Morgunblaðið - 30.01.2012, Side 14

Morgunblaðið - 30.01.2012, Side 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2012 Stofnandi og forstjóri bresku matvöruversl- anakeðjunnar Iceland Foods, Malcolm Wal- ker, hefur náð samkomulagi við kanadíska lífeyrissjóðinn Alberta Investment Manage- ment Corp. um fjármögnun tilboðs í 67% og 10% hlut þrotabúa Landsbanka og Glitnis í fyrirtækinu. Sunday Times segir kanadíska sjóðinn tilbúinn að leggja til einn milljarð punda. Fréttaveita Dow Jones hefur einnig eftir heimildarmanni að Walker sé að setja sig í stellingar til að leggja fram tilboð, en fyrir á Walker og stjórnendateymi hans 23% í rekstrinum. Frestur til að skila tilboðum rennur út á morgun, þriðjudag og segir Dow Jones lík- legt að auk Walkers muni Bain Capital, Blackstone Group og verslanakeðjan Morr- isons leggja fram tilboð. Financial Times sagði á föstudag að áhugi Wm Morrison færi dvínandi, og reiknaði þá einnig með að minni líkur væru á tilboði frá teymi Wal- kers. Iceland Foods rekur um 800 verslanir víðsvegar um Bretland og hefur fyrirtækið verið metið á 1,5 milljarða punda, um 290 milljarða króna. Dow Jones hefur eftir heimildarmanni að Walker sé ekki viljugur til að bjóða meira en 1,2 milljarða punda, um 232 milljarða króna. Hann nýtur þó for- kaupsréttar og hefur 42 daga frest til að jafna þau tilboð sem berast skilanefnd. ai@mbl.is Aukið kapp færist í slaginn um Iceland Foods Walker með sterkan kanadískan bakhjarl Morgunblaðið/Eyþór Áhugi Malcom Walker hefur sagst vilja kaupa Iceland Foods á réttu verði. Annars muni hann og samstarfsfélagar hans sennilega selja fjórðungshlut sinn og kveðja reksturinn. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Á heildina litið sýnist mér að þróun- in sé í rétta átt og almenn vitund um mikilvægi þess að eiga gott vöru- merki,“ segir Örn Smári Gíslason. Hann er einn af fremstu vörumerkja- hönnuðum landsins, hefur m.a. hlotið ÍMARK-lúðurinn í nokkur skipti fyr- ir sköpunarverk sín og eins í þrígang hlotið viðurkenningu alþjóðlegu vörumerkjasamkeppninnar WOLDA. Að velja fyrirtæki merki virðist kannski við fyrstu sýn ósköp lítið og léttvægt verk, en raunin er að þessi ákvörðun getur verið heilmikill haus- verkur, hvort sem frumkvöðull er að hefja rekstur eða stjórn rótgróins fyrirtækis þarf að velja nýtt merki vegna samruna eða ímyndarbreyt- ingar. Að gefa rétta mynd Örn Smári segir hægt að nálgast vörumerkjahönnun á ýmsa vegu. Gott sé ef nægur tími sé til stefnu til að virkja hugmyndaflugið til fulls og hægt sé að hafa nokkrar einfaldar þumalputtareglur í huga: „Til dæmis er vissara að varast að vörumerkið gefi mjög þrönga hugmynd um starf- semina. Fyrirtæki sem í dag fram- leiðir kannski bara eina vöru, og set- ur hana í vörumerkið sitt, gæti nokkrum árum síðar verið með mun fjölbreyttara vöruúrval og merkið þá í raun gefið ranga mynd af rekstr- inum,“ segir hann. Alla jafna sé stefnt að því að vöru- merkið eitt og sér gefi ákveðnar upp- lýsingar um fyrirtækið eða skapi viss hughrif. Um leið þurfi vörumerkið að vera einstakt á sinn hátt, svipa ekki um of til annarra merkja. „Það er ein- faldleikinn sem talar skýrast, og gott ef hönnunarferlið leitast við að finna einfaldar línur og form sem ná utan um það starf eða stemningu sem hentar fyrirtækinu. Bragurinn á merkinu verður auðvitað helst að taka mið af starfseminni og t.d. annað yfirbragð sem yrði á vörumerki stór- iðjufyrirtækis annars vegar og tjaldaleigu hins vegar.