Morgunblaðið - 30.01.2012, Side 37

Morgunblaðið - 30.01.2012, Side 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2012 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Ein öflugasta ljóstíran í þessum snjóþunga og nokk myrka jan- úarmánuði hefur verið uppgjör Val- geirs Guðjónssonar við merkan feril sinn – hingað til. Ferillinn spannar nú hartnær 40 ár, þótt ótrúlegt sé, en Valgeir nýtti sér sextugsafmæli sitt til að staldra lítið eitt við og horfa um öxl. Það gerði hann með viðamiklum afmælistónleikum í Hörpu hér á dögunum en einnig með veglegum safndiski sem er til um- fjöllunar hér og ber hann sama titil og eitt af kunnustu lögum Valgeirs, Spilaðu lag fyrir mig. Lögin eru alls 70 (ekki 60? Er þetta dæmi um ein- staka kímnigáfu Valgeirs) og lögin eru sólólög en einnig koma þau frá sveitum sem hann vann með eins og Spilverki þjóðanna, Stuðmönnum, Jolla & Kólu og svo má lengi telja. Dansinn stiginn Í hugleiðingum sem fylgja safn- plötunni talar Valgeir um þann flókna dans sem tónlistargyðjan hef- ur boðið honum upp í, dans sem hann eigi von á að stíga þar til yfir lýkur. „Það eru svo mörg lög og textaljóð ósamin,“ segir þar orðrétt. Hér hittir hann á skemmtilegan punkt. Þessi setn- ing gefur til kynna að öll lög og textar séu ein- hvers stað- ar til – hafi alltaf verið til – og það sé svo í valdi einhvers dauðlegs að ná í þau og koma þeim til okkar hinna. Og þann- ig hljóma reyndar mörg þeirra laga sem prýða plötuna í eyrum þess sem skrifar. Sum þeirra eru svo inngróin í mann, svo sjálfsagður hluti af manni að maður á eiginlega erfitt með að ímynda sér að þau hafi ein- hvern tíma ekki verið til – nema þá sem lítil hugmynd í kolli Valgeirs Guðjónssonar. „Hr. Reykjavík“, „Nei sko“, „Strax í dag“, „Fljúgðu“ – svo ég taki dæmi úr þessum ríkulega bálki – eru meira eins og þjóðlög, lög sem manni finnst að enginn hafi samið og þau hafi bara alla tíð verið hluti af tónlistinni. Ég er vafalaust ekki einn um að hugsa á þessa lund. Þetta er enda sá stallur sem Valgeir stendur á sem lagasmiður. Fáir ís- lenskir lagahöfundar hafa verið jafn naskir á að finna upp söngva sem all- ir geta hæglega tengt við, hvort heldur í gegnum einfaldar og ægi- grípandi – en aldrei ódýrar – mel- ódíur eða haganlega orta, alíslenska texta sem einatt varpa glettnu ljósi á það sem við erum að bauka við frá degi til dags, hvort sem það er gott eður slæmt. Dylanískur Segja má að lagasmíðastíll Val- geirs sé dylanískur, þetta eru einföld þriggja gripa lög eins og segir en búa um leið yfir einhverjum galdri sem laðar mann að. Rétt er þá að nefna hversu mikill risi Valgeir er hvað íslenska textagerð varðar, snið- ugar hendingar og úrlausnir eru þar í tonnatali og segja má að Valgeir hafi – í gegnum Stuðmenn og Spil- verkið – stuðlað að vissri vakningu að þessu leytinu til. Ég ætla ekki að taka út einhverja ópusa sérstaklega hér. Vil hins veg- ar minnast aðeins á og velta mér að- eins upp úr því ótrúlega grósku- skeiði sem Valgeir tók þátt í á árunum ca. ’75 til ’80. Á þeim tíma komu út plötur með Stuðmönnum og Spilverkinu á hálfs árs fresti liggur við, en auk þess var hrært í plötur Hrekkjusvína og Á bleikum nátt- kjólum Megasar eins og ekkert væri. En mig langar til að taka svanasöng Spilverksins, Bráða- birgðabúgí (1979), út en sú plata vex hjá mér jafnt og þétt. Ég er eig- inlega kominn á þá skoðun að sú plata, frekar en Ísland eða Sturla, sé meistaraverk sveitarinnar. Í þeim lögum sem Valgeir á þar (Hið magn- aða „Landsímalína“, „Ég býð þér upp í dans“ og „Valdi skafari“ prýða þetta safn) má finna ótrúlega flotta samfélagsrýni, hverrar styrkur felst í húmorískum lýsingum sem þó standa á alvarlegum