Morgunblaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2012 ✝ GuðmundurMagnús Sveinsson fæddist á Siglufirði 30. október 1930. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 21. janúar 2012. Foreldrar hans voru Freyja Jóns- dóttir, húsmóðir, fædd í Reykjavík 22. september 1897, d. í Reykjavík 11. októ- ber 1984 og Sveinn Guðmunds- son, síldarsaltandi og síld- arkaupmaður á Siglufirði, fæddur á Tröðum í Staðarsveit á Snæfellsnesi 18. mars 1897, d. á Siglufirði 27. ágúst 1937. Systkini Guðmundar eru: Jón Gunnlaugur, f. 1929, d. 6. nóv. 2009, Ragnar f. 1932 d. 2. jan- úar 2012, Hólmfríður Guðrún, f. 1935 og Sveinn, f. 1936. Hálf- bróðir Guðmundar, samfeðra, var Sverrir, f. 1921, sem er lát- inn. 1998 og e) Freyja f. 2007. 3) Birna, stuðningsfulltrúi í Ár- túnsskóla, f. 23. júlí 1964 gift Kolbeini Finnssyni, fram- kvæmdastjóra. Börn þeirra eru: a) Finnur f. 1989. b) Brynjar Kári f. 1996 og c) Elísabet Eva f. 2001. Guð- mundur ólst upp á Siglufirði og eftir fráfall föður hans hélt móðir hans utan um systk- inahópinn af eljusemi. Hann fór ungur í sveit í Hringver og Kýrholt í Skagafirði, lauk barnaskólaprófi og réð sig til sjós um leið og hann hafði krafta til. Hann lærði netagerð hjá Jóni Jóhannssyni á Siglu- firði, lauk sveinsprófi 1958 og fékk meistararéttindi í grein- inni 1963. Guðmundur flutti ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur 1962 og setti fljót- lega á stofn eigin netagerð sem hann starfrækti af miklum dugnaði á Grandagarði og víð- ar allt til ársins 2003. Hann sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Landssamband veið- arfæragerða og var gerður að heiðursfélaga árið 2005. Útför Guðmundar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag, mánudaginn 30. janúar 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Guðmundur kvæntist 30. októ- ber 1954 Elísabetu Kristinsdóttur, f. 26. okt. 1933 í Hnífsdal. For- eldrar hennar eru Kristjana Sigurð- ardóttir, f. 1915, d. 2007, og Kristinn Guðmundsson, f. 1909, d. 1994. Börn: 1) Þóra Sjöfn, skólasafnskennari í Langholtsskóla, f. 22. júlí 1953 gift Reyni Vignir, löggiltum endurskoðanda. Börn þeirra eru: a) Elísabet Anna f. 1978, gift Georges Guigay og þau eiga Jónatan Vigni. b) Ragnar f. 1983 í sambúð með Sigrúnu Brynjólfsdóttur og þau eiga Brynju Dögg. 2) Sveinn, yf- irlæknir Blóðbankans, f. 25. nóvember 1957. Börn hans eru: a) Guðmundur Gauti f. 1982. b) Elísa Björg f. 1988. c) Bergljót Vala f. 1996. d) Kolbeinn f. Á ævi okkar markar nánasta samferðafólkið djúp spor í líf okkar; foreldrar, systkini, börn og ástvinir. Sú mótun gerir okk- ur að þeim sem við erum. Þegar litið er um öxl er lífið brunnur minninga, þangað sem við sækj- um huggun þegar ástvinur kveð- ur. Í dag kveðjum við föður minn, Guðmund Sveinsson. Við kveðj- um öll afa Billa og lítum ofan í brunn sem er barmafullur af ljúf- um minningum. Og hjarta okkar er fullt þakklætis fyrir vegferð- ina. Hann Billi okkar var ætíð til staðar fyrir ástvini sína, ekki síst barnabörnin. Þau kveðja afa, vin og leikfélaga. Afi Billi var ætíð boðinn og búinn að setjast með þeim á gólfið og leika með dúkk- ur eða bíla, allt eftir áhugasviði