Morgunblaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2012 H a u ku r 0 9 b .1 1 Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Haukur Halldórsson hdl. haukur@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Rótgróin tölvuverslun óskar eftir góðum sölumanni sem meðeiganda. Viðkomandi gæti eignast fyrirtækið allt eftir nokkur ár þegar núverandi eigandi hættir vegna aldurs. Fyrirtækið er með góðar vörur bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Fjárhagsstaða er góð og félagið skuldlaust. Sameining við annað fyrirtæki kemur einnig til greina. • Sérhæfð verslun með vaxandi veltu og góða framlegð. Ársvelta 70 mkr. EBITDA 20 mkr. Engar skuldir. • Spennandi fylgihlutaverslun á besta stað í Kringlunni. • Heildsala með þekktan tískufatnað. Selur vörur í 20 verslunum um land allt, auk 5 eigin verslanna, m.a. í Kringlunni og Smáralind. Ársvelta um 260 mkr. • Allt að 100% hlutur í litlu framleiðslufyriræki í málmiðnaði sem er mjög vel tækjum búið. Sameining kemur til greina. • Spennandi sérverslun í miðbæ Reykjavíkur. Verslunin er vel þekkt og hefur langa og stöðuga rekstrarsögu. Ársvelta um 65 mkr. og EBITDA um 10% af veltu. Orðspor, saga og staðsetning bjóða upp á spennandi möguleika á að þróa reksturinn frekar. Allur fatnaður og skór á Engjateigur 5 Sími 581 2141 www.hjahrafnhildi.is • • • Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 Vertu vinur okkar á facebook hálfvirði – fyrst og fremst ódýr! TILBOÐ 99kr.kg Kartöflur í lausu 998kr.kg Ýsuflök með roði – aðeins í dag! Takmarka ð magn Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Við erum brattir og bíðum spenntir eftir verkefnum ferðaársins,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Ferðafélags Íslands. Ferða- áætlun félagsins kom út um helgina og kennir þar margra grasa að venju. Að meðtöldum ferðum deilda verða í ár farnar um 160 ferðir á veg- um FÍ; dagsferðir, helgarferðir og sumarleyfisferðir. Úrval ferða um náttúru landsins er mikið og fjöl- breytt, allt frá léttum göngum um stíga í borgarlandinu yfir í erfiðar jöklaferðir. „Ferðunum hefur fjölgað jafnt og þétt, en samt höfum við reynt að stilla þeim upp í samræmi við eft- irpsurn fyrri ára,“ segir Páll. „Þátt- takendum hefur fjölgað með hverju árinu og áhuginn á útivist og ferðum um landið, ekki síst í óbyggðum, er alltaf að aukast. Lengi vel voru þátt- takendur að stórum hluta fólk frá 50-65 ára sem var búið að koma sér vel fyrir, en á síðustu árum hefur aldurshópurinn breikkað. Í einstaka ferðum sjáum við þrjár kynslóðir mætast. Það er gaman að sjá 10 ára krakka ganga með pabba og mömmu og afa og ömmu og ánægjulegt að sjá hvernig hóparnir ná saman.“ Toppahopp og trússferðir Nýjungar í ár eru m.a. Topppa- hopp um Snæfellsnes í fararstjórn Brynhildar Ólafsdóttur og nátt- úruperlur í Vestur-Skaftafellssýslu verða kannaðar með Gísla Má Gísla- syni og Þóru Ellen Þórhallsdóttur í göngu með Hólmsá að Strútslaug. Aukið framboð er á erfiðum bak- pokaferðum auk þess sem trússferð- irnar eru á sínum stað. Á Horn- ströndum verða ferðir endurskipu- lagðar að hluta. Loks má nefna að ekki er alltaf nauðsynlegt að ganga á fjöll því nú er m.a. boðið