grunni. Platan öll er glæsilegt sýnisdæmi í því hvernig á að búa til þematískt verk sem virkar og hitti það algerlega naglann á þjóðfélagslegt höfuðið á sínum tíma. Já, bravó bara! Bara eitt að lokum. Nýja lagið, sem hann gerir ásamt Jóni Jónssyni, „Spáný djúsí vinátta“ er snilld. Það gefur til kynna að Valgeiri eigi eftir að farnast vel á „gulltímabilinu nýja“ eins og vinur hans, Jakob Frímann Magnússon, orðaði það á afmæl- istónleikunum góðu. Ekkert upp á hann að klaga  Spilaðu lag fyrir mig er þriggja diska safn með öllum helstu lögum Valgeirs Guðjónssonar  Ljós þessa smellasmiðs og alþýðuskálds er hér með sett undir mæliker Morgunblaðið/Ómar Skáldið „Segja má að lagasmíðastíll Valgeirs sé dylanískur, þetta eru einföld þriggja gripa lög eins og segir en búa um leið yfir einhverjum galdri sem laðar mann að.“ » Fáir íslenskir lagahöfundar hafa verið jafnnaskir á að finna upp söngva sem allir geta hæg- lega tengt við, hvort heldur í gegnum einfaldar og ægigrípandi – en aldrei ódýrar – melódíur eða hag- anlega orta, alíslenska texta sem einatt varpa glettnu ljósi á það sem við erum að bauka við frá degi til dags, hvort sem það er gott eður slæmt MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS MAN ON A LEDGE kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D 12 CONTRABAND kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D 16 CONTRABAND kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D VIP 50/50 kl. 10:20 2D 12 PRÚÐULEIKARARNIR Ísl. texti kl. 5:40 - 8 2D L SHERLOCK HOLMES 2 kl. 5:30 - 8 - 10:40 2D 12 MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 8 - 10:40 2D 12 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 5:50 2D L / ÁLFABAKKA MAN ON A LEDGE kl. 8 - 10:20 2D 12 WAR HORSE kl. 6 - 9 2D 12 J. EDGAR kl. 7:30 2D 12 UNDERWORLD: AWAKENING kl. 8 - 10:10 2D 16 50/50 kl. 5:20 2D 12 PRÚÐULEIKARARNIR Ísl. texti kl. 5:40 2D L SHERLOCK HOLMES 2 kl. 5:20 2D 12 MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 10:30 2D 12 / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / KEFLAVÍK / AKUREYRI / SELFOSSI WAR HORSE kl. 5 - 8 - 10:50 2D 12 J. EDGAR kl. 8 - 10:45 2D L SHERLOCK HOLMES 2 kl. 8 2D 12 MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 10:40 2D 12 PRÚÐULEIKARARNIR Ísl. texti kl. 5:40 2D L THE HELP kl.5 2D 12 NÆSTU SÝNINGAR Á ÞRIÐJUDAG H.V.A. - FBL HHHHHHHH - KVIKMYNDIR.IS/ SÉÐ OG HEYRT MAN ON A LEDGE kl. 10:20 2D 12 CONTRABAND kl. 8 2D 16 50/50 kl. 8 2D 12 MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 10:10 2D 12 SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK MAN ON A LEDGE kl. 8 2D 12 UNDERWORLD: AWAKENING kl. 10:10 2D 16 PRÚÐULEIKARARNIR Ísl. texti kl. 8 2D L SHERLOCK HOLMES 2 kl. 10:10 2D 12 ÍSLENSKUR TEXTI HHHHH - USA TODAY HHHHH - ARIZONA REPUBLIC SÝND Í EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI „ENNÞÁ BESTIR“ HHHH KG-FBL HÚNERMÆTTAFTUR ÍBESTUMYNDINNITILÞESSA! STRÍÐIÐERHAFIÐ! LOS ANGELES TIMES HHHH SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KEFLAVÍK SÝND Í EGILSHÖLL OG AKUREYRI CHICAGO SUN-TIMES HHHH VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! „Einstaklega vel gerð spennumynd“ -Joe Morgenstern THE WALL STREET JOURNAL Þ.Þ. - Fréttatíminn HHHH H.V.A. - Fréttablaðið HHHH T.V. - Kvikmyndir.is HHHH B.G. - MBL HHH NÝJASTA MEISTARAVERK STEVEN SPIELBERG MÖGNUÐ SPENNUMYND K.S. - NEW YORK POST HHHH R.C. - TIME HHHH TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA BESTA MYNDIN6 SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK SÝND Í EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI M.M. - Biofilman.is HHHH SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.