Morgunblaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2012 ✝ Erlingur Frið-rik Að- alsteinsson fæddist á Akureyri 21. apríl 1946. Hann lést á Akureyri 23. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Ólöf Aðalheiður Friðriksdóttir, hjúkrunarkona, f. 7. nóvember 1914 á Selabóli í Önundarfirði, d. 1996, og Aðalsteinn Ólafur Einarsson, aðalgjaldkeri KEA á Akureyri, f. 2. maí 1906 á Eyrarlandi í Eyjafirði, d. 1985. Þau bjuggu í Helgamagra- stræti 24 á Akureyri. Systkini Erlings eru Einar, f. 1941, d. 1998, Margrét, f. 1946, Gunn- ar, f. 1947, d. 1977, og Gylfi, f. 1950. Árið 1972 kvæntist Er- lingur Láru Maríu Ellingsen, f. 2. október 1949. Börn þeirra eru Óttar Gautur Erlingsson, f. 18. september 1972 og Ólöf dauðadags. Erlingur var virk- ur í verkalýðsbaráttu. Hann var formaður Starfsmanna- félags Akureyrarbæjar (STAK) árin 1978 til 1982 og sat í ýms- um nefndum og ráðum allt til ársins 1994. Erlingur var fulltrúi STAK í stjórn BSRB frá 1979 til 1982 og sat á fjöl- mörgum þingum. Erlingur þótti góður samningamaður og var formaður samninga- nefndar STAK 1977 til 1989 og var í forystu við gerð fyrsta Samflotskjarasamningsins 1987 og formaður samninga- nefndar Samflots 1987 til 1989. Erlingur hafði ánægju af hreyfingu og útiveru, auk þess að vera skógræktandi á jörð sinni, Tungufelli í Svarf- aðardal. Þá stundaði hann golf, skíðagöngu og badminton ásamt gönguferðum og fugla- skoðun. Erlingur lét einnig til sín taka þegar kom að áhuga- málum hans og var m.a. lengi formaður Tennis- og badmin- tonfélags Akureyrar og vara- formaður í Félagi skóg- arbænda á Norðurlandi. Útför Erlings fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, mánu- daginn 30. janúar 2012, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hörn Erlings- dóttir, f. 15. maí 1975. Óttar er kvæntur Margréti Helgadóttur, f. 13. janúar 1975, dætur þeirra eru Rakel María, f. 7. febr- úar 2002, og El- isabeth Eiríka, f. 26. nóvember 2004. Ólöf er gift Sigurði Hólm Sæ- mundssyni, f. 3. nóvember 1973, börn þeirra eru Tumi Snær, f. 20. júní 2002, Katla Snædís, f. 18. september 2004, og Auður Gná, f. 21. maí 2007. Erlingur lauk bygginga- tæknifræðiprófi frá Trond- heims Tekniske Skole árið 1971. Hann starfaði sem tækni- fræðingur hjá Akureyrarbæ frá 1971 til 1987 þegar hann tók við sem framkvæmdastjóri Verkamannabústaða. Árið 1992 hóf Erlingur eigin rekst- ur og var framkvæmdastjóri til Lífi Erlings bróður míns lauk skyndilega og allt of snemma. Eftir stöndum við, systkinin tvö, Lára, börn, tengdabörn, barna- börn og aðrir ættingjar og vinir og syrgjum góðan dreng sem var okkur svo mikils virði. Elli átti farsæla ævi og ástríka fjölskyldu, aflaði sér traustrar menntunar og starfsvettvangs og kunni að njóta lífsins betur en flestir. Það einkenndi hann alla tíð hvað hann ígrundaði verkefn- in vel áður en hann tókst á við þau og valdi af varkárni þá slagi sem hann tók. Hann var bæði ró- lyndur og jafnlyndur og þegar á móti blés sýndi hann jafnaðar- geð, róaði aðra og fékk þá til að greina aðstæður og finna lausnir. Þannig var Elli mikill manna- sættir, alltaf hluti af lausninni en ekki vandamálinu. Hann átti ekki til langrækni eða hefnigirni og ávann sér traust allra. Hann var einstaklega umhyggjusamur og fékk móðir okkar að njóta þess á efri árum. Þegar sem drengur var Elli mikill pælari og djúphygginn og hafði