Morgunblaðið - 30.01.2012, Side 12

Morgunblaðið - 30.01.2012, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2012 Fylgstu með í MBL sjónvarpi alla mánudaga Marta María ræðir við einstaklinga sem glímt hafa við offitu og haft betur í baráttunni. BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Vísbendingar eru um breytingar á lífríki Þingvallavatns á síðustu 5-10 árum. Aukið magn niturs (köfn- unarefnis) hefur verið mælt og einnig aukin þörungaframleiðsla, sem minnkar sjóndýpi í vatninu og það missir tærleika sinn og bláa lit. Nokkrar ástæður geta verið fyrir þessum breytingum, en þær helstu eru taldar mengun frá aukinni um- ferð í þjóðgarð- inum og fjölgun sumarhúsa við vatnið, auk hnattrænnar hlýnunar. Hilmar J. Malmquist, líf- fræðingur og for- stöðumaður Náttúru- fræðistofu Kópa- vogs, fjallaði um þessa þróun á fundi á vegum Land- verndar nýlega og taldi brýnt að menn væru á varðbergi því vistkerfi Þingvallavatns væri einstakt. Nátt- úrufræðistofan hefur ásamt fleirum séð um vöktun vatnsins frá 2007 og segir Hilmar að t.d. Þingvallanefnd sé mjög umhugað um að fylgjast vel með þróuninni og framundan sé að skoða til hvaða ráða megi grípa til að sporna gegn breytingum á við- kvæmu vistkerfinu. Tært, blátt og kalt „Á síðustu 5-10 árum höfum við merkt breytingar, sem lýsa sér á mismunandi hátt,“ segir Hilmar. „Í fyrsta lagi mælist aukin þör- ungaframleiðsla, sérstaklega á haustin, frá því sem var fyrir 20-30 árum. Með auknum vexti þörunga minnkar sjóndýpi eða rýni í vatn- inu, sem getur haft áhrif á hrygn- ingu og fæðuskilyrði bleikju. Mæl- ingar á næringarefnum í vatninu styðja þetta og mælingar í Silfru og Vellankötlu benda til að styrkur nit- urs sé hærri nú en um miðjan átt- unda áratuginn. Þingvallavatn er tært, blátt og frekar kalt vatn og um 90% af inn- rennslinu er 3-4 gráða kalt lind- arvatn. Kuldinn einkennir vistkerfið og því er þörungavöxtur ekki mikill en einnig vegna þess að styrkur næringarefna er lítill frá náttúrunn- ar hendi. Nitur er takmarkandi næringarefni og ef það eykst eins og vísbendingar eru um þá getur ýmislegt farið að stað og vatnið um- breyst ef þessi þróun gengur mjög langt.“ Vakta breytingar í vistkerfinu Ljósmynd/Hilmar J. Malmquist Á vaktinni Vel er fylgst með breytingum á lífinu í Þingvallavatni og kemur Náttúrufræðistofa Kópavogs meðal ann- arra að því verkefni, á myndinni eru þeir Finnur Ingimarsson og Stefán Már Stefánsson við sýnatöku úr vatninu.  Vísbendingar um aukna þörungaframleiðslu og hærri styrk niturs í Þingvallavatni  Gæti haft áhrif á bleikjuna í vatninu  Umferð, fjölgun sumarhúsa og hlýnun andrúmslofts talin helstu orsakavaldar Afbrigði bleikjunnar 5 cm Dvergbleikja 5 cmKuðungableikja 5 cmMurta 5 cm Sílableikja Hilmar segir að enn sjáist ekki áhrif aukins efnastyrks á bleikjuaf- brigðin fjögur í vatninu, en slíkt gæti gerst. Vatnið sé viðkvæmur viðtaki mengunar og vaxi fram- leiðsla þörunga mikið og sjóndýpi minnki að sama skapi hefði það áhrif á botninn á strandgrunninu en það svæði sé mikilvægt fyrir allar bleikjugerðirnar. Kuðungableikjan sé t.d. algerlega háð hrygningu í 3-4 gráða lindarvatni og þar megi ekki vera mikill þörungavöxtur. Erfitt sé að segja hver staðan verði eftir 20-30 ár verði ekkert að gert. Mögulega missi kerfið jafn- vægi sitt við smávægilega breyt- ingu af einhverju tagi, en hugs- anlega standi það óbreytt eftir slíkt. Með vaxandi næringarefnastyrk og hlýnun í efstu lögum vatnsins gætu nýjar þörungategundir bæst við og þá myndi rýnið minnka og sólar- ljósið næði ekki á botn vatnsins. Vatnið yrði ekki lengur blátt og tært heldur grænt á lit eins og þekkt er víða erlendis. Hilmar nefn- ir einnig ástandið í Reykjavík- urtjörn sem dæmi um áhrif vegna þéttbýlis. „Það sem stendur mönnum næst snýr að umferð og bústaðabyggð,“ segir Hilmar. „Áform eru uppi um þéttingu byggðar meðal annars að vestanverðu og þá verður að skipu- leggja