ungviðisins. Afi var gjarnan með- reiðarsveinn þeirra og leiðsögu- maður inn í ævintýraheima. Alla daga hafði hann tíma til að feta með þeim um skógarstíga eða klífa ævintýratinda í huliðsheim- um, berjast við dreka, finna fjár- sjóði. Þau réðu för. Hann studdi þau heilshugar ferðina á enda. Afi rataði auðveldlega leiðina í ævintýraveröld. Hvatningin var einlæg, hrósið varð gott vega- nesti síðar í lífinu, og afi var glað- ur í hjarta líkt og barnið. Þannig var hann mér jafn- framt sem faðir. Ætíð styðjandi, en kaus yfirleitt að hafa ekki mörg orð um hlutina. Líkt og í leiknum með barnabörnunum var hönd hans styrk og styðj- andi, og fyllti mann öryggi um að með verksviti og ástundun yrði leiðin rétt og áfangastaðurinn brátt í augsýn. Og nýir áfangar handan sjóndeildarhringsins. Faðir minn starfaði sem neta- gerðarmaður um áratuga skeið. Dugnaður hans og hjálpsemi við aðra var annáluð. Þeir eiginleik- ar voru sprottnir úr jarðvegi æskunnar. Hann var næstelstur í hópi 5 barna fátækrar ekkju á Siglufirði. Sú reynsla kenndi honum að vinna hörðum höndum, hlúa að sínum nánustu og að- stoða þá sem væru hjálpar þurfi á lífsleiðinni. Og hann gerði það án þess að tala mikið um það. Hann Billi hafði heldur ekki mörg orð um það sem hann hefði afrekað eða ætlaði að fram- kvæma. Hann lét verkin tala. Hann dvaldi ekki mikið við lýs- ingar á afrekum sínum, hreykti sér aldrei eða gortaði. Pabbi minn, nú ert þú farinn í hinstu för. Ég veit að þú munt hlaupa léttur á fæti um skag- firska móa ef þeir eru til í öðrum heimi. Ég veit að þú nýtur þess að horfa á sólarupprisuna við Reyðarvatn eða Veiðivötn ef það er sumarnótt handan eilífðarinn- ar. Ég veit að þú munt teyga ferskt lindarvatn í fjallasal ef það er einhver Siglufjörður þarna handan móðunnar. Vonandi eru bæði Skagafjörður, Reyðarvatn, Veiðivötn og Siglufjörður í aug- sýn hjá þér. Í kvöld þegar ég legg aftur augun ætla ég að ganga með þér þessa ferð í huganum. Minningin um þig yljar okkur sem kveðjum þig öll með þakklæti í hjarta. Við berum virðingu fyrir lífshlaupi þínu og þökkum að hafa átt hann Billa sem föður, afa og langafa. Takk fyrir að vera mér góður faðir og yndislegur afi barnanna minna. Betri gjöf gastu ekki gef- ið mér. Sveinn Guðmundsson. Guðmundur Sveinsson, tengdafaðir minn, lést á öðrum degi þorra eftir að hafa glímt við Alzheimersjúkdóminn um árabil. Eftir rúmlega fjörutíu ára góð kynni og nána samveru við Billa eða afa Billa eins og hann var jafnan kallaður af fjölskyldunni, er margs að minnast og margt að þakka fyrir. Óhætt er að fullyrða að hagur okkar sem næst honum stóðum var alla tíð efst í huga hans, þegar við vorum í námi, að koma yfir okkur húsnæði og í öðrum önnum dagsins. Billi naut sín líka einstaklega vel sem afi í 33 ár og barnabörnin áttu öll sinn sess hjá honum, fengu ómælda athygli, aðdáun og tíma. Vinnu- dagurinn styttist eftir að þau komu til og hann gleymdi sér oft í leikjum með þeim, heima við, í sumarbústaðnum í Svínadal eða á ferðalögum. Langafabörnin náðu líka að kalla fram bros frá honum síðustu tvö árin þó að verulega væri af honum dregið. Billi var næstelstur fimm systkina og tæplega sjö ára þeg- ar faðir hans féll