áhuga á hinum ýmsu þátt- um tilverunnar. Ég, fjórum árum yngri bróðir, leitaði mikið til hans og þá varð hann mér sú fyrir- mynd sem hann var alla tíð síðan. Þrátt fyrir aldursmuninn, sem þá var til staðar, ræddi hann við mig sem jafningja um tækni, eðlis- fræði, heimspeki, karaktersmót- un og tilveruna. Þeim samræðum héldum við áfram allt okkar líf. Mér er minnisstætt þegar hann útskýrði fyrir mér ungum hugtakið „Stóísk ró“. Síðar gerði ég mér grein fyrir að einmitt það hugtak lýsir honum betur en nokkuð annað. Við tveir unglingar ókum um vetur í miklum snjó úti í sveit. Hann bauð mér prófa að aka, enda engin bílaumferð. Uppfull- ur af sjálfbirgingshætti unglings- ins þáði ég það og ók af stað, allt of hratt miðað við aðstæður. Fljótlega rak ég jeppann í kant- ruðning svo hann þeyttist milli vegarkanta og hringsnerist uns hann stöðvaðist öfugur á vegin- um. Í áfalli bjóst ég við óbóta- skömmum. En Elli lét ekki hagg- ast, brosti hughreystandi, lét mig snúa bílnum og aka aftur af stað. Aldrei eitt orð um glannaskap- inn. Af þessu lærði ég mikilvæga lexíu um akstur og aðra, ekki síðri, um yfirvegun og æðruleysi. Erlingur var fjölskyldumaður og hann steig stórt gæfuspor þegar hann kvæntist Láru. Ætíð samhent byggðu þau fallegt heimili fyrir sig og börn sín, Ótt- ar Gaut og Ólöfu Hörn. Börnin voru stolt föður síns ekki síður en tengdabörnin og barnabörnin fimm. Síðustu áratugi ráku Elli og Lára gistiheimilið Súlur á Akur- eyri af sama myndarskap og natni og annað, sem þau tóku sér fyrir hendur. Elli átti sér ótal áhugamál um ævina, m.a. köfun, skógrækt, út- skurð, fuglaskoðun, golf, útivist og ferðalög. Síðustu árin var það skógræktin sem átti hug þeirra hjóna. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að eiga góða daga í sumar með Ella á jörð þeirra hjóna, Tungufelli í Svarfaðardal. Þar tókum við enn á ný upp samræð- una um lífið og tilveruna, jafn- framt sem hann kynnti mig fyrir skógræktinni sem hann naut svo vel. Að gefa af eignum sínum er lítil gjöf. Hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér. (Kahilil Gibran.) Gylfi og fjölskylda. Það er með sorg í hjarta, sem ég skrifa minningarorð um Er- ling mág minn. Ég sé hann fyrir mér ganga einan á skíðum, á snævi þakinni jörð, frjáls og glað- ur. Hann unni náttúrunni, land- inu og öllum gróðri og hafði áhuga á svo mörgu. Hann átti farsæla ævi í faðmi stórrar og samheldinnar fjölskyldu, sem bjó á Helgamagrastræti á Akureyri og eignaðist síðan í fyllingu tím- ans, lífsförunaut sinn hana Láru og tvö yndisleg börn, sem full- komnuðu líf hans og gerðu það að því lífi sem hann naut, alla sína ævi. Hann var hamingjumaður. Ég minnist þess með gleði, þegar Erlingur og Lára héldu veglega veislu á Akureyri, að til- efni 60 ára afmælis Láru, haustið 2009. Þangað var boðið fjöl- skyldu þeirra beggja og Erlingur naut þess þetta kvöld, að vera gestgjafi og kvöldið varð að fag- urri minningu. Um hugljúfan mann og lífið sem hann lifði. Þetta kvöld sá hann að ég var að „notera“ aðeins á blað, nokkur orð eins og gengur. Hann kom til mín og spurði hvort ég væri með eitthvað í smíðum og ég sagði það vera. Ég kveð elskulegan mág minn með þeim orðum, því ljóði, og óska honum fegurðar á nýjum slóðum, gangandi frjáls í snjón- um, á himnalendum. Kvöld Hvítar snjóflygsur dansa á næturhimni myndir af blómum undirdjúpanna allt í kring Og