Morgunblaðið - 30.01.2012, Síða 10

Morgunblaðið - 30.01.2012, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2012 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is S umir vilja meina að glæpa- sögur séu arftaki munn- mælasagna, þjóðsagna og ævintýra fyrri tíma. Af- þreyingargildið er það sama og því eru glæpasögur eins og við þekkjum þær í dag, í raun nútíma ævintýri,“ segir Ingvi Þór Kormáks- son bókasafns- og bókmenntafræð- ingur en í síðustu viku fjallaði hann um sögu glæpasögunnar í Bókakaffi Gerðubergs. „Glæpasagan hefur fengið upp- reist æru og fólk lítur þessar sögur allt öðrum augum í dag en áður. Nú þarf enginn að fela það að hann sé að lesa reyfara. Ég held að fólk lesi glæpasögur af því að það sækist eftir spennunni. Við viljum líka sjá réttlæt- inu fullnægt í lokin, það eru vonbrigði ef það nær ekki fram að ganga í glæpasögu.“ Glæpur, rannsókn, lausn Ingvi segir að morð hafi ekki endilega verið hluti af glæpasögunni á upphafsárum hennar úti í heimi. „Það gat til dæmis verið stuldur, en fljótlega fór morð þó að vera fastur liður í glæpasögum. Í einka- spæjarasögum glæpadrottninga millistríðsáranna, þeirra Agöthu Christie og Dorothy Sayers, er hin nauðsynlega þrenna glæpasögunnar til staðar: Vandamál er sett fram, oft- ast morð eða annar glæpur; rannsak- andi vinnur að lausn glæpsins, lögga eða einkaspæjari, og að lokum er gát- an leyst. Þrjár persónur verða líka að koma við sögu: Glæpamaður, iðulega vondur maður eða vafasöm kona; rannsakandi og svo vesalings fórn- arlambið. Þetta er í grunninn dálítið formúlukennt og í verstu tilvikum geta glæpasögur verið lítið annað en strípuð formúla sem ber lítið annað í sér. En í bestu tilfellum taka þær flugið og bera í sér margt fleira, eru vel skrifaðar og geta verið töluvert flóknar. Bækur hins sænska Stieg Larsson eru dæmi um góðar glæpa- sögur.“ Erlendur vex með hverri bók Góð glæpasaga getur borið í sér djúpa heimspeki, vísdóm um mann- legt eðli og auk þess verið ádeila á samfélagið. „Við sjáum til dæmis hvernig hrunið er áberandi í tveimur nýlegum glæpasögum eftir Ævar Örn, Landi tækifæranna og Öðrum lífum. Sama er að segja um margar bækur Arn- aldar Indriðasonar, hann skoðar gjarnan samfélagið sem við lifum í.“ Ingvi segir að þó svo að sumir vilji meina að persónusköpun sé áfátt í glæpasögum, þá eigi það alls ekki við um allar glæpasögur. „Þegar vel tekst til þá eru þetta eftirminnilegar per- sónur, eins og til dæmis aðalpersónan Erlendur í bókum Arnaldar, lesand- inn kynnist honum smátt og smátt í gegnum margar bækur og hann verð- ur heilsteyptari með hverri bókinni. Erlendur er sveitamaður þó hann búi í borginni og Arnaldur notar þar göm- ul minni, andstæðurnar sveit og borg, rétt eins og faðir hans Indriði gerði í sínum bókum.“ Sönn íslensk sakamál Saga íslensku glæpasögunnar er ung og Ingvi segir að í gamla daga hafi ekki verið til glæpaskáldsögur hér, heldur voru gefnar út sannar sögur af glæpum. „Bókin Húsið við Norðurá er talin fyrsta íslenska glæpasagan, hún kom út árið 1926. Höfundurinn kallaði sig Einar skála- glamm, sem var skáldanafn Guð- brands Jónssonar prófessors. Hann skrifaði löngu seinna bókina Sjö dauðasyndir, árið 1952, en hún geymdi sögur af íslenskum saka- málum frá ýmsum öldum. Þar fjallaði hann meðal annars um Sjöundár- málið, dauða Natans Ketilssonar og svokallað Sunnevumál. Hann horfði til íslenskra glæpa í fortíðinni.