Morgunblaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2012 Hvernig skyldi standa á því, aðþegar vel uppaldir kratískir ráðherrasynir þurfa að þjóna lund sinni, þá leggst þeim alltaf til huldumaður sem þeir hitta fyrir til- viljun og segir þeim einmitt allt sem þá langaði svo mikið til að segja sjálfir, en geta ekki sagt undir eigin nafni, svona penir menn?    Sá fyrri hittimann á Saga Class sem sagði honum frá hinu hrikalega samsæri í Baugsmálinu.    Sögukratinn varauðvitað beðinn um að auðvelda lög- reglu rannsókn samsærisins.    En þá breyttist hann á örskots- stund, eins og ári úr lampa Aladd- íns, í blaðamann sem blaðamanna- félagið hafði aldrei heyrt um, frekar en nokkur annar.    Sá næsti hitti nafnlausan mann,auðvitað sjálfstæðismann, sem fór með langa ræðu, mikið bull og níð, sem sá peni hefði aldrei getað farið með sjálfur, og fór hjá sér að þurfa að heyra, en komst ekki hjá að nota eins og á stóð.    Staksteinar hittu mann, sem hittimann skömmu áður og hafði þá ekki hitt mann í hálft ár og sagði að seinni sögumaðurinn hefði einmitt verið að koma af Saga Class.    Sá maður sagði: „Það er mikillklassi yfir þessum krötum, saga klassi eiginlega,“ og fór svo að hitta mann sem hann hafði ekki hitt áður, til að heyra hvort hann hefði frétt eitthvað nýtt og fá að vita hvernig vildarpunktarnir stæðu. Páll Magnússon Klassa-kratar STAKSTEINAR Þorvaldur Gylfason Veður víða um heim 29.1., kl. 18.00 Reykjavík 3 skúrir Bolungarvík 3 skýjað Akureyri 4 rigning Kirkjubæjarkl. 2 rigning Vestmannaeyjar 3 alskýjað Nuuk -8 skýjað Þórshöfn 6 léttskýjað Ósló -5 alskýjað Kaupmannahöfn 0 heiðskírt Stokkhólmur -2 heiðskírt Helsinki -10 þoka Lúxemborg -1 skýjað Brussel -1 skýjað Dublin 7 skýjað Glasgow 5 skúrir London 3 alskýjað París 2 skýjað Amsterdam -1 skýjað Hamborg -3 léttskýjað Berlín -3 heiðskírt Vín 0 skýjað Moskva -11 heiðskírt Algarve 15 heiðskírt Madríd 7 léttskýjað Barcelona 10 léttskýjað Mallorca 7 skýjað Róm 12 léttskýjað Aþena 6 skýjað Winnipeg -17 skýjað Montreal -1 léttskýjað New York 2 léttskýjað Chicago 0 snjókoma Orlando 17 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 30. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:16 17:07 ÍSAFJÖRÐUR 10:38 16:54 SIGLUFJÖRÐUR 10:22 16:37 DJÚPIVOGUR 9:50 16:32 www.noatun.is Fermingar- veislur Veisluþjónusta Nóatúns býður upp á úrval af hlaðborðum fyrir fermingarveisluna! pantaðu veisluna þína á 2100 Á MANN VERÐ FRÁ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Eftir ágætt veiðiveður síðustu daga brældi á mið- unum fyrir austan land í gær. Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU 11, sagði að nóg virtist vera af loðnu á allstóru svæði fyrir Austur- landi. Þeir voru þá út af Glettingi og reiknaði Grét- ar með að vera í höfn á Eskifirði um klukkan 21 með um 2.100 tonn af góðri loðnu. „Þetta hefur gengið ágætlega undanfarið og von- andi verður framhald á,“ sagði Grétar. Veiðiskipin voru í gær einkum á tveimur svæð- um. Norsku skipin voru út af Reyðarfirði en þau mega aðeins veiða í nót. Flest íslensku skipanna voru talsvert norðar, en þau eru flest á trolli. Mestu hefur verið landað í Neskaupstað, Vopnafirði og Þórhöfn. Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu var í gær búið að landa tæplega 140 þúsund tonn- um af loðnu á vertíðinni, sem mátti hefjast 1. októ- ber. Heildaraflamark íslenskra skipa á vertíðinni er tæplega 554 þúsund tonn samkvæmt ákvörðun ráðherra í síðustu viku. Á heimasíðu HB Granda var fyrir helgi fjallað um loðnuveiðarnar og þar er m.a. eftirfarandi haft eftir Vilhjálmi Vilhjálmssyni, deildarstjóra upp- sjávarsviðs fyrirtækisins: „Tíðarfar og göngu- mynstur loðnunnar mun nú ráða mestu um árang- urinn á vertíðinni en það skiptir ekki síður máli að nú liggur fyrir að veiðar hafa ekki gengið of nærri stofninum, heldur hefur hann verið skynsamlega nýttur og fengið færi til að vaxa upp úr þeirri lægð sem hann hefur verið í undanfarin ár.“ Haft er eftir Vilhjálmi að markaðir fyrir loðnuafurðir séu al- mennt góðir. Verð fyrir mjöl og lýsi hefur verið hátt og viðunandi verð hefur fengist fyrir frystar afurðir. Rýr eftirtekja í brælutogi Á heimasíðu Lundeyjar mátti lesa eftirfarandi færslu í gær: „Það eru heldur litlar fréttir af loðnu- veiðum þessa stundina. Flest skip sem eru hér á svæðinu halda sjó vegna brælu, en við erum um það bil 60 mílur austur af Langanesinu. Einu brælutogi náðum við í gær en afraksturinn var frekar lélegur. Sem fyrr segir höfum við haldið sjó síðan fyrripart nætur en erum bjartsýnir á að veðrið fari eitthvað að lagast þegar líður á daginn.“ Góður gangur þegar gefur  Markaðir fyrir loðnuafurðir almennt góðir  Góð loðna á allstóru svæði Morgunblaðið/Ómar Agnes M. Sigurð- ardóttir, prestur í Bolungarvík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti biskups Íslands. Hún seg- ir í framboðs- tilkynningu að hún vilji „veg kirkjunnar sem mestan því hún flytur þann boðskap er mölur og ryð fá ekki grandað, boðskap sem kemur að gagni á vegferð mannsins í gegnum lífið“. Ennfremur segir í tilkynning- unni: „Kirkjan hefur eins og þjóðfé- lagið allt gengið í gegnum erfið- leikatíma. Það er sameiginlegt verkefni allra að takast á við það sem upp kemur, leggja gott til og hlusta hvert á annað. En við þurfum líka að heyra og meðtaka boðskap- inn. Kirkjan er til vegna trúarinnar á Jesú Krist. Þess vegna bendir hún á þann lífsstíl og siðfræði sem Jesús boðaði. Lífsstíl sem byggist á djúpri vináttu við Guð og samvinnu karla og kvenna. Lífsstíl sem styðst ekki við völd yfir öðrum heldur við gagnkvæma vináttu og umhyggju- semi, sem leiðir til farsældar fyrir einstaklinga, kirkju og samfélag.“ Agnes vígðist til prests árið 1981 og tók þá við embætti æskulýðsfull- trúa þjóðkirkjunnar. Árin 1986- 1994 var Agnes sóknarprestur í Hvanneyrarprestakalli í Borgar- firði. Síðastliðin 17 ár hefur hún verið sóknarprestur í Bolungarvík- urprestakalli og prófastur á Vest- fjörðum frá árinu 1999. Auk þessa hefur Agnes gegnt margvíslegum öðrum trúnaðarstörfum innan kirkjunnar. Agnes er fædd á Ísa- firði 19. október árið 1954. For- eldar hennar eru sr. Sigurður Kristjánsson, sóknarprestur á Ísafirði og prófastur í Ísafjarðar- prófastsdæmi, nú látinn, og Mar- grét Hagalínsdóttir ljósmóðir. Agnes gefur kost á sér í biskupskjöri Agnes M. Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.