frá. Hann var í sveit á sumrin og fór ungur til sjós á síldarbátum og togurum eins og tíðkaðist hjá drengjum í sjávarplássum. Hann hafði gam- an af að segja frá síldveiði í Hval- firði, baráttu við ís á Grænlands- miðum og siglingum með afla til annarra landa. Eftir að Billi lauk námi og fékk meistararéttindi stofnsetti hann og rak eigin neta- gerð um árabil. Tryggur hópur viðskiptavina var til vitnis um að Billi var far- sæll netagerðarmeistari. Inn- flytjendur nótaefnis báru til hans mikið traust enda aðstoðaði hann þá oft við val á loðnu- og síld- arnótaefni. Billi sinnti vel þeim útgerðum sem hann vann fyrir og tryggði að veiðarfæri þeirra væru til reiðu, þegar á þurfti að halda. Hann fylgdist með sínum bátum og átti góð samskipti við skipstjóra. Oft var óvissa um það hvenær vertíð hæfist og hvaða nót hentaði í hvert sinn og því þurftu Billi og hans menn að vera viðbúnir útkalli með stuttum fyr- irvara. Og hamagangur var mik- ill þegar loðnunót rifnaði í miðri veiðiferð og nýta þurfti löndun- artíma til viðgerða. Ef ekki var hægt að koma nótinni í hús var næsta bryggja undirlögð, flóðlýst um nætur og unnið í törn þar til viðgerð lauk. Billi stjórnaði og fyrirmælum hans var hlýtt. Ef viðgerðir fóru fram í Reykjavík- urhöfn fórum við Sjöfn oft að næturlagi með kaffi og meðlæti til hans og kallanna og fylgdumst með atganginum. Það var líka lærdómsríkt að fá að hjálpa Billa aðeins með bók- hald og fjármál netagerðarinnar. Reikningar voru greiddir á gjalddaga og ekki stofnað til skulda að óþörfu. Reksturinn var umsvifamikill á köflum og gekk vel. Þegar Billi hætti rekstri 73 ára var honum hvarvetna þakkað gott samstarf og mér er enn afar minnisstætt þegar gjaldkeri Reykjavíkurhafnar lét þau orð falla við mig að mikil eftirsjá væri að manni sem í áratugi hefði borgað viðskipti sín á réttum tíma. Billi veiktist um svipað leyti og það var sárt fyrir hans nánustu að fylgjast með veikind- um hans ágerast og ræna þennan kraftmikla mann lífsgæðum síð- ustu árin. Ég bið Guð að gefa Betu og öðrum ættingjum kraft og styrk um leið og ég kveð Billa með þakklæti og söknuði. Reynir Vignir. Í dag er jarðsunginn elskuleg- ur tengdafaðir Guðmundur Sveinsson eða Billi eins og allir þekktu hann. Það er á stundum sem þessum sem manni verður litið til baka og þá standa eftir góðar og hugljúfar minningar um einstaklega góðan tengdaföð- ur. Minningin um barngóðan, vinnusaman og hjálpsaman mann sem lifði fyrir barnabörnin er mér efst í huga þegar sorgin knýr að dyrum. Ég kynntist Billa fyrir rúmum 27 árum og hefur hann alltaf reynst okkur fjölskyldunni ein- staklega vel. Við Birna hófum okkar búskap í kjallaranum hjá tengdó í Dísarásnum. Þar var ómetanleg sú aðstoð sem Billi veitti okkur við ýmislegt sem gera þurfti. Hann kenndi mér réttu handbrögðin varðandi raf- magn, t.d. hvernig ætti tengja ljós og skipta um kló á rafmagns- tækjum. Billi var einstaklega handlaginn maður og veigraði sér ekki við að gera hlutina sjálf- ur hvort sem var flísa- og park- etlögn eða hvað eina sem snéri að standsetningu íbúðar. „Allt vill lagið hafa,“ sagði hann og brosti. Billi var einstakur barnakall og elskaður af öllum börnum. Hann