eldurinn minnir okkur á ástina og þá sem dvelja í eilífðinni stundin draumkennd og blíð Það stirnir á stjörnu í rökkrinu og við dönsum glöð á vit hins ókomna óþekkta (A.S.B.) Anna S. Björnsdóttir. Þegar kær vinur kveður þessa jarðvist öðlast öll litlu atriðin í síðustu samskiptunum meiri og dýpri merkingu. Útlitið, síðasta símtalið, síðasti kaffifundurinn, orðin, raddblærinn, gleðin og hláturinn. Ósjálfrátt leitar maður einhvers merkis, sem hefði átt að gefa til kynna að ekki yrði talast við framar. Ekkert merki gaf slíkt til kynna, þvert á móti. Það er huggun harmi gegn að eiga og varðveita í hugskoti sínu ljóslif- andi mynd af Erlingi, stórmynd- arlegum og með sitt sérstaka bros, þegar við kvöddumst í dyragættinni hjá mér, miðviku- daginn 18. jan. með orðunum: „Sjáumst fljótt aftur.“ Kynni okkar og síðar náin vin- átta hófst fyrir mörgum árum, þegar Erlingur starfaði hjá Ak- ureyrarkaupstað sem tækni- fræðingur og síðar vegna stjórn- arsetu okkar í Tennis- og badmintonfélagi Akureyrar og eldlegum áhuga á badmintoní- þróttinni. Við spiluðum oftast tví- menning og andstæðingum okk- ar til furðu og skapraunar náðum við oftar en ekki að sigra sterkari mótspilara, vegna þess hve sam- stiga við vorum. Minningin um þessa leiki lifði skært hjá okkur og ekki síst þegar spilað var í öskudagsbúningum, eða í síðustu leikjum keppnistímabils hvers árs í gamla íþróttahúsinu. Er- lingur var líka sannur útivistar- maður. Á sumrin spilaði hann golf og stundaði gönguferðir. Þegar vetur konungur minnti á sig voru gönguskíðin tekin fram. Mörg sl. ár rak hann ásamt konu sinni, Láru, Gistiheimilið Súlur á 2-3 stöðum í bænum. Fyrirtækið óx með árunum og ekki hefur það spillt fyrir end- urkomu gesta að Erlingur og Lára voru sérstaklega vel að sér um landið og náttúru þess og nutu þess að fræða gesti sína. Á haustin, þegar minnst var að gera tóku Erlingur og Lára sér gjarnan sumarauka með ferðum til Miðjarðarhafslanda, ekki endilega til að liggja á sólar- strönd, heldur til að fara í margra daga gönguferðir. Ein- stakur hæfileiki Erlings í frásögn og myndatöku var slíkur að mér fannst ég upplifa ferðirnar með þeim. Erlingur var bókhneigður og átti margar heimsóknir á Amts- bókasafnið á Akureyri, en það sem hefur þó átt mikinn hluta huga hans og verka undanfarin ár er vafalaust kaup á jörðinni Tungufelli í Svarfaðardal. Þar hefur Erlingur og raunar fjöl- skyldan öll lyft grettistaki við endurbyggingu íbúðarhúss og ræktun skóga og kemur þá ekki á óvart að Erlings væri þörf í stjórn Félags skógarbænda. Ég vil kveðja vin minn Erling Aðalsteinsson með orðum skálds- ins: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Að leiðarlokum viljum við Steinunn færa Láru, börnum þeirra og barnabörnum, einlæg- ar samúðarkveðjur. Megi góður Guð vera með ykkur og styrkja. Björn Baldursson. Dimmur vetrardagur myrkv- aðist að mun við fregn um ótíma- bært andlát Erlings Aðalsteins- sonar. Á níunda áratug síðustu aldar áttum við samleið í störfum fyrir starfsmannafélags Akur- eyrarbæjar. Bæði höfðum við komið þar að í fyrsta verkfalli op- inberra starfsmanna 1977 og eitt leiddi af öðru. Elli var formaður félagsins á árunum 1978-1981 og formaður samninganefndar 1978-1989. Sat líka í mörgum nefndum, starfshópum og stjórn- um. Á þessum tíma fjölgaði mjög í félaginu með tilkomu nýrra stétta og ýmissi nýrri þjónustu sveitafélaga. Breytingar