Morgunblaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2012 Skógarhlíð 18 sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. • Heimsferðir bjóða frábært verð á allra síðustu sætunum til Tenerife 13. mars. Í boði er einkar hagstætt verð á Vime Callao íbúðahótelinu með öllu inniföldu. Athugið að mjög takmörkuð gisting er í boði! Einnig önnur gisting í boði á afar hagstæðum kjörum. frá kr. 119.800 með „öllu inniföldu“ Tenerife 13. mars í 7 nætur Kr. 119.800 Vime Callao *** með öllu inniföldu Netverð á mann m.v. tvo fullorðna í íbúð með allt innifalið. Persónuvernd hefur sett fram at- hugasemdir við tvö frumvörp sem send voru stofnuninni til umsagn- ar. Annars vegar er um að ræða frumvarp til breytinga á sjúkra- tryggingalögum og lyfjalögum en hins vegar voru settar fram at- hugasemdir við frumvarp til laga um breytingar á fjarskiptalögum. Viðkvæmar upplýsingar Persónuvernd bendir á að í frumvarpi til sjúkratrygginga- og lyfjalaga er gert ráð fyrir auknu aðgengi að lyfjagrunni landlæknis, til m.a. Sjúkratrygginga Íslands og heimilislækna í tengslum við með- ferð sjúklings. Þá kveðst stofnunin ekki geta samþykkt frumvarpið að óbreyttu. Til að samþykki Persónuverndar fáist þarf að afmarka með mun skýrari hætti hvernig staðið verður að ráðstöfun viðkvæmra persónu- upplýsinga sem finna má í grunn- inum. Að öðrum kosti er hætt við að í framkvæmd fari menn fram úr lögum og til verði gagnagrunnur sem fær ekki staðist stjórnarskrá. Heimildir án dómsúrskurðar Í frumvarpi til laga um breyt- ingar á fjarskiptalögum er t.a.m. gert ráð fyrir að settur verði á laggirnar sérstakur starfshópur, nefndur CERT-ÍS, og hefði hann víðtækar heimildir til að skoða samskipti fólks á netinu án dóms- úrskurðar. Þá telur Persónuvernd að ávallt eigi að þurfa að afla dómsúrskurð- ar áður en skoðun á samskiptum fólks á netinu fer fram. Ennfremur telur stofnunin of margt vera óljóst varðandi tæknilega fram- kvæmd. Athugasemdir við lagafrumvörp  Persónuvernd fer fram á breytingar upp á yfirborðið. Það er jákvætt.“ Andrés bendir á að þrátt fyrir að ekki sé um eiginlega vantraustsyfir- lýsingu að ræða á hendur núverandi formanni og forsætisráðherra, þá sé krafan um nýja forystu í næstu kosn- ingum óbreytt. „Það ferli að velja nýj- an formann er farið af stað. Þótt óformlegt sé,“ segir Andrés en að hans mati er enginn einn augljós arf- taki formanns í augsýn. Þá er hópurinn að sögn hans stað- ráðinn í að veita yfirstjórn Samfylk- ingarinnar áframhaldandi aðhald og þrátt fyrir fyrri ákvörðun, að draga tillöguna til baka, er auðgert að end- urtaka leikinn. „Ef við teljum aftur að þörf sé að vekja upp umræðuna á ný, þá munum við bara gera það. Þó að við séum kannski sátt á þessum tíma- punkti þá þýðir það ekki að það geti ekki breyst,“ segir Andrés. Flokksmenn fyrir borð Hann segir marga vera ósátta inn- an flokksins með þá stefnu sem rík- isstjórnarsamstarfið hefur tekið. „Það hafa verið dálítið brogaðar for- sendur. Við erum ekki að höfða til nógu breiðs hóps með málflutningi okkar og liðsuppstillingu. Við þurfum að höfða bæði til vinstri og inn á miðj- una,“ segir Andrés sem bætir við að flokkurinn hafi verið að missa fólk fyrir borð en slík þróun er mikið áhyggjuefni að hans mati. Forsætisráðherra bað um stuðning flokksmanna sinna til að klára stóru málin sem bíða lausnar. En Andrés segir að sú vinna hafi því miður dreg- ist um of. Vísar hann hér í mál er snerta breytingar á kvótakerfi, breytingar á stjórnarskrá og atvinnu- mál þjóðarinnar. „Þetta hefur gengið allt of hægt. Mér líst ekki á það að fara í næstu kosningar ef þessi stjórn hefur ekki náð að gera umbætur á fiskveiðistjórnunarkerfinu og mér líst heldur ekki á það ef stjórnar- skrármálið klúðrast.“ Takist ekki að afgreiða þessi veigamiklu mál reikn- ar Andrés með að Samfylkingunni verði harkalega refsað í næstu al- þingiskosningum. „Það er mikið í húfi og ég vona að Jóhanna taki okkar brýningu. Hún má aðeins hlusta á fé- laga sína og tala meira við okkur.“ Þá kom mál Ástu Ragnheiðar Jó- hannesdóttur þingforseta einnig til tals á fundinum og segir Andrés hana hafa komið í pontu og fært rök fyrir sinni afstöðu í landsdómsmálinu sem þingforseti. Krafan um endurnýjun lifir  Andrés Jónsson segir stór mál ríkisstjórnar hafa tekið allt of langan tíma  Óttast að flokknum kunni að verða refsað í næstu Alþingiskosningum Brot úr ræðu Jóhönnu » Sá tími sem eftir lifir kjör- tímabils mun ráða úrslitum um arfleifð fyrstu ríkisstjórnar jafnaðarmanna og fé- lagshyggjufólks á Íslandi. » Arfleifðin verði sú að rík- isstjórnin kláraði stóru málin og kjörtímabilið. » „Látum ekki íhaldið reka fleyg í okkar raðir. Tilgangurinn er auðvitað sá að kalla fram kosningar sem fyrst.