hafði einstakt lag á að ná til þeirra og fá þau til að tala og leika við sig. Þegar fjölskyldan kom saman fannst hann ósjald- an inni í barnherbergjum í leik við barnabörnin. Alltaf gaf hann sér tíma til að sinna þeim og fór oft úr vinnu bara til að kíkja að- eins á afastrákinn eða litlu manneskjuna eins og hann sagði. Ég tók mín fyrstu skref í lax- veiði með Billa og fórum við nokkrar ferðir saman. Þær ferðir eru mér mjög minnisstæðar og veiddi ég t.a.m. maríulaxinn í fyrstu ferð okkar í Laxá í Leir- ársveit. Það var einmitt nærri þeim stað sem Beta og Billi byggðu sér síðar sannkallaðan sælureit í Svínadal. Sumarhús þar sem fjölskyldan hefur átt saman margar góðar og ljúfar stundir. Sumarhús þar sem Billi naut sín við smíðar og ýmis verk- efni. Er mér sérstaklega minn- isstætt þegar útbúinn var spark- völlur fyrir börnin eina verslunarmannahelgina í dynj- andi rigningu. Billi lét það ekki aftra sér heldur tyrfði allan völl- inn og útbjó alvörumörk og sagði: „Það þýðir ekkert hálfkák fyrir börnin.“ Síðustu ár voru Billa erfið og barátta hans ójöfn við sjúkdóm sem hafði betur í lokin. Elsku Billi, ég kveð þig með þakklæti og virðingu fyrir ein- staklega góða samfylgd í gegn- um árin, það voru forréttindi að eiga þig sem tengdaföður. Ég vil þakka allan rausnarskapinn sem þú sýndir okkur fjölskyldunni og bið góðan Guð að varðveita minn- ingu þína. Elsku Beta, Guð gefi þér styrk á þessum erfiðu tím- um. Kolbeinn Finnsson. Elsku afi Billi. Ég kveð þig með miklum söknuði enda hef ég ekki kynnst öðrum eins öðlingi og þér. Þú lifðir fyrir okkur barnabörnin og við nutum hlýju þinnar í hvert skipti sem við hittumst. Þá hlýju og ást sem þú gafst mér fæ ég seint fullþakkað. Sam- verustundirnar voru margar og góðar og ógleymanlegt er þegar þið amma létuð okkur Gumma hlaupa 1. apríl til að sjá Spaug- stofumenn, páskamessurnar sem við fórum í og föstudagsmatar- boðin sem þið amma buðuð okk- ur frændsystkinum til. Það var alltaf gott að koma í Dísarásinn, Svínadalinn og seinna Seiðakvísl- ina. Þú varst höfðingi og ferðin þegar þú bauðst okkur frænd- systkinum á fótboltaleik hjá Chelsea í London verður okkur öllum ógleymanleg. Fótbolti er eitt af áhugamálum fjölskyldunn- ar, og það að fá tækifæri til að fara saman að sjá Eið Smára og félaga var einstakt. Þú vildir að við krakkarnir værum saman og nytum ferðarinnar með þér. Ég mun ávallt varðveita þess- ar minningar og fleiri og segja mínum börnum frá síðar. Þegar ég horfi á myndirnar af þér fyll- ist ég hlýju og söknuði og veit að þú munt fylgjast með okkur. Ég kveð þig, afi Billi minn, blessuð sé minning þín. Ragnar. Hann afi Billi minn var mikill barnakall og gerði allt fyrir barnabörnin sín. Ég er elsta barnabarnið og naut þess alla tíð að eiga hann að. Mér er sagt að þegar ég var lítil hafi ég verið svo hænd að afa að það mátti ekki syngja lagið um gleraugun hans afa, sem fór til himna án þess að ég færi að hágráta. Ég man fyrst eftir honum og ömmu í Dísarásnum og þar var alltaf eitthvað spennandi að skoða. Afi var með skrifstofu, og gaman var að kíkja í skúffur þar. Stundum fór ég út í bílskúr og skoðaði öll verkfærin, netin og dótið sem var þar. Við