“ Gerjun hugmynda Mergjuð vörumerki spretta sjald- an fram áreynslulaust. Örn Smári segir ýmsar leiðir færar til að fá hug- myndirnar upp á yfirborðið, hvort sem aðstæður leyfa litla eða mikla fjárfestingu í þessu verkefni. Ef kostnaðurinn er engin fyrirstaða má t.d. kalla eftir tillögum frá nokkrum hönnuðum, og eins er hægt að koma hugmyndavinnunni af stað innanhúss með því að kalla eftir uppástungum eða ábendingum um hvað merkið ætti að endurspegla. „Oft fæðist hið fullkomna merki ekki í fyrstu tilraun, heldur á sér stað þróunarferli með ótal skissum og hugmyndum sem smám saman eru vegnar, metnar og mótaðar áfram. Þetta er eitt af þess- um verkefnum þar sem tíminn vinnur með manni, og sjálfum þykir mér t.d. gott ráð að setja hugmyndir ofan í skúffu í eins og vikutíma, líta svo á þær aftur og sjá með ferskum aug- um. Ákveðin gerjun þarf að eiga sér stað og rétt að miða við að þetta ferli taki ekki minna en þrjár vikur eða mánuð. Allan þann tíma er maður með augun hjá sér og dregur inn- blástur og hugmyndir úr umhverfinu til að nýta til verksins.“ Þegar svo endanleg mynd fer að koma á merkið þarf að gæta að nokkrum hagnýtum atriðum, segir Örn: „Vörumerkið verður væntan- lega notað með ýmsum hætti af ýms- um aðilum. Hvernig kemur merkið út í svarthvítu? Þarf það að vera til í nokkrum litum? Koma upp vandamál ef lógóið er t.d. prentað á penna – verður það kannski ólæsilegt í mjög smárri upplausn? Stendur vöru- merkið eitt sér eða á heiti fyrirtæk- isins að vera skrifað undir eða til hlið- ar?“ Leitin að rétta merkinu  Hægara sagt en gert að þróa vörumerki og margt sem hafa þarf í huga  Æskilegt að hönnuður fái góðan tíma til verksins því viss gerjun þarf að eiga sér stað  Einfaldleiki, skýr form og línur yfirleitt best  Má halda merki fyrirtækis fersku með smávægilegum lagfæringum í takt við tísku og tíðaranda Morgunblaðið/Golli Stórhuga Örn Smári Gíslason varar við því að merki fyrirtækis gefi of þrönga mynd af starfseminni. Hver veit hvernig reksturinn og vöruúrvalið mun þróast og getur þá gamla merkið í reynd gefið skakka mynd. Sum fyrirtæki nota einfaldlega nafn fyrirtækisins sem vörumerki, þ.e. skrifa fyrirtækisheitið með ákveðnum hætti og láta standa eitt og sér án mynd- skreytingar. Önnur nota bæði teiknað merki og heiti fyrirtækisins saman, og loks eru þeir sem aðeins birta teiknað merki. Örn Smári segir ekki hægt að segja að ein nálgun sé endilega betri en önn- ur og það ráðist af aðstæðum og markmiðum hverju sinni. Ef fyrirtækið er t.d. með langt nafn þá geti verið vandasamara að búa til úr því fallegt og stíl- fært merki. En merkið eitt og sér segi yfirleitt ekki nóg, nema þá fyrirtækið hafi þegar byggt upp mjög sterka markaðsímynd. „Dæmi um það síð- arnefnda er tískufyrirtækið Nike sem hefur gert „Svússið“ svokallaða að merki sem allir þekkja og þarf ekki að láta Nike-nafnið fylgja með svo neyt- andinn viti hvað þar er á ferð.