Morgunblaðið - 30.01.2012, Side 21

Morgunblaðið - 30.01.2012, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2012 ar listsköpunar og hefði það mátt vera betur metið af sam- tíðinni. En sellóleikarinn er þó á Melatorgi, ásamt súlum Sigur- jóns! En þannig var Sigurður einnig mikill áhugamaður um að breyta Morgunblaðsglugga að Aðalstræti í sýningarglugga góðra málverka og var hann rekinn þannig um árabil við góðar undirtektir. Það var ekki síður fróðlegt og skemmtilegt að ræða við Sigurð um þann þátt sem að menningu sneri en stjórnmál og pólitíska refskák þeirra tíma. Þá var hann einkar fróður um pólitík Norðurlanda og helgaði sig norrænu samstarfi, bæði sem stjórnmálamaður, rit- stjóri og sendiherra. Í þessum efnum var hann gamall og vitur Lappi eins og hann komst stundum að orði, og var það sönnu nær. Ég sendi Ólöfu og fjölskyld- unni samúðarkveðjur okkar og minnist með gleði þess tíma sem við Sigurður störfuðum saman. Það voru að mörgu leyti góðir tímar og ekkert hrun í vændum. Matthías Johannessen. Það voru ótrúlega margir sterkir persónuleikar, sem birt- ust á sviði íslenzkra þjóðmála á 20. öldinni frá Vestfjörðum. Þeir voru kjarnyrtir, flug- mælskir og það sópaði að þeim. Sumir þeirra voru miklir hug- sjónamenn. Þeir rákust ekki endilega vel í flokki og fóru margir sínar eigin leiðir. Einn af þeim var Sigurður Bjarnason frá Vigur, ritstjóri Morgun- blaðsins um árabil, alþingis- maður frá ungum aldri og sendiherra. Það er ekki hægt að skilja Sigurð nema þekkja umhverfi hans í æsku og á uppvaxtarár- um. Djúpið er engu líkt. Að ganga um Vigur, þaðan sem Sigurður er ættaður og þar sem hann ólst upp er að kynn- ast ævintýraheimi. Vestfirðir móta það fólk, sem þaðan er komið. Hart líf, eins og lesa má um í einstakri sögu Jóns Kal- mans Stefánssonar, Himnaríki og helvíti, og stórbrotin nátt- úra. Ég vissi af Sigurði áður en ég komst í tengsl við Morg- unblaðið haustið 1958. Mér lík- aði ekki hvernig hann skrifaði um Hannibal Valdemarsson í leiðara Morgunblaðsins. Var viðkvæmur fyrir því, sem sagt var um Hannibal af því að ég hafði kynnzt Jóni Baldvin syni hans á unglingsárum. Sigurður frá Vigur var samt sá, sem fyrstur setti mig til þeirra verka, sem urðu að ævi- starfi mínu. Þar sem ég var að flækjast um á ritstjórnarskrif- stofum Morgunblaðsins haustið 1958 eða veturinn 1959, tók hann í höndina á mér dag einn, setti mig við ritvél og sagði: Skrifaðu nú Staksteina í blaðið á morgun og ég borga þér 500- kall fyrir. Þar með hófust tengsl mín við Staksteina Morgunblaðsins, sem áttu eftir að standa í hálfa öld. Þetta end- urtók sig nokkrum sinnum. Kannski var hann búinn að uppgötva að við vorum eins konar sveitungar. Einhvers staðar í fórum mínum á ég handskrifaða útfararræðu séra Sigurðar Stefánssonar í Vigur, afa Sigurðar Bjarnasonar, yfir langafa okkar Halldórs Blön- dals, Kára Stefánssonar og fleira fólks, Auðuni Her- mannssyni, bónda á Svarthamri í Álftafirði við Djúp. Alla vega tók hann mér afar vel, þótt kynni okkar hefðu engin verið fyrr. Sigurður var einn af þremur ritstjórum Morgunblaðsins, þegar ég kom þar til starfa í júní 1965. Samskipti okkar voru alltaf góð. Smátt og smátt lærðist mér að hann var stund- um raunsærri í mati sínu á pólitískri stöðu líðandi stundar en tveir yngri samstarfsmenn hans, Matthías Johannessen og Eyjólfur Konráð Jónsson. Hann hafði töluverða reynslu umfram þá m.a. vegna veru sinnar á þingi. Virðing mín fyr- ir Sigurði jókst þegar ég gerði mér grein fyrir þessu. Áratugum seinna dvaldist ég í nokkra daga á Hesteyri við Hesteyrarfjörð í Jökulfjörðum við Djúp og rakst þá á vísi að uppbyggðum vegi yfir í Aðal- vík. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að tveir ungir Vest- firðingar höfðu tekið höndum saman um að koma þessum vegabótum á milli tveggja af- skekktra byggðarlaga. Það voru þeir Sigurður frá Vigur og Hannibal Valdemarsson. Leiðarar Morgunblaðsins á unglingsárum mínum höfðu ekki sagt alla söguna um sam- skipti þeirra tveggja. Þeir sneru bökum saman um hags- muni síns byggðarlags. Sigurður Bjarnason missti aldrei tengslin við þær rætur sínar. Styrmir Gunnarsson. Er Sigurður Bjarnason tók við sendiherraembætti í Kaup- mannahöfn árið 1970 átti hann að baki langan og farsælan stjórnmálaferil þar sem hann hafði m.a. um áratugaskeið ver- ið virkur þátttakandi í norrænu samstarfi og þrisvar sinnum verið kjörinn einn af varafor- setum Norðurlandaráðs. Hin löngu og sérstöku tengsl Íslands og Danmerkur höfðu í langan tíma markast mjög af handritamálinu. Ákvörðun Dana um afhendingu þeirra til íslensku þjóðarinnar vakti mikla gleði og velvild Íslend- inga í garð Dana í kjölfarið. Það var í þessu góða andrúms- lofti sem Sigurður og Ólöf Páls- dóttir, eiginkona hans, fluttust til starfa sem sendiherrahjón í Kaupmannahöfn. Ólöf var einn- ig vel þekktur myndhöggvari á Norðurlöndum og víðar. Hélt hún m.a. sýningu á verkum sín- um í Charlottenborg í Kaup- mannahöfn um haustið 1970 og í listasafni Cambridge-háskól- ans árið 1971. Afhending fyrstu handrit- anna til Íslands á vordögum það ár er öllum sem þann at- burð uplifðu ógleymanlegur viðburður og jók enn fremur og styrkti hið góða samband land- anna. Þau Sigurður og Ólöf ræktuðu þetta vináttusamband landanna og starf sitt í Kaup- mannahöfn vel. Til stóð að Sigurður tæki við sendiherraembætti í Bretlandi og varð nokkurra mánaða bið á því þar eð Ísland sleit í árs- byrjun 1976 stjórnmálasam- bandi við Bretland. Tók Sig- urður við því embætti seinni hluta júní 1976 og gegndi því starfi til 1982 er þau Ólöf flutt- ust til Íslands. Lauk Sigurður farsælum starfsferli í þágu lands og þjóðar við sérstök störf í ráðuneytinu árið 1985, m.a. gegndi hann þá stöðu sem fyrsti sendiherra Íslands gagn- vart Kína, með búsetu í Reykjavík. Fyrir hönd utanríkisþjónust- unnar er þakkað fyrir samstarf og samfylgd og Ólöfu og börn- um þeirra Sigurðar bornar hugheilar samúðarkveðjur. Einar Gunnarsson ráðuneytisstjóri. Náinn fjölskylduvinur, Sig- urður Bjarnason frá Vigur, hef- ir nú kvatt eftir langa glímu við erfið veikindi, á nítugasta og sjöunda aldursári. Þrek hans var þorrið. Andlát hans kom því ekki á óvart, en var fremur líkn við þraut. Kynni okkar Sigurðar höfðu staðið í nær sjö áratugi. Á vor- dögum árið 1942 fékk ég tæki- færi til að fylgjast með upphafi kosningabaráttu hans í Bol- ungavík, sem