tefldum inni í stofu og hann leyfði mér oftast að vinna. Svo var ótrúlega flott að sitja hjá afa þegar hann var að fá sér kaffi. Þá dýfði hann sykurmola í kaffibollann, beit í helminginn og annaðhvort setti hinn helminginn á undirskálina eða rétti mér svo að ég gæti borðað hann. Í eldhúsinu var út- varp og þegar fréttirnar byrjuðu, mátti enginn tala. Fjölskyldan sagði stundum í gríni að afi hefði aðeins tvisvar misst af byrjun- inni á fréttunum í útvarpinu. Afi talaði stundum um gamla tíma á Siglufirði og um sjóinn. Hann var netagerðarmeistari og var með verkstæði við Reykja- víkurhöfn. Þegar við fórum í ís- bíltúr keyrðum við alltaf niður á höfn og framhjá verkstæðinu hans til að skoða „netin hans afa“. Við förum þangað enn þann dag í dag, þó svo að netin hans afa séu horfin. Mér er ennþá minnisstæð dvölin okkar í París sumarið 1999. Við þvældumst um alla Parísarborg en hápunktur ferð- arinnar var samt dagurinn í Disney-landi þar sem afi gekk næstum því í barndóm og brosti allan daginn. Svo man ég líka hvað ég var hissa þegar afi pant- aði sér snigla á veitingastað og borðaði þá með bestu lyst. Afi varð svo loksins langafi fyrir tveimur árum. Hann var reyndar orðinn mjög veikur þá og mundi sjaldan að hann ætti eitthvað í langafabörnunum. Það breytti ekki því að barnakarlinn afi var alltaf jafn glaður að sjá þau og gerði hvað sem hann gat til að fá þau til að brosa. Og þar hafði hann engu gleymt: Litlu krílin brostu alltaf til hans. Hvíl í friði, elsku afi Billi. Elísabet Anna. Afi Billi okkar var eins dásam- legur afi og hægt er að ímynda sér. Hann var alltaf til staðar þegar við þurftum á honum að halda og hann gaf sér ávallt tíma til að vera með okkur barnabörn- unum. Þau voru ófá skiptin sem hann skutlaði okkur milli staða, hann fór með okkur í bíó, tefldi við okkur, fór með okkur að veiða og í rauninni hvað sem mögulega gæti glatt lítil hjörtu. Á mannamótum mátti oftast finna hann að leik við yngri kyn- slóðina og á jólunum hljóp hann oft í skarðið fyrir jólasveinana og útdeildi nammipokum til barna- barnanna. Afi Billi var einstak- lega duglegur maður og kunni best við sig ef hann hafði nóg að gera, m.a. á netaverkstæðinu sínu og í bústaðnum í Svínadal. Þær stundir sem við áttum með honum gegnum tíðina eru ómet- anlegar og skemmtilegu minn- ingarnar ótalmargar og teljum við okkur einstaklega heppin að hafa átt jafn frábæran og ynd- islegan afa. Þín barnabörn Guðmundur Gauti, Elísa Björg, Bergljót Vala, Kolbeinn og Freyja. Nú er elsku afi Billi okkar dá- inn. Við systkinin erum svo heppin að eiga endalaust margar góðar minningar um hann. Afi Billi var alveg einstakur afi. Barnabörnin vorum alltaf topp- urinn á tilverunni í hans augum og það speglaðist í öllu því sem hann gerði með okkur og fyrir okkur. Þegar við vorum ungbörn gekk hann um gólf með okkur og söng. Þegar við vorum farin að leika okkur sat hann með okkur á gólfinu og lék við okkur og margoft spurði hann: Hver er besta barnið í bænum? Hann lét sig ekki muna um að skjótast á „Rauðu eldingunni“ vestan af Granda og upp í Árbæ til að hitta okkur í stutta stund. Ekki vildum við alltaf sleppa af honum hend- inni og þá var eina