á lögum um samninga opinberra starfs- manna vöktu menn til umhugs- unar um rétt sinn. Launasamn- ingar urðu flóknari og örar samfélagsbreytingar, ekki síst aukin atvinnuþátttaka kvenna, kölluðu á ný vinnubrögð félaga. Á þessum umbrotatíma tók Elli við forystu í félaginu okkar, hug- myndaríkur, bjartsýnn og ötull. Fyrirmynd í framkomu og sam- starfi. Í starfinu varð margt til í fyrsta sinn. Það varð til verkfalls- sjóður, keypt voru sumarhús og orlofsíbúð, skrifstofuhúsnæði, ráðinn starfsmaður, hafin tölvu- kaup o.fl. Góður samhentur hóp- ur stóð með honum og öðrum for- mönnum sem að þessu komu. Í samningum varð til ný um- ræða og hugtök, endurmenntun, símenntun, frí vegna veikinda barna, mat á heimilisstörfum til launa o.fl. o.fl. Elli leiddi kjara- málaumræðuna og samningaþóf- ið. Ótal fundir, sunnan og norðan heiða. Oft langir og leiðinlegar, en alltaf vakti vonin um að breyt- ingum og umbótum yrði náð. Þegar vel gekk var glaðst og þá brosti Elli sínu breiðasta brosi. Langar samningalotur, oft féllu þung orð. Ekki haggaðist hann, kom vel undirbúinn á fundi og vissi hverju hann vildi ná fram, sagði sjálfur: „Sá sem reið- ist fyrr er að tapa.“ Ekki var hann skaplaus, Ef honum ofbauð varð þess vart. Sárust var honum gagnrýni eigin manna en vissi vel að enginn ger- ir svo öllum líki og lét það ekki uppi nema í þröngum hópi. Átakamesta verkefni sam- starfsára okkar var að mínu mati verkfall opinberra starfsmanna 1984. Heill mánuður, ein samfelld vinnulota og oft þurfti að bregð- ast við hlutum sem aldrei höfðu komið upp í starfinu, þá var hann sú styrka stoð sem ég minnist með virðingu og þökk. Hann varð fyrstur til að stýra samninganefnd sveitarfélaga í samflotinu svokallaða. Þeir sem muna samningavinn- una sem fram fór við launanefnd sveitarfélaga hér á Akureyri 1987, minnast myndugleika og snarpra vinnubragða við gerð fyrsta langtímalaunasamnings þessara aðila. Þar fór maður sem vissi hvað hann vildi. Í slíkum störfum er aldrei vitað um heim- komutíma, óvæntir hlutir geta riðlað öllum áætlunum og á þess- um tíma voru þau öll unnin launalaust. Fyrir þann sem gefur sig af alhug í svo tímafrek fé- lagsstörf er ómetanlegt að eiga í baklandi sínu og fjölskyldu ómældan skilning og traust. Það átti Erlingur hjá Láru konu sinni. Henni og öllum ástvinum þeirra votta ég samúð mína og óska þeim styrks og huggunar. Far heill, félagi góður. Ásta Sigurðardóttir. Erlingur Aðalsteinsson ✝ Berglind ÓskGuðmunds- dóttir fæddist í Reykjavík 1. sept- ember 1980. Hún lést 20. desember 2012. Foreldrar henn- ar eru Ingibjörg Pétursdóttir, f. 17. sept. 1950 og Guð- mundur Óskar Kristjánsson, f. 25. feb. 1949. Bræður Berglindar eru þeir Pétur Guðmundsson, f. 23. nóv. 1969 og Viðar Guð- mundsson, f. 9. mars 1973. Móð- urforeldrar eru þau Heiða Ei- ríksdóttir, látin og Pétur Ólafsson, föðurforeldrar eru Sigrún Sigurð- ardóttir, látin og Kristján Eiríksson, látinn. Berglind eign- aðist þrjú börn, Óð- in Dag, f. 11. mars 2000, Kristófer Mána, f. 30. mars 2003 og Ísabellu Ósk, 25. feb. 2005. Faðir þeirra er Svanur Þór Rebekkuson. Þau Berglind skildu. Útför Berglindar var gerð frá Fossvogskapellu 3. janúar 2012. Í dag kveð ég yndislega vin- konu, Berglindi Ósk sem er farin frá okkur allt of snemma. Fyrir um 20 árum flutti þessi sæta stelpa í blokkina þar sem ég bjó. Mig langaði svo til að kynnast henni