Morgunblaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2012 Teygja Stórmót ÍR var haldið í sextánda skipti í Laugardalshöll um helgina. Mótið er langstærsta opna og árlega innanhússmótið sem haldið er í frjálsum íþróttum hér á landi. Eggert EFTA Surveillance Authority (ESA) hefur stefnt íslenzkum stjórnvöldum fyrir EFTA-dómstólinn vegna brots á tilskipun Evrópusambandsins um innstæðutrygg- ingar (Directive 94/19/ EC). Það er mat und- irritaðs að ákæra ESA stangist á við ákvæði tilskipunarinnar og sé liður í áframhaldandi þvingunar- aðgerðum gegn Íslandi utan laga og réttar. Upphaf þeirra má rekja til óformlegs ráðherrafundar Efna- hags- og fjármálaráðs Evrópusam- bandsins 4. nóvember 2008, undir forsæti Christine Lagarde, núver- andi framkvæmdastjóra Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, þar sem Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra Ís- lands, var „stillt upp við vegg“. Í alþjóðasamskiptum er beiting aflsmunar vísbending um rökþrot gerenda. Í Icesave-deilunni er ótví- rætt að ákvörðun brezkra og hol- lenskra stjórnvalda um útborgun á Icesave-innstæðum í kjölfar banka- hrunsins 6. október 2008 samrýmd- ist ekki ákvæðum Directive 94/19/ EC. Nánar er vikið að því hér að neðan. Á ráðherrafundinum var hins vegar látið sem Icesave-deilan sner- ist um það hvort Directive 94/19/EC gilti um hrun heilla bankakerfa og skuldbindingar Íslands gagnvart Bretlandi og Hollandi ef svo væri. Ráðherrafundurinn ákvað að skipa nefnd lögfræðinga til að gefa „bindandi“ álit um málið. Nefnd- armenn voru tilnefndir af Lög- fræðiþjónustu ráðsins, Lög- fræðiþjónustu framkvæmdastjórnar ESB, EFTA, ESA og forseta evr- ópska seðlabankans. Íslenzk stjórnvöld sáu ýmsa vankanta á máls- meðferðinni og sögðu sig frá henni. En létu ógetið augljósrar van- hæfni lögfræðiráðgjafa þessara aðila til óháðrar álitsgjafar. Í skýrslu sendi- herra, sem sat ráð- herrafundinn, var áréttað að fundurinn gerði Evrópusam- bandið og EFTA aðila að tvíhliða ágreiningi Íslands við Bretland og Holland jafnframt því að Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn tengdist honum enn frekar en áður. Sendiherrann sagði andrúmsloftið á fundinum hafa verið óvægið gagnvart Íslandi, og nefndi sérstaklega framkomu þýzka ráð- herrans. Fulltrúar viðkomandi ríkja hefðu að öllum líkindum ráðið ráð- um sínum fyrirfram – og fjár- málaráðherra Íslands hefði verið stillt upp við vegg. Allt var þetta í samræmi við við- tekin vinnubrögð innan al- þjóðastofnana í málum sem þessu. Samráðið hafði augljóslega haldið áfram eftir fundarlok því lögfræð- inganefndin tók sérstaklega fram að álit hennar væri „persónulegt álit“ lögfræðinganna en ekki stofn- ananna sem útnefndu þá. Þar með var sleginn klókur varnagli gegn málsvörn Íslands, t.d. fyrir EFTA dómstólnum, að með aðild sinni að „bindandi“ áliti nefndarinnar hefði ESA gert sig vanhæft til hlutlægrar umfjöllunar og frekari aðgerða í Icesave málinu. Dagskipun ráðherrafundarins um „bindandi“ álit batt hendur lögfræð- inganefndarinnar. Ákvörðunin um að falla frá henni hlýtur að hafa ver- ið tekin af ráðherrunum eftir fund- arlok og boð látin ganga til fulltrúa ESA, EFTA, stofnana Evrópusam- bandsins og evrópska seðlabankans. Af líkum má einnig ráða að nefnd- armenn hafi ekki farið í launkofa með hvers lags „persónulegt álit“ þeim var ætlað að leggja fram. Þessi tilgáta var staðfest óbeint af Vitor Constancio, varaforseta evr- ópska seðlabankans, í fyrirspurna- tíma eftir fyrirlestur sem hann flutti um „Financial Regulatory Reform and the Economy“ á svonefndum Levy Institute Minsky Conference hjá Ford Foundation í New York 15. apríl 2011. Aðspurður um afstöðu evrópska seðlabankans gagnvart aðgerðum brezkra stjórnvalda sem brytu gegn Directive 94/19/EC um forystu- hlutverk Tryggingasjóðs innstæðu- eigenda og fjárfesta við uppgjör Ice- save innstæðna, svaraði Constancio: „Við munum fara eftir ráðlegg- ingum Englandsbanka, hverjar sem þær kunna að vera.