“ Slóðin í forgrunni Ef starfsemi fyrirtækis stólar mikið á netið getur verið gagnlegt að vöru- merkið sé stílfærð ritun á heiti og netslóð fyrirtækisins. Amazon.com, Google.com, YouTube.com og eBay.com gera þetta öll hvert á sinn máta, svo neytandinn er að rifja upp vefslóðina í hvert skipti sem hann sér vörumerkið. „Frá Íslandi getum við t.d. nefnt netbankann IceSave, sem notaði samskonar nálgun. Þar var vörumerkið einfaldlega stílfærð útgáfa á nafninu,“ segir Örn og bætir við að þegar þessi leið er valin verði að leggja vinnu í leturvalið. „Það dugar ekki að velja einfaldlega letur úr ritvinnsluforritinu. Með því að sérhanna letrið verður merkið frekar einstakt og „vörumerkislegt“. Þekkt dæmi um letur-vörumerki er merki Sony, sem notar mjög útpælda letur- hönnun, trúlega sérteiknað letur, sem lætur allt ganga upp.“ Hvar á nafnið að vera? Í vörumerkjahönnunarbransanum eru nokkur tilvik um merki sem þykja framúrskarandi góð, og eiga jafnvel að tala til undirmeðvitundar neytand- ans. Ganga sögur um alþjóðleg fyrirtæki sem sett hafa fúlgur fjár í ráðgjöf sálfræðinga og hönnuða til að móta hið fullkomna myndmál sem enginn getur staðist. Örn Smári segir ekki endilega nauðsynlegt að leggja svo mikið á sig til að gera gott vörumerki, og raunar grunar hann að mörg vörumerki sem virðast hafa dulda merkingu hafi í raun orðið til út frá einfaldri hug- mynda- og þróunarvinnu. Einfalt bragð sé t.d. að gera merki með því að skrifa heiti fyrirtækisins en bregða ögn á leik með stafi og letur til að móta „falin“ tákn og tilvísanir. Merki sem virka Gaman er að rýna í vörumerki, hvað þau kunna að vera að segja og hvort hönnuðir áttu erindi sem erfiði. Af íslenskum vörumerkjum nefnir Örn Smári t.d. merki Landsbankans, sem sumum þykir svipa til raufarinnar á sparibauk. Merki KB-banka átti hins vegar að tákna m.a. seðil og tvær myntir, en mörgum fannst merkið frekar minna á gapandi broskarl. Spurður um sérlega gott vörumerki íslensks fyrirtækis nefnir Örn Smári merki Húsasmiðjunnar. „Þar er á ferð frábært merki í alla staði. Mjög ein- faldar línur sýna mjög skýrt hvað starfsemin snýst um og merkið er bæði stílhreint og fallegt. Sá sem hefur séð merkið einu sinni þekkir það alltaf aftur og því svipar ekki til neins annars merkis.“ Spilað á undirmeðvitundina? Skýr form Merki sem Örn Smári hefur hannað fyrir íslensk fyrirtæki. Gott vörumerki getur staðið óbreytt í áratugi. Örn Smári seg- ir hins vegar skynsamlegt að huga að því endrum og sinnum hvort þurfi að fínskerpa og snur- fusa vörumerki í takt við tímann. „Það þarf ekki endilega að fleygja gamla merkinu, heldur getur dugað að eiga ögn við form og línur til að gera yfirbragðið nútímalegra. Breytingar geta jafnvel átt sér stað í agn- arsmáum skrefum frá ári til árs, svo vörumerkið er alltaf að mót- ast án þess að viðskiptavinurinn verði endilega var við breyting- arnar.“ Litlar and- litslyftingar MERKINU HALDIÐ VIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.