svo ég braust út úr feimn- inni og spurði hana hvort hún vildi leika. Upp frá því urðum við góðar vinkonur og eyddum við mörgum stundum saman. Við brölluðum margt saman og urð- um við strax nánar, þrátt fyrir tveggja ára aldursmun fylgd- umst við að. Berglind var mér eins og systir og töluðum við oft um það eða eins og mamma mín sagði, við vorum eins og ein manneskja. Við hlógum mikið, Berglind hafði mikinn húmor og kenndi hún mér líka að taka lífið ekki of hátíðlega. Við fengum oft að gista saman og bröltum við þá með dýnu á milli hæða í blokkinni okkar. Við fundum okkur ýmis- legt skemmtilegt til dundurs, eitt af því var að setja stóru Labra- dor-tíkina hennar í baðkarið og baða hana hátt og lágt. Nokkrum árum seinna eignaðist Berglind hest og fórum við oft á hestbak saman. Eftir að hún flutti nokkr- um árum seinna, kom ekki til greina að hittast sjaldnar en við vorum vanar svo að við björguð- um okkur með því að hjóla hvor á móti annarri gegnum hálfa borg- ina. Þá eyddum við helgunum saman, fórum á hestbak og nut- um samvistanna. Eftir að við eignuðumst börnin okkar héldum við einnig góðu sambandi. Ég er þakklát fyrir vináttu okkar og ógleymanlegar sam- verustundir á síðastliðnu ári og geymi ég minningarnar um þig í hjarta mínu. Ég heyri hlátur þinn og sé fyrir mér andlit þitt og bjarta brosið þitt. Guð geymi þig elsku vinkona, hvíl í friði. Guð veri með fjölskyldu þinni allri og yndislegu börnunum þínum og gefi þeim styrk í sorginni. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Þín vinkona, Árndís Hulda Óskarsdóttir. Hér ætla ég að skrifa nokkrar línur um bestu vinkonu mína, Berglindi Ósk. Elsku Bebba mín, ég er ekki ennþá búin að ná því að þú sért farin frá okkur og ég sakna þín alveg óendanlega mikið. Þú varst alveg frábær stelpa, skemmtileg, gáfuð, fyndin og góð mamma. Þú varst ótrúlega sterk og varst allt- af brosandi þó lífið þitt hafi oft verið erfitt. Finnst rosa skrítið að geta ekki tekið upp símann og hringt í þig og að við eigum aldrei aftur eftir að bralla eitthvað skemmti- legt saman, eða fara með hundana okkar að labba í fjör- unni í Geldinganesi þar sem við áttum okkar bestu stundir saman með krakkana og hundana okkar. Ég mun geyma minningarnar okkar. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera vinkona þín og að börnin okkar séu vinir. Ég og pabbi þinn ætlum að passa að þau Björn Viktor, Óðinn, Krist- ófer og Isabella missi ekki sam- bandið. Svo passa ég kisa litla fyrir þig. Ég vona að þér líði betur þar sem þú ert núna, gullið mitt, og við eigum eftir að hittast aftur pottþétt. Þangað til sakna ég þín, stelpa, og mun geyma þig í hjarta mínu. Hvíldu í friði, elskan mín, ég elska þig. Ég vill votta Óðni Degi, Krist- ófer Mána, Ísabellu Ósk, Guð- mundi, Ingu og fjölskyldu mína innilegustu samúð í þessari miklu sorg. Guð blessi ykkur. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir, lífsins ljós, lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur, þú ert mín lífsins rós, tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn, láttu lífsins sól, lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn, réttu sorgmæddri sál, svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál, slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þín vinkona, Heba Lind Björnsdóttir. Berglind Ósk Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.