frá upphafi til hvaða ráða verður gripið varðandi fráveitu. Bílaumferð í þjóðgarðinum og í gegnum hann hefur aukist og kvartanir eru þegar farnar að ber- ast vegna mikillar umferðar um Gjábakkaveg. Hins vegar hefur dregið úr landbúnaði þannig að hans þáttur fer minnkandi. Merkilegt vistkerfi Svo bætast við erfiðari mál eins og hlýnun loftslags, sem á mjög lík- lega sinn þátt í því að efnastyrkur í vatninu er að aukast með auknu rofi og veðrun á landi. Það er þekkt úr rannsóknum hér heima og er- lendis að með hlýnandi loftslagi eykst efnaveðrun og það skilar sér út í vatnið. Þessi sigdæld er viðkvæmt svæði með gljúpan og lekan berggrunn og það þarf að grípa til annarra ráða heldur en á gömlum jarðmyndunum þar sem berg er þéttara og annars eðlis. Blár litur vatnsins er ein- stakur, sömuleiðis jarðfræðin og vistkerfið í Þingvallavatni er mjög merkilegt frá náttúrunnar hendi. Ég nefni þróun bleikjuafbrigða og hellamarflær sem hvergi eru til annars staðar á hnettinum. Ef ekki er spornað við þessari þróun gæti eðli og gerð Þingvallavatns breyst,“ segir Hilmar. Hilmar Malmquist Á fundi Landverndar ræddi Sigrún Helgadóttir náttúrufræðingur til- lögur sem hún setti fram í fyrra í hugmyndaleit Þjóðgarðsins á Þingvöllum um framtíð þjóðgarðs- ins. Sigrún benti m.a. á nauðsyn þess að grípa til aðgerða gegn landeyðingu á svæðum sem eru utan fjárgirðingarinnar og endur- skoða veiðar á rándýrum innan þjóðgarðs, sem ekki er einu sinni griðastaður refa, eins og segir á heimasíðu Landverndar. Hún reifaði áhyggjur sínar af sjálfsáningu innfluttra barrtrjáa innan þjóðgarðsins sem gætu með tíð og tíma haft mikil áhrif á vist- kerfi, ásýnd og landslag á svæðinu og ræddi möguleika á að grisja barrskóginn sem þegar er fyrir hendi. Sigrún lagði til að átak yrði gert í að endurheimta fornar götur og stíga í þjóðgarðinum sem myndi auka aðgengi og möguleika göngufólks til útivistar. Þá kallaði hún eftir aðgerðum vegna stórauk- innar umferðar um þjóðgarðinn. Að lokum ræddi Sigrún um fyr- irkomulag á yfirstjórn þjóðgarðs- ins sem er í höndum Þingvalla- nefndar, sem í sitja sjö þingmenn, og gagnrýndi að ekki væri fagfólk á sviði náttúruverndar við stjórn- völinn. Vill fagfólk í yfirstjórn MARGVÍSLEGAR AÐGERÐIR NAUÐSYNLEGAR Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Bjartálar í Elliðaánum geta orðið allt að fjörutíu ára gamlir sam- kvæmt rannsóknum sem starfsmenn Veiðimálastofnunar gerðu á árunum 1999-2005. Nokkuð af álaseiðum virðist ganga upp í Elliðaárnar og talið að mest af þeim gangi upp í El- liðavatn þar sem þeir dvelja til kyn- þroska. Í rannsókninni kom í ljós að þegar állinn var 53-103 cm langur var hann á aldursbilinu 13-40 ára gamall. Þórólfur Antonsson fiskifræð- ingur, sem er höfundur skýrslu Veiðimálastofnunar um göngu álsins í Elliðaám og Elliðavatni, segir að starfsmenn stofnunarinnar hafi ekki orðið varir við að álnum sé að fjölga en magnmælingar á honum séu erf- iðar. Meðalvöxtur álsins reyndist að- eins vera tveir til þrír sentímetrar á ári og segir Þórólfur að vaxtarhraði álsins sé það lítill að hann þoli ekki miklar veiðar. „Það sýndi sig á árunum upp úr 1960 þegar verið var að veiða hann í lónum og árósum á Suðaustur- og Austurlandi að viðkoman er hæg. Endurnýjunin var það hæg að þegar búið var að veiða þarna í nokkur ár þá smáminnkaði aflinn. Endurnýj- unin hafði ekki við veiðunum,“ segir Þórólfur. Hann segir töluvert mikið af ál í sjávarlónum og láglendisvötnum, allt frá Snæfellsnesi austur að Kirkjubæjarklaustri. Þá sé töluvert af honum í Grafarvogi í söltu vatni. Ekki er mikið veitt af ál á Íslandi að sögn Þórólfs og er hann helst veidd- ur til rannsókna. Állinn eldist í Elliðaánum  Bjartálar virðast vaxa hægt í Elliðaánum og Elliðavatni  Þolir ekki miklar veiðar vegna lítils vaxtarhraða hans Morgunblaðið/Ómar Göngur Áll gengur upp Elliðaár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.