlegt. Fjarlægðarinn-
ar vegna sáumst við ekki mjög
oft, en vinátta er ekki spurning
um nálægð eða fjarlægð.
Þau Valla skildu, en tengsl
Ingó við fjölskylduna rofnuðu
ekki fyrir því. Hann var einn af
fjölskyldunni eftir sem áður.
Sambandið við börnin þeirra
Völlu, Nonna og Elínu var mjög
náið og kært alla tíð. Einkum
langar mig til að nefna órjúfan-
lega vináttu á milli hans og
mömmu okkar systranna. Hann
var henni eins og sonur, vildi allt
fyrir hana gera og heimsótti
hana eins oft og hann mögulega
gat á meðan hún lifði.
Orðtækið segir „Maður kemur
í manns stað“. En það kemur
enginn í stað ástvinar eða vinar,
sem hefur verið hluti af lífi
manns, og sem svo hverfur þaðan
fyrir fullt og allt. En hann lifir
áfram í hjarta okkar, og minn-
ingarnar getur enginn tekið frá
okkur. Samt sem áður gerum við
okkur varla grein fyrir því, að við
eigum ekki eftir að hittast aftur,
þegar við komum til Íslands í
framtíðinni.
Síðustu árin átti Ingó við mik-
ið heilsuleysi að stríða. Hann
hafði sterkan lífsvilja, en að lok-
um sigraði maðurinn með ljáinn.
Hann hefði svo sannarlega átt
skilið að fá að njóta fleiri og betri
lífdaga, en örlögunum verður
ekki ráðið. Við samhryggjumst
innilega börnunum hans, Nonna
og Elínu, systur minni, Völlu,
sem horfðu vanmátta upp á þján-
ingar hans síðustu mánuðina, og
öllum, sem þótti vænt um hann.
Við kveðjum hann með söknuði.
Elín J. Jónsdóttir Richter.
Ingimundur Eyjólfsson –
Ingó – er allur, sextugur að
aldri. Leiðir okkar lágu saman
þegar hann varð kærasti Völlu
vinkonu minnar á tánings-
árunum. Hann var enginn smá-
töffari, engilfríður og spengileg-
ur með sítt, dökkt hár.
Á þessum árum var tískan á
Íslandi að breytast svo um
munaði – fyrirmyndirnar eink-
um sóttar til Bretlands þar sem
Bítlarnir og Rollingarnir voru í
öndvegi. Ingó var boðberi nýju
tískunnar, í litskrúðugum föt-
um og háhæluðum bítlaskóm
og vann m.a.s. í Karnabæ,
Mekka tískunnar. Valla kolféll
fyrir honum og þau rugluðu
saman reytum sínum fyrir tví-
tugt.
Ingó lauk námi í málaraiðn og
þau unnu bæði hörðum höndum,
komu undir sig fótunum og
byggðu sér einbýlishús í
Kópavoginum. Saman eignuðust
þau tvö mannvænleg börn, Jón
Þóri og Elínu. Þótt atvik höguðu
því þannig að til hjónaskilnaðar
kom milli Völlu og Ingós voru
þau áfram bundin sterkum bönd-
um og leiðir skildi aldrei.
Ingó átti öðru vísi uppvöxt og
erfiðari en við vinkonurnar.
Hann missti móður sína barn að
aldri og sá um sig sjálfur frá tán-
ingsárum. Hann var forkur dug-
legur en háði harðvítuga baráttu
við Bakkus stóran hluta ævinn-
ar. Sú barátta setti mark sitt á
hann, heilsu hans og hamingju.
Að leiðarlokum er mér þó enn
efst í huga glæsilegi og góði
pilturinn sem Valla giftist og sá
einstaklega góði og ljúfi faðir
sem hann reyndist börnunum
sínum. Veit ég að þau syrgja
hann sárt. Þeim og Völlu
vinkonu og öðrum aðstandend-
um Ingós sendi ég samúðar-
kveðjur.
Helga Jónsdóttir.
Kynni okkar Ingimundar Eyj-
ólfssonar ná áratugi aftur í tím-
ann. Konurnar, sem síðar urðu
eiginkonur okkar, voru bernsku-
vinkonur og Valgerður Þ. Jóns-
dóttir, kona Ingimundar, sem
jafnan var kallaður Ingó af þeim
sem hann þekktu, gekk á heimili
okkar Helgu Jónsdóttur ætíð
undir nafninu Valla vinkona. Þær
stöllur eru enn vinkonur. Gegn-
um þau kynni kynntist ég svo
Ingó og þau kynni hafa haldist
alla tíð síðan – í vel á fjórða tug
ára.
Ingó þótti á unglingsárum
nokkur töffari, en var kannski
bara ódæll unglingur, að minnsta
kosti var hann um skeið einn
Breiðavíkurdrengjana svoköll-
uðu. Fimmtán ára hvarf hann úr
heimahúsum og sá úr því um sig
sjálfur. Ef til vill var atlætið
heima fyrir ekki af því tagi, að
viðunandi væri.
Svo fór að ástir tókust með
þeim Völlu, síðan sambúð og
hjónaband.
Framan af varð ekki annað
séð en að framtíðin blasti við
þeim Ingó. Þau eignuðust tvö
börn, pilt og stúlku, og reistu sér
hús í Kópavogi í grennd við
bernskuslóðir þeirra vinkvenna
beggja, enda kunni Ingó vel til
verka í þeim efnum. Með harð-
fylgi tókst honum að afla sér iðn-
menntunar, gerðist málari og
vann alla starfsævi sína við þá
iðn og fórst það einkar vel úr
hendi. En svo fór að hjónabandið
entist ekki og leiðir skildi.
Síðustu ár ævi sinnar var Ingó
oft þungt haldinn vegna veikinda
og undir lokin var sýnt hvert
stefndi. En hann var æðrulaus og
ekki kvartsár maður. Dagfars-
prúður var hann og hverjum
manni ljúfari, viðmótsþýðari og
hjálpsamari, og ástríkari föður
var erfitt að ímynda sér. Börnin
hans lögðu því á hann mikla
elsku vegna óbrigðullar um-
hyggju, ástúðar og hlýju. Slíkar
minningar er gott að eiga um
föður sinn.
Ingó! Far vel, vinur.
Helgi Hörður Jónsson.
Ingimundur
Eyjólfsson
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Valdemar Gunnarsson
mjólkurfræðingur,
Kjarnagötu 14, Akureyri,
lést hinn 27. janúar. Jarðarförin verður
auglýst síðar.
Brit Mari Gunnarsson,
Kristín Irene Valdemarsdóttir, Jón Marinó Sævarsson,
Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, Jón Birgir Gunnlaugsson,
Berglind Mari Valdemarsdóttir, Sverrir Ásgeirsson
og barnabörn.