upp á að ganga í kringum Helgafell, Hengil og Akrafjall svo dæmi séu tekin. Vinsælustu ferðirnar hafa und- anfarin ár verið um Laugaveginn, Hornstrandir, í Þjórsárver og á Hvannadalshnjúk í maímánuði auk Jónsmessuferðar, sem í ár verður á Botnssúlur. Í Ferðafélaginu eru um átta þús- und félagar um allt land og stór hluti félaganna er virkur í starfinu. „Úti- vist og göngur á fjöll er orðið að lífs- stíll hjá stórum hópi Íslendinga,“ segir Páll. „Um leið og við náum að breiða út boðskapinn og fáum fleiri til að stunda reglulega útivist og hreyf- ingu þá verður starfið um leið ein- stakt lýðheilsuverkefni. Duglegasta fólkið nær að byggja sig upp, það grennist og eykur þol og styrk. Fjallgöngur verða að bakteríu sem grípur fólk og það að standa á tindi fjalls er ákveðin upplifun, ákveðið af- rek sem þú hefur unnið og þig langar strax af stað aftur.“ Stórir hópar ganga reglulega á fjöll og þannig ganga núna um 300 manns á einn tind í hverri viku eða eitt fjall í mánuði. 100 manns eru síð- an í framhaldshópi sem náði 52 tind- um í fyrra, en ætlar sér nú að ná 36 tindum á hálfu ári eða svo. Ljósmynd/Lilja Rut Tröllaskagi Vaskur hópur gengur léttklæddur á Háakamb á vegum Ferðafélags Íslands. Fjölbreytt ferðaár  Göngur á fjöll og útivist er lífsstíll hjá stórum hópi fólks  Aldurshópurinn orðinn breiðari í ferðum Ferðafélagsins Rekstur á skálum Ferðafélagsins er stór þáttur í starfi FÍ. Breytingar kunna að verða á því fyrirkomulagi á næstu árum: „Í fyrra keyptum við skálann í Húsadal í Þórsmörk og höfum nú leigt reksturinn til nýrra aðila. Þetta er leið sem við erum áhugasöm um að fara með fleiri af stærri skálum félagsins, sem yrðu reknir af öðrum í anda Ferða- félagsins. Við gætum hins vegar einbeitt okkur í auknum mæli að uppbyggingunni og bætt hana,“ segir Páll. Ferðafélagið gerði í fyrra samn- ing um rekstur húss vitavarðarins á Hornbjargi og rekur aðstöðuna þar í fyrsta skipti í sumar. Viðvera skálavarðar verð- ur lengd frá því sem verið hefur til að auka þjón- ustu við ferða- menn og þá um leið öryggi þeirra. Boðið verður upp á mat í Hornbjargsvita í sumar, sígildan, góðan hafragraut á morgnana og fisk eða súpu á kvöldin. Þessi þjónusta er einkum ætluð stærri hópum og þarf að láta vita fyrirfram um ferðatilhögun. Íhuga breyttan rekstur skála FÍ HAFRAGRAUTUR OG SÚPA Á HORNBJARGI Á fjöllum Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélagsins. Verð á hverri röð í Víkingalottói hækkaði í síðustu viku í 70 krónur en verð á röðinni var áður 50 krónur. Á heimasíðu Getrauna segir að verðið hafi haldist óbreytt í rúm sjö ár og miðað við verðlagsþróun ætti verðið á einni röð að vera 82 krónur. Þessi hækkun leiðir til hærri vinnings- upphæða í íslensku vinningsflokk- unum. Verðið er enn nokkuð hærra í hin- um löndunum, sem eru í þessu get- raunasamstarfi, 103 krónur í Eistlandi og 95 krónur í Finnlandi svo dæmi séu tekin. Röðin kostar 82 krónur í Nor- egi, 85 krónur í Danmörku og Svíar eru næstir Íslendingum hvað verð áhrærir, en þar kostar röðin í Vík- ingalottói 71 krónu. aij@mbl.is Röðin í Víkinga- lottói hækkar úr 50 í 70 krónur - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.