“ Þóttu ekki par fínar Fleiri höfundar fóru þessa leið, til dæmis kom út bókin Sakamála- sögur um miðja öldina þar sem Jónas Jónasson frá Hrafnagili tók saman frásagnir af íslenskum sakamálum. „Þar segir hann meðal annars frá Randíði í Hvassafelli og Kálfagerðis- bræðrum. En þegar íslenskir rithöf- undar fóru að skrifa glæpaskáldsögur á fyrri hluta tuttugustu aldar þá not- uðu þeir alltaf skáldanöfn. Þeirra á meðal var Steindór Sigurðsson sem Vondir menn og vafasamar konur Í glæpasögum er formúlan sú að vandamál er sett fram, oftast morð eða annar glæpur; rannsakandi vinnur að lausn glæpsins og að lokum er gátan leyst. En glæpasögur eru ekki allar eins, sumar eru einfaldar en aðrar búa yfir dýpt. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Glæpasögur Ingvi Þór í félagsskap nokkurra vel valinna glæpasagna. Barsvar Svona nokkuð er vinsælt að nota undir glös á breskum pöbbum. Svokallað barsvar verður haldið á Rósenberg í kvöld en um er að ræða spurningakeppni líka þeim sem vin- sælar eru á breskum krám. Keppnin fer þannig fram að tveir eru í hverju liði og reyna eftir bestu getu að svara 30 spurningum sem lesnar eru upp, hver í sínu horni og skrifa svörin á blað. Leikurinn er allt ann- að en formlegur og aðallega hugs- aður til að koma saman og eiga góða stund með vinum. Í lok leiks- ins eru svörin lesin upp og vinnur það lið sem hefur flest svörin rétt. Veitt eru vegleg verðlaun fyrir fyrsta sætið og verða þau í fljótandi formi eins og eðlilegt telst í leik sem þessum. Eins slæðast inn auka- verðlaun fyrir einstaka þætti leiks- ins og því er til mikils að vinna. Engrar skráningar er þörf en æski- legt er að gestir séu mættir tím- anlega til þess að hægt sé að byrja á tilsettum tíma. Endilega… …spreytið ykkur í barsvari Reuters Það er bæði þægilegt og hagkvæmt að kaupa sér fatnað á netinu. Margir eiga sínar uppáhaldssíður en mikið er til af síðum með tískufatnaði á góðu verði. Á síðunni wholesale-dress er úrvalið meira en nóg. Þar má finna skó, kjóla, nærföt, fylgihluti og skó svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Fatn- aðurinn á síðunni kemur frá fjöl- breyttum fatakeðjum víða um heim þannig að stíllinn er ólíkur. Nú stendur yfir vetrarútsala á síð- unni og því hægt að gera þar kjara- kaup á fatnaði og fylgihlutum. Hægt er að panta til Íslands en allar nánari upplýsingar um sendingarverð má finna á síðunni. Wholesale-dress er sniðug vefsíða fyrir tískudömur sem vilja geta klætt sig upp á án þess að buddan rifni. Sjón er sögu ríkari og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi þar sem úrvalið er breitt. Vefsíðan www.wholesale-dress.net Morgunblaðið/Ernir Tískusýning Nýjasta tíska er alltaf dálítið spennandi og vekur athygli. Fyrir hagsýnar tískudömur Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is vi lb or ga @ ce nt ru m .is Care Collection þvottaefni, sérstaklega framleitt fyrir Miele þvottavélar Íslenskt stjórnborð Stórt hurðarop Íslenskar leiðbeiningar Fer betur með þvottinn Þvottavél, verð frá kr. 184.500 Þurrkari, verð frá kr. 158.400 Farðu alla leið með Miele Miele þvottavélar hafa verið framleiddar í Þýskalandi í 108 ár. Miele þvottavélar og þurrkarar eru framleidd til að endast. Sparaðu með Miele

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.