var upphafið að löngum og farsælum stjórn- málaferli hans. Við vorum báðir gestir í Einarshúsi, hann í leit að kjósendum en ég að læra sund. Unglingurinn ég gerði sér fljótt grein fyrir, að Sig- urður átti auðvelt með að ræða við menn, kunni þá list að tala við kjósendur augliti til auglit- is, hispurslaus og frjálslegur í framkomu. Hann var mann- glöggur og ættfróður og kunni deili á flestum. Uppskeran var í samræmi við það. Hann hlaut glæsilega kosningu. Eftir það stóð ávallt að baki honum öflug liðssveit í kjördæminu. Þann garð reyndi hann að rækta af kostgæfni alla tíð. Styrkur hans sem stjórnmálamanns voru hin nánu tengsl hans við fólkið í kjördæminu. Síðan átti hann eftir að gegna margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn á Vestfjörðum. Sigurður ólst upp á ættar- óðali fjölskyldu sinnar í Vigur, þar kynntist hann öllum hefð- bundnum störfum til sveita, en á skólaárum var hann jafnan til sjós yfir sumarmánuðina, bæði á dragnót og síldveiðum. Hann komst því ungur að árum í náin kynni við höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar. Í því umhverfi þáði hann gömul og góð lífs- gildi, sem kom honum vel síðar á lífsleiðinni. Sigurður gerðist fljótt að- sópsmikill, þegar hann settist á þing. Hann var vel máli far- inn, snjallorður slílisti á mælt mál, svo að eftir var tekið. Honum gekk því að jafnaði vel að afla málstað sínum fylgis. Hann helgaði krafta sína sér- staklega þrem málaflokkum, sem áttu hug hans: byggða-, samgöngu og menntamálum. Þar áttu Vestfirðingar alla tíð ötulan liðsmann. Árið 1942 gerðu vegalögin ekki ráð fyrir tengingu Vestfjarða við ak- vegakerfi landsins og vega- gerð í Djúpi miðaðist ein- göngu við Langadalsströnd. Á þessu varð breyting strax og Sigurður var kominn á þing. Þá tóku hjólin að snúast. Vegagerð yfir Þorskafjarðar- heiði hófst árið eftir og sum- arið 1946 fór fyrsti bíllinn yfir heiðina. Sigurður var allan sinn starfsferil virkur og at- kvæðamikill baráttumaður fyrir málefnum Vestfirðinga. Þegar hann hvarf af þingi og gerðist sendiherra bjó hann yf- ir mikilli pólitízkri reynslu. Hann var laginn að leysa vandamál og finna leiðir til samkomulags, sem kom honum vel í hinu nýja starfi. Þar kom einnig til náinn vinskapur við leiðtoga hinna Norðurlanda- þjóðanna og blaðamenn. Sigurður hafði uppskorið margt á hausti lífs síns. Hann var skemmtilegt sambland af sveitamanni og heimsborgara. Átthagarnir áttu alla tíð sterk ítök í honum og hann slitnaði aldrei úr tengslum við uppruna sinn, trúr uppruna sínum til hinztu stundar. Það var gott að eiga vináttu Ólafar og Sigurðar. Við Hulda og börn okkar þökk- um langa vináttu. Jón Páll Halldórsson. Fallinn er frá í hárri elli stjórnmálaskörungurinn Sig- urður Bjarnason frá Vigur. Fyrir þeim, sem þekkja þjóð- arsöguna frá því um 1940 fram undir síðustu aldamót, þarf ekki að kynna Sigurð ítarlega, svo landskunnur sem hann var af margvíslegum störfum sín- um. Frá unga aldri þess, sem þessar kveðjur flytur, var Sig- urður frá Vigur fyrirmynd hans í stjórnmálum og átrúnaðargoð. Sigurður bauð sig fyrst fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norður-Ísafjarðarsýslu árið 1942, þá 