“ („Whatever the Bank of England recommends, we will take their recommendation.“) ESA tilkynnti íslenzkum stjórn- völdum um meint brot Íslands gegn ákvæðum Directive 94/19/EC með bréfi dags. 26. maí, 2010. Í bréfinu vísaði ESA á bug röksemd stjórn- valda að ákvæði tilskipunarinnar ættu ekki við þegar um væri að ræða „allsherjarhrun fjármálakerfis [einstakra ríkja]“. Þar með var „persónulegt álit“ lögfræðinga- nefndar Evrópustofnananna orðið opinbert álit – og forsenda málsókn- ar gegn Íslandi. Reyndar skiptir ágreiningur um túlkun viðkomandi ákvæða tilskip- unarinnar engu fyrir réttarstöðu Ís- lands varðandi Icesave-kröfur Breta og Hollendinga af ástæðu sem er jafn augljós og hún er óþægileg fyr- ir ráðherrana, lögfræðinganefndina og ESA: Það skortir öll efnisrök fyr- ir fullyrðingu þessara aðila að Ís- land hafi vikist undan skuldbind- ingum sínum í sambandi við uppgjör Icesave innstæðna. Niðurstaða þessi byggist á 1. gr. Directive 94/19/EC eins og nú skal greint. 1. Fjármálaeftirlitið gaf út form- legt álit sitt um greiðsluþrot Lands- bankans 27. október 2008 í samræmi við Directive 94/19/EC að slíkt skyldi gert innan þriggja vikna frá greiðsluþroti (6. október 2008). Bréf ESA nefnir álit FME og báðar þess- ar dagsetningar í upphafssetningu þriðju málsgreinar (bls. 1). Í beinu framhaldi er sagt að FME hafi ályktað að „þann sama dag“ hafi bankinn ekki getað greitt út ákveðnar innstæður, en þess látið ógetið hvort um var að ræða 6. eða 27. október 2008. 2. Dagsetningin skiptir höfuðmáli þar sem greiðsluskylda íslenzka inn- stæðutryggingarsjóðsins sam- kvæmt Directive 94/19/EC miðast við dagsetningu álits FME. Lög- formlegt mikilvægi síðari dagsetn- ingarinnar endurspeglaðist í fyrsta uppkasti að Icesave samningi Bret- lands og Íslands en þar voru 20.887 taldar jafngilda £16.873 sem byggist á gengisskráningu Seðlabanka Ís- lands þann 27. október 2008. 3. Í þriðju málsgrein á bls. 2 í bréfi ESA segir svo í upphafi: „Eftir að Icesave-innstæður urðu ótil- tækar gerðu bæði brezk og hollensk stjórnvöld ráðstafanir til að [eig- endur þeirra] gætu lagt fram kröfur [um útborgun Icesave innstæðna af hálfu] innstæðutryggingakerfis hvors lands um sig.“ 4. Þetta er ósatt því skv. tölulið 3(i), 1. gr. Directive 94/19/EC verð- ur „innstæða“ ekki „ótiltæk“ fyrr en valdbært stjórnvald gefur út form- legt álit um greiðsluþrot inn- lánastofnunar eins og FME gerði 27. október 2008 vegna Landsbank- ans. Síðar í bréfinu er rætt um að- gerðir Breta og Hollendinga „eftir að Icesave-innstæður urðu ótil- tækar 6. október 2008“ og þess getið að útgáfa formlegs álits FME 27. október 2007 hafi verið „fyrsta skrefið í því ferli sem 10(1) gr. Di- rective 94/19/EC kveður á um“ (bls. 9). 5. Bretar og Hollendingar kusu að láta eigin innstæðutryggingasjóði greiða út Icesave-innstæður strax í kjölfar bankahrunsins á Íslandi í stað þess að bíða eftir útgáfu FME á formlegu áliti um greiðsluþrot Landsbankans. Ágreiningsmál Ís- lands, Bretlands og Hollands falla því ekki undir Directive 94/19/EC þar sem Icesave-innstæður urðu aldrei „ótiltækar“ í merkingu tölu- liðs 3(i), 1. gr. tilskipunarinnar. Sá vefur ósanninda sem rakinn er í 1-5 hér að ofan bendir eindregið til þess að yfirstjórn ESA hefur verið sér meðvitandi um eigin rangtúlk- anir á tímasetningu atvika og ákvæðum Directive 94/19/EC. Ákæra ESA fyrir EFTA dóm- stólnum væri því lokaþáttur þving- unaraðgerða Evrópustofnananna – og vekur þá spurningu hvort hags- munum Íslands sé bezt borgið með úrsögn úr Fríverzlunarsamtökum Evrópu (EFTA). Eftir Gunnar Tómasson » Það skortir öll efn- isrök fyrir fullyrð- ingu ESA að Ísland hafi vikist undan skuldbind- ingum sínum í sambandi við uppgjör Icesave- innstæðna. Gunnar Tómasson Höfundur er hagfræðingur. Ákæra ESA fyrir EFTA dómstólnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.