Morgunblaðið - 30.01.2012, Page 7

Morgunblaðið - 30.01.2012, Page 7
Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2012 Landsbankinn landsbankinn.is 410 4040 Sjóðurinn fjárfestir í dreifðu safni skuldabréfa, hlutabréfa og hlut- deildarskírteina. Grunnfjárfesting sjóðsins er í verðbréfum með ábyrgð ríkisins. Þannig verður áhættan meiri en í hreinum ríkis- skuldabréfasjóðum og vænt ávöxtun til lengri tíma hærri. Reglubundinn sparnaður Með reglubundnum sparnaði í sjóðum getur þú byggt upp eignasafn með áskrift frá 5.000 kr. á mánuði. Enginn munur er á kaup- og sölugengi í áskrift. Sparnað í sjóðum má alltaf innleysa. Eignabréf – Eignasamsetning 01.01.2012 Eignasamsetning ræðst af fjárfestingarstefnu og markaðsaðstæðum hverju sinni. Fjárfestingarstefnu má finna í útboðslýsingu á landsbankinn.is. Fyrirvari: Eignabréf er fjárfestingarsjóður samkvæmt lögum nr. 128/2011 og lýtur eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Landsvaki hf. er rekstrarfélag sjóðsins og Landsbankinn hf. vörslufélag hans. Áhætta fylgir ávallt fjárfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarávöxtun. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr henni á landsvaki.is eða landsbankinn.is. Fjárfestum er bent á að kynna sér útboðslýsinguna áður en fjárfest er í sjóðnum, en þar er meðal annars ítarleg umfjöllun um fjárfestingarstefnu sjóðsins og áhættu sem felst í fjárfestingu í honum. Eignabréf er nýr blandaður fjárfestingarsjóður sem hentar vel fyrir reglubundinn sparnað. Sjóðurinn hentar vel í langtímasparnað fyrir einstaklinga sem vilja ávaxta hluta af sparnaði sínum í öðrum verðbréfum en ríkisskuldabréfum. Komdu við í næsta útibúi, hringdu í 410 4040 eða sendu okkur póst á fjarmalaradgjof@landsbankinn.is. Nýr kostur í sparnaði Skuldabréf, víxlar og aðrar kröfur með ríkisábyrgð 83% Hlutabréf9% Reiðufé7% Innlán hjá fjármála- fyrirtækjum 1% VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lítið hótel sem var opnað í gömlu skólahúsnæði í Mýrdal í fyrrasum- ar hefur fengið sérlega lofsamleg ummæli hjá gestum. Það hefur dregið aðra gesti að. Útlitið fyrir þetta ár er gott. „Það hafði lengi blundað með okkur að vera með lítið hótel í háum gæðaflokki,“ segir Margrét Birgisdóttir sem rekur Volcano hotel í Ketilsstaðaskóla með manni sínum, Jóhanni Vigni Hróbjarts- syni, bróður hans og mágkonu, Einari Hróbjartssyni rafvirkja og Þyri Gunnarsdóttur ferðamála- fræðingi. Öll stunda þau aðra vinnu. Margrét rekur til að mynda snyrtistofu í Vík. Vegna áhuga síns á ferðaþjónustu fór hún í ferða- málanám við Háskólann á Hólum í fyrravetur. Byrjuðu á jeppaferðum Hugmynd Jóhanns og Margrétar gekk út á það að þjóna gestum vel, meðal annars með því að bjóða upp á jeppaferðir. Áður en til þess kom að þau keyptu Ketilsstaðaskóla voru þau búin að kaupa ofurjeppa og ætluðu að byrja á ferðunum. Jó- hann segir að þótt fjöldi herbergja í gistiheimilum og hótelum í Mýr- dal hafi margfaldast á undan- förnum árum hafi afþreying fyrir gestina ekki fylgt með. Síðan gafst þeim tækifæri til að kaupa húsið sem áður þjónaði sveitinni sem skóli og félagsheimili. Jóhann rekur smíðafyrirtæki og innréttaði hótelið ásamt Einari bróður sínum, eftir hugmyndum Margrétar. Ekki þarf að spyrja um ástæður nafngiftarinnar. Volcano hotel er undir Mýrdalsjökli, í ná- grenni við þekktar eldstöðvar. Í hótelinu eru sjö tiltölulega stór gistiherbergi auk rúmgóðrar setu- og veitingastofu. Þau eiga enn eftir að ljúka við frágang utanhúss og útisvæðis. Það hefur lítið komið að sök í vetur þar sem allt hefur verið á kafi í snjó. Verða að fá að borða Eigendurnir höfðu náð að kynna hótelið nokkru áður en opnað var í byrjun júlí og það bjargaði þeim í sumar því lítil lausaumferð virtist vera. Þau selja einnig sjálf á net- inu. Nokkrar sérlega jákvæðar um- sagnir á bókunarsíðunni Trip Advi- sor hjálpuðu þeim síðan þegar kom fram á haust og út á það hafa þau fengið nokkur viðskipti í vetur. Að vísu þarf ekki mikið því hótelið er ekki stórt. Gestir sem tjáðu sig töl- uðu sérstaklega um viðmót gest- gjafanna. Ekki var ætlunin að hafa veit- ingasölu en þegar öllum veitinga- stöðunum í Mýrdalnum var lokað í haust urðu þau að bjarga gestum sínum og bjóða upp á kvöldverð. „Við byrjuðum smátt því gestirnir verða að fá að borða. Við getum ekki vísað þeim neitt annað. Þetta hefur gengið ótrúlega vel,“ segir Margrét. Spjalla við þá sem vilja Þegar vel gengur liggur beint við að spyrja hvort ekki eigi að stækka. Svarið er nei, að minnsta kosti ekki í bili. „Við viljum hafa þetta lítið, eins og það er. Það eru nógu margir í fjöldatúrisma. Við viljum frekar veita persónulega þjónustu og fá gestina til að dvelja lengur,“ segir Jóhann. Hann segir að jeppaferðirnir séu liður í því. „Við erum alltaf tilbúin að spjalla við þá gesti sem það vilja og svör- um öllum þeim spurningum sem við getum.“ Jóhann og Margrét búa með sonum sínum á hótelinu. „Þetta gerir okkur kleift að hafa opið allt árið og strákarnir okkar hafa tekið þessu með umburðarlyndi. Ef hót- elið verður fullt allt árið gæti þó þurft að endurskoða þetta fyr- irkomulag,“ segir Margrét. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Volcano hotel Margrét Birgisdóttir og Jóhann Vignir Hróbjartsson búa og vinna á hótelinu í Ketilsstaðaskóla, sem hefur fengið jákvæð ummæli gesta. Umtalið dregur að fleiri gesti  Nýjasta hótelið í Mýrdal gengur vel  Elda sjálf til að geta haft opið í vetur  Mikilvægt að auka afþreyingu Svartur sandur er víða á gólfum og sums staðar á veggjum Volc- ano hotel. Hann kemur af Mýrdalssandi og er afrakstur verkefnis sem Jóhann Vignir vinnur að með félaga sínum í Vík. Fyrirtækið Mýrdalssandur ehf. selur efni til sandblásturs, hrá- efni í steinteppi og fleiri framleiðsluvörur. Nú hefur verið gerð- ur samstarfssamningur við svissneskt fyr- irtæki um að íslenska sandinn þar. Svarti sandurinn eins og sá sem tekinn er af Mýr- dalssandi verður ekki gripinn upp af götunni í Evrópu. Flytja út svartan sand SAMSTARFSSAMNINGUR VIÐ SVISSNESKT FYRIRTÆKI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.