afsökunin tek- in gild að Mikki á verkstæðinu biði eftir honum. Margar voru ferðirnar í hest- húsin, við skoðuðum hestana sem þar voru, því afa voru dýrin og sveitin hugleikinn. Hann sagði okkur oft frá því þegar hann var lítill strákur í sveitinni. Ósjaldan lá leiðin í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinn og alltaf var nautið Guttormur spennandi. Einnig var vinsælt að fara í Skalla í Hraunbæ og kaupa ís eða leigja vídeóspólur. Alltaf var jafn gaman að fara til ömmu og afa í Svínadal og völlurinn Wembley hefur alla tíð haft mikið aðdráttarafl, með al- vörumörkum úr netunum hans afa Billa. Hann var mjög dugleg- ur maður og var alltaf að vinna eitthvað, ef ekki á netaverkstæð- inu þá kannski að hjálpa ein- hverjum í fjölskyldunni eða jafn- vel uppi á þaki á Dísarásnum að mála. Afi var nefnilega svolítill ofurhugi í sér og hræddist ekki margt. Ógleymanlegar eru lambalær- isveislurnar hjá ömmu og afa sem barnabörnin voru boðin í. Okkur fannst mjög flott að við værum boðin en ekki foreldrar okkar. Alltaf var afi Billi tilbúinn að skutla á æfingar, sækja í leik- skólann og annað slíkt þegar á þurfti að halda. Hann lét sig aldrei muna um það þó að hann þyrfti jafnvel að bruna bæinn þveran og endilangan. Ekki er annað hægt en að minnast á jólasveininn sem við fengum í heimsókn á aðfangadag í gegnum árin. Hurðaskellir hét hann og það gustaði af honum þegar hann mætti og skellti hurðum af miklum móð með full- an poka af gjöfum og sælgæt- ispokum. Það voru ótrúlega mörg börn sem fengu heimsókn frá þessum sama Hurðaskelli og alls staðar vakti hann mikla kát- ínu. Amma Beta og afi Billi hafa alltaf verið mjög samstiga í áhuga sínum á okkur barnabörn- unum og viljað allt fyrir okkur gera. Það hefur verið sárt fyrir alla fjölskylduna að horfa á eftir afa Billa hverfa inn í heim Alz- heimersjúkdómsins. Við trúum því að nú líði afa Billa vel. Um leið og við þökkum honum fyrir allt það góða sem hann gerði fyrir okkur óskum við hon- um alls góðs í nýjum heimkynn- um. Minningar okkar um afa Billa lifa með okkur um alla framtíð. Guð geymi þig, elsku afi Billi. Finnur, Brynjar Kári og Elísabet Eva. Elsku Billi minn. Ég minnist þess í æsku hversu hlýðinn og góður drengur þú varst við móður okkar. Alltaf varst það þú sem fórst og sóttir mjólkina á morgnana, þegar við hin vorum búin að þrefa um hver ætti að fara, enda langt að fara gangandi með þungt mjólkurílát og enn þyngra að bera heim. Var því ekki að undra að mamma kallaði þig Guðmund sinn, og stríddu bræður okkar þér með því. Aldrei gleymi ég gjafmildi þinni við mig, eins og þegar þú gafst mér gítarinn sem ég þráði svo heitt. Einnig kápuna, skóna og fleira sem þú komst með þeg- ar þú varst í siglingum til út- landa. Þegar þú og Nonni bróðir okkar voruð á vertíð í Vest- mannaeyjum gáfuð þið mér afar fallegan kistil með árituðu nafni mínu og fermingarári. Þessi kist- ill hefur verið mér afar dýrmæt- ur síðan. Við vorum alltaf góðir vinir og var gott að leita til þín með hvað sem var og vil ég þakka þér það. Hvíl í friði, kæri bróðir. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Guðmundur Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.