“ » Takist ríkisstjórn að ljúka ætlunarverkum sínum þarf hún engu að kvíða í næstu kosn- ingum. Morgunblaðið/Eggert Fögnuður Ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur, formanns Samfylkingar og forsætisráðherra, var vel tekið á fundinum og hlaut hún ákaft lófaklapp fyrir. Morgunblaðið/Eggert Formaður Jóhanna Sigurðardóttir, formaður og forsætisráðherra, kampa- kát á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um liðna helgi. FRÉTTASKÝRING Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Flokksstjórnarfundur Samfylkingar- innar var haldinn á laugardag. Auk meginefna fundarins; atvinnu- og efnahagsmála, stóð til að taka fyrir tillögu níu flutningsmanna þess efnis að framkvæmdastjórn Samfylkingar- innar hæfi undirbúning að landsfundi sem haldinn yrði á komandi vormán- uðum. Með tillögunni fylgdi greinar- gerð en í henni kom m.a. fram að ut- anríkisráðherra hefði nýverið lýst því yfir í blaðaviðtali að þörf væri á end- urnýjun forystu flokksins fyrir næstu kosningar. Formannsefni ekki í augsýn Ekkert varð úr tillögunni þar sem hún var dregin til baka á fundinum og bera flutningsmenn hennar fyrir sig að markmið tillögunnar; að skapa umræðu um framtíð og forystu flokksins, hafi náðst og því hafi hún verið dregin til baka. Þá hafi tillagan aldrei átt að vera vantraustsyfirlýs- ing. „Tillagan var lögð fram með það fyrir augum að opna þessa umræðu. Að það þyrfti að skipta um forystu og endurnýja stefnu og hugmyndir fyrir næstu kosningar,“ segir Andrés Jónsson, einn af flutningsmönnum tillögunnar, og bætir við að flokkur- inn hafi brugðist við umræðukröfunni en jafnframt hafi ákveðin hugmynda- vinna þegar farið af stað. Þá þvertek- ur hann fyrir að yfirstjórn Samfylk- ingar hafi þrýst á hópinn um að draga tillögu sína til baka. „Yfirstjórn Sam- fylkingar vaknaði svolítið til lífsins og tók til varna en þessi umræða komst Slæm færð og óveður hafa vald- ið starfsfólki Hellisheið- arvirkjunar vandræðum. „Vaktmönnum þarna upp frá, vélstjórum og rafvirkjum, er útvegaður matur frá Bæjarháls- inum [höfuðstöðvum OR]. Á föstu- daginn var erfitt að koma matnum til þeirra. Við komum honum á end- anum í Litlu kaffistofuna og þeir gátu síðan farið á öflugum jeppa að sækja hann. Þetta getur verið veðravíti þarna upp frá,“ segir Ei- ríkur Hjálmarsson, upplýsinga- fulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. Það getur valdið vandræðum ef veður er vont þegar skyndilega þarf aukamannskap. „Þeir fóru í snjóbíl upp eftir þegar rafmagns- truflanirnar voru um allt sunnan- og vestanvert landið,“ segir hann og á þá við 10. janúar síðastliðinn. „Það er starfsmannahús í grennd við virkjunina fyrir þá sem eru á bakvakt,“ segir hann en hægt er að stýra virkjuninni að mestu frá Bæj- arhálsinum. „En ef eitthvað ber út af þarf meiri mannskap til að koma hlutunum af stað eins og fyrr í mán- uðinum.“ ingarun@mbl.is Maturinn sóttur á snjóbíl  Þungfært í Hellis- heiðarvirkjun Björgunarsveit frá Hvammstanga var kölluð út á fjórða tímanum á laugardag þegar tilkynning barst um slasaðan vélsleðamann. Hafði hann ekið fram af snjóhengju í suð- urhluta Vatnsnesfjalls fyrir ofan Hvammstanga. Reyndist maðurinn vera bæði handleggs- og fótbrotinn en með góða meðvitund og var fluttur á heilsugæsluna á Hvamms- tanga. Um 20 björgunarsveitamenn komu að aðgerðinni. Svo vel vildi til að meðlimir björgunarsveitarinnar voru á heimleið frá æfingu á Arn- arvatnsheiði og voru því tiltölulega snöggir á slysstað. 20 manns aðstoð- uðu vélsleðamann Morgunblaðið/Rax Helmingur þeirra sem svöruðu könnun sem unnin var á vegum Fé- lagsvísindastofnunar HÍ vill að að- ildarviðræðum við Evrópusam- bandið verði haldið áfram. 37,9% þeirra sem tóku afstöðu vildu hætta viðræðum en 12,1% tók ekki af- stöðu, að því er fram kom í kvöld- fréttum RÚV. Þegar stuðningur við stjórnmála- flokka er skoðaður kemur mikill munur milli hópa í ljós. Rúm 30% kjósenda Sjálfstæðisflokksins vilja halda viðræðum áfram, rúm 90% kjósenda Samfylkingar, 25% fram- sóknarmanna og rúmlega 55% kjós- enda Vinstri grænna. Þeir sem eldri eru vilja frekar halda viðræðum áfram en þeir sem yngri eru. Karlar eru frekar fylgj- andi viðræðunum en konur. Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu vilja frekar halda þeim áfram en þeir sem búa á landsbyggðinni. Því meiri menntun og því hærri tekjur sem svarendur höfðu, því frekar vildu þeir halda viðræðum áfram, samkvæmt frétt á vef RÚV. Helmingur vill halda viðræðum áfram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.