26 ára. Hlaut hann þá þegar góða kosningu, en kjör- dæmið hafði áður verið í hönd- um hins kunna skörungs og krata Vilmundar Jónssonar landlæknis. Sigurður hlaut ávallt síðan örugga kosningu í sýslunni meðan hún var sér- stakt kjördæmi fram til 1959. Síðar varð hann svo þingmaður Vestfjarðakjördæmis. Þeim, sem hér heldur á penna, er einkar minnisstæður framboðsfundur í Ungmenna- félagshúsinu í Ögurvík vorið 1942, þegar Sigurður var fyrst í framboði, og einnig sjálfur kjörfundurinn. Fylgisemd í Ög- urhreppi við Sigurð var mikil og hugur í kjósendum, að ekki séu nefnd ættmenni hans. Björg Björnsdóttir, móðir Sig- urðar, hin snöfurlega húsfreyja í Vigur, tók Salome móður mína tali um ástand og horfur. Þær örkuðu fram og aftur um anddyri Ungmennafélagshúss- ins og ræddu pólitík. Björg kvað sér umhendis að mæla með Sigurði sínum sérstaklega. Hitt vissi hún að hann vildi vel fólki þar vestra. Tók Salome ákveðið undir það, sem satt og reyndist. Sigurður var ötull þingmaður Ísfirðinga og eignaðist þar enda marga vini og trúfasta fylgismenn. Hann var í forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Ísa- firði 1946, þegar lauk áratuga einveldi Alþýðuflokksins í mál- efnum þess bæjar. Fljótlega eftir að Sigurður hóf nám í lögfræði við Háskól- ann 1936 gerðist hann blaða- maður á Morgunblaðinu hjá náfrænda sínum, Valtý Stef- ánssyni. Þar starfaði Sigurður að kalla óslitið þar til hann hvarf til starfa á öðrum lönd- um. Fyrst sem blaðamaður, en síðar ritstjóri. Þótti hann skil- góður og skorinorður í því starfi og farsæll. Á sjöunda áratug síðustu aldar tók Sig- urður við sendiherrastöðu í Kaupmannahöfn og síðar í London. Lauk hann þar starfsdegi sínum í landsins þágu. Ég hitti Sigurð vin minn síð- ast á sjúkrabeði hans. Var hann þá mjög aldurhniginn og farinn að heilsu. En sem áður ljúfur og glaðbeittur og hugur hans bundinn mjög við menn og mál- efni vestur við Djúp á fyrri dögum. Sigurður frá Vigur var gæfu- maður í lífi sínu og störfum. Hann fékk fyrir konu Ólöfu Pálsdóttur, myndhöggvara, hina röskustu konu og einarða. Var talið jafnræði með þeim hjónum. Þeirra börn eru Hildur Helga og Ólafur Páll og hefir farnazt vel. Þótt Sigurður hafi fyrir margt löngu horfið af starfs- vettvangi er mikill sjónar- sviptir að brottför hans. Er þess að vænta að sett verði saman ævisaga hans. Af henni myndu yngri kynslóðir kynn- ast mörgu forvitnilegu og fróð- legu, sem í hag mætti koma. Norður-Ísfirðingar og raun- ar allir Vestfirðingar sakna nú vinar í stað og þakka fyrir líf hans og störf í þeirra þágu og alþjóðar. Með Sigurði Bjarnasyni frá Vigur er góður maður genginn. Sverrir Hermannsson frá Svalbarði í Ögurvík. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Sigurður Bjarnason starfaði á ritstjórn Morgunblaðsins um nær 30 ára skeið, fyrst sem blaðamaður, síðan stjórnmálaritstjóri og loks ritstjóri frá 1956 til 1970. Hann er eini maðurinn í sögu Morgunblaðsins sem hefur borið titilinn stjórnmálaritstjóri. Á árunum 1956-1959 voru fjórir ritstjórar á Morgunblaðinu: Bjarni Benediktsson, Valtýr Stef- ánsson, Sigurður Bjarnason og Einar Ásmundsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.